Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.2006, Blaðsíða 15
Á SÝNINGUNNI er að finna fjölskrúðugt safn ljósmynda eftir fjörutíu og þrjá blaða- ljósmyndara sem kepptu sín á milli um „mynd ársins 2005“ í ýmsum flokkum. Þeg- ar komið er inn á sýninguna þar sem mynd- irnar hanga nokkuð þétt saman þá upplifir maður ákveðna yfirþyrmandi ofgnótt. Ekki endilega vegna mergðar myndanna heldur vegna þess hve ríkulegar þær eru af litum, dýptarskerpu, áhrifaríkri myndbyggingu eða öðrum þáttum sem grípa athyglina. Ekki var ég sammála dómnefndinni með valið á verðlaunamyndunum enda getur slíkt val ekki verið gert nema á persónu- legum smekkbundnum forsendum, og eðli- legt að fólk hafi mismunandi skoðanir. Það hefði þó verið gaman að fá einhvern rök- stuðning fyrir valinu til að átta sig á hverju dómnefndin heillaðist helst af. Í flokki fréttamynda var vinningsmyndin eftir Ragnar Axelsson listræn og táknræn skuggamynd af Davíð Oddssyni að kveðja á landsfundinum þar sem lesa má orðin „Hátt ber að stefna“ fyrir aftan hann. Myndin er að mínu mati góð mynd en ekki góð frétta- mynd öfugt við tilfinningaþrungna mynd Brynjars Gauta Sveinssonar frá sama vett- vangi þar sem Kjartan Gunnarsson kveður foringjann. Allir í kring eru í uppnámi og Brynjar nær að fanga þennan atburð og það tilfinningarót sem honum fylgdi á ein- stakan hátt. Tímaritamyndirnar eru allar ákaflega listrænar og eðlilega oftast af frægu fólki, sviðsetningin í þeim er ákaf- lega útpæld og haldið dauðahaldi í hug- myndina um frumleika. Verðlaunamyndin í þeim flokki er eins og í fréttamyndunum ekki dæmigerð heldur óvenjuleg og ákaf- lega listræn enda af listamanninum Rúrí sem stendur fyrir framan verk sitt og snýr baki í ljósmyndarann. Í flokknum Daglegt líf er verðlaunamyndin ekki beint úr dag- legu lífi eins og fólk leggur skilning í það hugtak heldur mjög mystísk mynd af mann- veru í þoku umvafinni ógreinilegri „regnbogaáru“. Enda má segja að „daglegt líf“ sem konsept sé umvafið þoku á sýning- unni sem sést varla glitta í. Af þokumynd- um (sem hefði getað verið einn verðlauna- flokkur) er mynd Vilhelms Gunnarssonar „flogið í þokunni“ verðlaunakandídat vegna þess hversu dularfull hún er og lýsandi fyr- ir tíðarandann, þjóðina sem er ekki með fæturna á jörðinni. Á sýningunni er að finna margar skoplegar eða launfyndnar myndir sem sumar hafa orðið til alveg óvart. Ein þeirra er kostuleg mynd eftir Valgarð Gíslason af Jóni Ólafssyni og Ein- ari Kárasyni á blaðamannafundi. Verð- launamyndin í þeim flokki er af „jólatré á göngu um Pósthússtræti“ eftir Harald Jón- asson sem hreyfir ekki við skopskyni mínu enda skopskyn manna jafnmisjafnt og ann- að. Nokkrar myndaseríur eru á sýningunni og verðlaunaserían myndir frá Indlandi eft- ir flóðbylgjuna miklu eftir Þorkel Þorkels- son. Nostalgísk fagurfræði þessara mynda er í hrópandi ósamræmi við tilefnið og skapar ljúfsárar kenndir sem eru á mörk- unum að vera viðeigandi. Allar seríurnar eiga það sameiginlegt að skapa ákveðið andrúmsloft um viðfangsefnið og tilfinn- ingin fyrir leikhúslegri sviðsetningu er ágeng. Jafnvel persónuleg atriði eins og fæðing í heimahúsi afhelgast frammi fyrir auga ljósmyndavélarinnar og missa töfra- mátt þess einlæga. Íþróttamynd ársins eftir Árna Torfason er ekki hefðbundin íþrótta- mynd eins og aðrar á sýningunni og við eig- um að venjast heldur einhvers konar svart- hvítur ljósmyndaskúlptúr af skautastúlkum á æfingu. Þessi afstaða dómnefndarinnar í vali sínu er í takt við það sem er að gerast í menningu okkar og listheimi. Fyrst flokk- um við niður hvað er hvað og svo er frum- legast að tefla fram í einum flokki því sem ætti að vera í öðrum flokki. Vandamálið hér er að það var engin flokkur sem hét „list- rænasta myndin“ eða „frumlegasta myndin“ eða „besta sviðsetning andrúmslofts“. Landslagsmynd ársins eftir Pál Stefánsson er ákaflega falleg og minnir á málverk Georgs Guðna eða Húberts Nóa. „Ljós- myndarinn er í raun málari nútímans, film- an er olía og pappír ljósmyndarans er strigi málarans,“ segir Þorvaldur Örn Krist- mundsson formaður Blaðaljósmyndara- félags Íslands í sýningarskránni og eru það orð að sönnu. Raunveruleiki myndanna býr í þeim sjálfum en ekki viðfangsefnum þeirra. Sviðsetning veruleikans Þóra Þórisdóttir Morgunblaðið/Sverrir Flogið í þokunni Mynd Vilhelms Gunnarssonar er að mati gagnrýnanda ein athyglisverðasta mynd sýningarinnar. LJÓSMYNDIR Listasafn Kópavogs Gerðarsafn Blaðaljósmyndarafélag Íslands Sýningin stendur til 12. mars Mynd ársins 2005 Lesbók Morgunblaðsins ˜ 11. mars 2006 | 15 Leiklist Lesbók tók nokkuð upp í sig í síðustuviku þar sem mælt var með óséðri sýningu á Pétri Gauti en taldi verkefnið nægilega spennandi eitt og sér til að mæla með því. Gagnrýnandi Morgun- blaðsins staðfesti síðan þær væntingar. „Það var (því) áhyggjufullur aðdáandi verksins sem settist niður í nýja kass- anum Þjóðleikhússins á laugardags- kvöldið og beið óþreyjufullur meðan mannvirkið var vígt. Yrði þetta enn ein sýningin þar sem leikstjóri og verk fara á mis? Þar sem leikstjórinn hefur enga trú á efnivið sínum, en langar að segja eitt- hvað sem ekki er að finna í verkinu og út- koman er flatneskja þar sem hvorki höf- undur né leikstjóri nær nokkru sambandi við áhorfendur? Ónei. Hér gengur allt upp.“ Kvikmyndir Lesbókin mælir að þessu sinni meðkvikmyndinni The World’s Fastest Indian sem sýnd er í Háskólabíói. Myndin skartar Anthony Hopkins í aðalhlutverki, en leikstjóri hennar er Roger Donaldson sem á að baki myndir á borð við Thirteen Days og No Way Out. Myndin er byggð á sannsögulegum at- burðum og fjallar um Nýsjálendinginn Burt Munro sem varði efri árunum í að endurbæta 40 ára gamalt bifhjól, og lagði svo í mikla langferð með það í upphafi sjöunda áratugarins frá Nýja-Sjálandi til Utah í Bandaríkjunum þar sem hann reyndi að slá hraðamet á landi. The World’s Fastest Indian er einstaklega fal- leg og heillandi mynd, laus við allt ofbeldi. Hún er bráðskemmtileg og fyndin og hríf- ur áhorfandann með sér frá upphafi til enda. Þá hefur stórleikarinn Anthony Hopkins líklega aldrei verið betri, og er þá mikið sagt. Myndlist Fyrr í vikunni var opnuð sýning áverkum Tuma Magnússonar mynd- listarmanns í i8 sem ástæða er til að hvetja áhugamenn um myndlist til að skoða. Tumi sýnir þar enn og aftur nýja og frumlega nálgun í myndlist sinni, bæði hvað varðar efnivið og úrvinnslu, en list- rænar rætur hans má rekja til hefðar málaralistarinnar sem hann hefur útfært með ýmsum hætti. Eins og kunnugt er starfar Tumi nú sem prófessor við Konunglegu dönsku listaka- demíuna. Þar er hann yfir einni málara- deild skólans og hefur haft frjálsar hend- ur um uppbyggingu þess náms sem þar stendur til boða. Tumi sagði í samtali við Morgunblaðið sl. miðvikudag, að hefðin hefði bæði kosti og galla „Þar sem hún er til staðar er oft verið að vinna útfrá henni, á ferskan og spennandi hátt,“ sagði hann. „Hér heima, þar sem hefðin er miklu styttri, er fólkið hins vegar frjálsara að vissu leyti.“ Tónlist Bandaríska djasstríóið The Bad Plusheldur tónleika á NASA annað kvöld. Sveitin hefur vakið gríðarlega at- hygli um allan heim fyrir frumleg tök sín á djasstónlistinni en þar hefur sveitin blandað saman ólíkum stefnum á borð við raftónlist, gruggrokk, popp og djass. Þá hefur The Bad Plus einnig vakið mikla at- hygli fyrir tónleika sína og vilja margir meina að hér sé á ferðinni eitt þéttasta tónleikaband heims um þessar mundir en því var á sínum tíma boðinn samningur hjá plöturisanum Columbia eftir tónleika sem tríóið hélt í New York. Samkvæmt síðustu fregnum eru enn örfáir miðar eft- ir á tónleikana annað kvöld. Lesbók mælir með… Kvikmyndin Anthony Hopkins er í aðalhlutverki í The World́s fastest Indian. Lesarinn A Clockwork Orange eftir Anthony Burgess. Sögusviðið er England í upphafi 21. aldarinnar þar semþjóðskipulagið er steingeldur og ömurlegur sósíalismi. Alþýðan býr í andstyggilegum blokkum þar sem lyfturnar virka ekki og fólk hættir sér varla út fyrir hússins dyr eftir að skyggja tekur því þá taka glæpagengi útúrdópaðra unglinga völdin. Unglingarnir tala nadsat, slangur sem byggist að mestu á rússneskuslettum og er sagan sögð á því máli. Sögumaðurinn Alex er fimmtán ára og hans helstu áhugamál eru að ræna, nauðga og fremja ofurofbeldi með vinunum. Alex lendir í fangelsi fyrir morð en tekst að losna með því að fara í meðferð, sem byggist á lyfjagjöf og skilyrðingu, og á hún að gera hann óhæfan til að fremja glæpi. Það er rík- isstjórnin sem er að gera tilraunir með meðferðarformið því hún þarf að rýma til fyrir pólitískum föngum. Þegar Alex kemur út úr fangelsinu hefst þrautaganga hans fyrir alvöru því hann hittir fyrir öll fyrri fórnarlömb sín, sem eiga harma að hefna og að auki eru óbærileg eftirköst af meðferðinni. A Clockwork Orange kom út 1962 og er ótrúleg fantasía sem því miður er ennþá raunsönn. Anthony Burgess var afkastamikill höfundur en auk skáld- sagna af ýmsum toga skrifaði hann m.a. um bókmenntir, þjóðfélagsmál og tónlist en hann var líka tónskáld og sér þess stað í A Clockwork Orange en þó fremur í Napoleon Symphony sem fylgir formi Eroicu Beethovens. Burgess er gott dæmi um hve Nóbelsnefndinni eru mislagðar hendur því hann hlaut aldrei bókmenntaverðlaunin. Benóný Ægisson Benóný Ægisson Dagbókarbrot Frank, Anne, 1929–1945 Miðvikudagur 10. mars 1943 Elsku Kittý, Í gærkvöldi varð skammhlaup og þar að auki dundi skothríð til dögunar í morgun. Enn hef ég ekki náð að sigr- ast á ótta mínum við flugvélar og skothríð og ég læðist upp í rúm föður míns næstum því á hverju kvöldi mér til hug- hreystingar. Ég veit að það lætur barnalega í eyrum en bíddu bara þangað til þú verður fyrir þessu! Dagbók Anne Frank: lokaútgáfa/Akureyri: Hólar, 1999.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.