Réttur


Réttur - 01.04.1980, Side 63

Réttur - 01.04.1980, Side 63
T NEISTAR Úr þróun Bandaríkjanna til „Mammonsríkis Ameríku" ,Ég sé í framtíðinni kreppu nálgast, sem ég óttast og gerir mig órólegan um öryggi lands míns. Volclug auðfélög hafa risið upp í kjölfar styrjaldarinnar; tímabil spiliingarinnar á æðstu stöðum landsins mun al! því leiða og pen- ingavaldið í landinu mun reyna að lengja herravald sitt með jrví að auka sér í vil hleypidóma fólks- ins, þangað lil allur auður hefur safnast á fáar hendur og lýðveldið er eyðilagt. Mig uggir nú rneir um öryggi lands míns en nokkru sinni fyrr, jafnvel meir en jregar styrj- öldin var verst." Abraham Lincoln, forseti. 1865. „Og þá sé eg opnast það eymdanna djúp, þar erfiðið liggur á knjám en iðjulaust fjársafn á féieysi elst sem fúinn í lifandi trjám, en hugstola mannfjöldans vitund og vild er vilt um og stjórnað af fám.“ Stephan O. Stephansson lir „Kveld". 1899. „hví meira scm ég las af Vest- urheimsblöðunum, jrví betur skild- ist már það, hve afarþungt áhyggjuefni ástandið í Bandaríkj- iiniim hlýtur að vera hinum bestu og vitrustu mönnum þair . . „Það er auðvitað auðvaldið, sem voðinn stendur af. Það hefur átt mjög mikinn jrált í að gera Bandaríkin að jivi’, sem þau hafa orðið á svo skömmum tfma . . .“ „En nú er jrað orðið að heljar- óvætt, sem þjóðin ræður ekkert við. líkt og ormur Þóru borgarhjart- ar“.......Þjóðfélagið hel'ur borið gull undir auðvaldið með ýmsum hlunnindum og fjárveizlum. Og auðvaldið hefttr magnast og gullið vaxið. Og auðvaldið étur meira en heilan uxa í mál. Það étur meira en efni þjóðarinnar. Það étur oft og einatt löghlýðni henn- ar og drengskap, þar sem það nær lil. Það er aðalspillingarafl heims- álfunnar." Einar Hjörleifsson Kvaran i „Vesturför" 1909. * Von Bandaríkjanna Eugene Debs var einhver besti verklýðsforingi í Bandaríkjunum, stjórnaði mörgum harðvítugustu verkföllum aldarinnar, var 1918 dæmdnr í 10 ára fangelsi fyrir andstöðu gcgn strfðinu og samúð með rússnesku byltingunni, — sem Stephan G. var og næstum fangelsaður fyrir. Hann hóf að afplána dóminn 1919. Var forseta- efni verkamanna 1920, lékk yfir miljón atkvæði, Jrótt í fangelsi væri og jressi besti ræðuskörungur Bandaríkjanna fengi hvergi að tala. Þriggja ára fangelsisvist eyði- lagði heilsu hans. Honum var jrví sleppt 1921 og fimm árum síðar dó hann án jress að hal'a fengið heilsuna aftur. Stephan G. orti um hann 1918 hið stórfenglega kvæði: Eugene Debs". Lýkur jiví svona: „Ef að virðist tvísýnt tiða tafl: hvort lömbin sigri refinn, öll er myrkvast efa og kviða Ameríka — Debs skal kveða inn í tímann vilja og von — enn er sú ei yfirgefin, er á skálmöld hróka og peða, á svo hugum-háan son.“ * ASvörun J.W. Fulbright til Bandaríkjanna J. William Fulbright er einhver vitrasti og besti stjórnskörungur Bandarikjanna. Hann var lengst af þann ianga tíma, er hann átti sæti í öldungadeild þingsins, for- maður hinnar valdamiklu utan- ríksmálanefndar. En hann var óhræddur við að segja stjórnend- endum til syndanna. Hér skulu birtar nokkrar tilvitnanir úr bók hans, THE CRIPPLED G1ANT“ (Risinn, er varð kripplingur), (hér stuðst við útgáfu „Vintage Books 1972), en áður hefur „Réttur“ birt tilvitnanir úr annarri bók hans, „The Arrogance of Power“) (Hroki valdsins), er einn- ig flutt mörg varnaðarorð: * „Kjarnorkuvopn, eldflaugar og ógrynni annarra vopna hefur veitt einni einustu persónu, forsela Bandaríkjanna, næstum Jrvi algert vald yfir lífi milljóna manna um heim allan. Það er of lítið sagt, ef maður kemst svo að orði að þetta sé of mikið vald til að veita nokkr- um einstakling. í árdögum lýð- veldisins var dreifing valds álitin nauðsynleg til þess að vernda frelsi vort; nú er hún orðin brýn til Jress að vernda líf vor lika." (Bls. 217). 127

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.