Réttur


Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 22

Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 22
viðtal við pólskan andkommúinista, sem játaði hreinskilnislega, að heldur vildi hann kjarnorkudauðann en kommún- ismann. Og hvað á maður að segja um Reagan, Weinberger, Luns og alla hina forustumennina í NATO, sem hafa sam- þykkt þá stefnu að beita kjarnorkuvopn- um að fyrra bragði, ef þurfa þykir? Marx gamli sagði, að þegar borgarastéttin sæi völd sín í hættu, þá liti hún á það sem ragnarök og væri til alls vís. Það hefur vissulega sannast rækilega á helstu odd- vitum hennar nú á dögum, enda þótt kap- ítalismi Vesturlanda sé ekki í neinni bráðri hættu svo langt sem við eygjum fram í tímann. Lað má vel vera, að geð- læknar mundu úrskurða Reagan, Luns og Co. alheilbrigða á sálinni. f»eir hefðu jafnvel getað gefið Hitler vottorð um fulla geðheilsu. En hvað sem líður læknis- fræðilegum úrskurði, þá er eitt víst: Þess- ir menn eru margfalt hættulegri en geð- sjúklingar, sem lokaðir eru inni á geð- veikrahælum vegna þess að þeir geta farið sjálfum sér og öðrum að voða. — Pví þeir eru vísir til að tortíma öllu mannkyninu óafvitandi eða vitandi vits. Aldrei hefur jörðin fóstrað hættulegri lífverur en þessa vesalings menn. Það er verkefni okkar allra, sem ekki erum blindir á veruleika samtímans, að bægja þessari hættu frá. Fyrstu spurningunni verður því ekki svarað á annan veg en þennan: Kjarn- orkustríð er yfirvofandi. Hvað veldur þessum ósköpum? Næsta spurning er þessi: Hvað veldur þessum ósköpum? Hverjar eru orsakir þess, að svo er komið? Til þess að kjarna- 134 vopnaandstæðingar geti komið sér saman um rétta stjórnlist og baráttuaðferðir, verða þeir að svara þessari spurningu. Auðvitað hefur enginn maður á jörð- inni raunverulegan hag af því, að kjarn- orkustríð dynji yfír og tortími okkur öllum. Samt er stefnt að því af miklum fjölda valdamanna og fylgismanna þeirra að langmestu leyti í fullkomnu ósjálfræði, sem minnir á sjálfstortímingu læmingj- anna. Lítum fyrst á nokkrar staðreyndir. Bandaríkin hafa verið fyrst til að fram- leiða öll meiriháttar morðvopn allt frá stríðslokum. Svo að þau helstu séu nefnd: Kjarnorkusprengjan 1945, vetnissprengj- an 1953, langdrægar sprengjuflugvélar og meðaldrægar eldflaugar sama ár, kjarna- vopn til notkunar á vígvelli 1955, lang- drægar flaugar til að skjóta heimsálfa á milli sama ár, kjarnorkuknúnir kafbátar 1956, kafbátar búnir eldflaugum 1959, eldflaugar gegn eldflaugum 1960, eld- flaugar með fleirum en einum kjarnaoddi 1964, eldflaugar með stýranlegum kjarna- oddum 1970, ný „kynslóð" stýriflauga 1976.' Síðan hafa þeir framleitt Pershing II flaugar, sem ná frá stöðvum í Vestur- evrópu til helstu stórborga í vestanverð- um Sovétríkjunum á nokkrum mínútum og margt fleira góðgæti. Sovétríkin hafa svarað með framleiðslu samskonar vopna, stundum mörgum árum seinna, en Bandaríkin hafa alltaf átt frumkvæðið. Bandaríkin hafa komið sér upp fjölda herstöðva hringinn í kring um Sovétríkin eins nærri landamærum þeirra og kostur er. Sovétríkin hafa hvergi herstöðvar í námunda við Bandaríkin. Bandaríkin eru eina þjóðin, sem kast- að hefur atómsprengjum í stríði. Þau hafa margsinnis lýst því yfir að þau mundu beita kjarnorkuvopnum að fyrra 1) Heimild þeirra upplýsinga, sem hér eru taldar: The SIPRI Yearbook 1978.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.