Réttur


Réttur - 01.04.1980, Page 48

Réttur - 01.04.1980, Page 48
Þessar nafnarunur þykja kannski ekki merkilegar, en þær hafa þó visst heim- ildargildi, þar sem upplýsingar um þessa viðburði liggja ekki á lausu útum allt. Og gildi þessarar menningarviku má m.a. marka af því, að Morgunblaðið, Vísir og Alþýðublaðið reyndu að þegja hana í hel. Morgunblaðið neitaði m. a.s. að birta borgaða auglýsingu um liana, en sakaði listamenn, sem fram komu á henni, um að þiggja Rússagulk Frá annarri menningarvikunni 1,—7. maí 1965 er það einna minnisstæðast, að j)á var Sóleyjarkvœði Jóhannesar úr Kötl- um frumflutt með þjóðlagatónlist að frumkvæði Péturs Pálssonar. Þá voru og frumsýnd leikritin Jóðlíf eftir Odd Björnsson og burlesca da camera eftir Tlior Vilhjálmsson: Ætlar blessuð mann- eskjan að gefa upp andann? Að þessum leiksýningum stóðu Baldvin Halldórsson, Bríet Héðinsdóttir, Bryuja Benedikts- dóttir, Erlingur Gíslason, Jóhanna Norð- I jörð, Leifur Ingvarsson, Pétur Einarsson og Þorsteinn Ö. Stephensen. Á þessari viku létu skáld einnig til sín taka, en það voru að þessu sinni Guð- bergur Bergsson, Guðmundur Böðvars- son, Halldóra B. Björnsson, Ingimar Er- lendur Sigurðsson, Jóhannes úr Kötlum, Jón Sigurðsson (nú Tímaritstjóri), Jón úr Vör, Þórbergur Þórðarson, Þorsteinn frá Hamri og Þorsteinn Valdimarsson, sem þá mun í fyrsta sinn hafa kynnt limr- ur sínar opinberlega. Það telst til nýlundu á þessari viku, að sýndir voru dansar við tónlist eftir Bela Bartok og stýrði Þórhildur Þorleifsdóttir þeim. Einnig flutti Sverrir Hólmarsson erindi með dæmum um gömul dans- kvæði. Flestum áðurnefndum atriðum á þesari viku fylgdi meiri eða minni tón- 112 listarflutningur, og hafði Atli Heimir Sveinsson mestan veg og vanda af Jæirri hlið málanna. Myndlistin varð ekki afskipt á þessari viku frenmr en hinni fyrstu, því að nú sýndu 35 listamenn verk sín á 2. hæð í Lindarbæ. Voru þar flestir hinir sömu og á fyrstu vikunni, en auk þeirra bættust við Alfreð Flóki, Ásgerður Ester Búadótt- ir, Haukur Dór Sturluson, Hjörleifur Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Jónas Svafár, Jón Gunnar Árnason, Sigurjón Jóhannsson, Snorri Sveinn Friðriksson og Steinunn Marteinsdóttir. Og enn sprakk Mogginn. Á listavökunni 1967 má telja til tíð- inda, að sýndir voru Jiættir úr leikritinu Ótti og eymd Þriðja Rikisins eftir Bert- olt Brecht í þýðingu Þorsteins Þorsteins- sonar og undir leikstjórn Erlings E. Hall- dórssonar. Mun það í fyrsta skipti, sem leikverk eftir þennan höfund fékk verð- uga meðferð á íslandi. Þá er og einkar minnisstæð ljóðadagskrá með baksviðs- tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson og Leif Þórarinsson. En hér hefur aðeins verið minnst á brot Jiess, sem fram fór á vökum þessum. Undirskriftarsöfnunin Aðalverkefni Samtakanna fyrsta árið var skv. ákvörðun Þingvallafundar undir- skriftasöfnun gegn hersetunni og fyrir hlutleysi íslands. Markmiðið var að gefa hverjum atkvæðisbærum íslendingi kost á að krefjast þess með undirskrift sinni, að herinn hyrfi á brott og herstöðvar allar yrðu lagðar niður. Undirskriftalistarnir báru eftirfarandi yfirskrift: Við undirritaðir íslendingar krefjumst þess,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.