Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 11

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 11
Eigum við að láta útrýma Islendingum fyrir Kanann? Allir þeir „samningar“ sem hér eru um „vernd“ eru til orðnir með hótunum — og í besta falli blekkingum. En eitt er þeim sameiginlegt. Það er hægt að segja þeim upp mcð eins og hálfs til tveggja ára fyrirvara. Það sem Islendingar eiga að gera, er að nota þessi ákvæði í uppsögn samninganna og úrsögn úr Nató, því ella kemur upp- sögnin ekki að notum í stríði. Þá munum við sjá hvort Kaninn virðir eigin samninga og hypjar sig burt með allt sitt eitur og drápstól sín, — eða hvort hann hertekur landið — eins og Englend- ingar gerðu 1940 og notuðu síðan til- neyddir hótanir um að svelta íslendinga í hel, ef við ekki bæðum um vernd Banda- ríkjanna 1941. Þá mun það koma í ljós hvort ísland á að verða miðstöð Kananna fyrir múgmorð alls lifandi í Atlantshafi og útrýmingu fs- lendinga þar með. Okkur dreymdi eitt sinn um að láta ís- land verða „farsældar Frón“. Við reynd- um eftir bestu getu að vinna að því að það, sem eitt sinn var „hungursker“ mætti breytast í land, þar sem öllum liði vel. Ef við íslendingar og þá fyrst og fremst okkar duglegu sjómenn og annað vinnandi fólk hefði fengið að ráða, þá hefðu þessar gömlu hugsjónir ræst í frið- sömu landi. En voldugasta og harðvítugasta herríki heims, vildi fá ísland sem sinn skotpall 1945 til 99 ára, fá þrjá mikilvæga hluta landsins undir sitt vald og kæmu íslend- ingar hvergi nærri hinum bandarísku her- stöðvum. — Við sögðum þá nei, — vor- um enn menn. Hvað gerum við nú er kúgunin blasir við, — með dauða þjóðarinnar sem af- lciðingu, ef við ckki rekum þennan óþjóðalýð brott, — eða gerum kúgun hans opinbera öllum heimi? Erum vér Islendingar enn menn — eða orönir amerísk þý? Þorum við að reka Kanann hurt og segja okkur úr Nató? 187

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.