Réttur - 01.07.1984, Side 48
með aðstoð íhaldssamra afla í landinu
uppreisn gegn stjórn Zelayasar.
Uppreisnarherinn var fjármagnaður af
Rosario and Light Mines Co, bandarísku
námafyrirtæki, sem hafði mikilla hags-
muna að gæta í Nicaragúa og sem Zelayas
hafði gerst svo djarfur að skattleggja. Til
að kóróna allt saman var bandaríski utan-
ríkisráðherrann, Philander Knox, auk
þess lögfræðilegur ráðgjafi fyrirtækisins!
Hann sendi flotadeildir að ströndum Nic-
aragúa og stjórn Zelayasar neyddist til að
segja af sér. Ný stjórn tók við undir for-
ystu Adolfo Diazar sem jafnframt var
aðalendurskoðandi námafyrirtækisins í
landinu.
Hjá honum fengu Bandaríkin öll rétt-
indi í sambandi við hugsanlega skipa-
skurði í gegnum Nicaragúa næstu 100
árin, með Dawsonsamkomulaginu svo-
kallaða.
Nokkrum árum seinna, 1912, þegar tók
að bóla á sundrungu innan valdastéttarinn-
ar, kölluðu bandarísku fyrirtækin, sem
höfðu efnahag landsins í hendi sér á
bandaríska sjóherinn. Hann sat um kyrrt
í landinu fram til ársins 1925 til að tryggja
bandarísku fyrirtækjunum að „réttar“
ríkisstjórnir færu með völdin.
Skipaskurður tryggir yfírráð
Með Dawsonsamkomulaginu tryggðu
Bandaríkin að engir aðrir hagsmunaaðil-
ar gætu keppt við þau um gerð skipa-
skurðar. Á hinn bóginn var það ekki
lengur ætlun Bandaríkjanna að gera
skurðinn í Nicaragúa. Pvert á móti var
gerð skurðar þegar hafin annars staðar: á
Panamaeiðinu.
Eins og bent var á hér að framan var
það bæði hernaðarlega og efnahagslega
mikilvægt fyrir Bandaríkin að tengja sam-
an höfin tvö. Kostnaður Bandaríkjanna
af versluninni við Rómönsku Ameríku
lækkaði verulega, flutningar og verslun
frá austurhluta Bandaríkjanna til hinna
sívaxandi áhrifasvæða Bandaríkjanna í
Asíu yrði mun auðveldari, og ásamt her-
stöðvunum á Kúbu og Puerto Rico, sem
Bandaríkin höfðu einnig lagt undir sig
1901, hefðu yfirráð þeirra yfir skipaskurði
í för með sér að þau yrðu allsráðandi á
svæðinu, með hernaðarlega yfirburði
gagnvart hvaða keppinauti sem væri.
Nýjar rannsóknir höfðu sýnt fram á að
Panamaeiðið væri hentugasti staðurinn
fyrir skurðinn. Vandinn var þó sá að eiðið
var hluti Kólumbíu, sem ekki vildi veita
Bandaríkjunum yfirráð yfir slíkum
skurði. Til þess að engin vandamál risu út
af eignar- og yfirráðarétti, ýttu Bandarík-
in undir og studdu frelsishreyfingu í Pan-
ama. Árið 1903 sigraði þessi hreyfing.
Panama lýsti yfir sjálfstæði og fyrsta verk
ríkisstjórnar þessa lýðveldis var að skrifa
undir samkomulag við Bandaríkin þar
sem þeim var heimilað að gera skipa-
skurðinn og kveðið var á um að hann
ásamt landræmunni beggja vegna hans
yrði leigður Bandaríkjunum um ótak-
markaðan tíma.
Hersveitir við skipaskurðinn
í staðinn „ábyrgðust“ Bandaríkin sjálf-
stæði Panama og lög og reglu í landinu.
Til að standa við þetta „loforð“ sitt sendu
Bandaríkin hersveitir til Panama 1908,
1912 og 1918 til að brjóta á bak aftur
þjóðernissinnuð öfl sem snerust gegn yfir-
ráðum Bandaríkjanna í landinu og
kröfðust þess að Panama tæki sjálft að sér
gerð skipaskurðarins og umsjón með
honum.
Skipaskurðinum var lokið árið 1914.
Nú var hægt að færa bandarískar flota-
160