Fréttablaðið - 04.03.2009, Side 18
MARKAÐURINN 4. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR4
F R É T T A V I Ð T A L
D
ráttur á nauðsynlegum
ákvörðunum við end-
uruppbyggingu fjár-
mála og viðskiptalífs
kann að verða dýr að
mati Jónasar Fr. Jónssonar, fyrr-
verandi forstjóra Fjármálaeftir-
litsins (FME). Brotthvarf hans
úr starfi er hluti af endurnýjun
á æðstu stöðum sem kallað hefur
verið eftir í kjölfar bankahrunsins
hér. Jónas kveðst sýna þeirri kröfu
skilning þótt vissulega sé sárt að
þurfa að hverfa frá verki í miðjum
klíðum. Hann segir gagnrýni sem
sett hefur verið fram á störf FME
um margt ósanngjarna.
„Árin 2003 til 2005 þrefaldast
stærðin á íslenska fjármálamark-
aðnum. Á sama tíma aukast tekjur
eftirlitsins um 15 prósent og með-
alstöðugildum fjölgar um þrjú,“
bendir Jónas á. „Þegar ég kom til
starfa seinni hluta árs 2005 sá ég
að starfsmenn voru allt of fáir og
fjárráð stofnunarinnar of lítil. Þá
þurfti að taka á upplýsingatækni-
málum, starfsmannavelta var
mikil og kannski ákveðin minni-
máttarkennd í gangi gagnvart
bönkunum. Valdheimildir voru
þröngar og mjög afmarkað hve-
nær beita mátti stjórnvaldssekt-
um.“ Jónas beitti sér fyrir aukn-
um valdheimildum og að stofnunin
hefði möguleika á að halda í lyk-
ilstarfsmenn, auk þess sem fjölg-
að var í starfsliði og strangt ráðn-
ingarferli tekið upp. Þá voru öll
skýrsluskil rafvædd og unnið að
þróun úrvinnslukerfis, auk þess
sem unnið var að ISO vottun fyrir
öryggi upplýsingakerfa.
„Þessi uppbygging var farin
að skila sér í sterkari stofnun og
ýmsir sem gáfu henni góða ein-
kunn, meðal annars Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn sem kom hér í eftir-
lit um mitt ár 2008. Í úttekt sjóðs-
ins sagði að FME hefði bætt gæði
og eflt starfsemi sína, aðlagað
starfsemi sína að þeim breyting-
um sem orðið hafi á bankakerfinu
og uppfylli reglur Basel um skil-
virkt fjármálaeftirlit. Þeir töldu
að í ljósi stærðar fjármálakerfis-
ins þyrfti ef til vill meira að koma
til, en að í heildina hefði vel tekist
til,“ segir Jónas.
Þá telur Jónas að neyðarlögin og
vinnan í kringum þau síðasta haust
hafi í raun sýnt gæði starfsfólks
FME og styrk stofnunarinnar. „Al-
þingi sýndi FME mikið traust með
því að fela því mjög vandasamt
verkefni með neyðarlögunum. Eft-
irlitið breyttist í krísumiðstöð þar
sem menn unnu myrkr anna á milli
af ótrúlegri fórnfýsi við að koma
í veg fyrir að bankaþjónusta á Ís-
landi stöðvaðist, skipa menn til að
verja eignir bankanna og hefta
það að eldarnir breiddust út og
fleiri fjármálaþjónustufyrirtæki
féllu. Auk starfsmanna FME unnu
starfsmenn Seðlabankans, stjórn-
sýslunnar og bankanna mikið
afrek.“
Til viðbótar áréttar Jónas, þvert
ofan í það sem haldið hefur verið
fram í opinberri umræðu, að strax
hafi verið byrjað á rannsóknum á
því hvort mögulega hefði átt sér
stað refsivert athæfi. „Starfsmenn
FME fóru meðal annars í að skoða
verðbréfaviðskipti og ýmis atriði
varðandi starfsemi verðbréfa-
sjóða. Fengið var teymi af endur-
skoðendum til að fara ofan í saum-
ana á málum hjá bönkunum. Sú
vinna var mjög vönduð og hefur
áfram verið unnið úr henni. Nið-
urstaða í fyrstu málunum ætti að
liggja fyrir á næstunni, en breyt-
ingarnar sem urðu hjá FME hafa
óneitanlega tafið þetta.“
Þá segir Jónas rangt sem sumir
hafi haldið fram að FME hafi lítið
beitt sér í eftirliti sínu. Frá miðju
ári 2007, þegar FME fékk auknar
sektarheimildir, og út árið 2008
hafi um 30 aðilar verið beittir
stjórnvaldssektum, auk annarra
aðgerða eftirlitsins. „FME hefur
liðið fyrir það í umræðunni að árs-
skýrsla frestaðist vegna hruns-
ins auk takmarkaðra gagnsæis-
heimilda, sem gert hefur erfiðara
að fjalla um starfsemina. Ég hef
hvatt til aukinna gagnsæisheim-
ilda og fagna nýframlögðu frum-
varpi í þá veru.“ Hann áréttar að
hlutverk og heimildir FME séu af-
markaðar í lögum og ekki hægt að
beita íþyngjandi valdboði nema að-
ilar hafi farið á svig við lög. „Ég tel
að FME hafi rækt lögbundið hlut-
verk sitt vel.“
MÁLIN SEM TAKA ÞARF Á
Sömuleiðis kveðst Jónas telja að
miðað við aðstæður hafi rétt leið
verið valin í kjölfar neyðarlag-
anna. „Ef rétt er unnið úr eigna-
söfnunum og lagaumgjörðin um
slit fjármálafyrirtækja bætt,
mætti jafnvel ná betri heimtum en
menn sjá fram á að gera í dag. En
auðvitað miðast það líka við tím-
ann sem menn hafa til verksins og
efnahagsástandið. Verkefninu er
langt í frá lokið.“
Um leið segir Jónas að skort hafi
framtíðarstefnu og nauðsynlegar
ákvarðanir. Þegar fyrsta áfanga
björgunarstarfsins var að ljúka í
nóvember, hafi dregið úr þeirri
samstöðu og eindrægni sem ein-
kennt hafði starfið fram að því.
„Stjórnmálamenn fóru að leita að
sökudólgum til að beina athygli og
óánægju frá sjálfum sér og skora
jafnframt pólitísk stig. Umræðan
varð mjög neikvæð, sem svo aftur
hafði lamandi áhrif út í stjórnsýsl-
una og nýju bankana.“
Jónas segir mikilvægt að tekið
verði á hlutum á á borð við hlut-
hafa- og eignarhaldsstefnu ríkis-
ins, hvort sameina eigi einhverja
ríkisbankanna og hvernig taka eigi
á skuldum einstaklinga og fyrir-
tækja. Þá eigi eftir að beita regl-
um, sem settar voru seint, um fyr-
irgreiðslu til sparisjóða og leysa
úr málum tengdum „repolánum“
Seðlabankans til minni fjármála-
fyrirtækja. „Þessi mál hafa í raun
verið í biðstöðu í þrjá mánuði, en
margt af því sem fram kom í stefn-
upappírnum hjá samræmingar-
hópnum [um endurreisn fjármála-
kerfisins] var á borðinu strax í nóv-
ember,“ segir hann. Hættan sé að
krísan verði lengri eftir því sem
dregst að taka ákvarðanir í þess-
um efnum. Til dæmis gæti hjálpað
hlutabréfamarkaði, ef fyrir lægi
hvort ríkið hygðist losa um eign-
arhluti og skrá einhver fyrirtækj-
anna sem fara í þess eigu. „Og þá
er auðvitað mjög mikilvægt að
taka skýra afstöðu um dreift eign-
arhald og búa ekki til fordæmi eins
og gert var með sölu á stórum kjöl-
festueignarhlut í Búnaðarbanka og
Landsbanka á sínum tíma.“ Eins
segir Jónas mikilvægt að stofna
úrvinnslufélag um erfiðustu eign-
ir bankanna. „En ég tel það samt
þurfa að vera þannig að bankarn-
ir setji sjálfir mál í úrvinnslu í
slíkt félag. Reynslan annars stað-
ar sýnir að með því að losa sig við
stór og erfið úrvinnslumál geta
bankarnir einbeitt sér að eigin-
legri bankastarfsemi og að hjálpa
viðskiptavinum sem eigi framtíð-
ina fyrir sér, jafnvel þótt þeir eigi
í tímabundnum erfiðleikum.“
Að mati Jónasar hefur umræð-
an hins vegar verið mjög einhliða
og ósanngjörn og beinst að því að
segja kreppuna séríslenskt fyrir-
Þriggja mánaða töf
á nauðsynlegum ákvörðunum
HORFT YFIR SVIÐIÐ Jónas Fr. Jónsson lét af starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins núna um
mánaðamótin. Hann horfir yfir farinn veg og veltir fyrir sér hvar betur hefði mátt standa að
málum og bregst við gagnrýni á á FME sem hann segir um margt hafa verið ósanngjarna.
MARKAÐURINN/STEFÁN
Töf á stefnumörkun í ýmsum málum sem legið hefði getað fyrir í nóvem-
ber getur dýpkað hér kreppuna, segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi for-
stjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), í spjalli við Óla Kristján Ármannsson. Hann
segir gagnrýni á störf FME um margt ósanngjarna. Rannsókn á mögulegum
brotum hafi hafist strax og mál fari nú að skila sér.