Réttur


Réttur - 01.07.1984, Page 18

Réttur - 01.07.1984, Page 18
að sætta sig við innlimunina í hernaðar- bandalagið. Þó var sjálf inngangan í þetta bandalag í alla staði ólýðræðisleg. Samn- ingsuppkastið var ekki birt fyrr en nokkr- um dögum áður en ákvörðunin var tekin á þingi. Engin málefnaleg umræða um þetta örlagaríka mál átti sér stað í blöð- um borgaraflokkanna. Það var líka kom- ið í veg fyrir að Ríkisútvarpið léti fara fram umræður um málið. Á örfáum dögum var svo allt saman barið í gegn. Rétt eins og fyrri daginn — á tímum er- lendrar nýlendukúgunar, voru ákvarðanir teknar varðandi framtíð íslands, án þess að þjóðin vissi nokkuð hvað var að gerast. Munurinn var bara sá að það voru nú lýðræðislega kjörnir fulltrúar sem beittu hinum gömlu brögðum valdsmann- anna. Það var lýðræði í lamasessi sem stóð að þessari ákvarðanatöku. Þegar svo endanlega var gengið frá inn- limun íslands í hernaðarkerfi Bandaríkj- anna með varnarsamningnum 1951 var hið lýðræðislega kerfi alveg tekið úr sambandi. Ríkisstjórnin gekk frá samn- ingnum alveg án þess að fylgja þeim regl- uip sem stjórnarskrá og önnur lög gera ráð fyrir. Ábyrgð íslenskra stj órnmálamanna Það sem greinilegast kemur fram við rannsókn á innlimun íslands í Atlants- hafsbandalagið er að hið lýðræðislega kerfi landsins hafði ekki getu til að takast á við erfiðar ákvarðanir og þann utan að komandi þrýsting sem bandaríska stór- veldið setti á íslensk stjórnvöld. Það er því miður ekki augljóst hvort íslenska stjórnkerfið er betur búið til þessa erfiða hlutverks í dag en það var á þessum árum. íslenskir stjórnmálamenn hafa ætíð gert utanríkis- og öryggismálin að þrætu- efni þegar það hefur þótt henta af flokks- pólitískum ástæðum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur sérstaklega grundvallað þennan vonda vana. En hér hljóta einnig íslenskir sósíalistar að taka á sig sök. Sú sundrung í utanríkismálum sem íslenskir stjórn- málamenn eru ætíð reiðubúnir að veifa opinberlega gefur alls ekki í skyn að til sé neitt sem kalla má íslenska hagsmuni á alþjóðavettvangi. Þetta byggir undir þá skoðun sem víða kemur fram erlendis, nefnilega að ísland sé ekki fært um að reka sjálfstæða utanríkisstefnu. Þannig auðveldast líka ásælni og yfirgangur bandaríska stórveldisins á íslandi. Hernaðarumstang Bandaríkjanna á ís- landi er íslendingum stórhættulegt á ófriðartímum vegna þeirrar auknu árás- arhættu sem það dregur yfir landið. Á friðartímum skapar hervæðingin menn- ingarlegt og efnahagslegt ívaf í íslenskt þjóðlíf sem er í andstöðu við íslenskar aðstæður, hefð og siðvenjur. Það er eölilegt að íslenskir sósíaiistar standi fremst í röð í baráttunni fyrir sjálf- stæðri íslenskri utanríkisstcfnu. Slík stefna hlýtur að byggjast á því að ísland standi á eigin fótum á alþjóðavettvangi og losi sig við NATO-hervæðinguna sem eingöngu er til böls og háska. Slík stefna verður líka að byggjast á samstöðu sem nær langt út fyrir hin hefðbundnu flokks- bönd og hún krefst þess að íslenskir stjórnmálamenn sýni þann sjálfsaga að blanda ekki utanríkismálum inn í hinar hversdagslegu pólitísku þrætur. 130

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.