Lesbók Morgunblaðsins - 22.04.2006, Qupperneq 8
8 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 22. apríl 2006
T
víæringurinn ber í fyrsta sinn
titil og nefnist Dagur fyrir nótt.
Heitið er sótt til kvikmyndar
franska leikstjórans Francois
Truffaut, La nuit americaine,
frá 1973. Amerísk nótt kallast
sú aðferð kvikmyndagerðarmanna að bregða
dökkri filmu fyrir myndavélarlinsuna svo dag-
ur virðist nótt. Að umbreyta hinu bjarta í
svart. Í kvikmynd Truffauts eru mörk heim-
ildar og skáldskapar á reiki og óljóst hvort
myndin er heimild leikstjórans um gerð kvik-
myndar eða hvort um er að ræða kvikmynd
innan kvikmyndar. Hvar
endar skáldskapurinn og
hvar hefst lýsing persónu-
legrar reynslu? Sam-
kvæmt þessu á listsköpun
samtímans sér stað á einhverjum óræðum
mörkum svefns og vöku. Á því augnabliki
þegar ógerlegt er að greina hvort heldur er
dagur eða nótt. Hvort persónur, staðir og at-
burðir eru raunverulegir eða skáldskapur.
Sýningarstjórinn Chrissie Iles starfar við
Whitney-safnið og kom einnig að uppsetningu
tvíæringsins fyrir tveimur árum. Samstarfs-
maður hennar Philippe Vergne er nýskipaður
safnstjóri Walker-listamiðstöðvarinnar í Min-
neapolis sem hefur getið sér gott orð fyrir
vandaðar og framsæknar sýningar. Að sögn
þeirra er samtímamyndlistin nú stödd í ljósa-
skiptum, einhvers staðar fyrir módernisma og
eftir póstmódernisma, þar sem báðum mæli-
stikum hefur verið hafnað. Gerjun sú sem nú
á sér stað einkennist af eirðarleysi og vantrú.
Efinn er leiðarstef, tvíræðnin sú aðferð sem
oftast er beitt. Verkin geta verið áleitin og
gagnrýnin á samfélagið eða virst snúa við því
baki, – hverfa inn í aðra og lýrískari heima.
Markmið tvíæringsins hafa sjaldan verið
skýrari og kann það raunar að hafa kallað
fram óvæntan veikleika í verkum ýmissa af
þeim 101 listamanni sem tekur þátt í sýning-
unni.
Skáldaðar minningar
Eitt besta dæmið um verk sem bæði er vel
heppnað og fellur vel undir yfirlýst markmið
sýningarinnar er nýtt kvikmyndaverk franska
listamannsins Pierres Huyghes um leit að
albínóamörgæs í „Ferð sem aldrei var“. Sam-
kvæmt hugmyndum Huyghes hefur fjölmiðla-
og skemmtiiðnvæðing samtímans brenglað
skynjun okkar. Okkur hætti til að rugla sam-
an persónulegri upplifun og upplifun úr heimi
kvikmynda og sjónvarps, búa okkur til það
sem hann nefnir þriðja minni. Í verkum sín-
um veltir listamaðurinn fyrir sér mörkum
skáldskapar og veruleika, minnis og sögu-
legrar fortíðar. Huyghe setur gjarnan á svið
viðburði sem geta allt í senn verið brúðusýn-
ingar, söngleikir og karnivöl. Hann býður
áhorfendum að fylgjast með og jafnvel að
taka þátt. Viðburðirnir eru kvikmyndaðir og
verða að eins konar hráefni fyrir verkin.
Frásögn sem Huyghe las og varð kveikja
að „Ferð sem aldrei var“ gengur út á hugs-
anlega tilvist albínóamörgæsar á lítt könnuðu
svæði við heimskautsbaug þar sem nýjar
lendur hafa myndast í hitnandi loftslaginu.
Verkið er í senn heimild um ferð listamanns-
ins til suðurskautsins og heimild um sviðsetn-
ingu ferðarinnar í þoku og rigningu í Central
Park að kvöldlagi sl. haust, undir frumflutn-
ingi tónverks eftir Joshua Cody. Þessir tveir
heimar og tvennir tímar eru felldir saman í
eina kvikmynd sem ferðast frá einu rúmi í
annað. Til verður draumkenndur tími sem
smitar yfir í þá stund sem áhorfandinn á með
verkinu í safninu.
Skuggar
Líkt og suðurskaut og norðurskaut ganga
tveir pólar út frá yfirskrift sýningarinnar og
áður tilgreind ljóðræna kallast á við beitta
þjóðfélagsgagnrýni sem felst í því að kenna
ameríska menningu við næturskugga sem
brugðið er yfir hábjartan dag. Mætti spyrja
hvort það svarta sé aðeins amerísk blekking?
Skuggi á annars eilíflega björtum degi?
Á tvíæringnum er vitnað í orð bandaríska
rithöfundarinns Gore Vidal sem sagði öll
tímabil mannkynssögunnar myrk. Enda
standast sýningarstjórarnir ekki mátið og
endursýna í New York myndbandsverk Fran-
cesco Vezzoli af tvíæringnum í Feneyjum í
fyrrasumar: „Kynningarmynd fyrir endurgerð
kvikmyndarinnar Kalikúla eftir skáldsögu
Gore Vidal“. Það er ágæt skemmtun að fylgj-
ast með þekktum kvikmyndastjörnum í ýkt-
um leik og efnislitlum búningum Donatellu
Versace þótt verkið hafi fátt frumlegt eða
nýtt fram að færa í gagnrýni á hollívúddvæð-
ingu heimsins.
Robert Gober sýnir ljósmyndaröð frá ár-
unum 1978–2005. Gober tekst sem fyrr að
sýna aðra hlið á hversdagsleikanum. Hann
dregur fram fordóma og hatur sem hafa búið
svo vel um sig í bandarísku samfélagi að erf-
itt er að koma auga á. Um leið búa þessar
ljósmyndir yfir einhverri viðkvæmnislegri
fegurð sem vekur von. Þetta er sterkt verk
sem er bæði dagur og nótt, hvísl og öskur, og
býr með manni lengi á eftir.
Skuggaverkin sem framin hafa verið í Írak
á síðustu árum eru sumum listamönnum of-
arlega í huga. Teikning ásamt fjölritum til
dreifingar eftir Richard Serra vísar til mis-
þyrminga á föngum í Abu Ghraib-fangelsinu
og ber slagorðið „Stöðvum Bush“. Sýning-
arstjórarnir kjósa að sýna vatnslitamálverk
Monicu Majoli af kynlegum kvistum sem
svala nautn sinni í plastefni og keðjum í sam-
hengi við þetta verk Serra. Skapa þar með
tengingu milli athafna sem manneskja gengst
undir af frjálsum vilja og grófrar misbeit-
ingar. „Við erum þessar myndir,“ sagði Susan
heitin Sontag í umfjöllun sinni um myndirnar
sem bandarískir fangaverðir skemmtu sér við
að taka af fórnarlömbum sínum. Benti á að
við værum öll samábyrg fyrir verknaðinum.
Þegar gefið er í skyn að skammur vegur sé á
milli þess að verða fórnarlamb illvirkja og
þess að setja sjálfan sig leikrænt í stellingar
fórnarlambs þykir manni Sontag hafa haft
sorglega rétt fyrir sér.
Keimur af 9. áratug
Málverk Stevens Parrinos, sem lést á síðasta
ári, reynast haldgóð tilvísun, einskonar inn-
gangur, að verkum nokkurra yngri listamann-
anna. Svört eintóna málverk á striga þar sem
blindramminn hefur síðan verið tekinn í sund-
ur og fengið annað og meira form en sem
burðargrind strigans. Hér er verið að ögra
formfegurð módernismans. Strúktúrarnir
ganga sumir langt út frá veggnum og léreftið
liggur yfir þeim í óreglulegum fellingum, eins
og hálfgerð málverkahræ eða „misheppnuð
málverk“ eins og listamaðurinn lýsti þeim
sjálfur. Perrino var kallaður „Malevichinn frá
East Village“ en nostalgía og afturhvarf til
blómatíma framúrstefnunnar í austurþorpinu
á áttunda og níunda áratugnum er nokkuð
áberandi á þessum tvíæringi.
Innsetning Gedi Sibony er vel gerð og
byggist á fallegri efnisnotkun í anda arte pov-
era og skírskotar til verka Richards Tuttles.
Josephine Meckseper heldur uppi þræði
gagnrýni á neysluhyggjuna svo úr verður
einskonar sambland áhrifa úr verkum Jeffs
Koons og Sylvie Fleury. Þriðja rýmið í röð
leggur svo Dera Graf undir sig í samsetn-
ingum á fundnum og tilbúnum hlutum en list
úr rusli er önnur áberandi nálgun í verkum
listamanna. Það vill þessari gerð verka til
happs að þau eru yfirleitt vel hrá og tilgerð-
arlaus.
Málverkið misskilið?
Hver innsetningin rekur aðra í sýningarsöl-
unum en það er eins og málverkinu hafi verið
rutt til hliðar, fram á ganga og í þröng for-
dyri. Verk Stevens Perrinos eru þau einu sem
er tileinkað sérstakt herbergi, kannski vegna
þess að um hálfgildings skúlptúra er að ræða.
Þetta er sláandi þröng nálgun við málverkið;
miðil sem hefur frá upphafi skilgreint sig út
frá rýminu, verið eins og gluggi inn í víddir
annarra heima. Hér verður málverkið eins og
uppfyllingarefni eða skreyti fyrir tilfallandi
auða veggfleti. Mark Bradford og Mark Grot-
jahn eru spennandi málarar en áhrif verka
þeirra beggja virðast bæld niður í þrengsla-
legri uppsetningu. Þá er málverk Marlins
Minters meðal annars að finna á vegg í and-
dyri og verk Peters Doigs við stiga niður í
verslun og kaffistofu safnsins.
Þegar margt er gott vekur það sem slæmt
er meiri furðu. Þátttakendur eru stundum svo
mistækir í verkum sínum að maður veltir fyr-
ir sér hverju sæti. Listamenn sem hafa vakið
athygli fyrir spennandi sýningar í borginni að
undanförnu virðast hreint ekki upp á sitt
besta hér. Einn þessara listamanna er Jutta
Koether, sem er frá Köln en er búsett í New
York. Hún hefur vakið athygli fyrir kraft-
miklar innsetningar (bernskar teikningar,
textabrot, objekta og glys) og tónlistarupp-
ákomur þar sem andi pönkrokks svífur yfir
vötnum. Heiti innsetningarinnar er heldur
betur angistarfullt: „New York-fantasía eftir
áttavillu á hraðbraut áleiðis til Whitney-
tvíærings, eða Til hvers er ætlast af mér?“ –
Kann því allt eins að vera að veikleikinn allur
sé með ráðum settur fram og áhorfandans að
skilja eða misskilja. Virðist samt nokkur
hætta á ferðum þegar ofurskilgreind myndlist
verkar þvinguð og sjónrænt útþynnt.
Koether hefur tekið þátt í sýningum hjá
Reenu Spaulings í Kínahverfinu. Reena
Spaulings er tilbúin persóna, hugarfóstur
Þegar dagur verður am
Myndlistartvíæringur Whitney-safnsins í New
York, sem nú stendur yfir, brýtur 74 ára hefð
safns sem kennir sig fullu nafni við bandaríska
myndlist því listamennirnir eru af ýmsu þjóð-
erni og búsettir bæði vestan hafs og austan.
Með þessu vilja sýningarstjórarnir tveir,
Chrissie Iles og Philippe Vergne, draga fram
hugmyndalega gerjun og víxlverkandi áhrif
evrópskrar menningar á þá bandarísku og
öfugt.
Eftir Huldu
Stefánsdóttur
huldastefansdottir-
@yahoo.com