Fréttablaðið - 04.03.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 04.03.2009, Qupperneq 12
12 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ egar ríkisstjórnin var mynduð lofaði forsætisráðherra kosn- ingum 25. apríl. Nú íhugar forsætisráðherra að ganga á bak þeirra orða sinna fyrir þá sök að ríkisstjórnin hafi of mikið að gera. Eru það gild rök? Formaður Framsóknarflokksins segir á hinn bóginn að flest þau mál sem ríkisstjórnin sé með á prjónunum séu þess eðlis að engu skipti hvorum megin kjördags þau verða afgreidd á Alþingi. Hann segir ríkisstjórnina úrræðalausa og lýsir eftir stefnu í efna- hagsmálum. Er það rétt mat? Forystumenn stjórnarandstöðunnar vilja halda ríkisstjórninni við loforð sitt um kjördag. Aukheldur vilja þeir að störf Alþingis verði lögð niður daginn sem þingrofsúrskurður verður gefinn út. Er það skynsamlegt? Stjórnarskrárbreytingin 1991 var gerð í þeim tilgangi að styrkja þingið gagnvart þingrofsvaldi forsætisráðherra og tryggja að landið yrði aldrei þinglaust. Þetta voru grundvallarbreytingar frá fyrri skipan. Svo virðist sem hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafi áttað sig á hvað þær þýða í raun. Þegar gengið verður að kjörborðinu skiptir mestu máli að kjós- endur viti um stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim grundvallarmálum sem hún þarf að glíma við á næsta kjörtímabili. Aðeins þannig geta kjósendur veitt gilt pólitískt umboð inn í framtíðina. Forystumenn Framsóknarflokksins benda réttilega á að stjórnin á ekki svör við þessum spurningum. Hún sýnist ætla að halda þeim leyndum fram yfir kjördag nema fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Framsóknarflokkurinn er hins vegar fastur í pólitískri bóndabeygju stjórnarflokkanna og getur ekkert að gert. Forystumenn stjórnarandstöðunnar sýnast aftur á móti ekki hafa áhuga á að nýta sér þau nýju tækifæri sem þeir hafa til að knýja ríkisstjórn til frásagnar um stefnu sína. Nú geta þeir til að mynda ætlast til að ríkisstjórn sitji í þinginu fram að kjördegi. Aukheldur hefur stjórnarandstaðan tækifæri til þess að knýja á um opna fundi í þingnefndum. Þar má taka skýrslur af ráðherrum um stefnu þeirra á hverju málasviði. Þessi réttarbót fyrir stjórnarandstöðuna var ákveðin á síðasta ári að frumkvæði þáverandi forseta Alþingis. Sannleikurinn er sá að gild rök standa til þess að kalla eftir skýr- um og nákvæmum svörum um útfærslu á ríkisfjármálastefnunni fyrir kjördag. Það má gera með yfirheyrslum á opnum nefndafund- um á Alþingi. Umfang þessa verkefnis er slíkt að ekki veitir af að nýta hvern dag næstu tvo mánuði til nefndafunda í heyranda hljóði um það mál eitt og sér. Sama er að segja um stefnuna í peningamálum og afstöðuna til Evrópusambandsins. Eins er með stefnumörkun um viðreisn bank- anna. Bæði málin kalla á ítarlegar nefndayfirheyrslur. Meira virði er að kjósendur fái svör við þessum spurningum en hvort kjördagur er fyrr eða síðar. Kjósendur eiga ekki að frétta eftir á hvaða málefnaumboð þeir veita í kosningum. Rétti tíminn til að kjósa er því þegar ríkisstjórnin hefur á Alþingi svarað því sem máli skiptir um framtíðarstefnuna í lykilmálum. Ríkisstjórnin vill þvinga fram grundvallarbreytingar á stjórn- arskránni á nokkrum dögum í krafti ráðherraræðisins. Hvað er á móti því að breyta stjórnarskránni með eðlilegum hætti eftir að ríkisstjórnin hefur fengið umboð kjósenda? Ef ekki á að traðka á þingræðinu er hinn kosturinn að fresta kosningunum. Í lýðræðisríki þarf ríkisstjórn að velja milli þessara kosta. Hvenær á að kjósa? Þegar svör fást ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is Demparar Einhvern tíma í janúar upplauk Brice Hortefeux, félagsmála- ráðherra Frakklands, upp sínum stóra túla og mælti þá orð sem um leið urðu fleyg: „Maður móðg- ar ekki krókódílinn áður en hann fer yfir fljótið.“ Þessu til skýring- ar er rétt að geta þess, að áður en Brice Hortefeux fékk þá stöðu sem hann gegnir nú var hann um skeið innflytjendaráðherra frönsku stjórnarinnar og lærði þá langar runur af spakmælum og orðskvið- um upprunnum úr hinni svörtustu Afríku. Hefur hann þennan vís- dóm frá Suðurálfu nú á hraðbergi við öll tækifæri og er þetta nokkuð merkilegt dæmi um það hvernig stjórnmálamenn geta lært af erf- iðri reynslu. En ástæðan fyrir því að Brice Hortefeux fór að leiða hugann að stygglyndum krókódílum var sú að hinn 29. janúar höfðu verið boðuð eins dags verkföll um allt Frakk- land. Og þegar sá dagur nálgað- ist urðu margir til að rifja upp orð sem Sarkozy forseta höfðu hrot- ið af vörum í júlí síðasta sumar: „Þegar gert er verkfall í Frakk- landi tekur enginn eftir því leng- ur.“ Einnig minntust menn annars sem forsetinn hafði sagt nokkru síðar: „Ég hlusta á það sem menn segja við mig, en ég tek ekkert tillit til þess.“ Nú virtust þessi ummæli með endemum klaufaleg. Allt benti nefnilega til þess að þeir væru ófáir sem myndu taka þann kost að leggja niður vinnu með brauki og bramli þennan örlaga- dag, og myndi reynast erfitt að sniðganga þá. Krókódíllinn var greinilega nasbráður, og sá Brice Hortefeux af hyggjuviti sínu að ekki væri ráðlegt að styggja hann frekar. Svo rann upp fimmtudagurinn 29. janúar. Átta stærstu stéttar- sambönd Frakklands höfðu boðað til verkfallanna, og var undirrótin sennilega að verulegu leyti sú að í ljós hefur komið að stjórnvöld, sem höfðu markvisst unnið að því að skera niður kostnað í félagsmálum, heilbrigðiskerfi, lækka eftirlaun og annað slíkt og borið við nauðsyn á sparnaði, skorti hins vegar ekki miljarða á miljarða ofan þegar þurfti að bjarga bankamönnum og bröskurum undan eigin mistökum. Kröfðust menn róttækrar stefnu- breytingar nú þegar kreppan er að steypast yfir landið. Og þátttak- an í verkföllunum og mótmæla- göngunum varð meiri en nokkur átti von á. Samkvæmt lögreglunni tók ein milljón manna þátt í mót- mælagöngum um allt Frakkland, en yfirmenn stéttarsambanda töldu að talan hefði verið nálægt tveimur og hálfri milljón. En hvað um það, þá er ein milljón allstór hópur manna, og það vakti athygli að mótmælagöngurnar voru ekki aðeins fjölmennar í París, held- ur einnig í mörgum meðalstór- um borgum: 21.000 í Rúðuborg og milli 25.000 og 60.000 í Clermont- Ferrand, svo dæmi séu nefnd, – en íbúatalan í síðarnefndu borginni er þó ekki nema 130.000. Og það sem meira var, skoðanakannanir sýndu að næstum sjötíu af hundr- aði Frakka voru hlynntir þess- um verkföllum. Það vakti einn- ig athygli hve mikið var af ungu fólki í mótmælagöngunum, og því fylgdi nýtt hugmyndaflug í gerð mótmælaspjalda: með því að taka burt einn staf úr orðinu „verkfall“ breyttist það t.d. í „draum“, þannig að „allsherjarverkfall“ varð „alls- herjardraumur“ … Í Frakklandi hafa viðbrögð yfirvalda við mótmælahreyfing- um löngum verið tvenns konar. Ef mótmælin eru friðsöm og kurteis, hundsa yfirvöldin þau og hæð- ast að þeim – eins og ofangreind ummæli Sarkozys eru reyndar dæmi um – en ef harka kemst í aðgerðirnar og þær leiða kannske til uppþota og óeirða reyna þau að hræða almenning og snúa almenn- ingsálitinu gegn mótmælendun- um – segja þá jafnan að ekki verði samið við óeirðaseggi. En svo getur farið að mótmælaaldan rísi svo hátt, gjarnan þá með stuðn- ingi almennings, og kannske með hörðum götubardögum í þokka- bót, að ekki sé hægt að láta eins og ekkert sé, og þá eru lagafrum- vörp dregin til baka, þá er farið að semja í dauðans ofboði og þá verða ráðherrar og kannske ríkisstjórn- ir að fljúga. Þetta óttast valdhafar meira en nokkuð annað. Og nú hafa fréttamenn haft fyrir satt að einhver skrekkur sé hlaup- inn í Sarkozy, hann sé smeykur um að öll gremja og reiði almennings kristallist í einni voldugri hreyf- ingu sem ekkert fái lengur stöðv- að. Því kom hann fram í sjónvarpi nokkrum dögum eftir verkföllin, dró nokkuð í land og boðaði eink- um viðræður við fulltrúa stéttar- sambanda, en á slíkt hafði hann ekki viljað heyra minnst fram að því. Á þessu kunni ein útvarpsstöð- in skýringu: Frakklandsforseta hefði orðið tíðhugsað til óeirðanna í Grikklandi en svo hefði annað bæst við í ofanálag og honum síst orðið rórra við það, það voru mót- mælin á Íslandi. Sarkozy vildi sem sé ekki eiga á hættu að verða afhrópaður eins og ríkisstjórn Geirs. Krókódíllinn EINAR MÁR JÓNSSON Í DAG | Draumar og verkföll UMRÆÐAN Erna Indriðadóttir skrifar um stóriðju Indriði H. Þorláksson hélt því nýlega fram að Íslendingar bæru skarðan hlut frá borði vegna orkusölu til stóriðju og efna- hagsleg áhrif íslensks áliðnaðar væru lítil. Fjármálaráðherra og umhverfisráðherra hafa tekið undir þessi sjónarmið. Eigið fé Landsvirkjunar var um mitt síð- asta ár 1,7 milljarðar Bandaríkjadala. Um 70% tekna af raforkusölunni koma frá stóriðju, þannig að lauslega áætlað má rekja allt að 70% eigin fjár Landsvirkjunar til hennar. Það þýðir að sala raforku til stóriðju hefur fært íslenska ríkinu eign sem nemur rúmlega 130 milljörðum króna. Indriði H. Þorláksson horfir framhjá þessu í sínum útreikn- ingum. Indriði segir að starfsmenn álvera væru einfald- lega að vinna við eitthvað annað ef þeir væru ekki að vinna í álverunum. Með sömu rökum, skapa engar atvinnugreinar nein störf. Hjá Fjarðaáli starfa 450 manns og á álverslóðinni og aðliggjandi höfn starfa 300 manns. Indriði telur að nota eigi margfaldarann 0,7 til að meta fjölda afleiddra starfa. Samkvæmt því skapar Fjarðaál aðeins 15 störf utan álvers- svæðisins á Reyðarfirði. Það er fjarri lagi. Fjarðaál keypti vöru og þjónustu innan- lands fyrir 9,5 milljarða króna á síðasta ári, fyrir utan raforkukaupin. Indriði telur þessi kaup ekki skipta miklu máli, því fyr- irtækin sem selji þessa þjónustu hefðu selt hana öðrum ef álverin hefðu ekki komið til. Áhugavert væri að heyra hvort forsvars- menn íslenskra fyrirtækja sem þjónusta álver telji vinnu fyrir álverin óþarfa viðbót. Ljóst er að hagnaður stóriðjunnar rennur til eigenda sinna sem eru erlend fyrirtæki. Leiðin fyrir Íslendinga til að eignast hlutdeild í þeim hagn- aði er að eignast hlut í stóriðjufyrirtækjunum. Á sínum tíma var rætt um að lífeyrissjóðirnir legðu fé í álver á Reyðarfirði. Þá voru ýmsir mótfallnir því, meðal annars á þeim forsendum að lífeyrissjóðirn- ir ættu ekki að taka þátt í „áhættufjárfestingum“. Það er hins vegar ekkert því til fyrirstöðu að skoða það þegar ráðist verður í ný verkefni í framtíðinni að íslenskir fjárfestar komi þar að málum. Framkvæmdastjóri samfélags- og upplýsingamála Alcoa á Íslandi. Ávinningur af stóriðju ERNA INDRIÐADÓTTIR Níu fingur á einni hendi Fréttablaðið greindi frá því í gær að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti lýðveldisins, hefði níu sinnum flogið með einkaþotum eða leiguvélum á vegum íslenskra fyrirtækja á árunum 2005 til 2008. Í viðtali við Fréttablað- ið í ágúst í fyrra ræddi Ólafur Ragnar meðal annars þessi mál. Þar sagði hann: „Varðandi samskipt- in við auðmenn, sem ég heyri stundum af, þá finnst mér það nú oft vera frekar ýkjutal en raunsönn lýsing á veruleika. Stundum er sagt að forsetinn sé sífellt á ferðinni í einkaþotum en sannleikurinn er sá að þau eru teljandi á fingrum annarrar handar skiptin sem ég hef flogið með einkaþotum á undanförnum árum. Það hefur þá verið í brýnum erindum þar sem ekki hefur verið hægt að leysa málin með öðrum hætti.“ Bitamunur en ekki fjár Nú er ljóst að ferðirnar voru heldur fleiri en Ólafur Ragnar sagði í fyrra. Hann má svo sem fara út í hártoganir á borð við þær að það sé munur á einkaþot- um og leiguvélum eða auðmönnum og fyrirtækjum, en það er bitamunur en ekki fjár. Af hverju sagði forsetinn ekki ein- faldlega rétt frá? Svona fyrst hann var að skamma menn fyrir ýkjutal í sömu andrá. Mikil umræða Sextán þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins lögðu fram í vikunni þingsálykt- unartillögu um reglur um skilaskyldu á ferskum matvörum. Greinargerð tillögunnar hefst á eftirfarandi orðum: „Mikil umræða hefur átt sér stað um svokallaða skilaskyldu á ferskum matvörum.“ Skemmst er frá því að segja að sé orðunum „Skilaskylda á ferskum matvörum“ slegið upp á Google koma upp sjö niðurstöður. Allar um téða þingsályktun. Getur það kallast mikil umræða? bergsteinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.