Réttur


Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 50

Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 50
Plantekruverkamönnunum var meinað að hafa með sér samtök eða njóta ann- arra réttinda. Fyrirtækið átti búðirnar við ekrurnar og verkamennirnir neyddust til að eyða hinum litlu launum sínum þar. Fyrirtækið átti líka landið og verka- mennirnir borguðu fyrirtækinu leigu fyrir hreysin sem þeir bjuggu í. Þannig voru verkamennirnir algjörlega háðir fyrirtæk- inu. Par að auki gerði fyrirtækið samninga við ríkisstjórnirnar sem losuðu það mikið til undan sköttum og gjöldum. í Guate- mala t.d. fól samningurinn, sem United Fruit gerði við stjórnina, t.d. í sér algjör- an yfirráðarétt yfir bestu svæðum landsins í allt frá 25 til 99 ár, losaði það undan hafnar-, skatta- og stimpilgjöldum, og veitti því þar að auki fullan rétt til að flytja gróðann út landi. United Fruit og önnur bandarísk fyrir- tæki höfðu einnig bein og afgerandi áhrif á stjórnmálalíf og -átök í „bananalýð- veldunum“. Það var stutt við bakið á eða barist gegn innlendum keppinautum á stjórnmálasviðinu. Stjórnmálamenn voru keyptir, fengu umbun eða var ýtt til hlið- ar allt eftir því hvernig forstjórar fyrir- tækisins kunnu að meta það sem þeir höfðu gert fyrir fyrirtækið. í Hondúras, Guatemala og Nicaragúa höfðu þau af- gerandi áhrif við forsetakosningarnar. í Hondúras höfðu átök milli United Fruit og annars bandarísks bananafyrirtækis, Cuyamel Fruit Co, í för með sér borgara- styrjöld í landinu árið 1923. Bandaríska heimsvaldastefnan með tögl og hagldir Bandaríska herforingjanum Smedley Butler, sem tók þátt í mörgum íhlutunum Bandaríkjanna í Mið-Ameríku á þessum tímum, segist svo frá í endurminningum sínum sem út komu árið 1935: „í 33 ár og 4 mánuði lagði ég fram starfskrafta mína í athafnasamasta hluta herafla okkar, — sjóhernum. Ég þjónaði í allt frá Iægstu til æðstu foringjastöðu. Meiri hluta þessa tíma fór ég með báli og brandi á vegum stórauðmagnsins , Wall Street og bankanna. í stuttu máli, ég ruddi veginn fyrir auðvaldið. Þannig tók ég þátt í að gera Mexíkó og einkum Tampico að öruggum stöðum fyrir bandaríska olíuhagsmuni árið 1914. Ég aðstoðaði við að gera Haití og Kúbu að sómasamlegum stöðum fyrir strákana í National City Bank. Ég aðstoðaði við að hreinsa til í Nicara- gúa fyrir bankabræðurna Brown 1909- 1912. Ég bjó Dóminíkanska lýðveld- ið undir bandaríska sykurhagsmuni. Ég aðstoðaði við að mýkja upp Hondúras fyrir bandaríska ávaxta- ræktendur árið 1903.“ Þannig hefur bandaríska heimsvalda- stefnan tekið við af gömlu nýlenduveld- unum í Mið-Ameríku. Bandaríska heims- veldið hefur brýnt klærnar og látið skína í tennurnar. Pólitísk völd og hagsmunir fjármálajöfra og einokunarfyrirtækja renna saman í eitt og utanríkisstefna Bandaríkjanna og herafli hafa það markmið að tryggja yfirráð bandarískra fyrirtækja. Saga Mið-Ameríku á 20. öld er þess vegna fyrst og fremst sagan um baráttu kúgaðra þjóða gegn bandarísku heims- valdastefnunni og innlendum hlaupa- tíkum hennar. (Framhald í næsta heí'ti.) 162
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.