Réttur - 01.07.1984, Page 42
Sambandslýðveldi í Mið-Ameríku
Spænska nýlendutímabilið stóð í þrjár
aldir og það var ekki fyrr en í upphafi síð-
ustu aldar, þegar hrun spænska nýlendu-
veldisins var söguleg staðreynd, að Mið-
Ameríkulöndin brutust úr nýlendufjötr-
unum. Árið 1821 lýstu þau fimm lönd,
sem undir yfirráðum Spánar mynduðu
konungsríkið Guatemala, yfir sjálfstæði
sínu og mynduðu sambandsríki, Mið-am-
eríska sambandslýðveldið, að bandarískri
fyrirmynd. (Nú á tímum eru sjö ríki í
Mið-Ameríku, sjá kort og töflu, en Belize,
sem var hluti enska nýlenduveldisins og
kallaðist Breska Hondúras, varð ekki
sjálfstætt fyrir en árið 1979, og Panama
var hluti Kólumbíu.)
Gegn þeim frjálslyndu hugmyndum,
sem stofnendur þessa sambandslýðveldis
aðhylltust, börðust bæði kaþólska kirkjan
og kreólsku landeigendurnir, en þessir
aðilar voru öflugastir á efnahagssviðinu.
Þetta leiddi til blóðugrar borgarastyrjald-
ar og þegar hershöfðingi sambandslýð-
Staerð og fólksfjöldi Mið-Ameríkulýðveldanna
(tölur frá árinu 1981).
km2 millj. íbúa
Belize 23.000 0.13
Costa Rica 51.000 2.3
Guatemala 108.900 7.4
Hondúras 112.100 3.8
Nicaragúa 148.000 2.8
Panama 75.700 1.9
Salvador 20.900 5.0
(Til samanburðar: Flatarmál íslands er 103.000 km2 og íbúa-
fjöldi 0.24 millj.)
154