Réttur - 01.07.1984, Page 41
„Byltingu eða dauða“
Greinafíokkur um
JMið-Æmeríku
Það er ekki ýkja Iangt síðan lönd eins og Nicaragúa, EI Salvador, Guate-
mala voru kölluð bananalýðveldi í hæðnistón, — ef á annað borð var á þau
minnst. Nú beinist athygli allra að þessum Mið-Ameríkulöndum. Þar berast
á banaspjót heimsvaldasinnar og kúguð alþýða í einhverjum hatrömmustu
átökum okkar tíma. Það er mikilvægt fyrir okkur hernámsandstæðinga að
gera okkur grein fyrir því, að þótt við berjumst við aðrar aðstæður og með
öðrum vopnum, þá er okkar barátta hér hluti af sömu alþjóðlegu átökum
gegn afturhaldi, kúgun og stríði, fyrir frelsi, friði og framförum.
I þessu hefti Réttar hefst greinaflokkur um Mið-Ameríku — bakgrunn,
sögu og um hvað þar er barist.
1. hluti: Tímabilið framyfir fyrri
heimssty rj öld
Mið-Ameríka var fyrrum brú milli
hinna háþróuðu menningarsamfélaga í
Suður- og Norður-Ameríku. Þetta setur
svip sinn á menningarsögu hennar.
Menningarstraumarnir bárust fyrst og
fremst með verslunarviðskiptum. Sem
dæmi um þetta má taka frásagnir Spán-
verja sem á 16. öld mættu velbúnum flot-
um hlöðnum margskonar verslunarvarn-
'ngi. Þessi varningur var fluttur frá strönd-
um Perú og Ekvador um Mið-Ameríku til
indíánaþjóðanna norður í Mexíkó.
í fjórðu ferð sinni til Ameríku komst
Kólumbus (1502-04) að ströndum þess
lands sem nú heitir Hondúras. Hann
sigldi líka suður að Panama-eiðinu. Árið
1513 fór Spánverjinn Balboa í frægan
leiðangur yfir eiðið og fann Kyrrahafs-
ströndina.
Mið-Ameríka og reyndar meiri hluti
Rómönsku Ameríku varð spænsk ný-
lenda í byrjun 16. aldar. Var Cortéz einn
af frumkvöðlunum í þeim landvinning-
um.
153