Réttur


Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 57

Réttur - 01.07.1984, Qupperneq 57
Samtök herstöövaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga eru beinn arftaki Samtaka hernámsandstæðinga sem störfuðu á 7. áratugnum. Samtök herstöðvaandstæðinga hófu starfsemi sína 1971 í kjölfar þess að vinstri stjórn var sest að völdum sem hafði á stefnu- skrá sinni að bandaríski herinn hyrfi á brott af landinu á kjörtímabilinu. Fyrstu árin höfðu samtökin einungis brottför hersins á stefnuskránni en árið 1975 tóku þau upp baráttu fyrir úrsögn íslands úr NATO. SHA hafa töluvert látið að sér kveða í þjóðlífinu með árvissum aðgerð- um sínum gegn hersetu á íslandi og hern- aðarbrölti stórvelda vítt og breitt um jörðina. Þekktustu aðgerðir samtakanna eru Keflavíkurgöngurnar, en þær hafa verið farnar að meðaltali annað hvert ár. Fjölmennasta Keflavíkurgangan var 1976, en þá var talið að 5000 manns hafi gengið og sínu fleiri komið á útifundinn í göngulok. Þegar síðast var gengið, 6. ágúst 1983, skiptu þátttakendur þúsund- um og þá var m.a. mynduð friðarkeðja milli bandaríska og sovéska sendiráðsins. Á síðustu misserum hafa SHA notið góðs af friðarbaráttubylgjunni í Evrópu og Ameríku enda er barátta friðarhreyf- inganna gegn vígbúnaðarkapphlaupinu og uppsetningu nýrra og nýrra vopna- kerfa náskyld baráttu SHA gegn her- stöðvum á íslandi og veru landsins í kjarnorkuvæddu hernaðarbandalagi. Baráttan gegn kjarnorkuherstöðvunum í Evrópu er í mörgu hliðstæð baráttunni gegn herstöðinni í Keflavík. Vera má að þar séu ekki geymd kjarnorkuvopn að staðaldri, en hitt er þó næsta víst, að flug- vélar búnar kjarnasprengjum hafa haft þar viðkomu og allir vita að Keflavíkur- stöðina má væða kjarnorkuvopnum á hálfu dægri því allur búnaður er þar til að taka við vopnunum. SHA hafa alhliða stefnu í friðar- og öryggismálum og er hún næsta andstæð þeirri vígbúnaðarstefnu sem íslendingar hafa fylgt síðustu 35 árin eða svo. í kjör- orðunum — ísland úr NATO — Herinn burt — felast kröfur um endurreisn hlut- leysisins og þess fullveldis sem það tryggði. Samtökin berjast fyrir því að ís- lendingar hasli sér völl á alþjóðavettvangi sem friðarbaráttumenn. Eftir NATO aðildina 1949 hafa íslendingar aldrei get- að borið sáttarorð milli þjóða og aldrei stutt málstað friðarbaráttu. SHA vilja að íslendingar greiði það sem þeim ber til þróunaraðstoðar (en á það hefur illilega skort) en hætti að greiða gjöld í NATO- sjóði. SHA berjast fyrir kjarnorkufriðlýsingu íslands og vilja að hún verði tryggð með stjórnarskrárgrein. Þau hafa einnig tekið virkan þátt í að móta hugmyndir manna um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norður- löndum. Samtökin sáu um ráðstefnu norrænna friðarhreyfinga í Reykjavík í apríl 1983 en þar var gengið frá sameigin- 169
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.