Fréttablaðið - 04.03.2009, Page 34
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is
B A N K A H Ó L F I Ð
Á bókamarkaðnum í Perlunni
liggur á borðum með ritum
um dulspeki, handanheima og
búnaðarhætti liðinna tíða hin
merka bók Valdablokkir riðlast
eftir Óla Björn Kárason, fyrr-
um ritstjóra Viðskiptablaðsins,
nú einn af ritstjórum netmið-
ilsins AMX. Bókin kom út á
lokaári síðustu aldar og er nú
orðin ansi merk sagnfræði-
heimild. Mæla má með bókinni
nú en þetta er önnur krepp-
an sem hún gengur í gegnum.
Verðmiðinn er í takt við tíðina,
290 kall. Reyndar á það sama
við um Valdablokkirnar og
Milljarðamæringana en löngu
er orðið tímabært að gefa út
framhald þessar-
ar áhugaverðu
bókar sem endar
á lofræðu um
sprotafyrirtækin
Oz og Decode.
Nýjar
valdablokkir
Gengi krónunnar hefur veikst
síðan á föstudag þegar norski
sérfræðingurinn Svein Harald
Öygard tók við eldheitum stóli
seðlabankastjóra af þeim Davíð
Oddssyni og Eiríki Guðnasyni.
Krónan hafði verið að styrkjast
nokkuð dagana á undan,
reyndar ekki verið
sterkari síðan fyrir
bankahrunið í okt-
óber. Seðlabanki
Íslands hefur
verið næsta ein-
ráður á gjaldeyris-
markaði síðan höftin
voru sett á í desember og
haldið genginu uppi. Mönnum
var á orði að einbeiting miðlara
hafi öll farið í bankastjóraskipt-
in og hafi þeir því gleymt krón-
unni í bili. Hún taki ekki sveig
upp á við fyrr en menn snúi sér
að tölvunum aftur.
Gleymda krónan
„Stundum verða menn þreyttir á
öllu þessu sprotakjaftæði,“ sagði
Össur Skarphéðinsson, iðnaðar-
og sprotamálaráðherra, á árs-
fundi Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands í gær. Össur hefur verið
ötull forsvarsmaður íslenskrar
frumkvöðlastarfsemi eftir efna-
hagshrunið í haust og gripið til
margra ráða til að gera litlum og
framsæknum hugsuðum kleift að
gera raunhæfustu drauma sína
að veruleika. Össur sló á létta
strengi þrátt fyrir allt í gær og
sagði andstöðuna gegn sprota-
starfinu ekki bíta á sig. Þvert
á móti eflist hann í trúnni á að
frum kvöðla verkin
styrki land ið
enda stoðirnar
dreifð ari nú
en þegar flest
byggðist á
fjármálageir-
a num.
Sprotakjaftæði 79 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Íslandspósts á síðasta ári. Heildartekjur félagsins námu 6,6 milljörðum króna og
höfðu aukist um 7 prósent frá fyrra ári.
5 milljarða króna eignir eru komnar í nýjan verðbréfasjóð sem Eignastýring Íslandsbanka stofnaði um áramót undir heitinu Ríkissafn – ríkisskuldabréf og innlán. 50 milljónir Bandaríkjadala er upphæðin sem Reykjavik Geothermal vonast til að safna frá fjárfestum vegna virkjana-verkefna í þremur löndum. Guðmundur Þóroddsson, fyrrum
forstjóri REI og Orkuveitunnar, stofnaði félagið í ágúst í fyrra.
Með leyfi AVALON PROMOTIONS & LIBERTY BELL
GRUMPY OLD WOMEN LIVE
Miðasala í síma 4 600 200 I www.leikfelag.is
„Vel valið stykki og kemur á hárréttum tíma – og frábærlega útfært“ BÞ
„Margt var ári fyndið, sumt rosalega fyndið“ PBB
„Fúlar á móti hittir svo sannarlega í mark. Ég held ég hafi aldrei á ævinni
hlegið eins mikið á einni leiksýningu“ MB
ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI!
Allt sem þið vitið ekki um konurnar í lífi ykkar
PÁSKASÝNINGAR KOMNAR Í SÖLU
Tryggðu þér miða í tíma
Tenórinneftir Guðmund Ólafsson
Sýnt 14. ma
rs
Sýnt um páskana
A
u
g
lý
si
n
g
a
sí
m
i
– Mest lesið