Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. mars 2006 L augardaginn 4. mars birtist hér í Lesbókinni grein eftir vand- aðan fræðimann, Gauta Krist- mannsson, undir yfirskriftinni Undarleg umræða um ensku og tvítyngi. Greinin er innlegg í umræðu sem farið hefur fram að undanförnu í íslenskum miðlum og segir Gauti hvern „sér- fræðinginn“ af öðrum hafa „stigið fram á rit- völlinn til að lýsa skoðunum sínum á því hvort íslenskan sé að deyja eða ekki og hvort við eig- um að gera ensku að öðru opinberu máli hér á landi“. Gauti kallaði umræðuna „eldhússpeki“ og segir hana ekki tengda staðreyndum máls- ins. Jafnframt blöskrar honum fáfræðin sem menn hafa látið hafa eftir sér um „máltöku, mismun tungu- mála, og raunar það hvað tungumál er“ […] „ekki síst þegar hámenntaðir menn á öðrum sviðum en tungumálum ræða um þau eins og þeir viti allt sem vita þarf um tungumál“. Efni greinarinnar er tvímælalaust verðugt umræðu og er ég sammála ýmsu sem þar er rætt. Hins vegar hef ég ýmislegt við framsetningu og hugtakanotkun Gauta að at- huga og er ósammála einu og öðru. Tvítyngi og hálftyngi Ég fellst svo sannarlega á það að fólk sé oft býsna óragt við að tjá sig opinberlega um það sem það veit lítið um, og menn gjarna allt of fúsir að draga ályktanir sem byggjast á per- sónulegri reynslu eða hreinum sögusögnum, t.d. þegar rætt er um tvítyngi, þróun tungu- mála og mögulegan máldauða. Mér finnst þó sjálfsagt mál að þeir sem ekki eru sérfræðingar fái að tjá sig, að halda öðru fram væri hreinn menntahroki. En það verður þá að vera hlut- verk þeirra sem kynnt hafa sér málin að leið- rétta „eldhússpekina“, eða það sem ennþá betra væri, koma réttum upplýsingum til fólks áður en það fer að draga rangar ályktanir byggðar á stopulli vitneskju, eigin skoðunum og óvarkárum fullyrðingum. Óskandi væri líka að notkun á gagnrýnni hugsun væri almennari og menn gleyptu ekki umhugsunarlaust við fullyrðingum sem slegið er fram, og ekki síður að fjölmiðlamenn hefðu það oftar að reglu að spyrja viðmælendur sína um á hverju þeir byggi sína vitneskju. Gauti vill í grein sinni „benda á nokkur grundvallaratriði máltöku og tvítyngis til að menn átti sig á þeim villigötum sem umræðan er á“. Hann segir ekki mögulegt að koma á tví- tyngi með ákvörðum menntamálayfirvalda, það hafi verið reynt en hafi ekki gengið því grund- völlur máltöku fari ekki fram í skólakerfinu heldur í samskiptum foreldra og barna. Þetta eru umdeilanlegar fullyrðingar sem ég tel ósennilegt að margir tvítyngisfræðingar myndu skrifa undir. Önnur fullyrðing Gauta, að máltaka móðurmáls fari fram á heimilum og noti foreldrar tvö tungumál verði barn hugs- anlega tvítyngt, er að hluta til rétt. Þá segir Gauti að ef foreldrarnir vinni ekki markvisst verði barnið hugsanlega „það sem kallað hefur verið hálftyngt á tveimur tungumálum“. Ég er ekki alveg viss um að ég skilji hvað Gauti á við en hann vitnar ekki í neinn fræðimann. Mig grunar þó að kenningin sé sú að fólk verði hvorki talandi á íslensku né öðru máli. Vissu- lega hefur hugtakið „hálftyngi“ verið notað um tvítyngda í ýmsu samhengi í gegnum árin. Ég veit þó ekki til þess að virtir tvítyngisfræðingar hafi notað það í alvöru síðustu áratugina og flestir þeir sem kveður að á fræðasviðinu í ná- grannalöndum okkar hafna hálftyngishugtak- inu alfarið eða hafa jafnvel beinlínis varað við því að menn noti það vegna þess að það kyndi undir misskilning sem aftur leiði til fordóma. En byrjum á mikilvæga hugtakinu tvítyngi. Það skilgreinir Gauti ekki beint en að því er ég fæ best skilið notar hann það í hinni alþýðlegu merkingu sem mönnum sem ekki hafa sér- staklega kynnt sér tvítyngi er tamt. Þegar jafn flókið fyrirbæri og tvítyngi (og einnig fjöltyngi) er til umræðu er lykilatriði að skilgreina og skýra hvað er átt við eigi umræðan að leiða okk- ur eitthvert. Ung fræðigrein Tvítyngisrannsóknir eru tiltölulega ung fræði- grein en síðustu áratugi hafa þær skipað stærri og verðugri sess meðal rannsókna málfræðinga og sérstakar deildir í tvítyngisfræðum hafa ver- ið stofnaðar við fjölmarga erlenda háskóla. Tví- tyngi er af fræðimönnum ýmist skoðað sem samfélagslegt fyrirbæri eða sem einstaklings- fyrirbæri. Mörg lönd eru tvítyngd eða fleir- tyngd, raunar á það að einhverju leyti við þau flestöll en mjög misjafnt er eftir löndum hver afstaða stjórnvalda til ólíkra tungumála þegn- anna er. Í nágrannalöndum okkar reyna stjórn- völd að styðja við bakið á þeim sem tala minni- hlutamál en í fjölmörgum löndum er tilvist ákveðinna tungumála hins vegar neitað, jafnvel þótt mikill fjöldi manna hafi þau að móðurmáli. Slík var til dæmis raunin um tungumálið rom- ani, sem kennt var í áratugi að væri útdautt hjá innfæddum Svíum en síðan hefur á undan- förnum árum komið ljós að fjöldi manna í land- inu telur það móðurmál sitt þótt margir þori ekki að hafa hátt um það af ótta við fordóma. Samfélög geta verið tvítyngd vegna þess að til hliðar við opinber mál eru notuð önnur mál, ýmist á ákveðnum landsvæðum eða meðal ein- stakra hópa. Það er heldur ekki mjög óalgengt að samfélög hafi tvö mál sem þjóna ólíkum til- gangi eða notum í samfélaginu. Þegar um slíkt er að ræða er talað um díglossíu1. Hugtakið er oft notað um samfélög þar sem tvö afbrigði af sama tungumáli eru notuð hlið við hlið, oft á þann hátt að um há- og lágafbrigði er að ræða sem þó eru jafnrétthá á þann hátt að annað er notað í óformlegri samskiptum en hitt við form- legri tækifæri. Sem dæmi má nefna Grikkland þar sem háafbrigðið kallast katharévusa og lá- gafbrigðið dhimotiki. Í seinni tíð hefur díglos- síuhugtakið oft verið haft um það þegar tvö mismunandi tungumál eru notuð á hliðstæðan hátt en þannig að segja má að öðru sé gert hærra undir höfði2. Slík er raunin í mörgum löndum Suður-Ameríku. Þar er spænska gjarna notuð sem háafbrigði á meðan önnur mál eru notuð sem lágafbrigði, jafnvel þótt ein- hverjir reyni stundum að halda því fram að allir hafi spænsku að móðurmáli. Þegar rætt er um tvítyngi sem einstaklings- fyrirbæri hafa margar skilgreiningar verið not- aðar og fræðimenn eru langt frá því að vera sammála. Í augum almennings er það oft for- senda þess að einhver geti talist tvítyngdur að hann eða hún tali tungumál sín jafn vel og um eintyngdan einstakling á hvoru málinu væri að ræða. Hins vegar gera fræðimenn nú til dags almennt ekki slíkar kröfur. Árið 1933 gaf strúktúralistinn Leonard Blo- omfield út bók þar sem tvítyngi var skilgreint sem kunnátta í tveimur tungumálum til jafns við innfædda3. Þessi skilgreining er ákaflega þröng og sé henni fylgt út í æsar getur reynst erfitt að benda á tvítyngda manneskju. Uriel Weinreich, einn helsti forkólfur félagslegra málvísinda, skilgreindi tvítyngi hins vegar svo: Að nota til skiptis tvö tungumál kallast tvítyngi og þeir einstaklingar sem slíkt gera kallast tví- tyngdir4. Með öðrum orðum taldi Weinreich alla sem nota ólíkar tungur reglulega vera tví- tyngda, án þess að gera ákveðnar kröfur til kunnáttu viðkomandi í málunum. Seinni skil- greiningin hefur orðið ofan á meðal flestra fræðimanna. Rannsóknir hafa sýnt að fólk á erfitt með að ná málkunnáttu til jafns við inn- fædda eftir að vissum aldri er náð, innfæddir eiga sjaldnast í nokkrum erfiðleikum með að fletta ofan af þeim sem ekki hefur alist upp við þeirra móðurmál. Auk þess er afar mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að tvítyngdir greina langoftast á milli tungumálanna þannig að hvert mál á sér sinn stað og tíma. Þannig er hugsanlegt að kaupmaður í Bombay noti guj- aratimállýskuna kathiawari heima við, kacchi í vinnunni, tungumálið marathi á markaðinum, hindustani á lestarstöðinni og ensku í tíðum flugferðum milli landa5. Og við þurfum auðvitað ekki að fara svo langt til að finna viðlíka dæmi, fólk í Evrópu notar margt aðrar mállýskur eða aðrar tungur heima en í atvinnulífinu og hefur mismunandi orðaforða í málunum. Af þessum sökum hafna flestir tvítyngisfræðingar skil- greiningu Bloomfields og ganga að öllu jöfnu ekki út frá því að einstaklingur þurfi nauðsyn- lega að tala tvö mál til jafns við innfædda mál- hafa beggja málanna til að teljast tvítyngdur eða að nauðsynlegt sé að hafa lært málin í barn- æsku til að falla í flokk tvítyngdra. Fræðimenn í dag telja gjarna að skilgreina beri tvítyngi sem eins konar ferli þar sem mál- hafar geta verið mismunandi vel á vegi staddir og færist væntanlega fram á við eftir því sem kunnáttan eykst. Suzanne Romaine prófessor í Oxford, sem mikið hefur rannsakað tvítyngi og blendingsmál, talar um tvítyngi á þennan hátt6. Þetta er að mínu viti skynsamlegt sjónarmið sem má styðja með þeim rökum að málfar og málnotkun séu, hvort sem um er að ræða ein- tyngda eða tvítyngda, aldrei stöðugt ástand heldur síbreytilegt ferli. Við erum sem talandi Um tvítyngi, blendingsmál Hér er fjallað um kenningar um tvítyngi og jafnframt gerðar athugasemdir við grein Gauta Kristmannssonar er birtist í Lesbók sl. laugardag. Morgunblaðið/Ómar Tvítyngi Fullyrðingin að noti foreldrar tvö tungumál verði barn hugsanlega tvítyngt er að hluta til rétt. Eftir Þórdísi Gísladóttur Á 19. öld ríkti þjóðernisrómantík á Norðurlöndum; þá var reynt að endurreisa fornöldina í and- legum skilningi og til þess voru notaðar íslenskar miðaldaheim- ildir. Í Þýskalandi og á Eng- landi horfðu menn einnig aftur til „germanskr- ar“ fornaldar og reyndu – meira eða minna – að tileinka sér íslensk miðaldaskrif og samsama þau þjóðerni sínu. Ritaðar íslenskar heimildir voru þó allt frá 17. öld mikilvægur grunnur að fræðilegum skrifum hálærðra manna í Danmörku, manna á borð við Ole Worm, Stephan Stephanius og Thomas Bartholin yngri. Worm gaf út Heimskringlu árið 1633 í þýðingu Norð- mannsins Peders Claussøns Friis og Steph- anius gerði grein fyrir íslenskum heimildum eða hliðstæðum við Danasögu í Saxóskýringum sín- um sem út komu 1645. Árið 1689 birtist svo hið fræga rit Bartholins, Antiquitatum Danicarum libri tres (Dönsk fornfræði, þrjár bækur), þar sem því er haldið fram að í heiðindómi hafi Dan- ir ekki óttast dauðann vegna þeirra jákvæðu hugmynda sem þeir höfðu um lífið eftir dauð- ann í Valhöll. Lærðir Íslendingar gegndu mik- ilvægu hlutverki við að þýða sögur og kvæði og útvega handrit fyrir þessa fræðimenn. Brynj- ólfur Sveinsson biskup gaf til dæmis Steph- aniusi handrit af Snorra-Eddu árið 1639 og Árni Magnússon vann hjá Thomasi Bartholin og samdi raunar mikinn hluta af hinu fræga riti hans um óttaleysi danskra fornmanna. Áhuginn á íslensku miðaldaritunum á 17. og 18. öld var fyrst og fremst sagnfræðilegur en átti sér þó þjóðernispólitískar hliðar. Á of- anverðri 18. öld og fram á 19. öld byrjuðu einnig forrómantísk og rómantísk skáld að dýrka forn- öldina, sem þau að miklu leyti fundu í íslenskum miðaldatextum. Þýski hugmyndafræðingurinn Johann Gottfried Herder taldi að norræn goða- fræði stæði Þjóðverjum nær en grísk-rómversk goðafræði, enda væri hún meira „einheimisch“ (heimaborin), eins og Herder orðar það í Iduna, oder der Apfel der Verjüngung (Iðunn eða yngingareplið) frá 1797. Hér má lesa samræður milli persónanna Alfreds og Freys um hvort það sé æskilegt fyrir þýsk skáld og listamenn að nota norræna goðafræði. Svarið er að sjálf- sögðu jákvætt, nákvæmlega eins og hjá róm- antíska skáldinu Adam Oehlenschläger í verð- launaritgerð hans frá 1801 sem samin var fyrir Hafnarháskóla, Forsøg til Besvarelse af det ved Københavns Universitet fremsatte Priis- spørgsmaal. Spurningin sem hann átti að leita svara við hljómaði svo: „Var det gavnligt for Nordens skiønne Litteratur, om den gamle Nordiske Mythologie blev indført, og af vore digtere almindeligt antaget i Stedet for den Græske?“ (Væri það gagnlegt fyrir fagurbók- menntir Norðurlanda ef hin forna norræna goðafræði væri innleidd og almennt viðtekin af skáldum vorum í stað hinnar grísku?). Ein rök á móti notkun norrænnar goðafræði í skáldverk- um og listaverkum, sem bæði Herder og Oe- hlenschläger nefna, eru þau að hún sé of „gróf“ eða „hrá“, en úr þessum meinta galla gerir Oe- hlenschläger jákvæðan eiginleika, enda gátu skáld af þeim sökum mótað hið forna efni á frjálsari hátt en hægt var með grísk-rómverska goðafræði. Samtímamaður Herders, Svisslend- ingurinn Paul Henri Mallet, sem var prófessor í Kaupmannahöfn, hafði einnig mikil áhrif á þessa umræðu. Í þriðja bindi af riti sínu, Monu- mens de la Mythologie et de la Poésie des Cel- tes et particulièrement des anciens Scandinaves pour servir de supplément et de preuves à l’Introduction de ĺHistoire de Dannemarc (Leif- ar keltneskrar og sérstaklega skandinavískrar goðafræði og kveðskapar sem ætlað er að þjóna sem viðbót og sýnishorn við Inngang að sögu Danmerkur), þýddi og skýrði Mallet úrval úr Snorra-Eddu, eddukvæðum og dróttkvæðum. Ritið kom síðan út á þýsku á árunum 1765– 1776, en það var enska þýðingin, sem út kom 1770 undir titlinum Northern Antiquities og var verk Englendingsins Thomasar Percys, sem einkum gerði þetta mikla verk Mallets frægt og ruddi brautina fyrir norrænar fornbókmenntir hjá Bretum. Íslendingasögur voru einnig vin- sælar á 19. öld á Bretlandi en Friðþjófs saga hins frækna í endurgerð sænska skáldsins Esa- iasar Tegnérs frá 1825 öðlaðist sérstaklega miklar vinsældir. Endurgerð Tegnérs, Frithiofs saga, var jafnvel þýdd á íslensku en íslensk skáld endurvöktu einnig sjálf fornöld sína í fag- urbókmenntum á þessum tíma. Sem dæmi um það má nefna „Drápu um Örvar-Odd“ eftir Benedikt Gröndal eða „Grettisljóð“ Matthíasar Jochumssonar. Nítjánda öld var upphafstími þjóðernisstefnu í Evrópu og íslenskar fornbókmenntir voru mikilvægur þáttur í mótun þjóðernis í Þýska- landi og á Norðurlöndum. Í Danmörku gerðist guðfræðingurinn og hugmyndafræðingurinn N. F. S. Grundtvig talsmaður þess að endurreisa fornöld Dana. Með því að endurgera gömul dönsk og norræn eða íslensk rit, meðal annars í bókmenntaformi sem hann kallaði „Efterklang“ (endurómur), ætlaði hann að endurvekja forn- öldina í samtíma sínum. Á árunum 1816–1819 gaf hann einn út tímaritið Danne-Virke, þar sem hann meðal annars birti þýðingar á forn- íslenskum og forndönskum textum og endur- Íslenskar fornbókmenntir og þjóðerni Dagana 17.–18. mars verður haldið Vigdís- arþing til heiðurs frú Vigdísi Finnbogadótt- ur, sem einnig setur þingið. Þingið fjallar um mótun þjóðernis út frá íslenskum mið- aldaritum og notkun þeirra í þjóðernisbók- menntum á Íslandi, í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Bretlandi og Þýskalandi. Eftir Annette Lassen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.