Réttur


Réttur - 01.07.1984, Síða 15

Réttur - 01.07.1984, Síða 15
Erlend ásælni og íslensk sundrung Ræða Elfars Loftssonar, stjórnmálafræðings Eftir að Bandaríkin tóku að sér varnir íslands, 1941, með dýrum loforðum og greinilegum skilmálum um að fara á brott um Ieið og stríðinu lyki — Ioforðum sem síðar voru öll brotin,þá hefst nýr áfangi í íslenskri sögu, áfangi sem kalla mætti vesturfærsluna vegna þes að Island innlimast nú í hið nýja vestræna fjöl- þjóðakerfi sem var í mótun undir forustu Bandaríkjanna. Það komast nú á öflug bönd milli íslenskra og bandarískra stjórnmálaaðila. Sjálfstæðisflokkurinn var áhrifamesti íslenski aðilinn í þessari hagsmuna-sam- steypu sem æ síðan hefur haft afgerandi áhrif á gang mála á Islandi. Að nokkru leyti hvílir þessi samsteypa á hugsjónalegri samstöðu bandarískra og íslenskra íhaldsafla, en í aðalatriðum mætast þarna íslensk og bandarísk stjórn- málaöfl út frá gjörólíkum markmiðum. Markmið hernámssinna Markmið Bandaríkjanna var frá byrjun það sama og það er enn í dag, nefnilega að virkja Island fyrir hernaðaráform sín. Þessi markmið komu t.d. þannig fram í leynilegri skýrslu frá CIA til utanríkis- ráðuneytisins í Washington 1947: „Markmið Bandaríkjanna er að gera það bráðabirgða ástand sem nú er komið á varanlegt eða að koma á enn betri aðstöðu á íslandi — samtímis sem komið er í veg fyrir að andstæð- ingurinn nái þar nokkurri aðstöðu“. Klfar Loftsson flytur ræðu 127

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.