Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Page 3
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. mars 2006 | 3 T ilefni þessarar greinar, fyrir utan tímamótin, er að rifja ör- stutt upp fyrstu kynni Íslend- inga af þessum mikla lista- manni og ekki síður kynni hans af Íslendingum og tengsl hans við tónlistarlífið hér. Erling Blöndal Bengtsson fæddist í Kaupmannahöfn 8. mars árið 1932, sonur hjónanna Sigríðar Nielsen frá Ísafirði og danska fiðluleikarans Valdemars Bengts- sons. Lesa má í dönskum blöðum frá fjórða áratug tuttugustu aldar að drengurinn vakti snemma athygli vegna afburðahæfileika í tónlist. Faðir hans gaf honum litla fiðlu er hann var þriggja ára, en sagði síðar að hann hefði alltaf leikið á fiðluna sem hún væri selló. Í framhaldi af því útbjó faðir hans víólu sem selló. Rúmlega fjögurra ára gamall kom Erling Blöndal fyrst fram opinberlega í Kaupmannahöfn, á jólatónleikum blaðsins Politiken, og má lesa í því blaði 25. nóv- ember árið 1936: „Erling, sem er á fimmta ári, er blátt áfram undrabarn.“ Hann kom fyrst opinberlega fram með hljómsveit í Tí- volí 10 ára gamall. Gamall læknir sem staddur var á tónleikunum hreifst svo af leik hans að hann færði honum selló. Alla tíð, frá þessari fyrstu stundu, hefur Erling Blöndal Bengtsson heillað áheyr- endur með leik sínum, nú í heila lista- mannsævi, sem enn er sem blómstrandi vorgróður. Árið 1946, seinni hluta aprílmánaðar, kom farþega- og flutningaskipið Esja til Reykja- víkur frá Danmörku. Meðal farþega um borð var fjölskyldan Bengtsson, faðirinn Valdemar, móðirin Sigríður og sonurinn Er- ling, sem var að koma til að halda sína fyrstu tónleika hér á landi. Á fyrstu tónleik- unum, sem haldnir voru í Gamla bíói 7. maí árið 1946, lék Erling sellókonsertinn í D- dúr eftir Haydn, Rokokó-tilbrigðin eftir Tsjaikovskíj, auk nokkurra minni verka. Meðleikari hans á þessum tónleikum var dr. Victor Urbancic sem lék auk þess píanósón- ötu í A-dúr op. 120 eftir Schubert. Það átti vel við að dr. Heinz Edelstein, hinn frábæri sellóleikari sem íslenskt tónlistarlíf fékk að njóta alltof stutt, skrifaði um tónleikana. Hann sagð m.a. í gagnrýni sinni sem birtist í Mbl. 9. maí 1946: „Sannarlega eru hæfi- leikar hans og kunnátta undrunarefni, meir: rjettnefnd undur. Hittni vinstri handar sem aldrei skeikar; leikni bogans, sem leysir þyngstu þrautirnar; hnitmiðun og ná- kvæmni allra hreyfinganna; fyrirhafn- arleysið, sem gerir starf cellistans, er hætt- ir svo oft til að verða svitakennd erfiðis- vinna, að ljettum leik.“ Íslendingar tóku þessum upprennandi snillingi opnum örm- um. Erling hélt víðar tónleika; í Hafn- arfirði, á Ísafirði og á Akureyri. Árið áður, eða í ágúst 1945, hafði hinn heimsfrægi fiðluleikari Adolph Busch komið til Íslands til að halda tónleika. Óx úr þeirri heimsókn náin vinátta hans og Ragnars Jónssonar sem kenndur var við Smára. Ragnar var þarna í blóma sem drifkraftur Tónlistarfélagsins í þríeykinu sem í voru hann, Björn Jónsson og Ólafur Þorgríms- son. Hafa þeir án efa rætt þá möguleika sem íslenskum afburðahljóðfæraleikurum buðust í Ameríku til tónlistarnáms, en Evr- ópa var á þessum tíma í rúst út af stríðinu. Að loknum fyrstu tónleikum Erlings Blön- dals í Gamla bíói, þar sem móðir hans sat á svölunum og horfði niður til sonar síns leika á sama sviði og hún hafði svo oft áður gert sem píanóleikari við þöglu myndirnar þegar Bíó-Petersen var forstjóri þar, var fjöl- skyldunni boðið til kvöldverðar á Hótel Borg. Við borðið sátu Erling, foreldrar hans og þríeykið úr Tónlistarfélaginu. Er- ling hefur lýst þessum atburði fyrir mér á eftirfarandi hátt: „Eftir tónleikana var lítið matarboð á Hótel Borg. Undir súpunni gengu þeir þrír fram, Ólafur, Ragnar og Björn. Svo komu þeir aftur. Svo undir eftirréttinum reis Ragnar upp og tilkynnti: Við viljum gjarnan kosta nám Erlings í Ameríku í tvö ár. Ég held að foreldrar mínir hafi ekki sofið mikið þá nótt. Það var eins og ævintýri.“ Ári síðar, eða 1947, mátti lesa á forsíðu Morgunblaðsins 3. júní: „Erling Bl. Bengts- son celloleikari kominn.“ Þessi boð voru tónlistarunnendum ekkert síðri en boð um vorfuglana. Enda var tónlistarveisla fram- undan. Baksíða sama blaðs sagði frá að kvartett Adolph Busch væri kominn. Auk þeirra komu fleiri þekktir erlendir hljóð- færaleikarar til landsins þessa daga. Ástæðan var mikil Beethovenhátíð sem haldin var í tilefni af hundrað og fimmtug- ustu ártíð tónskáldsins, og 15 ára afmæli Tónlistarfélagsins, sem þá, eins og oft fyrr og síðar, stóð fyrir herlegheitunum. Til að gera sér grein fyrir því hverjir þarna voru á ferð má nefna auk Busch fiðluleikara Hugo Gottesmann, víóluleikara frá Vín, Ernst Drucker, þýskan fiðlusnilling sem 10 árum áður hafði haldið nokkra tónleika á Íslandi, Hermann Busch, bróður Adolphs, einn fremstur sellóleikara heims á þeim tíma, Reginald Kell, einn þekktasta klarín- ettuleikara samtímans, Gwydion Brooke, einn fremsta fagottleikara Breta á þeim tíma, auk fleiri. Erling Blöndal hefur rifjað þetta upp fyrir mér í viðtali: „Það var árið 1947. Þá kom Adolph Busch-kvartettinn hingað. Og í þeim kvart- ett spilaði jú Hermann Busch, bróðir Adolphs Busch, á sellóið. Það var Beetho- ven-hátíð sem Ragnar Jónsson hafði skipu- lagt. Hún fór þá fram í Austurbæjarbíói sem enn var ekki fullklárað. Þá voru engir stólar komnir í húsið, en menn höfðu fengið lánaða klappstóla einhvers staðar frá og fylltu Austurbæjarbíó af fólki. Það voru sex tónleikar með öllum strengjakvartettum Beethovens leiknir af Adolph Busch- kvartettinum. Það var alveg stórkostlegt og fólk trúir því vart þegar ég segi frá því að þetta hafi gerst á Íslandi 1947. Þetta hafði mikil áhrif á mig. Svo voru það kamm- ertónleikar sem Busch kom á með kamm- erhljómsveit með tónlistarmönnum sem voru hér til staðar [en þeir voru auk kvart- etts Busch: Björn Ólafsson, Þorvaldur Steingrímsson, Indriði Bogason, Einar Waage, dr. Edelstein, dr. Urbancic og Er- ling Blöndal]. Við lékum Brandenborg- arkonserta Bachs, Sinfóníu e. Mozart þar sem Busch stjórnaði. Ég man eftir selló- hópnum sem lék í Brandenborgarkonsert- inum en það voru Herman Busch, Edel- stein, sem var sellókennarinn hér á landi, og ég. Það var skemmtilegt. Busch stjórn- aði svo öllu.“ En heimsókn Erlings var ekki eingöngu til að taka þátt í Beethovenhátíðinni, hann hélt einnig sjálfstæða tónleika í Trípólíbíói, og nú enn aftur með Urbancic. Ljóst er að tíminn var vel notaður til að undirbúa hinn unga mann undir námsdvöl í Bandaríkj- unum. Það má kannski til gamans geta þess í tengslum við þessa hátíð að líklega er þetta í eina skiptið í sögunni þar sem þrjú Stradivarius-hljóðfæri heimsþekktra lista- manna hafa verið komin saman á Íslandi í senn. Busch og Drucker léku báðir á Stra- divarius-fiðlur og Hermann Busch lék á Stradivarius-selló, sem talið var annað af tveimur bestu sellóum í heiminum á þeim tíma. Hitt átti Pablo Casals. Ekki munaði miklu að það hljóðfæri kæmi einnig hingað til Íslands, en Ragnar Jónsson hafði verið í sambandi við Casals um að koma og halda hér tónleika, en þá var listamaðurinn orð- inn háaldraður og treysti sér ekki þegar á reyndi til að ferðast hingað til lands. Adolph Busch var þess mjög hvetjandi að Erling Blöndal færi til Bandaríkjanna. Björn Ólafsson var jú á leið til hans í nám veturinn 1947–48 og átti eftir að verða leið- andi maður í fiðluleik og kennslu. Minnst er á þessa hvatningu til Erlings Blöndals í ævisögu Adolph Busch sem væntanlega kemur út síðar á þessu ári eftir breska tón- listarfræðinginn Tully Potter. En í kafla um samskipti Busch við Erling Blöndal á Íslandi segir Erling m.a. með góðfúslegu leyfi höfundar: „Hann [Busch] gaf sér tíma til að hlusta á ungan dreng: hann var mjög vinsamlegur, hann hlýddi á tónleika sem ég hélt í Reykjavík á þessum tíma og hann ráðlagði mér að fara til Ameríku. Ég skyldi læra hjá Piatagorsky, og hann kom mér í samband við Curtis Institute.“ Hér skal haft í huga að þetta var ári eftir að Ragnar Jónsson hafði tilkynnt Erling Blöndal að Tónlistarfélagið [lesist Ragnar] vildi styrkja hann til náms í Bandaríkj- unum. Er viðbúið að náið samstarf hafi ver- ið milli Ragnars og Busch um þetta mál. Á þessum tíma voru tvær helstu tónlist- arstofnanirnar í Bandaríkjunum, Juilliard í New York og Curtis í Philadelphia. Þetta voru hin gullnu ár Curtis-stofnunarinnar en meðal kennaranna voru einmitt Rudolf Serkin á píanó og Gregor Piatagorsky á selló. „Ég var jú í Ameríku í fimm ár, frá 1948–1953. Fyrstu tvö árin sem nemandi og síðar sem aðstoðarmaður Piatagorskys. Og svo tók ég við starfi hans sem kennari frá 1950–1953. En ég var nú oftast í Danmörku á sumrin. Og þá fór maður alltaf í gegnum Ísland, og þá hélt ég tónleika annaðhvort þegar ég var að koma til eða fara frá Dan- mörku. Á Íslandi var á þeim árum alltaf millilent, frá Danmörku til Ameríku,“ segir Erling í viðtali. Að loknu námi og störfum í Ameríku gerðist Erling Blöndal prófessor í sellóleik við Músíkkonservatoríið í Kaupmannahöfn og varð einn af virtustu sellóleikurum hins vestræna heims auk þess að verða kennari fjölda nemenda sem flutt hafa heiminum nýjar og gamlar sellóbókmenntir í manns- aldur. Meðal nemenda hans þar fyrstu árin var Pétur Þorvaldsson. Líklega má finna sterkustu áhrif Erlings hér á landi, fyrir utan að flytja okkur ný og gömul sellóverk, í gegnum nemendur hans. Telja má þar fremstan í flokki Gunnar Kvaran. Gunnar var nemandi Erlings í árafjöld og í gegnum langt, metnaðarfullt og einstakt starf sitt sem kennari sellónemenda horfir Erling Blöndal Bengtsson á hið íslenska tónlist- arsvið og brosir til hins stóra hóps „mús- íkalskra barnabarna“ eins og hann birtist sem nemendur Gunnars og annarra fyrrum nemenda hans af fyrstu kynslóð. Þegar Er- ling Blöndal kom fyrst til Íslands var hér aðeins einn sellóleikari sem eitthvað kvað að, Heinz Edelstein. Nú má mynda með þeim heila hljómsveit. Erling Blöndal Bengtsson átti náið sam- starf við ýmsa tónlistarmenn hér á landi. Til að byrja með var það Urbancic sem lék með honum á flestum tónleikum. Náið sam- starf var með þeim Árna Kristjánssyni, en með þeim myndaðist ævilöng vinátta og virðing. Um Árna hefur Erling sagt að hann hafi verið í hópi helstu tónlistarmanna sem hann starfaði með bæði austan hafs og vestan – og skarað fram úr, ekki síst á hinu andlega sviði. Ásgeir Beinteinsson lék einn- ig með Erling á tónleikum hér og þá eru til margar hljóðritanir með Erling og Fritz Weisshappel hjá útvarpinu. Með Sinfón- íuhljómsveit Íslands hefur Erling einnig átt farsælt samstarf allt frá árinu 1952 er hann lék með henni sellókonsert Antons Dvoráks í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Róberts Abra- hams Ottóssonar. Það var svo fyrst árið 1958 sem íslenskir hlustendur fengu að heyra hann leika einleik í Sellókonsert Ha- ydns í D-dúr og Rókókó-tilbrigðin op. 33 eftir Tsjaikovskíj með hljómsveit, og að þessu sinni undir stjórn Páls Ísólfssonar í Austurbæjarbíói. En þessi verk lék hann einmitt á fyrstu tónleikum sínum hér á landi árið 1946 þar sem Urbancic lék með honum á píanó, því engin var þá hljóm- sveitin. Erling Blöndal hefur auk þess að leika með hljómsveitinni haldið reglulega tón- leika á Íslandi nú í 60 ár. Hann hefur sann- arlega endurgoldið þjóðinni vinarbragð Tónlistarfélagsmanna frá árinu 1946, og hann hefur einnig sett sín spor í íslenskt tónlistarlíf með tónleikahaldi sínu, með kennslu sinni og einnig hafa íslensk tón- skáld eins og Jón Nordal og Atli Heimir Sveinsson samið fyrir hann bæði konserta og kammerverk. Erling Blöndal hefur síðastliðin 13 ár verið prófessor við Háskólann í Michigan í Ann Arbor. Til hans sækir þangað hópur úrvalsnemenda úr öllum heiminum og einn- ig frá Íslandi. Sííðasti íslenski nemandi hans þar var Stefán Örn Arnarson, en auk þeirra nemenda sem nefndir hafa verið hafa fleiri íslenskir nemendur notið tilsagnar Erlings. Erling hefur sagt mér að líklega hafi mesta hrósið sem hann hefur fengið fyrir leik sinn komið á Ísafirði, en það hrós skilja aðeins Íslendingar komnir yfir miðjan aldur. Að loknum tónleikunum hafði gamall maður það á orði að það hefði verið svo gaman á tónleikunum að hann hefði næst- um því gleymt að taka í nefið í tvo tíma. Erling skilur þetta vel; Ólafur Þorgrímsson gaf honum silfurdósir að loknum tónleik- unum hér á landi þegar hann var 16 ára. Erling Blöndal Bengtsson varð 73 ára á miðvikudaginn var. Það er því tvöföld ástæða til að senda honum hamingjuóskir í tilefni af tímamótunum. Sannur Musicus Morgunblaðið/Kristinn Sellósnillingur: Alla tíð, frá þessari fyrstu stundu, hefur Erling Blöndal Bengtsson heillað áheyr- endur með leik sínum. Í dag kl. 16 heldur dansk-íslenski sellóleik- arinn Erling Blöndal Bengtsson hljómleika í Salnum í Kópavogi. Tilefni tónleikanna er að á þessu ári eru liðin 60 ár frá því hann hélt fyrstu tónleika sína hér á landi. Höfundur er tónlistarfræðingur. Eftir Bjarka Sveinbjörnsson bjarki@ruv.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.