Réttur


Réttur - 01.04.1980, Side 52

Réttur - 01.04.1980, Side 52
1962 ræðir Geir Hallgrimsson um „Sjálf- stæði íslands og hættuna af ólýð- ræðislegum stjórnmálastefnum". Á 1. des. samkomunni í hátíðasal Há- skólans 1960 varð reyndar skemmtilegur atburður. Samkomur þessar höfðu und- anfarin ár verið með afbrigðum fámenn- ar, sem vonlegt var sakir leiðinda, en nú brá svo við, að salurinn var nær fullset- inn strax í upphafi. Þegar svo Guðmund- ur I. Guðmundsson, einn helsti undan- haldsmaðurinn í landhelgismálinu, steig upp í stólinn ógnarlangur og háll, þá reis næstum hver einasti fundargestur úr sæti sínu og gekk út. Forseti íslands og Há- skólarektor sátu nær einir eftir. Samtök hernámsandstæðinga gáfu út póstkort með mynd af þessum viðburði. Á árunum 1963 og 1964 sljákkar held- ur í herstöðvasinnum í Háskólanum á Jrann veg, að ræðumenn 1. des. og efni þeirra verða ekki eins harðsvírað í þágu andlegrar og veraldlegrar hernámsstefnu og áður. Fyrra árið talar Broddi Júhann- esson um, ,Stöðu einstaklingsins í nú- tímaþjóðfélagi" og síðara árið ræðir Ar- mann Snævarr um „Eflingu Háskóla Is- lands og framtíðæðri menntunar“. Árið 1965 verða svo nokkur umskipti, þegar Sigurður Lindal er fenginn sem að- alræðumaður 1. desember og talar um „Varðveislu Jjjóðernis". Þótti Jiar mörg- um kveða við óvæntan tón hjá yfirlýst- um Sjálfstæðismanni og fyrrverandi for- ystumanni Vökustúdenta. Sigurður lagði annars meginþunga ræðu sinnar á her- mannasjónvarpið, sem þá reið öðru hverju húsi á höfuðborgarsvæðinu. Þessi þróun heldur að nokkru áfram næsta ár, þegar sr. Þorgrímur Sigurðsson á Staðarstað verður ræðumaður. Þorgrím- ur hafði verið virkur í Samtökum her- námsandstæðinga einkum á fyrstu lands- fundunum, einn örfárra nafnkunnra Sjálfstæðismanna. í ræðu sinni, sem hét „Andlegt sjálfstæði“, sneiddi liann raun- ar að mestu hjá því að grípa á kýlinu, en minntist þó á „smán hersetunnar". Og hvert orð af slíku tagi bergmálaði víða á þeim árum. Haustið 1967 verður hinsvegar nokkur hvellur, þegar Sigurður A. Magnússon ræðir um „Island á alþjóðavettvangi“. Var það vafalítið skeleggasta ræða gegn erlendri ásælni, sem heyrst hafði á vegum stúdenta 1. desember um tveggja áratuga skeið. Árið 1968 varð samkomulag um, að nýkjörinn forseti íslands, Kristján Eld- járn, skyldi minnast 50 ára afmælis full- veldisins. En næstu tvö ár á eftir tekst ein- hverskonar örlagakrötum að beina 1. desember ræðunum að fremur meinlausu snakki. Fyrra árið fjallar Jónas Kristjáns- son ritstjóri um efnið „Bókvitið verður í askana látið“, en hið síðara heldur Helgi Skúli Kjartansson ræðu, sem nefndist í gáfulegum frumleika „Bylting, ha?“ Það er ekki fyrr en haustið 1971, sem sá meirihluti herstöðvaandstæðinga myndast meðal háskólastúdenta, sem enn heldur velli. Ný samtök Eftir að Samtök hernámsandstæðinga hættu starfsemi 1969, varð nokkurt hlé á skipulegri andstöðu við hersetuna. En í júní 1971 beið Viðreisnarstjórnin ósigur í kosningum, og í júlí var mynduð ný ríkisstjórn, sem hafði þetta ákvæði í mál- efnasamningi sínum: „Varnarsamning- 116

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.