Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 1
Laugardagur 11.3. | 2006 [ ]Tvítyngi | Helstu kenningar um tvítyngi og blendingsmál | 6Stúdentspróf | Enn er tekist á um hvort stytta eigi nám til stúdentsprófs | 8Woody Allen | Heillum horfinn í nýjustu mynd sinni | 12 Lesbók Morgunblaðsins V ið virðumst sífellt eiga í vandræðum með að svara stóru spurningunum, ef- inn fylgir okkur eins og skuggi. Til hvers lifum við og til hvers yrkjum við: látum það kannski vera núna, en til hvers lesum við? Til að láta tímann líða, vissulega, en það er annað og svo miklu meira, og liggur dýpra. Skáldskapur er merkileg blanda af fegurð og feigð, grimmd og kvíða, visku og barnaskap, en hann er líka órökvís, og það er einmitt þess vegna sem hann getur orkað undarlega sterkt á okkur, sér í lagi ljóðið, and- blær þess smýgur inn og andar á það sem sefur í djúp- inu. Og ljóðið getur hjálpað okkur, til dæmis þegar möguleikum lífsins virðist fækka, birtan hefur dofnað, við fálmum kannski inn í runnaþykkni eftir ljóskúlu sem hefur verið falin annars staðar; þá getur ljóðið komið til hjálpar, með órökvísri, djúpri og stundum barnalegri visku sinni; hjálpað okkur til að sjá eða gruna að kuldinn er hugsanlega bara yfirborðið: Kuldinn er bara yfirborð Sölnað mýrgresið í frostinu stökkt einsog kartöflusnakk og molnar sundur undir fæti þar sem ég geng meðfram tærum og kliðandi læknum sem er mjór á við silfurband milli skara, sítrónugul túnin handan við vírgirðinguna, steinbrúin gamla og hvíta húsið með dimmum gluggum Allt verður þetta að einhverju sem ég vissi varla að væri til á veturna, þegar möguleikum lífsins fækkar Gyrðir Elíasson verður 45 ára á þessu ári, hann hefur sent frá sér tólf ljóðabækur, ellefu prósabækur, eitt greinasafn og þýtt fjórtán bækur, hárið hans er líka tekið að grána og hann notar gleraugu við lestur. Ég sá hann fyrst í Ríkinu við Lindargötu fyrir tæpum tuttugu árum, hann studdi sig þar við vegg og hló innilega að einhverju sem sagt var við Morgunblaðið/Einar Falur Á svörtum vængjum inn í ljósið Um vasabiljard, kvíða og ljóð Gyrðis Elíassonar Gyrðir Elíasson verður 45 ára á þessu ári, hann hefur sent frá sér tólf ljóðabækur, ell- efu prósabækur, eitt greinasafn og þýtt fjór- tán bækur. Hér skoðar skáld farveg annars skálds af virðingu og væntumþykju. Eftir Jón Kalman Stefánsson  3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.