Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 50
Plantekruverkamönnunum var meinað
að hafa með sér samtök eða njóta ann-
arra réttinda. Fyrirtækið átti búðirnar við
ekrurnar og verkamennirnir neyddust til
að eyða hinum litlu launum sínum þar.
Fyrirtækið átti líka landið og verka-
mennirnir borguðu fyrirtækinu leigu fyrir
hreysin sem þeir bjuggu í. Þannig voru
verkamennirnir algjörlega háðir fyrirtæk-
inu.
Par að auki gerði fyrirtækið samninga
við ríkisstjórnirnar sem losuðu það mikið
til undan sköttum og gjöldum. í Guate-
mala t.d. fól samningurinn, sem United
Fruit gerði við stjórnina, t.d. í sér algjör-
an yfirráðarétt yfir bestu svæðum landsins
í allt frá 25 til 99 ár, losaði það undan
hafnar-, skatta- og stimpilgjöldum, og
veitti því þar að auki fullan rétt til að
flytja gróðann út landi.
United Fruit og önnur bandarísk fyrir-
tæki höfðu einnig bein og afgerandi áhrif
á stjórnmálalíf og -átök í „bananalýð-
veldunum“. Það var stutt við bakið á eða
barist gegn innlendum keppinautum á
stjórnmálasviðinu. Stjórnmálamenn voru
keyptir, fengu umbun eða var ýtt til hlið-
ar allt eftir því hvernig forstjórar fyrir-
tækisins kunnu að meta það sem þeir
höfðu gert fyrir fyrirtækið. í Hondúras,
Guatemala og Nicaragúa höfðu þau af-
gerandi áhrif við forsetakosningarnar. í
Hondúras höfðu átök milli United Fruit
og annars bandarísks bananafyrirtækis,
Cuyamel Fruit Co, í för með sér borgara-
styrjöld í landinu árið 1923.
Bandaríska heimsvaldastefnan
með tögl og hagldir
Bandaríska herforingjanum Smedley
Butler, sem tók þátt í mörgum íhlutunum
Bandaríkjanna í Mið-Ameríku á þessum
tímum, segist svo frá í endurminningum
sínum sem út komu árið 1935:
„í 33 ár og 4 mánuði lagði ég fram
starfskrafta mína í athafnasamasta
hluta herafla okkar, — sjóhernum.
Ég þjónaði í allt frá Iægstu til æðstu
foringjastöðu. Meiri hluta þessa tíma
fór ég með báli og brandi á vegum
stórauðmagnsins , Wall Street og
bankanna. í stuttu máli, ég ruddi
veginn fyrir auðvaldið. Þannig tók ég
þátt í að gera Mexíkó og einkum
Tampico að öruggum stöðum fyrir
bandaríska olíuhagsmuni árið 1914.
Ég aðstoðaði við að gera Haití og
Kúbu að sómasamlegum stöðum fyrir
strákana í National City Bank. Ég
aðstoðaði við að hreinsa til í Nicara-
gúa fyrir bankabræðurna Brown 1909-
1912. Ég bjó Dóminíkanska lýðveld-
ið undir bandaríska sykurhagsmuni.
Ég aðstoðaði við að mýkja upp
Hondúras fyrir bandaríska ávaxta-
ræktendur árið 1903.“
Þannig hefur bandaríska heimsvalda-
stefnan tekið við af gömlu nýlenduveld-
unum í Mið-Ameríku. Bandaríska heims-
veldið hefur brýnt klærnar og látið skína
í tennurnar. Pólitísk völd og hagsmunir
fjármálajöfra og einokunarfyrirtækja
renna saman í eitt og utanríkisstefna
Bandaríkjanna og herafli hafa það
markmið að tryggja yfirráð bandarískra
fyrirtækja.
Saga Mið-Ameríku á 20. öld er þess
vegna fyrst og fremst sagan um baráttu
kúgaðra þjóða gegn bandarísku heims-
valdastefnunni og innlendum hlaupa-
tíkum hennar.
(Framhald í næsta heí'ti.)
162