Réttur


Réttur - 01.10.1987, Qupperneq 40

Réttur - 01.10.1987, Qupperneq 40
stétt landsins er, þegar auðlindir eða jafn- vel sjálft sjálfstæði landsins, er í hættu. Hernámsmálið sýnir það best; og ofsa- gróðinn, sem nokkrir yfirstéttarmenn hafa af þeirri landsölu, sýnir hve lítils virði sjálfstæði landsins og iíf þjóðarinnar er þeim, þegar jafnvel þúsundir milljóna króna eru í boði. Þorsteinn Erlingsson orðaði það forðum svo: „Og nú selst á þúsundir þetta sem fyr var þrjátíu peninga virði!“ Það var ekki farið að hugsa í hundruð- um milljóna króna þá! En það krefst mikillar varðstöðu af hálfu alþýðu að hindra afsal þess auðs, sem íslendingar framtíðarinnar eiga að lifa á. Það hefur sýnt sig rækilega, — jafnt í hernámsmálinu sem álmálinu, — hve dyggilega voldugustu blöðin og nú jafnvel útvarp og sjónvarp aðstoða hina erlendu ásælnisdólga við að blekkja fólkið, — jafnvel telja því trú um að verið væri að „vernda“ það, þegar verið er beinlínis að stofna lífi allrar þjóðarinnar í hættu. Það er nauðsynlegt fyrir íslendinga að gera sér það ljóst hverskonar ríki Breta- veldi hefur verið, þegar undirlægjur þess hér tala um Bretana sem „vinaþjóð“, „sambandsþjóð“ o.s.frv. Bretaveldi hafði í lok 19. aldar lagt undir sig fjórðung jarðarhnattarins, venjulega tryggt sér yfirstétt viökomandi Ianda með drjúgum mútuböndum. Við ættum að muna það aö þegar breskir fiskbraskarar hðfðu sett sig fasta í Hafnarfiröi um 1500 og þýskir útgerðar- menn í „þýsku“ búöunum í Straumsvík, þá börðust þessir aðilar með vopnum um yfirráðin yfir auðlindum vorum. Eða er máske ekkert gert til að fræða þjóðina nú um fornan yfirgang og arðrán þessara herraþjóða sem nú þykjast vera „vinir“ og „verndarar“? Blekkingarherferð Iiretans hefur ætíð verið oss hættuleg. Stephan G. Stephansson varaði oss rækilega við vélabrögðum þeirra valdsgír- ugu auðmanna strax um aldamótin og sagði við þá herra beinum orðum í „Trans- vaal“: „Þín trú er sú að sölsa upp grund, þín siðmenning er sterlingspund.“ íslendingar! Verið á verði! Vér höfum nógu lengi verið kúguð nýlenduþjóð, þó vér látum ekki óvini vora með hræsni sinni og vélabrögðum gera land vort og þjóð þeim undirgefna enn einu sinni til arðráns og féflettingar. 216

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.