Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. mars 2006 | 7 fólk alltaf að læra eitthvað nýtt og vafasamt er að hægt sé að tala um að við séum einhvern tíma fullnuma í tungumálum. Tvítyngi er þó enn síbreytilegra en eintyngi. Það er mjög al- gengt að tvítyngisfræðingar nútímans gangi út frá því við hvaða aðstæður tungumál ein- staklingsins eru nothæf. Samkvæmt því er ein- staklingur tvítyngdur ef hann eða hún getur notað málin við þær aðstæður sem þörf er á í daglegu lífi, en gjarna má heyrast á mæli við- komandi að annað mál hafi verið fyrsta málið. Einnig má nefna að sjálfsmynd þess sem talar spilar stóra rullu, álíti maður sig tilheyra hópi tvítyngdra eða hvort aðrir skilgreina mann sem tvítyngdan er einnig mikilvægt. Með þessari upptalningu er ég að reyna að sýna fram á þær ólíku forsendur sem menn ganga út frá þegar tvítyngi er til umfjöllunar. Því má einnig bæta við að fræðimenn tala gjarna um jafnhliða tví- tyngi, þegar barn lærir tvö mál jöfnum höndum frá fæðingu, og áunnið tvítyngi, þegar annað mál er lært seinna á lífsleiðinni7. Hálftyngi ónothæft hugtak En aftur að umræðunni um hálftyngi. Nils Erik Hansegård dósent við Uppsalaháskóla kynnti hugtakið hálftyngi árið 1968. Bók hans Tvítyngi eða hálftyngi, sem kom út þetta ár, varð því miður vatn á myllu þeirra sem hræðast tví- tyngi8. Hálftyngi átti líklega í byrjun aðeins að vera safnhugtak um ýmis málfarsleg vandamál barna í Tornedalen í Norðurbotni í Svíþjóð þar sem töluð er tornedalsfinnska. Þessi börn áttu að hafa öðlast ófullkomna þekkingu í tveimur málum og var því haldið fram að þau lærðu tvö mál illa í stað þess að læra eitt mál almennilega og í framhaldinu kom fram hugmyndin um tvö- falt hálftyngi. Sama hugmynd var síðan yf- irfærð á börn innflytjenda þegar þeim fjölgaði á Norðurlöndunum. Hansegård hugsaði sér, þeg- ar hann sló fram hugtakinu, að það væri mál- pólitískt slagorð en ekki fræðilegt hugtak og átti umræðan að styðja við þá kröfu að börn með tornedalsfinnsku að móðurmáli fengju markvissa stuðningskennslu fyrstu skólaárin, þar til þau hefðu öðlast næga sænskukunnáttu til að geta nýtt sér kennslu á því máli. Því miður lögðu margir þann skilning í hugtakið að það endurspeglaði vísindalega prófaðan sannleik um að stórir hópar einstaklinga væru málfars- lega heftir vegna tvítyngis eða kannski ætti frekar að segja vegna skorts á tvítyngi9. Tví- tyngi var jafnvel talið hamla vitsmunaþroska, því málþroski tengist öðrum þroska. Enda þótt upphafleg ætlun hefði verið að hvetja stjórn- völd til að auka stuðningskennslu og styðja þannig við tvítyngi túlkuðu fjölmargir um- ræðuna sem svo að tvítyngi væri eitthvað mjög slæmt og óhollt. Mörgum tornedalsfinnsku- mælandi þótti líka ómaklega að sér vegið og könnuðust einfaldlega ekkert við að vera hálf- tyngdir. Þegar upp var staðið gerði þessi um- ræða mikið ógagn. Það er vert að taka fram að mér vitanlega hefur enginn hálftyngdur ein- staklingur gefið sig fram svo vafasamt er að nota orðið af einhverju viti í fræðilegri umræðu. Ég tel mikilvægt að nú, þegar umræða um tví- tyngi er farin vel af stað á Íslandi og þegar stór- ir hópar tvítyngdra búa í landinu, lendi menn ekki á sömu villigötum og ýmsir í grannlöndum okkar lentu í fyrir áratugum. Þess vegna hvet ég eindregið til þess að hið gagnslausa hugtak hálftyngi verði afgreitt sem ónothæft og jafnvel urðað með viðhöfn svo fólk úti í bæ fari ekki að dæma hina og þessa granna sína hálftyngda og svo tvítyngdir öðlist ekki neikvæða málfarslega sjálfsmynd. Í framhaldi af þessu skal bent á að tvítyngi er miklu algengara en flestir gera sér grein fyrir. Það er langt því frá auðvelt að skilgreina hvað sé sjálfstætt tungumál og mjög misjafnt er hvernig mál eru talin. Nú er þó oft reiknað með að tungumálin í heiminum séu á bilinu 4500– 500010 á meðan löndin á landakortinu eru í kringum 200. Varlega áætlað elst minnst helm- ingur jarðarbúa upp við að þurfa að tala tvö, þrjú eða jafnvel fleiri mál jöfnum höndum án þess að það þyki tiltökumál eða að minnst sé á hálftyngi eða tvöfalt hálftyngi. Gauti fullyrðir að tvítyngi verði ekki til í sam- félögum, aðeins í fjölskyldum. Þetta er mögu- lega rétt samkvæmt hans skilgreiningu en sam- kvæmt því sem ég hef sagt hér á undan hafna ég fullyrðingunni. Hæpnar hrakspár Undanfarið hafa ýmsir látið stór orð falla um hrakandi íslenskukunnáttu, minnkandi orða- forða unglinganna auk hættunnar af ensku- slettum sem heyrast vítt og breitt. Þetta telja menn benda til þess að íslenskan sé að deyja út og að lokum munum við standa uppi talandi ein- hvers konar lélega ensku, eða svo minnir mig að einhver hafi orðað áhyggjur sínar. Slíkar hrakspár verða að teljast hæpnar þegar staða íslenskunnar er skoðuð. Hér erum við með tungumál sem notað er á öllum sviðum sam- félagsins bæði sem talmál og ritmál, gefin eru út hundruð blaða og bóka ár hvert á íslensku, allir sem alast upp í landinu læra íslensku í grunnskólum í 10 ár og flestir í menntaskólum í fjögur ár auk þess sem námsefnið er kennt á ís- lensku. Legðu menn á sig að kynna sér rann- sóknir á því hvernig tungumál deyja út myndu þeir vonandi sannfærast um að íslenskan er ekki á neinum dauðalista. Enskan hefur vissu- lega áhrif á tunguna og annað væri óhugsandi, einfaldlega vegna menningaráhrifa frá ensku- mælandi löndum svipað og að einu sinni slettu menn dönsku á Íslandi vegna danskra menn- ingaráhrifa. Draga mætti úr áhrifum ensk- unnar með því að auka fjölbreytni menningar- efnis, til dæmis með því að sýna fleiri bíómyndir frá öðrum löndum en enskumælandi og með því að auka metnaðarfullt íslenskt efni í sjónvarpi. Margt fólk sem komið er á miðjan aldur virð- ist alltaf tilbúið að tjá sig um orðfæð og ambög- ur ungs fólks en án þess að hafa nokkuð að byggja á annað en eigin tilfinningar og skoð- anir. Hver veit hver var meðalorðaforði ungra Íslendinga til dæmis árið 1950, 1965 eða 1985 í samanburði við meðalorðaforða þeirra nú um stundir? Það er alþekkt að unglingar hvers tíma nota gjarna sérstakt málfar til að aðgreina sig frá eldri kynslóðunum. Þessu málfari hverfa þeir síðan mestmegnis frá þegar þeir eldast. Önnur staðreynd er sú að orðaforði mála breytist stöð- ugt og þróast vegna þess að við þurfum við- stöðulaust á nýjum orðum og hugtökum að halda og önnur orð verða óþörf einfaldlega vegna þess að veruleikinn sem þau vísa í hefur breyst. Sömuleiðis er afar merkilegt að menn telji að léleg enska geti orðið að móðurmáli einhvers. Það væri endalaust hægt að teygja og toga þessa umræðu og ég skil eiginlega ekki hvers vegna fjölmiðlamenn biðja ekki þá sem hafa slíkar áhyggjur á orði um að koma með dæmi um hvernig slík tunga myndi hljóma. Gauti seg- ir í grein sinni að það sé vel hugsanlegt að mis- lukkaðar tvítyngistilraunir á Íslandi geti endað með því að Íslendingar verði hálftyngdir á ensku og íslensku og að; einhvers konar enska yrði notuð í atvinnulífinu og einhvers konar ís- lenska verði notuð í heimilislífinu. Annað eins hefur þekkst víða og oftast endað með því að til verður eitthvert pidginafbrigði tungumálanna eða því að tungumálin skipti mönnum í stéttir. Nú hef ég ekki hugmynd um til hvaða landa eða tungumála Gauti vísar þótt ég fallist vissulega á að málnotkun skipti mönnum í stéttir og sé not- uð sem valdatæki. En ég held að hugmyndin um að við gætum farið að tala einhvers konar pidginíslensku hljóti að vera byggð á misskiln- ingi. Blendingstungur og hjálparmál Pidginmál verða til þegar menn sem ekki tala mál hver annars þurfa að hafa samskipti og ekki er um að ræða að þeir geti notað mál sem báðir kunna (talað er um lingua franca og gegn- ir enska oft því hlutverki í okkar heimshluta). Þannig geta í vissum tilfellum þróast blend- ingstungur sem kallast pidginmál. Slík mál eru ekki móðurmál neins heldur aðeins hjálparmál. Menn tala gjarna um pidginmál af einlægri fyr- irlitningu og slík mál hafa verið nefnd broken English, bastard Portuguese og nigger French11. Í kjölfarið hafa þeir sem pidginmál hafa notað líka verið fyrirlitnir, jafn fáránlegt og það nú er. Pidginmál geta að sjálfsögðu ver- ið á ýmsum stigum og eru oftast málfræðilega einföld og orðfá, einfaldlega vegna þess að þau eru tæki sem nota þarf í ákveðnum tilgangi. En pidginmál geta líka þróast út í að verða fullgild tungumál og kallast þau þá kreólmál. Eitt slíkt mál er tok pisin (af e. talk pidgin) sem upp- haflega var pidginmál sem byggt var á ensku og málum innfæddra á Papúa Nýju-Gíneu en hefur þróast út í að vera móðurmál um 100 þús- und manns og jafnframt mikilvægt opinbert mál í þjóðfélagi þar sem menn hafa yfir 700 mismunandi tungur að móðurmálum. Kreólmál eru fullburða tungumál sem á allan hátt eru jafngóð mál og hver önnur, bæði hvað varðar byggingu og orðaforða, og vilji menn læra þau sem útlend mál er það gert líkt og um hvert annað framandi mál væri að ræða. Ef svo fjarskalega ólíklega vildi til að íslenska og enska myndu blandast þannig að til yrði nýtt móðurmál Íslendinga yrði um að ræða kreólmál og þá áreiðanlega vel nothæfa tungu hvort sem mönnum hugnast hugmyndin eða ekki. En ég tel það af og frá að Íslendingar myndu undir einhverjum kringumstæðum staðna hálf- tyngdir og móðurmálslausir talandi einhvers konar pidginmál. Í grein Gauta Kristmannssonar nefnir hann að tungumálið sé aðgangur okkar að heiminum. Þetta er mjög mikilvæg ábending, hvert ein- asta tungumál er lykill að ákveðnum heimi og því fleiri mál sem við tölum, því víðari verður veröldin. Þess vegna er menntun í tungumálum afar mikilvæg. Auk þess er nauðsynlegt að auð- velda fólki sem flytur til Íslands að viðhalda þeim málum sem það hefur þegar tileinkað sér og hvetja það til að miðla þeim tungum til af- komenda sinna, jafnframt því sem gott framboð á kennslu í íslensku verður að vera fyrir hendi. Það er vissulega nauðsynlegt og gott að fólk velti fyrir sér málnotkun og að tungu- málanotkun sé rædd frá öllum mögulegum sjónarhornum og á sem flestum vígstöðvum. En umræðan snertir okkur öll og menn geta valdið misskilningi og sárindum ef órök- studdum fullyrðingum og getgátum um málfar einstaklinga og hópa er haldið fram og þær jafnvel túlkaðar sem óvefengjanlegur sann- leikur. Ég hvet þá sem taka til máls að vanda málflutning sinn, fjölmiðlamenn til að gefa sér tíma til að kafa í málin og handhafa valdsins til að sjá til þess að allir á Íslandi eigi kost á að nálgast vandaðar upplýsingar um málnotkun, ekki síst um tvítyngi, og auðvitað á því tungu- máli sem hver og einn skilur best. (Tekið skal fram að nánar má lesa um ým- islegt sem rætt er hér í grein höfundar Hvað er tvítyngi? sem birtist í Ritinu: 1/2004.)  1 Ferguson, Charles A. 1971: Diglossia. Í: Language struct- ure and language use. Essays by Charles Ferguson. Selected and Introduced by Anwar S. Dil. Stanford CA (bls. 1–26). 2 Hyltenstam, Kenneth og Stroud, Christopher 1991: Språk- byte och språkberande. Om samiskan och andra minoritets- språk. Lund (bls. 46–47). 3 Bloomfield, Leonard 1933: Language. London. 4 Weinreich, U. Languages in contact. Findings and problems. The Hague. 2. útg. 1963. 5 Edwards, John 1994: Multilingualism. London bls. 2. 6 Romaine, Suzanne 1995: Bilingualism. Second edition (Language in Society 13), Oxford (bls. 11–12). 7 Harding-Esch, Edith og Riley, Philip 2003: The Bilingual Family a Handbook for Parents. Second edition. Cambridge. 8 Hansegård, N.E. 1963: Tvåspråkighet eller halvspråkighet? Stockholm. 9 Hyltenstam, Kenneth og Stroud, Christopher 1991: Språk- byte och språkbevarande. Om samiskan och andra minoritets- språk. Lund (bls. 52). 10 Edwards, John 1994: Multingualism. London og New York (bls. 19). 11 Um þetta og annað sem ég nefni um pidginmál má lesa nánar í: Einarsson, Jan: Språksociologi 2004 (bls. 46–51). Lund. og stöðu íslenskunnar Höfundur er verkefnisstjóri við hugvísindadeild HÍ og er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands og Fil.lic-próf í tvítyngisfræðum frá Uppsalaháskóla. ómskvæðum. „Danevirke“ er nafn hins forn- fræga virkis sem Danir misstu árið 1864 í stríðinu við Þjóðverja. Ætlunin með tímariti Grundtvigs var að byggja andlegt Danavirki einmitt með því að endurreisa fornöldina. Upp- haf 19. aldar var erfiður tími fyrir Dani: Árið 1807 gerðu Englendingar árás á Kaupmanna- höfn og Danir glötuðu flota sínum, um sex árum síðar varð danska ríkið gjaldþrota og loks missti Danmörk Noreg árið 1814. Fyrir Svía var tímaskeiðið fram undir 1814 einnig erfitt, enda missti Svíþjóð Finnland árið 1810. Í því samhengi var „Götiska förbundet“ stofnað árið 1811 í Svíþjóð, en þar var meðal annarra með- limur sagnfræðingurinn Erik Gustaf Geijer. Markmið félagsins var að leita aftur í fornöld til þess að móta nýja manngerð. Meðlimir félags- ins kusu sér nöfn úr íslenskum fornsögum og félagið gaf út tímaritið Iduna, þar sem frum- drög að Frithiofs sögu Tegnérs voru prentuð árið 1820. Á Íslandi var sjálfstæðisbaráttan frá upphafi hugsuð sem endurreisn hins forna „þjóðveldis“, sem leiddi meðal annars til kröf- unnar um að endurreisa Alþingi á Þingvöllum. Þessi endurreisn norrænnar fornaldar, sem gegndi meginhlutverki í mótun þjóðernis og fagurbókmennta á Norðurlöndum, þýðir enn þann dag í dag að varla er hægt að skilja til fullnustu danska þjóðernisrómantík 19. aldar nema með því að skoða hana í samhengi við ís- lenska miðaldatexta. 17.–18. mars 2006 verður haldið Vigdísarþing til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadóttur, sem einnig setur þingið. Þingið fjallar um mótun þjóðernis út frá íslenskum miðaldaritum og notkun þeirra í þjóðernisbókmenntum á Ís- landi, í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og Þýskalandi. Á þinginu flytja virtir íslenskir og erlendir fræðimenn erindi um þetta efni. Föstudaginn 17. mars flytur Gauti Kristmanns- son, lektor við Háskóla Íslands, erindi um hug- myndir Herders og Klopstocks í lok 18. aldar og hann ræðir einnig um Thomas Percy og Walter Scott. Jon Gunnar Jørgensen, prófessor við Há- skólann í Osló, fjallar um notkun fornnorrænna texta í norskri þjóðernismótun á 19. öld. Gunn- ar Karlsson, prófessor við Háskóla Íslands, flyt- ur erindi um endurreisnina í þjóðríkismyndun Íslendinga á 19. öld. Þórir Óskarsson bók- menntafræðingur talar um íslenskar bók- menntir 19. aldar og alþjóðlegar viðmiðanir. Anna Wallette, sagnfræðingur við Háskólann í Lundi, flytur fyrirlestur um hugmyndir Eriks Gustafs Geijers og Viktors Rydbergs um sænskt þjóðerni og Julia Zernack, prófessor við Johann Wolfgang Goethe-Universität í Frank- furt am Main, talar um þjóðernið og hið nor- ræna í germanskri fornfræði (Germanischen Altertumskunde). Flemming Lundgreen- Nielsen, lektor við háskólann í Kaupmanna- höfn, fjallar um ragnarök í dönskum skáldskap á 19. öld, Sveinn Yngvi Egilsson, lektor við Há- skóla Íslands, talar um viðtökur norrænna goð- sagna í íslenskri rómantík og loks ræðir Gylfi Gunnlaugsson bókmenntafræðingur um Grett- isljóð Matthíasar Jochumssonar. Laugardaginn 18. mars flytur Andrew Wawn, prófessor í Leeds, fyrirlestur sem hann kallar „Sherlock Holmes, Íslendingasögur, and the Case of the Devonshire Priest“. Pétur Knútsson, dósent við Háskóla Íslands, flytur erindi um íslenska þýð- ingu Halldóru B. Björnsson á fornenska sögu- ljóðinu Beowulf og spyr hvort hægt sé hægt að skilja þýðingu hennar sem „the final vindication of the first Grammarian’s concept of Anglo- Norse linguistic unity“. Vigdísarþinginu lýkur með hringborðsumræðum. Þingið er öllum opið. Hægt er að nálgast dag- skrána á heimasíðu Stofnunar Vigdísar Finn- bogadóttur (www.vigdis.hi.is). Nordplus Språk, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur, Norræna húsið og norska og sænska sendiráðið hafa styrkt þingið. Höfundur er lektor í dönskum bókmenntum við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Rómantík: W.G. Collingwood sá gullöldina svo fyrir sér er hann málaði Þingvelli 1897.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.