Réttur


Réttur - 01.07.1984, Side 1

Réttur - 01.07.1984, Side 1
67. árgangur 1984 — 3. hefti Vegna prentaraverkfallsins hefur þetta hefti tafist mjög, mest af því skrifað í sumar, — og eru lesendur Réttar beðnir velvirðingar. ( 4. hefti mun fjallað um verkföllin. Félagar mínir í Gautaborg sjá um allt efnið í þessu hefti og það í svo ríkum mæli að nokkur afgangur mun verða og framhald á einstaka grein í 4. hefti. Er ég þeim þakklátur fyrir og vona lesendum líki vel sú tilbreyting, sem með þessu verður í Rétti. Stéttabaráttan mun nú harðna því meir á landi voru sem launafólk og al- þýða öll finnur æ sárar fyrir launaráni því, fátækt og örbirgð, sem leppstjórn erlends auðvalds er að leiða yfir meirihluta íslendinga. Verður áþján þeirri ekki hnekkt fyrr en alþýðan, meirihluti kjósendanna, sameinast um að fella íhald og Framsókn frá meirihluta á Alþingi og fá sjálf úrslitaáhrif á stjórn landsins. Verður slíkt því brýnna sem valdamenn þessara flokka eru nú að henda fossafli íslands í auknum mæli í helgreipar erlendra auðhringa, ræna afkomendur vora afli þessu en íþyngja almenningi með okurverði, svo auð- drottnarnir megi sópa til sín gróða.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.