Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Síða 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. mars 2006 U ndanfarið hafa allmargir mót- mælt áformum stjórnvalda um styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Tvennt er einkum fundið styttingunni til foráttu. Annað er að hún feli í sér „skerðingu“ á námi. Hitt er ekki bein- línis andmæli gegn því að stytta námið, heldur gegn stefnu sem var tekin með aðalnám- skránni frá 1999 og er fram haldið í plöggum frá menntamálaráðuneytinu þar sem lýst er námsskipan á bók- námsbrautum eftir styttingu. Þessi stefna felur í sér að valfrelsi nemenda er miklu meira en var fyrir 1999. Þeir sem andæfa halda því fram að þetta leiði til þess að nem- endur læri minna í lykilgreinum eins og stærð- fræði og íslensku en þeir gerðu á árum áður. Með námskránni frá 1999 fækkaði einingum í stærðfræði og íslensku í brautarkjarna bók- námsbrauta. Stærðfræðin fór t.d. úr 15 í sex einingar á félagsfræðibraut og úr 21 í 15 á nátt- úrufræðibraut. Íslenskan er nú 15 einingar á öllum brautum en var áður ýmist 17 eða 20. Á móti minna skyldunámi kom að nemendur gátu valið að taka þessar greinar sem hluta af kjörsviði. Um leið og skyldunámið var minnkað var þannig gefinn kostur á að læra mun meira í þessum greinum en áður var hægt. Við skólann þar sem ég starfa hafa verið tek- in saman gögn um hvað útskrifaðir stúdentar hafa lokið mörgum einingum í stærðfræði og í ljós kom að á raungreinabrautum var með- altalið 23 einingar fyrir breytingu á námskrá og er 23 enn þann dag í dag. Nemendur sem búa sig undir háskólanám þar sem þörf er á að nota stærðfræði læra semsagt jafnmikið í henni nú og áður. Einnig nýtir stór hluti nem- enda við skólann hluta af kjörsviði til að bæta við áföngum í íslensku. Ég veit ekki hvort þetta er svona við aðra skóla. Meðan ekki liggja fyrir gögn um það þykir mér hæpið að fullyrða að aukið valfrelsi nemenda leiði til lakari mennt- unar í undirstöðugreinum. Hin aðfinnslan, að styttingin feli í sér skerð- ingu á námi, held ég að sé hreinn og klár mis- skilningur. Ef stúdentar verða búnir með eitt ár í háskóla á sama aldri og þeir eru nú að ljúka stúdentsprófi verður það sjálfsagt til þess að þeir kunni að meðaltali dálítið minna þegar þeir setja á sig stúdentshúfu. En ekkert bendir til að þetta valdi því að 19 ára námsmenn verði verr að sér og ekki heldur að þeir tvítugu verði minna menntaðir. Ef eitthvað er ætti mennt- unin að verða meiri ef nemendur eru búnir með þriggja ára framhaldsskóla og eitt ár af há- skóla um tvítugt heldur en nú þegar þeir eru búnir með fjögur ár í framhaldsskóla en ekkert háskólanám á þeim aldri. Í umræðum um styttinguna er stundum lát- ið eins og til standi að klippa fjórðung af bók- námsbrautum. En þegar fyrirhuguð lenging skólaársins er tekin með í reikninginn kemur í ljós að tillögur um styttingu námstíma fela í sér að framhaldsskólanám stúdenta minnki um sjöunda hluta, eða því sem næst. Rúman helm- ing af þessum sjöunda hluta á að flytja niður í grunnskóla, enda er rúm fyrir meira efni þar því kennslustundum í grunnskólum hefur fjölgað talsvert á undanförnum árum. Það er því af og frá að til standi að minnka námsefni til stúdentsprófs um fjórðung. Ætli fjórtándi hluti sé ekki nær lagi. Fleiri ljúka háskólaprófum Háværustu rökin gegn styttingunni eru ekki mjög burðug. Hins vegar þykja mér rökin sem mæla með henni talsvert veigamikil. Hér ætla ég að segja lítillega frá þremur ástæðum til að fagna framkomnum hugmyndum um þriggja ára bóknámsbrautir. Fyrst vil ég nefna þau rök að eins og stúd- entsbrautir eru nú skilgreindar er duglegri hluti nemenda búinn með talsvert meira en 3⁄4 af þeim eftir þrjú ár og fjórða árið fer að allt of miklu leyti í gauf eða vinnu með skóla. Stíf keyrsla í þrjú ár er þessum nemendum trúlega hollari en að mævængja í framhaldsskóla heilt ár í viðbót. Í öðru lagi nefni ég að menntastefna fyrir nútímasamfélag ætti að greiða fyrir aukinni menntun á háskólastigi. Ég veit ekki hvað ræð- ur mestu um hvenær nemendur hætta í há- skóla en ég þykist vita að því eldri sem þeir eru þegar þeir byrja í framhaldsnámi því meiri lík- ur séu á að þeir hverfi úr skóla án þess að ljúka því. Sé þessi grunur minn réttur mun það eitt að útskrifa stúdenta ári fyrr valda því að fleiri ljúki masters- og doktorsgráðum. Þriðju rökin eru að stytting stúdentsnáms mun að öllum líkindum greiða fyrir því að fleiri gangi menntaveginn. Til að skilja þessi rök þurfum við að átta okkur á hvers vegna skóla- kerfinu er skipt í skólastig: Grunnskóla, fram- haldsskóla og háskóla. Hugsum okkur hóp sex ára krakka sem hefja nám í sama skóla. Af þeim verður kannski einn læknir, einn rafvirki og einn kennari. Öll þessi börn geta verið saman í bekk nokkur ár. En þar kemur að leiðir skilur. Sá sem ætlar að verða rafvirki fer í skóla þar sem er safnað saman úr mörgum grunnskólum, því Rökin með styttingu náms til stúdentsprófs Eftir Atla Harðarson A pi, c,d,e,f,g, ettir kemur h,í,k, ellimenn og einnig p. Atla é kúðar standi hjá. EINU SINNI, meðan hann var ósköp lítill, var þetta uppá- haldsvísan hans. Það var löngu áður en hann varð læs … mér er nær að halda að hann hafi öngvum sagt það nema einum Þykjustumanni, að hann hafði hana einusinni svona, né hvað hann skamm- aðist sín mikið fyrir hana seinna. Því það fór af henni glansinn um leið og hann lærði að þekkja stafina á bókum. Og það fór meira. Ævintýri vísunnar var horfið. Apinn og ellimennirnir og öll hin strollan og litlu kúð- arnir, sem stóðu bara og horfðu á, þetta varð alltsaman ómark og vitleysa og um leið varð vísan sjálf ekkert annað en dauðir bókstafir. En þá skeði líka það merkilega: Eftir það að vísunni hvarf ævintýri sjálfrar sín, urðu stafir hennar lykillinn að ævintýrum allra bóka.“ Úr Eitt er það land eftir Halldóru B. Björns- son. Þessi fallega, litla saga af Pétri, bróður Hall- dóru B. Björnsson, getur staðið sem dæmisaga um það hvernig eitt þroskastig skapar þann skilning sem liggur til grundvallar því næsta og þau er mörg þroskastigin. Það er löng leið frá kúðum til kjarneðlisfræði. Í námskránni í íslensku frá 1999 segir að gildi bókmenntakennslu sé sögulegs, félagslegs og menningarlegs eðlis. Þrískipting bók- menntakennslunnar í bókmenntasögu, lestur einstakra bókmenntaverka og loks umræður og úrvinnslu endurspeglar þessar áherslur. Í námskránni er einnig talað um að hið almenna menntunargildi bókmenntanna sé óumdeilt, lestur bókmennta byggi upp víðsýni og um- burðarlyndi og stuðli að því að við getum sett okkur hvert í annars spor. Lestur bókmennta gegnir líka félagslegu hlutverki með því að tengja fólk saman í umræðum og samvinnu. Menningarlegt hlutverk bókmenntanna er ekki lítilsverðast því að þær dýpka tilfinningu fyrir formum og fegurð, auðga orðaforða nem- enda og þar með getu til að tjá tilfinningar sín- ar og þrár, segja sögur og lýsa reynslu sinni. Tungumálið og sjálfsmyndin eru nefnilega tvær hliðar á sama hlut, við verðum til í tungu- málinu, við fæðumst inn í það og við getum kannski haft áhrif á málkerfið sem hópur en varla sem einstaklingar. Þessar fallegu og góðu lýsingar á hlutverki og gildi bókmenntakennslu í framhaldsskólum ganga aftur í drögum að námskrá stytta náms- ins til stúdentsprófs. Þar eru lagðar fram til- lögur að skipulagi íslenskukennslunnar frá fyrsta bekk í grunnskóla til þriðja bekks í fram- haldsskóla. Það er þrettán ára áætlun. Þetta hefur ekki verið létt verk og ég öfunda nefnd- ina ekki af því. Nefndin hafði nokkra mánuði til þess að vinna verkið ofan á fulla vinnu annars staðar og hefur sjálf margs konar fyrirvara á um verk sitt. Drögin eru líka mjög ófullkominn rammi og mjög mikil vinna er óunnin áður en þetta verður raunveruleg námskrá. Það hafa fremur fáar rannsóknir verið gerðar á íslensku- námi í grunn- og framhaldsskólum sérstaklega en nokkrar þó. Ekki er vitnað í neinar slíkar rannsóknir í Drögunum og erfitt er að sjá hvaða heildarsýn er lögð til grundvallar þeim. Skórinn þremur númerum minni Bókmenntakennslan á að byggja upp bók- menntafærni stig af stigi ef vel á að vera – en hvenær eru grunnskólanemendur færir um að stíga skrefið frá hinu hlutbundna og persónu- bundna til óhlutstæðrar hugsunar og sund- urgreiningar eins og áður nefndur Pési í sögu Halldóru B. Björnsson hér að ofan? Ég veit að uppeldisfræðingar hafa smíðað kenningakerfi um þetta og mér finnst að það hefði ekki verið fjarri lagi að byggja heildarendurskoðun á ís- lenskukennslunni á einhvers konar skilningi á því hvernig börn lesa bækur. Ég sé til dæmis hvergi tengdan saman lesturinn á fornbók- menntum í grunnskólum og svo aftur í fram- haldsskólum. Hver er munurinn á því hvernig Íslendingasögur eru kenndar í grunnskóla og hvernig þær eru kenndar seinna í framhalds- skóla? Ég sé engar millivísanir og ekkert rök- stutt úrval úr núverandi kerfi þó að augljóslega þurfi að höggva hæl og tá af námsefni fram- haldsskólans ef fóturinn á að komast í þremur númerum minni skó – svo að myndmál sé not- að. Lestrarkannanir Þorbjörns Broddasonar sýna að þriðjungur 10–15 ára barna les aldrei neitt og við vitum að það verða skil við 13–14 ára aldurinn þar sem mörg börn sem áður lásu mikið hætta því. Ættu svona kannanir ekki að endurspeglast í nýrri námskrá grunnskólans? Ættu skólarnir ekki að leggja meira í bók- menntakennslu á þessum erfiðu tímum? Eða er þetta rétt niðurstaða? Af hverju hætta krakk- arnir að lesa á aldrinum 13–16 ára? Önnur könnun sem Guðný Guðbjörnsdóttir kynnir líka í bókinni Ungir Íslendingar í ljósi vís- indanna (2005) hefur það eftir mörgum ung- lingum að bókmenntakennslan í síðustu bekkj- um grunnskóla og framhaldsskólunum hafi barið úr þeim lestrarlöngunina og þeir hafi ekki fengið að upplifa textann heldur orðið að túlka hann í samræmi við vilja kennarans og svara endalausum spurningum sem studdu túlkun kennarans. Hér er sett upp andstaða milli upplifunar og túlkunar og gefið að hið síðara eyðileggi hið fyrra. Í danskri könnun kom fram að fáir menntaskólakennarar með háskólagráðu í bók- menntum tækju undir þann skilning en grunn- skólakennarar væru líklegri til þess. Hjá dönskukennurum í grunnskólum, þar sem kon- ur voru í meirihluta, kom fram að upplifunin og tilfinningasambandið væri best en karlarnir sem kenndu í menntaskólunum notuðu bók- Hvaða íslenskar bókmenntir á Eftir Dagnýju Kristjánsdóttur Morgunblaðið/RAX Samtök móðurmálskennara, Íslenska mál- fræðifélagið og Félag íslenskra fræða efndu til málþings hinn 21. febrúar um hver áhrif stytting náms til stúdentsprófs myndi hafa á undirbúning stúdentsefna í íslensku og ís- lenskum bókmenntum. Hér eru birt erindi þeirra Guðrúnar Þórhallsdóttir og Dagnýjar Kristjánsdóttur af þinginu en í grein Atla Harðarsonar er bent á kostina við styttingu námsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.