Réttur


Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 29

Réttur - 01.07.1984, Blaðsíða 29
þeirra mundi hafa í för með sér atvinnu- leysi og erfiðari lífskjör. Petta er hinn sí- gilda aðferð í ríki Mammons. Á það hef- ur verið bent með réttu, að raunhæf stefnumótun um íslenska atvinnuþróun, sem á traustvekjandi hátt sýndi fram á, að við gætum vel komist af efnahagslega án herstöðvarinnar, og benti á úrræði, sem hvíldi á traustari stoðum, væri mjög mikilvæg í baráttunni gegn þeim. Petta er eitt af verkefnunum. Hitt er þó enn mikil- vægara að leggja sig fram til að sýna fram á háska herstöðvarinnar og finna til þess nýjar og nýjar aðferðir. Ég trúi því ekki, að íslendingar vildu leyfa herstöðvar á landi sínu, ef þeir vissu hvað þeir eru að gera. Ég trúi því ekki, að þeir meti au- virðilega fjárhagslega hagsmuni meira en líf þjóðarinnar og mannkynsins. Afstaða þess hluta þjóðarinnar, sem unir her- stöðvunum, stafar fyrst og fremst af van- þekkingu, sem er svo örlagarík, að hún leiðir beint í dauðann. Meginverkefnið er að útrýma þessari vanþekkingu. Þar hafa menntamenn, sem að öðru jöfnu hafa betri tök á því en aðrir, miklu hlutverki að gegna. Petta starf þarf að skipa marg- falt meira rúm í íslenskum stjórnmálum, en verið hefur nú áratugum saman. Það þarf að sitja í fyrirrúmi fyrir öllu, skipa öndvegi. Áðferð andstæðinganna er að drepa málinu á dreif, tala um annað, sem stendur nær daglegu lífi manna, láta það sem allt veltur á, hverfa í skuggann. Petta má þeim ekki takast. Ég er þeirrar skoðunar, að Alþýðubandalagið og aðrir stjórnmálaflokkar, sem andstæðir eru herstöðvum, eigi ekki að taka í mál að gerast aðilar að ríkisstjórn, nema þeir fái einhverju ágengt, sem um munar í rétta átt í herstöðvamálinu. Og þegar kosið er til Alþingis, álít ég að við verðum að gefa herstöðvamálinu miklu meiri gaum, en verið hefur. Við þurfum að spyrja hvern einasta frambjóð- anda um afstöðu hans til herstöðvanna og láta honum ekki takast að drepa málinu á dreif og hliðra sér hjá því að gefa skýr svör. Og geri hann það ekki eða lýsi sig fylgjandi herstöðvum, verðum við að sýna fram á að slíkan mann má ekki kjósa, hverju sem hann annars lofar og hvað sem hann býður fram af heimsins gæðum. Við verðum að gera mönnum ljóst, að sá sem kýs hann, tekur á sig meiri ábyrgð en hann fær undir risið. Viti hann hvað hann er að gera, gerist hann samsekur um hryllilegastá glæp allra tíma. Viti hann það ekki, eru það voðaleg örlög, verri en dauðinn. Pað er skylda okkar hinna, sem betur vitum, að forða hverju því mannsbarni, sem unnt er að bjarga, frá þeim örlögum. 141
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.