Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 13
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. mars 2006 | 13 Breski kvintettinn Gomez hefurnú lokið við sjöundu breiðskífu sveitarinnar en von er á henni í plötubúðir þriðjudaginn 2. maí. Plat- an sem kallast How We Operate er fyrsta platan sem Gomez gefur út hjá plötufyrirtækinu ATO Records en fyrirtækið er einnig með David Gray og My Morning Jacket á sín- um snærum. Að sögn Tom Gray úr Gomez er platan á jákvæðum nótum og fjallar öðrum þræði um að gefast ekki upp þótt á móti blási. Er hann þar að vísa í ótrúlega erfiðleika sem sveitin gekk í gegnum með plötufyrirtækinu Virgin/Hut. Stuttu áður en platan In Our Gun kom út árið 2002 missti EMI, móð- urfyrirtæki Virgin/Hut, áhugann á dótturfyrirtæki sínu með tilheyr- andi fjársvelti og manneklu og svo ákvað EMI að leggja fyrirtækið nið- ur um það leyti sem sjötta breiðskífa Gomez, Split the Difference, kom út tveimur árum síðar. Meðlimir Gom- ez voru að þrotum komnir eftir þessa útreið og veltu því alvarlega fyrir sér hvort þeir vildu halda áfram. Að lokum ákváðu þeir að spýta í lófana og leggjast í upptökur á annarri plötu eins og ekkert hefði í skorist. Upptökustjórinn var að þessu sinni Gil Norton en hann hefur áður unnið að gerð platna á borð við Doo- little með Pixies og The Colour and the Shape með Foo Fighters. Gomez hyggur á tónleikaferð um Bandaríkin í næstu viku en seinni hluti ferðarinnar verður farinn með Dave Matthew’s Band.    Þriðja plata dúettsins Goldfrapp,Supernature sem náði plat- ínusölu í Englandi, kemur út í næstu viku í Bandaríkjunum. Er velgengni plötunnar að einhverjum hluta rakin til þess að Madonna sást með eintak af plötunni en hún kvað vera mikill aðdáandi sveitarinnar og segir það hverjum sem heyra vill. Goldfrapp mun fylgja útgáfunni eftir með tón- leikum í Bandaríkjunum og verða fyrstu tónleikarnir haldnir í Los Angeles í næstu viku.    Og enn af tónleikaferðum. Hin kristilega rokksveit P.O.D. (Payable On Death) leggur upp í sína hljóm- leikaferð í næsta mánuði til að fylgja eftir nýjustu afurð sveit- arinnar Tes- tify. Ferðin sem hefur hlotið yf- irskriftina Warriors Tour 2 hefst í Philadelphiu og endar í Seattle 21. maí. P.O.D. hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarið ef frá er talin tón- leikaferð sem sveitin fór í með fé- lögum sínum og rokkbræðrum í Staind í nóvember á síðasta ári. Þá fengu tónleikagestir forsmekkinn af því sem heyra má á nýju plötunni en P.O.D. kom einnig fram í þættinum Jimmy Kimmel Live á gamlárskvöld á Times Square í New York og lék þá lag af nýju plötunni. Upptökustjóri á Testify var Glen Ballard sem hefur áður unnið að plötum með Dave Matthews Band og Aerosmith. Erlend tónlist Goldfrapp Gomez P.O.D. É g á í miklu ástar/haturssam- bandi við tónlistarvefritið Pitchfork, eins og líklega margir fleiri. Skrifin þar fara oft og iðulega í taugarnar á mér en hitt ber á að líta að Pitchfork er staður þar sem gott er að komast í kynni við nýja og spennandi tónlist. Ég renndi því fránum augum yfir árslista ritsins á sínum tíma, en hann hafði að geyma fimmtíu titla. Byrjaði á botninum, en þar sat platan OV, eftir einhverja Ort- hrelm, sem ég kannaðist ekkert við. Las um gripinn og varð þegar spenntur. Tónlistin átti víst að vera hræðileg – eiginlega óhlustandi á hana – en á jákvæðan hátt. Ég varð mér óðar úti um ein- tak …aftur og aftur … og aftur Einhverju sinni birti hið sáluga blað Melody Maker grein um Nirvana og í henni var því slegið fram að tríóið væri málið, fjórir eða fimm í hljómsveit væri allt of mikið. Þessu til staðfestingar voru sveitir á borð við Hüsker Dü, Motörhead, Rush og Cream nefndar. Síð- ustu ár er þó eins og tveir séu yfrið nóg. The White Stripes, The Black Keys, Death from Above 1979, Lightning Bolt, The Kills … allt eru þetta dúó sem hamra í gegn hráa, á stund- um ofsafengna tónlist, einungis með trommur og gítar að vopni. Orthrelm fara með þetta út í öfgar á nýjustu plötu sinni, OV. Platan er eitt verk, 45 mínútur að lengd, þar sem gítarleikarinn Mick Barr og trymbillinn Josh Blair hamast á hljóðfærum sínum frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu af mikill ákefð. Tónlistin er þó fjarri því einhver steypa. Naumhyggjan (eða minimalismi) er til grundvallar, stefin eru endurtekin æ ofan í æ, líkt og hlustað væri á rispaða vínylplötu þar sem nálin væri föst í sama fari. Það eru engir hægir kaflar, lítil breyting í hljómagangi. Þetta er eins og vera fastur í einhverjum skaðræðis vindgöngum. Þetta er eiginlega hálfgerð geð- veiki … og mjög svo tilkomumikið. Ef vel til tekst hefur naumhyggjuleg tónlist, séu endurtekningarnar nægilega margar, sef- andi áhrif á hlustandann, kemur honum í hálf- gerðan trans. Þrátt fyrir ákefðina og hávaðann ná Orthrelm einmitt að kalla fram þessi áhrif. Það tekur hlustandann nokkrar mínútur að jafna sig á frystu sprengingunni en þegar fram í sækir fer tónlistin að hafa róandi áhrif. Í raun er þetta svipað og að standa í nokkurn tíma frammi fyrir hinum öfluga Dettifossi. Nóturnar eru það margar, trommuslögin það ör að eftir nokkurn tíma fer tónlistin að renna saman í einn, höfgandi graut. Frá New York til Washington „Alvarlegri“ rit hafa greint tónlist Orthrelm á OV sem einslags minimalískt málverk, með til- heyrandi orðagjálfri og -skrúði (sjá Pitchfork t.d.). Það er reyndar merkilegt, og efni í aðra grein, hversu hjákátleg smekklögreglur eins og Wire, Pitchfork, Stylus og fleiri verða oft þegar fjalla á um þungarokk eða „metal“, en Orthrelm hefur verið slengt í þann flokk. Ort- hrelm sækja vissulega í brunn þess eðla forms, beita dauðarokksriffum og eru greinilega undir áhrifum frá Napalm Death. En sækja um leið jafn mikið í nútímatónlist, djass og nýbylgju. Sveitin er frá Washington DC og hófst sag- an um miðbik ársins 2000. Þá sendi Mick Barr Josh Blair nokkur lög til að kíkja á, en Blair bjó þá í New York og var liðtækur mjög í spunasenu borgarinnar. Blair prófaði að tromma yfir það það sem Barr sendi honum og þetta var loks gefið út af Tolotta-merkinu í Virginíuríki sem stuttskífan Iorxhscimtor árið 2001. Þar á undan höfðu þeir gefið út tvær plötur á eigin merki, millionraces, í 20 og 50 eintökum. Blair flutti svo til Washington og þeir félagar gátu þá unnið náið að lagasmíð- unum. Plötur hafa svo komið út reglulega; stutt-, smá-, breið- og skiptiskífur á hinum og þessum merkjum. Asristirveildrioxe, fyrsta breiðskífan, kom út 2002 og inniheldur 99 lög á tólf mínútum! Stundum er bilið á milli laganna lengra en lögin sjálf. Sama ár kom út skipt- iskífa sem Orthrelm deilir með Brooklyn- dúettinum Touchdown. Þar eru smíðar Ort- hrelm einstaklega flóknar, sami parturinn kemur aldrei fyrir aftur – hrein speglun á naumhyggjunni á OV. Þess má geta að OV kemur út Ipecac útgáfu Mike Pattons, sem er að verða eitt helsta merkið um gæði í Bandaríkjunum, vilji hlust- andi á annað borð leita til endimarkanna í nú- tíma rokki og róli. Hávaði? Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Orthrelm: Þungarokk, hávaði, tónsmíðar, rugl, eitthvað… Tónlistin á nýjustu plötu Washingtons-dúettsins Orthrelm lætur engan ósnortinn – hvort sem honum líkar betur eða verr. Leikarinn Joaquin Phoenix er góður ítúlkun sinni á kántrísúperstjörnunniJohnny Cash í kvikmyndinni Walkthe Line. Næsta víst er að margir hafi heillast af leik hans. Frumeintakið, Johnny Cash sjálfur, er ekki síðri í upphafslaginu á plötu Bob Dylans, Nashville Skyline, sem hann sendi frá sér í apríl árið 1969. Samsöngur þeirra Cash og Dylans í laginu Girl of the North Country er afslappaður og gefur tóninn fyrir það sem á eftir kemur. Og útkoman er þrælgóð kántríplata, sem auðvelt er að heillast af. Bob Dylan hefur haft lag á því að koma á óvart, eins og oft á við um þá bestu á sínu sviði. Hann kom ýmsum á óvart á tón- leikunum í Laugardalshöll- inni um árið, þar sem jafn- vel dyggustu aðdáendur hans áttu í erfiðleikum með að þekkja sum lög- in í þeirri hráu útgáfu sem þar mátti heyra. Það var þó ekkert í samanburði við sjokkið sem margir urðu fyrir á þjóðlagatónlistarhátíðinni Newport Folk Festival í júlí 1965, þegar hann tróð í fyrsta skipti upp með rokkgrúppu fyrir aftan sig á sviðinu. Þeir sem mættir voru á svæðið voru komnir til að heyra Dylan flytja baráttulög sín með kassagítar og munnhörpu, eins og hann var þá þekktur fyrir. Hugarangrið sem framkoma Dylan olli mörg- um aðdáendum sínum á Newport-hátíðinni kemur vel fram í heimildarmynd leikstjórans Martin Scorsese, No Direction Home, þar sem fjallað er um upphafsárin á tónlistarferli Dyl- ans frá 1961 til 1966. Óhætt er að segja að kántríplatan Nashville Skyline hafi komið aðdáendum Bob Dylans nánast í opna skjöldu. Þarna var mættur allt annar Dylan með allt öðruvísi lög og texta en hann hafði áður sent frá sér. Og söngur hans var einnig gjörbreyttur, mýkri og dýpri, hugs- anlega vegna þess að hann hætti að reykja um tíma. Þó má segja að ákveðin samsvörun sé á milli þessarar plötu og þeirrar næstu á undan, John Wesley Harding, frá árinu 1967, sem hann gerði þegar hann var að ná sér eftir mótor- hljólaslys sem hann lenti í árið áður. Sú plata er blanda af kántrí- og þjóðlagatónlist. Nas- hville Skyline er hins vegar hreinræktuð kánt- ríplata. Og textar laganna eru í þeim stíl, að mestum hluta einfaldir ástarsöngvar. Þarna er ekki að finna beitta texta eins og til að mynda í klassísku Dylan-lögunum The Times They Are A-Changing frá 1964 eða Like a Rolling Stone frá 1965, sem eru án efa með því merkilegasta sem Dylan hefur gert á ferlinum til þessa. Engu að síður er Nashville Skyline mikilvæg plata í Dylan-safninu. Eftir að samsöng þeirra Dylans og Cash lýk- ur á Nashville Skylina kemur einfalt en flott instrúmental lag, Nashville Skyline Rag. Það lag minnir nokkuð á instrúmental lagið úr hinni mögnuðu kvikmynd John Boormans, Deliv- arence, frá árinu 1972 með þeim John Voight og Burt Reynolds í aðalhlutverkum, svo haldið sé áfram að vitna til kvikmynda. Þekktasta lagið á Nashville Skyline er Lay Lady Lay, sérstaklega afslappaður söngur með flottu undirspili. Reyndar eru öll lögin á plöt- unni afslöppuð og þægileg og ekkert þeirra á ekki heima þar. Nashville Skyline var öðruvísi plata frá Bob Dylan þegar hún kom út og hann hefur aldrei síðan þá gert plötu sem hægt er að segja um að líkist henni. Hún passar hins vegar fullkomlega inn heildarmyndina af þessum stórbrotna lista- manni. Þægilegur Dylan á kántrínótum Poppklassík Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.