Réttur


Réttur - 01.07.1984, Page 44

Réttur - 01.07.1984, Page 44
„Fram að þessu hefur Mið-Ameríka ávallt skilið að stjórnir sem við viðurkennum og styðjum sitja lengi við völd meðan þær sem við viðurkennum og styðjum ekki, sitja ekki Iengi.“ (Að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Robert Olds, 1927.) Hermenn úr bandaríska sjóhemum svæðið vegna vatnakerfis þess sem þar er. En austurströnd Nicaragúa var á valdi Englands. Árið 1850 gerðu Bandaríkin og England með sér hinn svokallaða Clayton-Bulmer-samning sem kvað á um að hvorugt ríkið fengi eitt yfirráð yfir slíkri leið. Áhrif Bandaríkjanna aukast Bandaríski milljónamæringurinn Come- lius Yanderbilt hafði þó farið á bak við England með vitund Bandaríkjanna og fengið einkarétt frá ríkisstjórn Nicara- gúa til flutninga frá borginni San Juan de la Norte á austurströndinni um San Juan ána að vatninu Gran Lago.' Síðasti hluti ferðarinnar var farinn í hestvögnum og svo var stigið á skipsfjöl á ný í La Virgen á Kyrrahafsströndinni. Með Vanderbilt í átökum við frjálsræðishetjur í Nicaragúa áríð 1912. sem múrbrjót juku Bandaríkin áhrif sín hjá yfirstétt landsins. Nokkrum árum seinna — um miðjan 6. áratuginn — þegar fór að kræla á sjálf- stæðri stefnu hjá hópi innan yfirstéttar- innar komu bandarískir málaliðar undir forystu William Walker sem tók völdin í Nicaragúa. Walker þessi hafði áður þjón- að hagsmunum þrælahaldaranna í suður- ríkjum Bandaríkjanna með því að hafa forystu í stríðinu gegn Mexíkó þegar svæði í Norður-Mexíkó voru innlimuð í Bandaríkin. Bandaríkin viðurkenndu strax „stjórn“ hans, en ekki leið á löngu áður en hann var rekinn frá völdum af hersveitum frá Nicaragúa, Costa Rica og Hondúras. Ríkisstjórnir síðarnefndu landanna gerðu sér grein fyrir að tilvist þeirra sjálfra væri 156

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.