Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. mars 2006 hann. Ég man að það var talsvert áfall fyrir mig, að hann skyldi vera svona kátur, ég stóð í þeirri trú að skáld bæru sársaukann utan á sér, slétt enni ber vitni um sljóleik tilfinninga, orti Bertolt Brecht í þýðingu Sigfúsar Daða- sonar, og „sá sem hlær/ á aðeins enn óheyrða/ hina hræðilegu frétt“. Það var á níunda ára- tugnum sem Gyrðir hló innilega meðan við hin biðum í röð eftir að komast að afgreiðsluborð- inu, og mér finnst enn að sá áratugur hafi ver- ið einn sjá frjóasti í íslenskri ljóðagerð á síð- ustu öld. Þroskuð skáld, líkast til stórskáld, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Sigfús Daðason, Stefán Hörður og Þorsteinn frá Hamri senda frá sér bækur, Sigurður Pálsson springur út, Einar Már kemur með ferska og heillandi tóna ættaða frá Brian Patten og öðr- um Liverpoolskáldum, og síðan holskefla góðra skálda fædd kringum 1960; Gyrðir, Kristín Ómarsdóttir, Ísak Harðarson, Bragi Ólafsson, Sjón og fleiri. Það var gerjun, fjöl- breytni, atómskáldin, rokkið, súrrealismi, konkretismi, beat-skáldin, anga af þessu öllu mátti finna í ljóðum áratugarins, á þessari gullöld plastpokans, eins og Gyrðir orti árið 1984: leikur inspíra- sjónin af fíngrum fram í grafískum nethimnum skáldanna alibíur glæpamyndanna lullabíur barnabókanna alt næstum alt hefur sinn einstreingíngslega vitjunartíma Sjóðheit ást Portúgalska skáldið Fernando Pessoa orti undir ríflega 70 skáldanöfnum, og gaf hverju og einu sjálfstæðan karakter, Gyrðir hefur kannski ekki 70 andlit í ljóðum sínum, en það er þó talsverð vegalengd á milli kvæðanna um gullöld plastpokans annars vegar, og hins veg- ar lækjarins sem er mjór á við silfurband milli skara. Seinna kvæðið sýnir okkur þroskað, lýrískt skáld sem getur náð miklum víddum í skáldskapnum, það er sá Gyrðir sem við höf- um í kollinum núna, og samt eru ekki nema tuttugu ár frá því hann orti um gullöld plast- pokans, og líka um vasabiljard: vasabiljard vinsælastur knattleikja þegar formúla vatns er ekki leingur H20 heldur SÁÁ Svona yrkir 23 ára Gyrðir í Tvíbreiðu (svig) rúmi, þar eru ljóð um næturlífið, stormurinn queen á fóninum, drakúla er andvaka því and- rúmsloftið er spooký, og ástin funheit: e l s k a þ i g s v o heitt að á fahrenheit yrði það 3gja stafa tala Þau voru ekki ýkja mikið fyrir að yrkja ást- arljóð, ungu skáldin sem voru áberandi um miðbik níunda áratugarins, ég veit ekki af hverju, en Ísak átti sína prívat skýringu því. „Sértu leið yfir því að ég hafi ekki ort/ til þín ástarljóð,“ segir hann: vil ég aðeins benda þér á, að ást mín á þér hefur aldrei rúmast á pappír. Gyrðir verður seint talinn til ástarskálda, nema þá hann fari að herða sig í þeim efnum, ástarljóðin leynast þó glettilega víða, en eru hógværari og á einhvern hátt inngrónari en funheita, 3gja stafa ljóðið hér að ofan. Ég á við; hann yrkir ekki um sprengibjört augna- blik heldur þá tilfinningu sem vex stundum með hægð milli tveggja einstaklinga, sterkari lífinu sjálfu, við köllum það ást, þessa blöndu af væntumþykju, lífsgleði, hversdagsleika og óttanum við að týnast. „Og stígvélin mín eru moldug/ í þessum endurtekna draumi,“ yrkir Gyrðir í bókinni Indíánasumri frá 1996; hann rennur til, fyrir neðan er dauðinn í kaldri ánni: En á koddanum, armslengd í burtu, sefur þú. Ég vakna til lífsins. Konkretljóðið, sú aðferð skálda að nýta sér prentformið og vinna úr því á óvæntan hátt, teygir sig yfir alla tuttugustu öldina og virðist alltaf jafn sígrænt, hvort sem því er beitt í ingu, ætti að svipta þann einstakling öllum bókasafnsskírteinum sem fann upp á henni, því með leyfi; hvað er skáldskapur, eða öllu heldur: hvað gerir hann? Skáldskapurinn snertir okkur, hreyfir við einhverju, tilfinn- ingum, minningum. Sá sem er sjálfhverfur hyggur mest að sjálfum sér, segir orðabókin, hverfist um sjálfan sig, hefur ekki áhuga á að tengjast öðrum, og snertir engan. Þetta er svo sáraeinfalt, skáldskapur getur ekki verið sjálf- hverfur, það er bara ekki mögulegt, hann snertir okkur eins og sunnanvindurinn og norðangrimmdin, það er eðli hans, innsta eðl- ið; sé ljóð sjálfhverft, þá er það ekki skáld- skapur. Í Maríuglerinu og Blindfuglinum er hins vegar ort um einsemd, samskiptaleysi og fjarlægðina á milli manna, en ljóðin leyna þó á sér, þau eru margræðari og vísa talsvert meira út fyrir sig en virðist í fljóti bragði. Ljóðmæl- andinn er vissulega oft einn, situr við ritvélina eða sjónvarpið, það er regn á járnbárum þaks- ins, rjúkandi kaffibolli en síðan fer eitthvað að gerast sem galopnar ljóðið, skáldið er komið á hollenska tréskó og fetar sig eftir skógarstíg og fyrir enda hans er ekki neitt, alls ekki neitt – nema lokaerindið, óvænt erindi sem skýrir titil þess, Þriðji heimurinn, og fjallar um sál- arháska skálds og síðan lífsháska þeirra sem búa við grimmilegt óréttlætið: /(víðsfjarri á þessu eða næsta andartaki er tvífætlíngur staddur öfugu megin við byssuhlaup og hlut- ur úr þúngmálmi þurrkar út skörðótta sól)/ „Hann er víst skáld“ Einn af hátindunum í íslenskri ljóðagerð á síð- ustu öld er Dymbilvaka Hannesar Sigfússon- ar. Hannes var fjarlæg persóna fyrir okkur sem komumst til einhvers konar þroska á ní- unda áratugnum, hafði lengi verið búsettur í Noregi, sást aldrei á götum borgarinnar, og þóttu því tíðindi þegar hann sneri heim aftur úr útlegðinni árið 1988, í líki marglyttu, eins og hann orti sjálfur: sem rímar ágætlega við Maríuglerið og Blind- fugl, og það gerir lokalína ljóðsins, „mér líður ekki vel“, líka. Maríuglerið og Blindfuglinn eru á margan hátt hápunkturinn í skáldskap yngri höfunda á níunda áratugnum, innhverfur, lág- mæltur, dökkleitur skáldskapur, sjálfhverfur sögðu sumir, en sú gagnrýni verður að lofti þegar maður les bækurnar tvær, hitt er annað að ýmsir sporgöngumenn Gyrðis, og þeir voru ófáir á þessum árum, áttu eftir að keyra þenn- an stíl, þessa aðferð í þrot, en þá var Gyrðir sjálfur kominn á aðrar slóðir. Maríuglerið lætur ekki mikið yfir sér, hún er í litlu broti, kemst auðveldlega í úlpu- eða frakkavasa, teikning eftir Sigurlaug á kápu, en það rúmast mörg ljóð, þétt og efnismikil, milli spjaldanna, 59 þegar ég taldi síðast. Ég fæ stundum á tilfinninguna að formtilraunir Gyrðis hafi náð úr honum hrollinum gagnvart orði og formi, sínum prívat hrolli, því skáld sem gengur jafn langt í konkretljóðinu hlýtur að hafa vantreyst orði og formi, og ekki treyst sér til þess að ná utan um heiminn eða sjálfan sig með þeim tækjum og tólum sem eldri skáld höfðu notað. Veit þó ekki hvort það sé ein- göngu formtilraunum að þakka hversu miklum þroska Gyrðir nær sem skáld með Maríugleri og Blindfugli, einungis 25 ára gamall. Ljóð bókanna eru öguð, lágmælt, hnitmiðuð en stundum spjallkennd, húmorinn er enn til staðar, hálffalinn og týnist jafnvel í huga les- enda því undir öllu er kvíðinn; uggurinn. Lág- mælt ljóð sem við fyrstu sýn virðast flest hverfast um ljóðmælandann og herbergi hans, ofninn minnir á fangelsisrimla, undir fínpúss- uðum veggjunum liggja ótal pípur sem suða um nætur og halda fyrir honum vöku, hann starir á sjónvarpið og óttast að bólgið gler: svarta kassans splundrist framan í mig eða höfuð mitt sundrist í allar áttir Sjálfhverfni, mikið andskoti er mér illa við þetta orð, meinilla, sjálfhverfur skáldskapur, það er stingandi mótsögn í þessari samsetn- Evrópu snemma á síðustu öld, um miðbik ald- arinnar í Suður- og Norður-Ameríku, eða hér á Íslandi á níunda áratugnum. Ég veit ekki hvort það voru samantekin ráð hjá Ísaki og þeim bræðrum, Gyrði og Sigurlaugi, en frá 1984 og til 1986 senda þeir allir frá sér bækur smitaðar af konkretismanum. Það er sjálfsagt tóm della, en ég sé þá samt stundum fyrir mér á þessum tíma, þrír saman í einhverri kjall- araholunni, ógreiddir og í gallabuxum, hlust- andi á Pink Floyd, kastandi bókum eftir E.E. Cummings á milli sín. En ólíkt fara þeir að, hjá bræðrunum renna ljóðin stundum saman við eins konar myndlist eða prentlist, meðan Ísak virkjar konkretaðferðina af miklum krafti í ádeiluna, einkum í Veggfóðruðum óendanleika sem kom út árið 1986, bók sem nánast sprengdi jörðina undan fótum manns. Hjá Gyrði er um tvær bækur að ræða, Tvíbreitt (svig)rúm og Einskonar höfuðlausn. Og það er næstum furðulegt að ekki skuli vera nema eitt ár milli Svigrúmsins og Svarthvítra axlabanda, síðarnefnda svolítið lágstemmt, lofandi byrj- andaverk þar sem lögð er varfærnisleg alúð við ljóðaformið sem atómskáldin höfðu borið fram til sigurs, fyrrnefnda bókin hins vegar svo áköf að hún titrar í bókaskápnum mínum, uppfull af kátínu, kæruleysi og heillandi krafti sem maður tengir umsvifalaust við æskuna, og gleðina við það að yrkja, ærslin yfir sköp- unarkraftinum. Það eru vissulega dökkir litir í henni, en fjárans lífsangistin ekki ennþá farin að verka á undirtónana, sköpunarkrafturinn ekki þurft að takast af alvöru á við þá fjanda, þá púka og þau eyðimerkurskrímsli sem bíða flestra höfunda. Það var allt saman mætt í Bakvið maríuglerið og Blindfugl/Svartflug, þeim bókum sem breyttu Gyrði úr efnilegu skáldi í eitthvað miklu meira. Uggurinn bregst mér aldrei Fyrsta bók Gyrðis, Svarthvít axlabönd, var skipt í fimm hluta, sá síðasti fremur langt, sundurlaust ljóð sem stemningin hélt saman, ljóðið heitir Úr kvöldbók einstæðíngs, titill Um skáldið: Ég man að það var talsvert áfall fyrir mig, að hann skyldi vera svona kátur, ég stóð í þeirri trú að skáld bæru sársaukann utan á sér. Á svörtum vængjum inn í ljósið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.