Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 12
12 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. mars 2006 Borgaryfirvöld í Dallas berjastnú fyrir því að kvikmyndin sem áætlað er að gera eftir hinum vinsælu Dallas-þáttum verði tekin upp í borginni. Kvikmyndasamtök í borginni eru farin af stað með herferð undir slagorðinu „Shoot JR in Dallas“ í von um að lokka framleiðend- urna til norð- urhluta Tex- as. „Tilhugs- unin um að Dallas verði tekin upp í Toronto er ekki góð,“ sagði Laura Miller borgarstjóri. Embættismenn borgarinnar segja að myndin gæti skapað tekjur upp á 30 milljónir Banda- ríkjadala. Til viðbótar koma fleiri störf og auglýsing fyrir borgina. Árið 1980 stilltu 83 milljónir sjónvarpsáhorfenda á sápuóper- una frægu í þeirri von að komast að því hver hefði skotið J.R. Ewing (Larry Hagman). Í kjölfarið urðu bolir og fleira með áletruninni „Who shot JR?“ vin- sælir og er slagorðið leikur með þetta. Yfirvöld í Texas samþykktu lög þess efnis í fyrra að bjóða kvik- myndaframleiðendunum 750.000 dala endurgreiðslu á fram- leiðslukostnaði en enn hefur ekki tekist tryggja fjármagn. Fleiri borgir sækjast eftir því að vera tökustaður Dallas en áætlað er að tökur hefjist næsta haust. Yfirvöld í Calgary, Louisiana og Flórída vilja einnig fá myndina til sín. „Þetta snýst um fjárhagshliðina. Satt að segja held ég að upprun- inn skipti ekki máli,“ sagði Paul Sirmons, fulltrúi kvikmynda- yfirvalda í Flórída. Michael Costigan, meðframleið- andi kvikmyndarinnar sagði við Dallas Morning News í síðasta mánuði að hann kysi heldur „að gera alla myndina í Dallas.“ „Þetta snýst um að gera tölurnar hagstæðar fyrir stúdíóið,“ sagði hann.    Stjörnumprýdd mynd RobertsAltmans A Prairie Home Companion var frumsýnd í Banda- ríkjunum í gær á kvikmyndahátíð- inni South by Southwest. Dregur hátíðin í ár til sín fjöldamargar stjörnur á borð við Charlize The- ron, Ray Romano, Brad Garrett og Erykuh Badu. Þykir meiri Holly- wood-bragur á henni en fyrr en skipuleggj- endur fullyrða að hún eigi enn eftir að halda því af- slappaða yf- irbragði sem borgin Austin í Texas sé þekkt fyrir. „Hún er áreiðanlega stærri, örugglega með fleira fólki og frumsýningum en fyrr og fleiri myndum og kvikmyndagerðarfólki en áður,“ sagði skipuleggjandinn Matt Dentler. Þar til 18. mars verða sýndar 230 myndir og stuttmyndir á há- tíðinni og þar af eru 60 frumsýn- ingar. Þeirra á meðal eru 95 Miles to Go, heimildarmynd um uppi- standsferðalag Romanos og East of Havana, heimildarmynd þar sem Theron er einn framleiðenda en myndin segir frá röppurum á Kúbu. Meðal annarra væntanlegra gesta í Austin eru rokkarinn Henry Rollins og Peter Bart, rit- stjóri Variety. Dentler óttast ekki að stjörnuf- ansinn breyti hátíðinni. „Ég held að fólki viti að það getur mætt á South by Southwest og verið utan mesta sviðsljóssins og blandað geði við aðra gesti,“ sagði hann og bætti við: „Það er bara svona vina- legur andi í Austin.“ Erlendar kvikmyndir Charlize Theron Larry Hagman Nú þegar óskarsverðlaunatíðin og sjálfhátíðin eru að baki er eins og þungufargi sé af okkur létt. Nú vita allir vitahvað stóð upp úr og hvað var best á árinu. Deilurnar sem geisuðu seinni hluta síðasta árs, tvíefldust í desember og náðu svo hámarki á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs eru þar með af- greiddar og umræðan getur þagnað. Ja, ef það væri nú þannig. Nú fyrst hefst gam- anið. Menn staldra við og anda djúpt, svo er litið um öxl og sá margslungni veruleiki sem akademían leit fram hjá þetta árið er gaum- gæfður, og þá skal heldur ekki litið fram hjá ánægjunni sem felst í því að setja sjálf hátíðarhöldin undir smásjá, spá og spekúlera í frammistöðu þeirra sem að henni komu. Var Jon Stewart jafn lélegur í kynningarhlut- verki sínu og bandarískir fjölmiðlar og menningar- ummælendur halda fram? Eða sannaði hann enn einu sinni að hann er snillingur? Hefur fyndnari brandari nokkru sinni verið sagður um hana Björk okkar? En fyrst þetta: Sjálfsvirðing okkar krefst þess að við beinum dagsbirtu og sólarljósi að þeim gleymdu meistaraverkum sem hin vinsældamiðaða og/eða sjóndapra akademía neitaði að horfast í augu við. Reisa ný, litrík og ögrandi kennileiti í þungbúnu og gráleitu kvikmyndalandslaginu. Við getum verið frumlegri og réttlátari en risaeðlurnar sem velja tilnefningarnar, þessir steingervingar sem tilnefna og sjá þannig um að velja steingervinga framtíð- arinnar. En á þessa leið hefjast ótal greinar í dagblöðum og tímaritum um þessar mundir. Allir hafa sitt um verðlaunin að segja, um tilnefningarnar, verðlauna- hafana, sjálft vinnsluferlið. Dagblöð og blogg standa í ljósum logum, umræðan er svo heit og hat- römm. Verðlaunaafhendingar eru þannig útbúnar af almættinu að um þær skapast aldrei sam- hljómur. En er þetta ekki einmitt eitt helsta hlut- verk Óskarsverðlaunanna? Að skapa umræður, kynda undir skoðanaskiptum, að vera eins konar sandkassi eða leikvöllur fyrir alla þá sem betur vita? Að sjálfsögðu. Annars væri pistill sem þessi ekki skrifaður. Við getum reyndar verið sammála um að í ár vantaði einhverja mynd eftir Clint Eastwood sem alveg óvænt hefði getað unnið öll helstu verðlaunin. Þá kvörtuðu margir yfir því að helstu verðlauna- flokkarnir væru úttroðnir af tilnefndum myndum sem enginn kannaðist við: Listamyndum og svo- kölluðum „indies“ (hugtak sem ekki er lengur nokk- ur leið að skilgreina) undir þeim formerkjum að skortur á tilnefndum stórsmellum og hringadrótt- inssögum myndi hafa neikvæð áhrif á sjónvarps- áhorf, þ.e.a.s. áhorf á útsendingu verðlaunanna. Allt frá því að tilnefningar voru opinberaðar fyrir öllum þessum vikum sýnist mér að stór hluti banda- rískra gagnrýnenda sé sammála um að svívirðilega hafi verið litið fram hjá sönnu meistaraverki, því einstaka afreki Davids Cronenbergs sem nefnist A History of Violence (Ofbeldisannáll). Því er haldið fram að eigi eitt hneyksli eftir að lita Óskarsverð- launin fyrir árið 2005 sé það hið svokallaða Cronen- gate. Bandaríska vikublaðið Village Voice hefur til að mynda farið hamförum í áherslu sinni á að kynna mynd þessa. Og núna sé ég færi á að vera sniðugri en hinn venjulegi gagnrýnandi og „besservisser“ sem gagnrýnir sjálfan Óskarinn – ég get snúið spilinu við og orðið tvöfaldur „besservisser“, eða „yfirbesservisser“ og gagnrýnt þá sem gagnrýna Óskarinn. Úr hæðum sem þessum getur maður spurt eftirfarandi spurninga: A History of Violence – gat einhver virkilega horft á þessa klisjukenndu tímavillu frá áttunda áratugnum óhlæjandi? Mynd- in hefði vart getað orðið stirðari þótt hún hefði skartað Charles Bronson í aðalhlutverki. Ef það er rétt sem margir segja, að kvikmyndin marki um- talsverða framför frá myndasögunni sem hún er byggð á, getur maður ekki annað en hryllt sig við tilhugsunina um áðurnefnda myndasögu. Stað- reyndin er sú að ég man ekki eftir ári sem jafn- margar framúrskarandi kvikmyndir voru til- nefndar til Óskarsverðlauna sem mynd ársins, eða verðlaunahátíð þar sem samkeppnin var í raun áhugaverð. Og ég man heldur ekki eftir Óskar- sverðlaunum sem reyndust í raun og veru ágætis sjónvarpsefni, en sú var raunin í ár og ástæðan var einföld: Kynnir sem hafði eitthvað að segja og virt- ist hreinlega ekki nenna að strjúka ofvöxnum egóum. Það er svo skrítið með hann Óskar … ’Dagblöð og blogg standa íljósum logum, umræðan er svo heit og hatrömm.‘ Sjónarhorn eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu B andaríski leikstjórinn, leikarinn, rit- höfundurinn og flautuleikarinn Woody Allen hefur átt misjöfnu gengi að fagna undanfarin ár. Þetta segir maður í vinsamlegum en dá- lítið vorkunnsömum tón. Þegar tal- að er um þennan ágæta meistara er ekkert sjálf- sagðara en að maður sé kurteis og sýni verðskuld- aða virðingu. En þegar litast er um nú um mundir í höfundarverki Allens reynist útsýnið heldur dap- urlegt; ekki verður lengur hjá því komist að láta hörð orð falla og varpa jafnvel fram nokkrum eilítið þungum dómum. Í raun er það hálfgerð þraut fyrir gamlan aðdáanda að taka síðasta og nýjasta kafla höfundarverks Allens til umfjöllunar, en þar er átt við þær kvikmyndir sem hann hefur sent frá sér síðan á miðjum tíunda áratugnum. Á þessu tímabili hefur Allen stöku sinnum staðið undir væntingum. Oftar en ekki hafa þó þeir sem fylgdu kvikmyndagerðarmanninum í gegnum súrt og sætt á áttunda og níunda áratugnum orðið fyrir vonbrigðum. Leikstjóri sem einu sinni gerði ekki vondar myndir (þegar hann skaut framhjá voru framhjáskotin jafnan áhugaverð) hefur fátt eft- irminnilegt afrekað á undanförnum árum. Ég geng jafnvel svo langt að halda því fram að afrakstur Al- lens í seinni tíð hafi einkum verið reglubundin framleiðsla á þunglyndislegum vonbrigðum, mynd- um sem engan sérstakan markhóp hafa haft, hvorki almennan né þann sem kenna má við harðkjarna- aðdáendur, og ég myndi ennfremur halda því fram að hneigð þessi hafi náð slíkum hæðum að maður eiginlega lítur undan núorðið þegar ný mynd eftir Woody Allen skýtur upp kollinum, dálítið eins og maður forðast leiðinlega drukkinn ættingja á ætt- armóti. Það tók mig því nokkurn tíma að ákveða að sjá nýjasta verk Allens, Match Point (Úrslitastigið, 2005), í kvikmyndahúsi. En ég lét mig hafa það, ég fór og reynslan var athyglisverð því maður neydd- ist til að líta um öxl og hugleiða feril Allens eins og hann hefur þróast í gegnum árin. Það var með öðr- um orðum ýmislegt við þessa mynd sem kallaði á endurlit, ferðalag í huganum um feril Allens. Woody Allen viðurkenndi aldrei að hann væri sá sjóræningi í kvikmyndaarfi Bergmans sem hann í raun var. En einhvern veginn tókst manni að sam- þykkja að einn hæfileikaríkasti kómíker Bandaríkj- anna segði skilið við það sem hann gerði best, en það var samfélagsádeila framsett með aðstoð abs- úrdisma, og færi í staðinn að herma eftir sænskum leikstjóra sem varð þekktur á sínum tíma fyrir að varpa fram stórum tilvistarlegum spurningum samhliða því sem hann gaumgæfði smáatriðin í samskiptum og einkalífi fólks. Þetta var samþykkt vegna þess að eftirhermuleikurinn stóð undir sér, ef þannig má að orði komast, í um áratug. Því verð- ur ekki neitað að Allen var ansi grófur í tilvísunum sínum og „endurnýtingu“ á Bergman en hann fór ágætlega með þessa hvolpaást sína. Það sem okkur var boðið upp á í þessu sambandi var eins konar „diet“-útgáfa af skandinavískri tilvistarkreppu (engar kalóríur en svipað bragð). Eins og kannski var við að búast hafði Allen líka þann hæfileika að geta fylgt eigin dramatík úr hlaði með drepfyndnu og oft afar viðeigandi spaugi. Samfélagsháðið reyndist Allen í blóð borið, það var sama hversu al- varlegur hann varð, kómíkin hvarf aldrei alveg. Þess vegna reyndist auðvelt að afsaka takmark- aðan frumleika þegar að ýmsu öðru kom. En svo hrundi spilaborgin. Það er að vísu of langt mál að fjalla svo nokkru nemi um þá ógæfulegu kvikmyndaslóð sem rekja má allt aftur til Everyone Says I Love You (Allir segja að ég elski þig, 1996) og við látum nægja hér að segja að allveruleg þreytumerki byrjuðu að gera vart við sig í verkum leikstjórans. Maður getur deilt um hvaða mynd markar svo botninn, Celebrity (Frægð, 1998), Curse of the Jade Scorpion (Bölvun austurlenska sporðdrekans, 2001) eða Anything Else (Allt annað, 2003). Það sem ekki verður um deilt er að hver vonbrigðin fylgdu öðrum. En svo kemur Match Point – mynd sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna, sló í gegn í Golden Globe- verðlaunakepnninni fyrir nokkru og hefur víða ver- ið lýst sem langþráðri „endurkomu“ Allens. Svip- aðar yfirlýsingar hafa svo sem heyrst áður, nú síð- ast þegar óskapnaðurinn Melinda og Melinda kom fyrir sjónir áhorfenda í fyrra. Hrifningaraldan um- hverfis Match Point er þó tilþrifameiri en oft áður og því verður ekki neitað að orðrómurinn hvatti mann vissulega til að sjá myndina. Hver gagnrýn- andinn á fætur öðrum, einkum erlendis, hefur hald- ið því fram að um væri að ræða bestu mynd Allens í langan tíma (myndin fékk miður góðar viðtökur hérna í Morgunblaðinu). Eins og venjulega hefur Woody Allen stæðilegan leikarahóp í kringum sig. Jonathan Rhys Meyers stendur sig vel í hlutverki framagosa og Scarlett Johansson er fín í dálítið einsleitu hlutverki kyn- þokkafullrar kvengyðju. Brian Cox er eftirminni- legur sem auðjöfur. En þetta þarf svo sem ekki að koma á óvart – það að smala saman úrvalsleikhóp og nýta hvern og einn til fullnustu hefur verið einn helsti styrkleiki Allens í seinni tíð. Það sem eink- anlega hefur vakið athygli í tilviki Match Point er sú staðreynd að handritsskrif Allens virðast hafa endurheimt dálítið af gömlu glóðinni, samræður eru léttar og leikandi en samt alvöruþrungnar. Gagnrýnendur hafa bent á að formgerðin gangi upp – og ég held að engin ástæða sé til að draga það í efa. Ákveðin hugmynd stendur í miðju sögunnar og framrásin gengur öðru fremur út á að sanna gildi hennar. Það er svo annað mál að lengi hefur mátt deila um myndvísi Allens, stundum virðist hann sjónrænn leikstjóri (Manhattan, Stardust Memories, Husbands and Wives) en jafnoft virðist skynbragð hans á kvikmyndalegt rými ekkert sér- staklega næmt – en flestir virðast sammála um það að hér sjáum við endurnýjaðan kraft hvað mynda- töku og sjónræna úrvinnslu atriða varðar. Hefur þá gamli góði Woody snúið aftur? Ég er ekki viss. Ég held að hrifningaraldan hljóti að stranda á skeri sem nefnist Crimes and Misdemeanors (Glæpir og grikkir, 1989), að minnsta kosti í tilviki þeirra sem þá mynd hafa séð. Útlitið hefur breyst en innihald- ið, sagan sem sögð er, er sú sama og í þessari klass- ísku Allen-mynd, einni af hans allra minnisstæð- ustu verkum. Hin mikla endurkoma Allens sem Match Point á víst að vera felst öðru fremur, þegar upp er staðið, í því að við fáum að fylgjast með sögulegum leikstjóra leggja sér eitt af sínum fræg- ari afkvæmum til munns. Woody Allen RIP? Nýjasta mynd Woodys Allens, Match Point, hef- ur fengið góða dóma víða og þykir mörgum hún marka endurkomu hins eina sanna Woodys All- ens. Ekki eru þó allir á þeirri skoðun. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Reuters Heillum horfinn Woody Allen ásamt Scarlett Johansson sem leikur aðalhlutverkið í Match Point.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.