Fréttablaðið - 04.03.2009, Síða 21

Fréttablaðið - 04.03.2009, Síða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 STÆRÐFRÆÐILEIKAR fyrir 4. til 7. bekk og 8. til 10. bekk standa nú yfir á netinu. Fimm vikur í röð birtast á vefnum leikar.net tvö ný verkefni sem nemendur hafa viku til að leysa og skila. Sæmundur Þór Sigurðsson, farar- stjóri hjá ÍT ferðum, vann mikið þrekvirki á dögunum en þá gekk hann einn á Aconcagua í Argent- ínu sem er hæsta fjall í heimi utan Himalaya. Sæmundur hóf ferðalagið í desember á síðasta ári og kleif tvö fjöll í Perú og eitt í Bólivíu til að koma sér í gírinn. „Ég ætlaði svo í skipulagða ferð á vegum ÍT ferða upp á Aconcagua en sökum kreppunnar var aurinn minn nán- ast uppurinn. Ég þorði því ekki annað en að aflýsa ferðinni en ákvað svo að leggja bara í hann upp á eigin spýtur án leiðsögu- og burðarmanna.“ Ferðalagið á toppinn tók tíu daga en að jafnaði eru göngugarpar um 15-20 daga að fara sömu leið. „Ég held að hæðaraðlögunin sem ég varð mér úti um í fjallgöngunum í Perú og Bólivíu hafi skipt sköpum. Þá bý ég auðvitað að því að vera Íslendingur og vanur alls kyns veðrum og vindum.“ Ferðalagið gekk að mestu vel. „Þetta er ekki svo erfið ganga en hæðin og veðrið geta gert fólki erfitt fyrir.“ Síðasti spölurinn tók mikið á og var Sæmundur að því kominn að snúa við á síðustu metrunum. „Ég var kominn með hámarkspúls og átti erfitt með andardrátt. Veðrið var vont og ég fór rétt skólengdina í hverju skrefi. Klukkan var orðin margt og ég var búinn að taka ákvörð- un um að snúa við fyrir ákveðinn tíma til að lenda ekki í myrkri,“ lýsir Sæmundur og viðurkennir að um tíma hafi hann verið farinn að sætta sig við að fara ekki alla leið. Á þeim tímapunkti hitti hann björgunarsveitarmenn, sem hann hafði kynnst á leiðinni, sem voru á niðurleið. Sæmundi til mikillar ánægju sögðu þeir að yfirmaður björgunarsveitarinnar biði eftir honum á toppnum. Hann var um eina klukkustund að ganga síð- ustu 20 til 30 metra hækkunina en komst að lokum á toppinn. „Þó að skyggnið hafi ekki verið nema um 50 metrar var tilfinningin engri lík.“ Sæmundur segir fjallamennsk- una dellu og stefnir hann ótrauð- ur á aðra ferð á næsta ári. „Það er mikill áhugi fyrir Aconcagua á Íslandi og ætlum við hjá ÍT ferð- um með hóp af fólki.“ Sæmundur stefnir þó ekki hærra og segir það ekki á dagskrá að ganga á Ever- est. „Mér finnast Himalayafjöllin spennandi en dánartíðnin á Ever- est er einfaldlega of há.“ Áhugasamir geta fengið að vita meira um ferðina laugardaginn 28. mars klukkan ellefu en þá verður Sæmundur með myndasýningu úr ferðinni í húsakynnum ÍT-ferða að Engjavegi 6. vera@frettabladid.is Gekk einn á Aconcagua Kreppan varð til þess að Sæmundur Þór Sigurðsson aflýsti skipulagðri ferð á Aconcagua í Argentínu og lagði á fjallið einn síns liðs. Ferðin gekk þó vonum framar þrátt fyrir tvísýnan lokasprett. Sæmundur í um 6.000 metra hæð daginn áður en hann komst á toppinn sem er í 6.962 metra hæð. MYND/ÚR EINKASAFNI s g Mjódd UPPLÝSINGAR O HITI Í BÚSTAÐINN Mikil traffík Stór salur VIÐ LEYSUM MÁLIÐ Viltu losna við notaða bílinn fljótt? BÍLAOUTLET NOTAÐIR BÍLARUMBOÐSSALA Bílaoutlet - Korputorgi Opið: mán-fös kl. 11-19, lau kl. 12-16 Við höfum enga heimasíðu og svörum ekki í síma Þú bara mætir á staðinn

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.