Réttur


Réttur - 01.07.1984, Síða 62

Réttur - 01.07.1984, Síða 62
INNLEND SI[8B víðsjA ■Im 1 Hungurárás ríkisstjórnarinnar Ríkasta yfirstétt, sem að völdum hefur setið á íslandi lét þægt verkfæri sitt, ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar, hefja hatrömustu árás þessarar aldar á lífskjör og réttindi launafólks: Með bráðabirgða- lögum var verkafólk svift samningsrétti, sem það hefur haft lögbundinn í 47 ár, — kaupgjaldið fært aftur um 50 ár, — vísi- tala, sem verkalýðurinn hefur notað sem varnarskjöld gegn árásum afturhaldsins í 42 ár, bönnuð. Það átti með einu átaki að hrinda launafólkinu niður í fátæktina, sem það barðist upp úr 1942. Samtímis sýndi þessi ríkisstjórn sig óhæfa til að stjórna at- vinnulífinu af viti og forsjá, — aðeins á einu sviði var sýnd skynsemi, þegar síld- arvertíðinni var bjargað með yfir 200 þús- und síldartunna sölu til Sovétríkjanna, af því hófsamur og skynsamur ráðherra réð þar, en þessi möguleiki hefði tvímæla- laust verið eyðilagður, ef ofstækis- mennirnir, sem annars ráða, hefðu haft aðstöðu til að afstýra þessum samningum. Nú hafa samtök launafólks, jafnt A.S.Í. sem B.S.R.B. staðið í tveggja ræðu- og fræðslufunda og var sá fyrsti haldinn 30. mars. 7. maí var svo efnt til mótmælastöðu daglangt og lauk henni með rrfótmælagöngu að íslensku aðal- ræðismannsskrifstofunni þarsem sam- þykkt var mótmælaskjal til ríkisstjórnar- innar. í því sagði m.a. að í stað þess að vera landinu til varnar sé herstöðin „njósna- og árásarstöð, sem yrði eitt fyrsta skotmark í styrjöld, og setur hún því ísland í mikla hættu, einkum nú, þeg- ar stríðsóður Hollywoodleikari situr við stjórnvöl bandaríska hernaðarveldisins. Þar sem þetta er orðið flestum íslending- um Ijóst, en virðist hafa farið fram hjá hæstvirtri ríkisstjórn landsins, þykir okk- ur ástæða til að koma með þessar vinsam- legu ábendingar. Það er tími til kominn, að ísland hætti að kúra undir hrammi bandarísku heimsvaldastefnunnar og styðja glæpaverk hennar um heim allan. Vonum við, að hæstvirt ríkisstjórnin liggi ekki á liði sínu, en láti nú hendur standa fram úr ermum og sópi ósómanum úr landi, — sér í lagi þar sem einn stjórnar- flokkanna kallar sig mikinn andstæðing bæði hersins og NATO.“ Það er athyglisvert að í aðgerðunum 1979 er landið ekki talið hernumið, þar sem stjórnvöld höfðu samþykkt komu hersins. En stjórnvöld spurðu hvorki þing né þjóð og er þetta leiðrétt í aðgerðunum 1981, en þá segir í mótmælaskjalinu, að Bandaríkin „hernámu ísland í samráði við íslensk handbendi sín, sem þar með brutu stjórnarskrá landsins.“ Framhald í næsta blaði.) 174

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.