Réttur


Réttur - 01.04.1980, Síða 42

Réttur - 01.04.1980, Síða 42
SPEGILMYND Á ÆÐSTU • • r STOÐUM-AF HERNAMI HUGAR OG HJARTA ÞaS sér á að það „hernám hugar og hjarta“, sem Sósíalistaflokkurinn varaði þjóðina mest við í ávarpi til íslendinga 8. maí 1951, er æ meir að segja til sín, ekki síst á „æðstu stöðum“ þjóðarinnar. Það er ekki aðeins að á Alþingi sjálfu sitji „ármenn erlends valds“, — svo sem Snorri Hjartarson kvað forðum, heldur eru þeir og teknir að umskrifa sögu íslenskrar sjálf- stæðisbaráttu í anda þeirrar undirgefni undir erlent vald, sem þeir álíta íslendingum beri að að lúta. Einn vesalingur ræðst á þá, sem í orði og verki mótmæltu bresku hernámi og svikum herforingja þess við öll gefin lof- orð, er landið var hertekið: að herinn skyldi hvergi skipta sér af innanlands- málum vorum. En áður en árið var liðið hafði breskum hermönnum verið skipað að vinna sem verkfallsbrjótar, íslenskir menn verið teknir af hernum og hótað dauða, íslenskt blað verið bannað af breskum her og blaðamenn þess fluttir af landi burt, m.a. stjómarskrá íslands brotin, er breskur lier handtók íslenskan þingmann, - en allt Alþingi mótmælti þá. Nú vill einn aumur þingmaður láta ofbeldisverk bresks innrásarhers vera sjálfsögð og forkastanlegt að mótmæla slíku. Hvað myndi sá Pétur Magnússon, hæstaréttarlögmaður og síðar ráðherra, er sagði við Gunnar Benediktsson 1941 út af dómum í þágu breska innrásarherins: „Mikið andskotans réttarfar er jætta orð- ið í landinu“ — sagt hafa um söguskoðun slíks þingmanns, — ef mæla mætti? En það er ekki nóg með að dusilmenni álíti sjálfsagt að hlýða boðum bresks inn- rásarhers, er treður í duftið landsmenn í orði og verki. -K Það er líka, og það af tveim þingmönn- um, ráðist á ]>á menn, sem björguðu ís- landi frá örlögum „uppkastsins" 1908, Skúla Thoroddsen, Bjöm Jónsson og aðra. Þessir vesæln þingmenn álíta ágætt, að 106

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.