Fréttablaðið - 04.03.2009, Page 4
4 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
í 4. sæti
Hauk Þór
www.haukurthor.is
Prófkjör sjálfstæðismanna
í SV-kjördæmi
Ráðdeild og lausnir
FASTEIGNIR „Ég get ekki neitað því að við
erum að halda verðinu í hærri kantinum,
því það er ekki meiningin að þessar eign-
ir fari á einhverja brunaútsölu. Ef við
fáum ekki viðunandi verð fyrir húsin þá
seljum við þau ekki,“ segir Pétur Ásgeirs-
son, skrifstofustjóri rekstrar- og þjón-
ustuskrifstofu utanríkisráðuneytisins.
Engin kauptilboð hafa borist í sendiráðs-
bústaði Íslands í New York, Washington,
London og Ósló sem settir voru á sölu í
janúar.
Um er að ræða eignir sem hafa verið
lengi í eigu íslenska ríkisins. Húsin eru
öll íburðarmikil og í eftirsóttum hverfum
viðkomandi borga.
Samkvæmt uppsettu verði ættu að fást
tæpir þrír milljarðar íslenskra króna
fyrir fasteignirnar. Pétur segir ætlunina
að nýta um tvo milljarða af því fé í kaup á
hagkvæmara húsnæði í stað þess sem selt
verður. Ef allt gangi upp gæti ríkissjóð-
ur því hagnast um 500 til 1.000 milljónir
króna á sölunum.
Pétur segir ekkert óeðlilegt þótt sölur
af þessu tagi geti tekið um fjóra til átta
mánuði. „Fasteignasalarnir hafa sagt
okkur að líklega fari eitthvað að gerast í
þessu með vorinu. En það er alltaf erfitt
að segja með svona mál. Það gæti eitt-
hvað gerst á morgun, en kannski gerist
ekki neitt,“ segir Pétur. kjartan@frettabladid.is
Enginn vill sendiráðsbústaði
Fjórir sendiráðsbústaðir voru settir á sölu í janúar. Engin tilboð hafa borist. Skrifstofustjóri í utanríkisráðu-
neytinu segir húsin ekki seld nema á viðunandi verði. Ríkissjóður gæti hagnast um milljarð á húsunum.
NEW YORK Verðmatið á bústað sendiherra Íslands hjá Samein-
uðu þjóðunum í New York er 5,6 milljónir dollara, eða um 600
milljónir króna. Húsið er á horni Park Avenue og 55. strætis.
WASHINGTON Sendiráðsbústaðurinn á Kalomar Road, skammt
frá miðborg Washington, er metinn á 5,65 milljónir dollara,
um 600 milljónir króna. Húsið hefur verið í eigu íslenska
ríkisins í hálfa öld.
LONDON Fimm hæða íbúðarhús við Park Street í
Mayfair-hverfinu. Húsið er byggt árið 1921 og er
2.300 fermetrar að stærð.
WASHINGTON Tíu svefnherbergi, fimm baðherbergi
og sundlaug eru meðal þess sem sendiráðsbústað-
urinn í Washington býður upp á.
GULIR VEGGIR OG SÓFAR Sendiráðsbústaðurinn í
London er metinn á 10 milljónir punda, eða tæpa
1,7 milljarða króna.
DÓMSMÁL Andrés Pétur Rúnars-
son, fyrrverandi fasteignasali,
hefur verið ákærður fyrir að
hafa ekið ölvaður og réttinda-
laus. Hann er einnig sakaður um
að hafa reynt að múta lögreglu-
þjónunum sem stöðvuðu för hans
í ágúst 2007.
Andrés hefur einnig verið
ákærður fyrir að hafa vanrækt
greiðslu virðisaukaskatts og
tekjuskatt að upphæð tæplega 10
milljónir króna í rekstri þriggja
hlutafélaga. Hluti af þeirri upp-
hæð er vegna láns úr einu félag-
anna til hans persónulega.
Ákærurnar voru þingfestar í
héraðsdómi í gær. - bj
Ákærður fyrir margvísleg brot:
Reyndi að múta
lögregluþjónum
DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur
ákært Gytis Keplas fyrir líkams-
árás og rán. Keplas er sakaður um
að hafa við annan mann ráðist á
sjötugan mann á Laugaveginum í
október á síðasta ári.
Árásarmennirnir slógu mann-
inn í andlitið svo hann féll í jörð-
ina. Þeir stálu af honum veski með
100 þúsund krónum og farsíma.
Lögregla lýsti eftir Keplas og
vitorðsmanni hans í fjölmiðlum
í október í fyrra, skömmu eftir
árásina. Lögreglu tókst að hafa
uppi á Keplas, en talið er að vit-
orðsmaðurinn hafi komist úr
landi. - bj
Ákærður fyrir líkamsárás:
Rændi og barði
sjötugan mann
STJÓRNMÁL „Með því að bjóða
fram lista án þess að stjórn-
málaflokkur standi þar á bak
við viljum við brjóta upp gamla
skipulagið. Það þarf sterk Pollý-
önnugleraugu til að sjá íslenska
flokka sem lýðræðislega flokka,“
sagði Bjarni Harðarson þegar L-
listinn, bandalag frjálsra fram-
bjóðenda, tilkynnti um framboð
til Alþingis í gær.
Séra Þórhallur Heimisson, sem
einnig stendur að listanum, sagði
að L-listinn byggði á ákveðnum
grunngildum. Meðal annars að
vilja endurreisn lýðræðisins og
atvinnulífsins. Innganga í ESB sé
engin lausn gegn atvinnuleysi og
vonleysi. - kg
L-listinn tilkynnir um framboð:
Lausnin felst
í lýðræðinu
BANDALAG L-listinn vill vinna gegn
ríkjandi flokksræði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÖGREGLUMÁL „Með því að breyta
lögunum um hnefaleika vorum
við að bjóða hættunni heim, og við
gerðum það með galopin augun.
Öll rökin sem ég og fleiri notuðum
til að reyna að koma í veg fyrir að
boxbanninu yrði aflétt hafa verið
að tínast til smám saman,“ segir
Kolbrún Halldórsdóttir umhverf-
isráðherra. Þrettán ára meðlim-
ur í Hnefaleikafélagi Reykjaness
er einn þriggja pilta sem gengu
í skrokk á samnemanda sínum í
grunnskólanum í Sandgerði í síð-
ustu viku. Pilturinn sem ráðist var
á fékk meðal annars heilahristing
og missti tímabundið heyrn á öðru
eyra. Árásin var kærð.
Ólympískir hnefaleikar voru
leyfðir að nýju á Íslandi árið 2002.
Kolbrún segir að hún og fleiri
hafi lagt mikið á sig til að þau lög
yrðu ekki að veruleika. „Með því
að heimila hnefaleika aukum við
hættuna á að tilvikum, eins og í
Sandgerði, fjölgi,“ segir Kolbrún.
Pilturinn sem framdi árásina
hefur verið kosinn íþróttamað-
ur Sandgerðis fyrir góðan árang-
ur í hnefaleikum. Guðjón Vilhelm
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Hnefaleikafélags Reykjaness,
segir að félagið muni vinna í máli
drengsins ásamt foreldrum hans,
samkvæmt innanhússreglum
félagsins sem verði ekki gerðar
opinberar. Hann segir ekki standa
til að vísa piltinum úr félaginu.
„Við myndum aldrei gera það. Það
er ekki rétta leiðin til að bregðast
við,“ segir Guðjón.
- kg
Ráðherra segir árásina í Sandgerði dæmi um rök gegn hnefaleikum:
Segir afnám boxbanns mistök
KOLBRÚN
HALLDÓRSDÓTTIR
GUÐJÓN VILHELM
SIGURÐSSON
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
16°
6°
6°
7°
5°
6°
11°
6°
6°
6°
18°
6°
3°
20°
1°
6°
14°
2°
Á MORGUN
5-13 m/s hvassast á
Vestfjörðum.
FÖSTUDAGUR
Norðaustan 8-15 á Vest-
fjörðum annars hægur.
-1 0
0
-2
-2
HELGARHORFUR
Á laugardag eru
ágætar veðurhorfur
um mest allt land.
Hægur vindur en
hætt við stöku éljum,
einkum vestan og
norðvestan til. Á
sunnudag snýst hann
í stífa norðanátt með
snjókomu norðan-
og austanlands en
úrkomulausu veðri
syðra. Þar sem snjóa-
lög er töluverð má
búast við töluverð-
um skafrenningi á
sunnudag.
1
-1
-1
-2
-2
0
0
4
-1
3
-3
8
15
13
8
10
13
20
10
13
15
13
-3 1
1
-2
-4
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
GENGIÐ 03.03.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
177,9609
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
114,44 114,98
160,85 161,63
144,41 145,21
19,378 19,492
16,031 16,125
12,516 12,59
1,1711 1,1779
167,54 168,54
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR