Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Síða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. apríl 2006
Eitt af því sem ég sakna iðulega þegarég er í Bandaríkjunum er það aðgeta sest niður um kvöldmatar-leytið og horft á sjónvarpsfréttir.
Hér er vandamálið ekki það að fréttir séu ekki
á dagskrá á kvöldmatartíma, heldur að það
sem borið er á borð fyrir bandarískan almenn-
ing undir yfirskini sjónvarpsfrétta, er einfald-
lega lítið annað en tíma-
eyðsla, innantómt og
ógagnrýnið afþreyingarefni í
búningi fréttaflutnings. Til
þess að fá fréttir af einhverju
sem máli skiptir í Bandaríkj-
unum les maður dagblöð og tímarit, hlustar á
fréttir á almenningsútvarpsstöðinni NPR, eða
horfir á fréttatíma BCC World sem sendur er
út á almenningssjónvarpsstöðinni PBS klukk-
an að ganga tólf á kvöldin.
En það er ekki aðeins fréttunum á stóru
bandarísku sjónvarpsstöðvunum sem hefur
hrakað, heldur steðjar hætta að gagnrýnni og
vandaðri fréttamennsku almennt, ef marka má
tveggja greina úttekt bandaríska blaðamanns-
ins Michael Massing sem birtist nýlega í mán-
aðarritinu New York Review of Books. Mass-
ing vakti mikla athygli árið 2004 fyrir
greinaflokk, sem birtist í ofangreindu riti, og
gagnrýndi harkalega þá linkind sem stóru
bandarísku fjölmiðlarnir sýndu gagnvart þeim
rangfærslum sem Bandaríkjastjórn bar á borð
fyrir almenning til að réttlæta innrásina í Írak.
Massing fjallaði jafnframt ítarlega um gagn-
rýnisleysi umfjöllunar fjölmiðla um framvindu
og eftirköst stríðsins, og kom af stað öflugri
umræðu um þau mál. Skrif Massings leiddu
m.a. til þess að stórblaðið New York Times
neyddist til þess að biðjast opinberlega afsök-
unar á óviðunandi fréttaflutningi sínum í
tengslum við stríðið, einkum er varðaði meinta
kjarna- og eiturvopnaeign Íraks. Greinaflokk-
ur Massings hefur síðan verið gefinn út í bók-
arformi undir yfirskriftinni Now They Tell Us
sem útlagst gæti á íslensku: „Og nú er þessu
loks stunið upp.“
Nú hefur Massing upp raust sína á ný og
leitast við að greina þau vandamál sem steðja
að gagnrýnni fréttamennsku í bandarískum
fjölmiðlum nú um stundir. Í fyrri greininni af
tveimur, sem birtust í desember síðastliðnum,
gengur Massing svo langt að spá fyrir um
endalok fréttamennsku, en yfirskrift grein-
arinnar er einfaldlega „The End of News“.
Það sem gerir greinina áhugaverða er
hvernig Massing leitast við að einangra þau
meginvandamál sem steðja að gagnrýnni
fréttamennsku í Bandaríkjunum í dag. Þar
víkur hann m.a. að þeim árásum sem stóru og
virtu fréttamiðlarnir í Bandaríkjunum sæta á
degi hverjum fyrir sína alræmdu „vinstri slag-
síðu“ (svokallað „liberal bias“). Þessi ásökun
er samkvæmt Massing sprottin úr hinum þaul-
skipulögðu hugveitum íhaldsamra og kristinna
repúblíkana og er haldið fram af þvílíkri festu
að venjulegir fjölmiðlar, sem hvorki geta talist
mjög vinstri- eða hægrisinnaðir, þurfa að eyða
ómældu púðri í að sverja af sér ásakanirnar.
Að mati Massing eru fjölmiðlar farnir að stíga
varlegar til jarðar en hollt getur talist fyrir
gagnrýna þjóðfélagsumræðu og þrýstingurinn
kemur úr þremur megináttum.
Í fyrsta lagi hefur sitjandi ríkisstjórn sýnt
meiri bíræfni og hörku en dæmi eru um á síð-
ari tímum við að takmarka aðgang fjölmiðla að
upplýsingum, myndefni og opinberum gögn-
um, og við að stýra og hafa áhrif á fréttaflutn-
ing og mannaráðningar á opinberum fjöl-
miðlum sér í hag. Þetta hafi nú gengið svo
langt að óháð þingnefnd hafi sent frá sér
skýrslu þar sem lýst er yfir áhyggjum yfir því
stríði sem stjórnvöld hafi nú sagt frjálsri og
óháðri blaðamennsku á hendur. Að sama skapi
hefur Samband bandarískra dagblaðaritstjóra
kallað eftir aðgerðum gegn þeim skoð-
anaþrýstingi og takmörkunum á aðgengi að
upplýsingum sem fjölmiðlar sæti nú af hálfu
stjórnvalda.
En það eru ekki aðeins ráðamenn í Hvíta
húsinu sem gert hafa atlögu að óháðri og
gagnrýnni fjölmiðlun að sögn Massing. Við-
leitni ráðamanna er studd dyggilega og áhrifa-
vald þeirra margfaldað í gegnum hina vel
skipulögðu frétta- og skoðanaherferð íhalds-
manna og kristinna hægrimanna sem hrópi
„vinstri slagsíða!“ í hvert skipti sem reynt er
að ræða sjálfsögð málefni á borð við umhverf-
ismál eða réttindi kvenna og minnihlutahópa.
Þessi öfl hafi fyrir löngu gert útvarpsstöðvar
og kapalsjónvarpsstöðvar að öflugu athafna-
sviði sínu, og þar fari fremstir í flokki öfga-
postular á borð við Rush Limbaugh, Bill
O’Reilly og Michael Savage, sem úthúða jafnt
femínistum sem aröbum við hvert tækifæri.
Nú hafi blogg- og vefmiðlar jafnframt bæst í
hópinn sem öflugur boðskiptamiðill þessara
öfgafullu íhaldsafla og útbreiðsla boðskaparins
sé þaulskipulögð og gríðarlega víðtæk.
Michael Massing telur vandaða og upplýsta
fréttamennsku vera helstu vörnina gegn þeirri
öfgaorðræðu sem dynji ekki aðeins á banda-
rískum almenningi, heldur beinist mjög mark-
visst gegn hefðbundnum fjölmiðlum, sem eigi
þegar undir högg að sækja á markaði þar sem
nýir miðlar taki stöðugt til sín meiri markaðs-
hlutdeild. Dagblöð á borð við Los Angeles
Times og New York Times sem eigi að baki
langa hefð ígrundaðrar blaðamennsku og
fréttastöðvar á borð við CNN sem hafi verið
leiðandi í sjónvarpsfréttamennsku, þurfi ekki
aðeins að verja hendur sínar gagnvart pólitísk-
um þrýstingi, heldur grafi þessir miðlar undan
sjálfum sér með því að skera stöðugt niður í
rekstrarkostnaði til þess að koma til móts við
kröfur fjárfesta um háa arðsemi. Þannig ráðist
þeir sjálfir gegn sérstöðu sinni, sem er sú að
geta boðið vandaða blaðamennsku og sett
ákveðna staðla fyrir aðra miðla sem sæki jafn-
framt til þeirra upplýsingar og umfjöllunar-
efni.
Það er óhætt að taka undir með Massing
þegar hann hvetur metnaðarfulla fréttamiðla
til þess að snúa vörn í sókn og virða að vettugi
ásakanir um vinstri slagsíðu í hvert skipti sem
þeir voga sér að gagnrýna stefnu stjórnvalda.
Það er enda ljóst að umrætt viðkvæði er úr
lausu lofti gripið – því væri vinstri slagsíða
ríkjandi, hefði Michael Massing ekki þurft að
skamma þessa sömu fjölmiðla fyrir óviðunandi
umfjöllun í Íraksstríðinu, umfjöllun sem miðl-
aði orðræðu stjórnvalda á ógagnrýninn hátt.
Endalok fréttamennsku?
Fjölmiðlar
Eftir Heiðu
Jóhannsdóttur
heida@mbl.is
’Það er óhætt að takaundir með Massing
þegar hann hvetur
metnaðarfulla frétta-
miðla til þess að
snúa vörn í sókn …‘
Matthías minnir líka á gjaldfellingu orðanna ísínum mikla bálki um nútímann „þar semfrelsið er iðkað og afskræmt“. Ljóðabálk-
urinn er afar skemmtilegur um leið og hann er rass-
skellur í takt við Draumaland Andra Snæs. Hér yrk-
ir maður sem „situr í náðum“ þó að hann sé í fullu
fjöri og hafi alltaf lifað í sínum samtíma: „ég lít um
öxl og leita þess sem var / en líf mitt er og var víst
aldrei þar.“ Þótt hann lifi ekki í fortíðinni minnist
hann hennar vegna þeirra menningarverðmæta sem
hún hefur skilið eftir handa okkur – minnist arfleifð-
ar Fjölnismanna og Snorra Sturlusonar. Arfi ald-
anna megum við ekki glata, hvað sem í skerst.
Æskuvilji skáldsins er ennþá heill og óslitinn streng-
ur, „en steingeitin reynir að velja sér öruggt vað /
þótt veraldarbaslið sé engin áskorun lengur.“ Þess
má geta að Matthías er fæddur 3. janúar og er því í
stjörnumerki steingeitarinnar. Þrátt fyrir margt böl
sér Matthías jörðina rísa í kvæðislok með draum
þjóðarinnar og vonir inn í nýtt vor og nýjan dag. Það
hefði verið ólíkt þessu rómantíska skáldi að skilja
okkur eftir í myrkrinu. Ég get hvíslað því hér að
aðdáendum Matthíasar að hann á kvæði í næsta hefti
TMM sem kemur út um miðjan maí.
Silja Aðalsteinsdóttir
www.tmm.is
Rassskellur
Morgunblaðið/RAX
Nennir einhver að svara fyrir þetta?
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins
!
Hinn þekkti heimspekingur
Simone de Beauvoir fjallar í
inngangi að bók sinni Hitt
kynið um tilhneigingu mann-
eskjunnar til þess að greina
sjálfa sig frá öðrum með því
að benda alltaf á hinn sem
andstæðu sjálfrar sín. Sá sem
við skilgreinum sem hinn er því í
grundvallaratriðum ólíkur okkur sjálf-
um. Beauvoir skrifar (í þýðingu Torfa
H. Tulinius): „Sjálfs-
veran ákvarðar sjálfa
sig einvörðungu í and-
stöðu við eitthvað ann-
að.“ Sjálfsveran er ein-
staklingur sem skilgreinir sjálfan sig
sem „ég“. Sjálfsveran eða vitund-
arveran stillir hinum upp sem and-
stæðu sín sjálfs til þess að afmarka
sjálfa sig og tryggja stöðu sína í heim-
inum. Beauvoir segir enn fremur:
„Annarleikinn er eitt af grundvall-
arhugtökum mannlegrar hugsunar.
Ekkert samfélag skilgreinir sig nokk-
urn tíma sem heild án þess að benda
samstundis á Hinn. … Í huga þorpsbú-
ans eru allir sem ekki búa í sama
þorpi og hann grunsamlegir „aðrir“. Í
augum þess sem er borinn og barn-
fæddur í ákveðnu héraði eru íbúar
annarra héraða „framandi“. Gyðingar
eru „aðrir“ í huga gyðingahatarans en
í huga bandarísks kynþáttahatara eru
það blökkumenn, í huga nýlenduherr-
ans innfæddir og eignastéttarinnar ör-
eiginn.“ Í ríkjandi orðræðu á Vest-
urlöndum hafa múslimar tekið við
þessu hlutverki. Við, þ.e. við sem föll-
um undir skilgreininguna við í þessu
samhengi, eigum að ganga út frá því
að þeir séu í grundvallaratriðum ólíkir
okkur. Þeir eru framandi. Hugsa ekki
eins og við. Það sama á ef til vill við
um þá sem tilheyra öðrum þjóð-
félagshóp en við sjálf, eru fátækari,
ríkari, ljótari, fallegri, treflar, hnakk-
ar, innflytjendur, innfæddir, álfar og
tröll. Þörf ákveðinna þjóðfélagshópa
fyrir að skilgreina sjálfa sig með því
að benda á andstæðu sína birtist okkur
hvarvetna. Ef marka má Beauvoir er
þessi tilhneiging bæði mannleg og
skiljanleg í ljósi þess hvernig mað-
urinn hefur þörf fyrir að greina sig frá
öðrum, en engu að síður má vera ljóst
að í þessari aðgreiningu felst mikil ein-
földun sem í stað þess að skapa skiln-
ing milli ólíkra hópa skapar gjá milli
menningarhópa.
Þegar við notum andstæðuparið við
og hinir til að gera grein fyrir þeim
veruleika sem við okkur blasir höfum
við tilhneigingu til að skipa öðru hug-
takinu ofar hinu. Við tölum um hina
eins og sá sem valdið hefur. Við skil-
greinum hina eftir eigin geðþótta. Að
þessu leyti er andstæðuparið við – hin-
ir ekki ólíkt öðrum andstæðupörum.
Ef við hugsum um andstæður á borð
við góður – vondur, rétt – rangt, iðju-
semi – aðgerðaleysi, setjum við alltaf
annað hugtakið ofar hinu. Hið góða er
betra en það vonda, rétt er betra en
rangt, hið þekkta er betra en hið
óþekkta og þannig mætti áfram halda.
Grundvallarhugmyndin er sú að þegar
við byggjum sýn okkar á veruleikann á
andstæðum skilgreinum við alltaf fyr-
irfram, hvað sé gott og æskilegt og
hvað sé ekki eins gott og ekki eins
æskilegt.
Gagnrýni á tvískiptinguna, þ.e. and-
stæðuhugsunina sem skilgreinir hinn
alltaf sem framandi, og þar með óæðri,
er eitt af því sem einkennir virkt lýð-
ræði. Eins og Beauvoir bendir á skil-
greinir engin sjálfsvera sig af sjálfs-
dáðum sem aukaatriðið. Það vekur því
nokkra undrun að ákveðnir þjóðfélags-
hópar skuli hvað eftir annað vera skil-
greindir sem aukaatriði. Það er ef til
vill viðunandi, og jafnvel æskilegt, að
skilgreina sjálfan sig sem aukaatriði í
ákveðnum aðstæðum en það ætti eng-
inn að komast upp með að skilgreina
aðra sem aukaatriði.
Auka-
atriði
Eftir Sigrúnu
Sigurðardóttur
sigrun@
akademia.is
Höfundur er menningarfræðingur.
I Stundum og kannski oftast getur neðan-málsritari ekki lagt neitt gott til málanna.
Að þessu sinni ætlar hann hins vegar að
vera jákvæður og uppbyggjandi. Hann get-
ur raunar ekki annað þegar Dagur bók-
arinnar er annars vegar
vegna þess að eftir því
sem hann kynnir sér betur þetta fyrirbæri
sem bókin er því meira undrandi verður
hann. Ástæðan er einfaldlega þessi: Fimm
og hálf öld eru liðin síðan bókin varð til og
breytti heiminum. Síðan hefur komið til
sögunnar urmull nýrra miðla sem hafa sum-
ir sótt mjög fast að bókinni en ekki enn átt
erindi sem erfiði, kvikmyndin, hljómplatan,
útvarpið, sjónvarpið, myndbandstækið, ein-
staklingstölvan, netið og stafræna tæknin
svo þeir helstu séu nefndir. Bókin er lang-
elsti fjölmiðillinn og sennilega sá þeirra
sem krefst hvað mest af okkur en samt
heldur hún velli og vel það, hún er enn í
vexti, það hafa aldrei verið gefnar út jafn
margar bækur og aldrei hafa selst fleiri
bækur en nú um stundir. Það getur ekki
verið nein önnur skýring á þessu en sú að
bókin sé góður miðill, kannski einmitt
vegna þess að hún gerir kröfur til okkar.
II Hér á landi stendur bókaútgáfa meðmiklum blóma. Hér eru rekin gríðarlega
metnaðarfullar bókaútgáfur sem hljóta að
vera á heimsmælikvarða. Sumir telja okkur
eyða miklu fé í bókmenntasköpun, við höld-
um til dæmis úti Launasjóði rithöfunda,
heiðurslaunum Alþingis, þýðingasjóði og
kynningasjóði íslenskra bókmennta en á
móti veitir þessi starfsemi mörgum atvinnu
og skapar mikinn virðisauka sem er sjálf-
sagt hærri upphæðir en þær sem lagt er til
hennar. Að auki auðgar þessi starfsemi
menningu okkar, hún skapar þekkingu og
styrkir sjálfsmynd okkar.
III Það hefur verið baráttumál bókaút-gefenda, bókaseljenda og annarra
hagsmunaaðila í þessari starfsemi hérlendis
að lækka eða leggja af virðisaukaskatt á
bókum. Auk þeirra röksemda sem taldar
voru hér að ofan hefur það verið nefnt að
það þurfi að styrkja stöðu bókarinnar enn
frekar því að þótt hún seljist betur en
nokkru sinni hefur bóklestur farið stig-
minnkandi hér á landi síðustu áratugi, eink-
um meðal barna og unglinga eins og rann-
sóknir Þorbjörns Broddasonar hafa sýnt
fram á. Auðvitað skila bækur miklum
tekjum í ríkiskassann en má skilja tregðu
stjórnvalda til þess að koma til móts við ís-
lenska bókmenningu sem áhugaleysi á því
að hún haldi áfram að blómstra?
Neðanmáls