Réttur


Réttur - 01.07.1984, Page 33

Réttur - 01.07.1984, Page 33
ftUWAfAKN 6R.UTAIA &&& Mt HQTMJU ÞENSfflCKARS POLAíKEN!U »Ö, ó, sjáiði ruddann þarna. Hann ógnar veslings Pólverjanuni!!!“ (Skopmynd eftir Lars Hillersberg, tekin úr tímaritinu ,,Utslag“.) lyndur hnetubóndi er látinn víkja úr for- setastóli fyrir stríðsóðum Hollywood- leikara. Síðastliðið haust var svo tekinn púlsinn á almenningsálitinu og ráðist inn í smáríkið Grenada undir því yfirskini, að Bandaríkjunum stafaði ógn af stórveldis- draumum þessa 100-þúsund-manna ríkis! Örlög Grenada, eyríkis með fólksfjölda af sömu stærðargráðu og ísland, ætti að vera okkur umhugsunarefni. Enn hafa Bandaríkin ekki ráðist formlega inn í Nicaragúa, en þau halda uppi hópum gagnbyltingarsinna og hryðjuverkamanna og það er jafnvel viðurkennt af Banda- ríkjaþingi að CIA komi fyrir sprengjum í höfnum Nicaragúa. Stjórnvöld Nicaragúa hafa látið í ljós ótta um að innrás vofi yfir fyrir kosningarnar þar í landi seinna á þessu ári. í E1 Salvador standa Bandarík- in að baki og fjármagna hin harðvítug- ustu ógnaröfl og punda í þau fjármunum og hernaðarráðgjöfum. Pessi öfl hafa síð- ustu árin pyntað og myrt um 50 þúsund manns. Svo eitt dæmi sé nefnt, þá ætti öllum að vera í fersku minni örlög Marin- ellu, félaga í mannréttindanefnd E1 Sal- vador, en hún var myrt á hinn hryllileg- asta hátt af fasistunum. Hvernig stendur á þessari alþjóðlegu glæpastarfsemi? Þó að maður gæti stund- um freistast til að halda það, þá er ástæð- an ekki sú, að við stjórnvöl bandaríska hernaðarveldisins sitji geðveikir fábjánar. Styrjaldir stafa hvorki af heimsku né 145

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.