Réttur


Réttur - 01.04.1980, Síða 46

Réttur - 01.04.1980, Síða 46
málaflokka, má sjá, að Framsóknarmenn voru drýgstur hluti þeirra í flestum sveit- um. Ef t. d. framboðslistar Framsóknar- flokksins frá Aljjingiskosningunum 1959 eru bornir saman við héraðsnefndirnar, verður ljóst, að víða var nær allur neðri hluti framboðslistanna í héraðsnefndum, en hinsvegar fáir úr efri hlutanum. Þótt ekki sé lengra um liðið, munu margir hafa heldur óljósar hugmyndir um starf þessara samtaka og sú skoðun vera nokkuð ríkjandi, að með jDeim hafi ekki verið neitt lífsmark að ráði nema 2—3 ár. Þetta er langt frá hinu rétta, enda þótt starfsemin væri vissulega mest fyrstu tvö árin. Landsfundir og göngur Fyrst er þess að geta, að Samtökin héldu þrjá fjölmenna landsfundi á tveggja ára fresti: í Reykjavík í september 1962, að Skjólbrekku við Mývatn 1964 og Bifröst í Borgarfirði 1966. í öðru lagi var farin Keflavíkurganga vorið 1961, tveggja daga Hvalfjarðar- ganga um fónsmessu 1962 og síðan Kefla- víkurgöngur vorin 1964, 1965 og 1968. Það er hinsvegar eftirtektarvert, að eftir 1962 eru þessar göngur ekki farnar þau vorin, sem Alþingis- eða sveitastjórna- kosningar áttu sér stað. Gangan 1962 var raunar heldur ekki farin fyrr en eftir sveitastjórnakosningarnar jrað ár, og var talsvert um það deilt, hvort efna ætti til hennar fyrir eða eftir kosningar. Reykjavíkurganga var og farin viku fyrir Aljiingiskosningar í júní 1967. Að henni stóð einkum fólk innan samtak- anna, sem undi því illa, að lrermálið væri gert að feimnismáli fyrir hverjar kosn- ingar. 110 Menningarvökur í þriðja lagi ber að nefna menningar- vikur þær, sem Samtökin gengust fyrir 3.—11. mars 1962, 1.—7. maí 1965 og lista- vöku, sem stóð frá 12. febrúar til 5. mars 1967. Þær voru nýlunda á þeirri tíð. Helstu atriðin á fyrstu menningarvik- unni, sem haldin var í Listamannaskál- anum sæla, voru: 1) Myndlistarsýning. Þar sýndu verk sín Ásmundur Sveinsson, Barbara Árna- son, Benedikt Gunnarsson, Bragi Ásgeirs- son, Einar Baldvinsson, Eiríkur Smith, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Benediktsson, Guðmundur Elíasson, Gunnlaugur Scheving, Hafsteinn Aust- rnann, Hrólfur Sigurðsson, Hörður Ág- ústsson, Jóhann Briem, Jóhannes Geir, fóhannes fóhanneson, Jón Benediktsson, Jón Engilberts, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Magnús Á. Árnason, Rík- arður Jónsson, Sigurður Sigurðsson, Sig- urjón Olafsson, Steinþór Sigurðsson, Sverrir Haraldsson, Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúlason. 2) Skáldavökur tvær, eldri ogyngri. Þar lögðu til efni eða lásu upp Ari Jósefsson, Ásta Sigurðardóttir, Baldur Óskarsson, Dagur Sigurðarson, Geir Kristjánsson, Guðmundur Böðvarsson, Hannes Sigfús- son, Ingibjörg Haraldsdóttir, Jóhannes úr Kötlum, Jón Óskar, Jón Reynir, Jón úr Vör og Þórbergur Þórðarson. 3) Tónlistarflutningur, jrar sem fram komu Fjölnir Stefánsson, Fritz Weiss- happel, Hafliði Hallgrímsson, dr. Hall- grímur Helgason, Helga Hauksdóttir, fakob Hallgrímsson, Jórunn Viðar, Krist- inn Gestsson, Kristinn Hallsson, Sigurð- ur Órn Steingrímsson og Sturla Tryggva- son.

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.