Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Síða 2
2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006
!
Lítil sæt börn leiðast hönd í
hönd á skólalóðinni. Stúlkan er
klædd í bláa vaffhálsmálspeysu,
hvíta blússu og plíserað pils.
Drengurinn er í hnésíðum bux-
um, dökkum sokkum og blárri
peysu. Umhverfis þau eru há-
vaxin tré. Einhvern veginn
svona er myndin sem kemur upp í hug-
ann þegar ég hugsa um skólabúninga. Ég
hef þó á undanförnum árum verið að
reyna að skipta þessari
mynd út fyrir aðra
mynd sem ég veit að er í
meiri tengslum við þann
raunveruleika sem við
búum við á Íslandi. Mynd af glaðlegum
börnum í rauðum flíspeysum í grýttu
landslagi.
Að undanförnu hafa ákveðnir stjórn-
málamenn talað um mikilvægi þess að
taka upp skólabúninga. Skoðanir þeirra
eru að einhverju leyti ómur af ánægju-
röddum fræðimanna og kennara sem út-
listað hafa jákvæða reynslu sína af því að
hafa börnin í skólabúningum. Það er
örugglega margt jákvætt við skólabún-
inga, rétt eins og það er margt jákvætt
við það að leyfa börnum að klæðast fötum
sem þau og foreldrar þeirra velja sjálf og
telja að falli vel að sjálfsmynd þeirra og
persónusköpun. Hins vegar er sitthvað
athyglisvert við umræðuna um skólabún-
inga og þau rök sem gjarnan er beitt í
þeirri umræðu. Einhverjir hafa jafnvel
gengið svo langt að halda því fram, al-
gjörlega gagnrýnislaust að skólabún-
ingar séu mikilvægur liður í baráttunni
gegn einelti. Í framhaldinu hafa daufar
raddir heyrst muldra að rauðar eða
grænar flíspeysur leysi ekki þann vanda
sem einelti sé. Vandinn verði bara færður
til. Skóbúnaður, hárgreiðsla eða skóla-
töskur verði í framhaldinu tilefni eineltis.
Miðað við þessi rök mætti ætla að besta
leiðin til að sporna við einelti væri að
steypa alla í sama mót útlitslega. Eins
peysur, buxur, skór og hárgreiðsla fyrir
alla. Ætli við kæmumst þá hjá eineltinu –
eða myndi vandinn þá aðeins flytjast yfir í
illviðráðanlegri þætti eins og bráða skap-
gerð og móbrún augu?
Með því að berjast gegn einelti með
skólabúningum er verið að ráðast að birt-
ingarmynd vandans en ekki vandamálinu
sjálfu. Þetta er reyndar algeng tilhneig-
ing sem getur tekið á sig ýmsar myndir. Í
þessu sambandi má nefna að þegar kaup-
máttur launa minnkar og láglaunafólk
krefst launahækkunar hneigjast ákveðnir
stjórnmálamenn til að líta svo á að launa-
kröfur láglaunafólksins séu rót vandans
en ekki birtingarmynd hans. Svipað er
því farið þegar ákveðinn þjóðfélagshópur
á í erfiðleikum með sjálfsmynd sína og
ræðst þá gegn öðrum hópi. Að und-
anförnu hefur því verið haldið fram að allt
að 30% Íslendinga séu á móti innflytj-
endum. Er hugsanlegt að þetta fólk, sem
segist vilja vernda íslenska menningu,
eigi í vandræðum með sjálfsmynd sína og
sé óöruggt með stöðu sína í íslensku sam-
félagi? Má ekki ætla að vandinn liggi hjá
þeim sjálfum en ekki hjá hinum illræmdu
innflytjendum?
Vandamálið sem einelti er hjá íslensk-
um skólabörnum verður ekki leyst með
því að ráðast á birtingarmynd þess. Með
því er aðeins verið að senda þau skilaboð
að klæðnaður sé gild ástæða eineltis.
Flókin og djúpstæð vandamál verða ekki
leyst með yfirborðslausnum. Ef börnum
er strítt vegna þess að þau eru í peysu
sem kostar 2.000 kr. en ekki 4.500 kr.
stöndum við frammi fyrir djúpstæðum
vanda. Verðmætamat sem mótast fyrst
og fremst af peningum er ekki meðfætt.
Það er áunnið. Skólabúningar skapa
hugsanlega samkennd en að mínu viti er
hægt að skapa samkennd með öðru en
flíspeysum. Engu að síður væri fróðlegt
að vita hvort minna sé um einelti á þeim
vinnustöðum þar sem starfsmönnum ber
að vera í sérstökum klæðnaði, til dæmis á
Ríkisspítölum, hjá Granda eða á Kára-
hnjúkum, en á þeim vinnustöðum þar sem
fólki er frjálst að þroska persónuleika
sinn og skapa sér ákveðna stöðu með því
að velja hverju það klæðist á vinnutíma.
Ég efast reyndar um að svo sé.
Einelti
og skóla-
búningar
Eftir Sigrúnu
Sigurðardóttur
sigrun@
akademia.is
Nú eru að myndast stórar sprungurí múrana á milli auglýsinga og rit-stjórnarlegs efnis dagblaða meðþeim tíðindum að fríblaðið Metro
hefur hafið sölu á orðum í greinum til auglýs-
enda. Tíðindin hafa þó ekki vakið mikil við-
brögð í sænska fjölmiðlaheiminum.
Tiltækið virðist kannski saklaust en það
byggist á því að auglýsendur eiga kost á að
kaupa vefslóð sína eða
lógó í pláss í lok greina
þar sem orð sem tengjast
starfsemi fyrirtækjanna
koma fyrir. T.d. gæti raf-
vöruverslun keypt slíkt
auglýsingapláss í lok greinar þar sem t.d.
orðin „sjónvarp“, „raftæki“ eða „spila-
stokkur“ kæmu fyrir.
Göteborgs-Posten gerir tíðindunum skil
með þessu dæmi og mörg svipuð er hægt að
sjá fyrir sér. Síminn kaupir auglýsingar í öll-
um greinum sem innihalda orðin „gemsi“ eða
„farsími“, Vífilfell í öllum sem innihalda orðin
„gosdrykkur“ og „kók“, Samfylkingin þar
sem „frábær“ og „Reykjavík“ koma fyr-
ir … já, margt er hægt að sjá fyrir sér.
Skýr landamæri á milli auglýsingadeildar
og ritstjórnar er ein mikilvægasta regla fjöl-
miðils og eitt af því fyrsta sem blaðamenn
læra í námi og starfi. Lesendur verða að geta
treyst því að greinar séu ekki skrifaðar eftir
pöntun auglýsenda, en þessi landamæri eru
að verða ógreinilegri.
Talsmenn Metro segja að hugmyndin gangi
út á það sama og viðskiptahugmynd Google
og fleiri leitarvéla á Netinu. Auglýsendum
bjóðist að kaupa venjuleg orð og í hvert skipti
sem orðið kemur fyrir í greinum skrifuðum af
blaðamönnum Metro er um leið birt eins
dálks sinnum 15 millimetra auglýsing í lok
greinarinnar. Metro hefur þegar selt orðin
„snus“ (munntóbak) og „internet“.
Auglýsing í tengslum við orð kostar 5.000
sænskar krónur, þ.e. um 50 þúsund íslenskar,
og auglýsingin getur birst í öllum fjórum
sænsku útgáfum Metro ef viðkomandi grein
er með í öllum. Auglýsingarnar eru í boði á
íþróttasíðum, þemasíðum og dægurmálasíð-
um. Ekki er boðið upp á auglýsingar af þessu
tagi í tengslum við innlendar eða erlendar
fréttir. Ástæðan er sú að á þeim síðum gætu
verið óþægilegar fréttir sem auglýsendur
vilja ekki leggja nafn sitt við! Að öðru leyti
eiga þeir ekki að hafa stjórn á samhenginu
sem auglýsingin birtist í.
Rino Rotevatn, formaður siðanefndar
sænsku blaðamannasamtakanna, telur trú-
verðugleika dagblaða minnka verulega ef
þetta verður að veruleika. Við GP segir hann
þetta enn eitt dæmi um að múrarnir á milli
auglýsingadeilda og ritstjórna séu að falla þar
sem öllu er hent saman í einn hrærigraut.
„Lesendur munu velta vöngum yfir því hver á
frumkvæði að greinum […] þetta verður
vandamál fyrir dagblöðin og einstaka blaða-
menn,“ segir Rotevatn.
Markaðsfólk hoppar hæð sína yfir svona
„snilldarhugmyndum“ þar sem alveg nýjar
leiðir eru opnaðar í markaðssetningu. Rit-
stjórnarfulltrúi GP, Kenth Andreasson, telur
að með hugmyndum Metro sé brotið í blað og
leggja þurfi áherslu á að svara siðferðilegum
spurningum sem vakna. Hann segir í samtali
við GP að vissulega skapist hætta á að trú-
verðugleiki dagblaða minnki ef hugmyndir
Metro verða að veruleika. Sú hætta sé þó
ekki eins mikil og ef ritstjórn og auglýs-
ingadeild gengju í eina sæng og settu saman
greinar og auglýsingar til að plata lesendur.
En hvar liggja mörkin? Geta lesendur verið
vissir um að það sé ekki verið að plata þá?
Geta lesendur verið vissir um að greinar
séu ekki skrifaðar í þeim tilgangi að laða að
auglýsendur? Ritstjóri Metro, Sakari Pitk-
änen, segir að dagblöð neyðist til að laga sig
að markaðnum þar sem bitist er um auglýs-
endur. Hann bendir á að mikilvægt sé að átta
sig á því að auglýsendur hafa alls engin áhrif
á hvort orðin koma fyrir og í hvaða samhengi.
Ég á erfitt með að treysta því þegar mörk-
in eru orðin svona óskýr. Mörkin eru víða
orðin óskýr. Heilu tímaritin eru í boði auglýs-
enda þar sem blaðamenn skrifa í kringum
ákveðnar vörur, þjónustu, staði eða „trend“.
Hví skyldu ekki dagblöðin færast inn á þann
markað, eins og þau eru í raun þegar farin að
gera með fylgiritum um fermingar, mat, ráð-
stefnur, bæi eða brúðkaup?
Auglýsingar ekki lengur innmúraðar
Fjölmiðlar
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur@mbl.is
’Ég á erfitt með að treysta því þegar mörkin eru orðinsvona óskýr. Mörkin eru víða orðin óskýr. Heilu tímarit-
in eru í boði auglýsenda þar sem blaðamenn skrifa í
kringum ákveðnar vörur, þjónustu, staði eða „trend“.‘
I Í vikunni kom út ritið Um fagurfræðilegtuppeldi mannsins eftir þýska 18. aldar
skáldið og heimspekinginn Friedrich Schill-
er í Lærdómsritaflokki Bókmenntafélagsins
en í því er fjallað um hlutverk listarinnar í
samfélaginu, efni sem hefur brunnið á skáld-
um og heimspekingum í árþúsund og gerir
enn. Margt í þessu riti hljómar reyndar eins
og lexía sem við hér uppi á Íslandi nú í
byrjun 21. aldar ættum að
hafa yfir með sjálfum okk-
ur. Þar er til dæmis að finna þessa rök-
leiðslu: „Maður getur á tvennan hátt verið
andstæður sjálfum sér: annaðhvort sem villi-
maður, þegar tilfinningarnar drottna yfir
lífsreglunum; eða sem barbari, þegar lífs-
reglurnar eyðileggja tilfinningarnar. Villi-
maðurinn forsmáir siðmenninguna og lítur á
náttúruna sem skilyrðislausan yfirboðara
sinn. Barbarinn hæðir og óvirðir náttúruna,
en hann er að því leyti fyrirlitlegri en villi-
maðurinn að oftar en ekki heldur hann
áfram að vera þræll síns eigin þræls. Hinn
siðmenntaði maður gerir náttúruna að vini
sínum og virðir frelsi hennar um leið og
hann hemur duttlunga hennar.“
II Schiller telur að samtími sinn sé ekkihallkvæmur listinni. „Rás atburða hefur
leitt til aukinnar hættu á því að tíðarandinn
fjarlægist hina hreinu list“ segir hann. Hann
lítur á listina sem dóttur frelsisins og hún
eigi því ekki að beygja sig fyrir nauðþurft
efnisins heldur aðeins hlíta því sem andinn
býður henni: „Nú um stundir drottna hins
vegar efnislegar þarfir og beygja vesælt
mannkynið undir harðneskjulegt ok sitt“
segir hann og bætir við: „Nytsemin er hið
mikla skurðgoð okkar tíma, sem hneppir
alla krafta í ánauð og allir þeir, sem ein-
hvers mega sín, verða að lúta. Á þessari
grófgerðu vog hafa andlegir verðleikar list-
arinnar ekkert vægi og eftir að búið er að
reyta þannig af henni fjaðrirnar flýr hún há-
reystina á markaðstorgi aldarinnar.“ Hann
telur að jafnvel rannsóknarandi heimspek-
innar leggi undir sig sífellt fleiri lendur
ímyndunaraflsins, jafnframt því sem mörk
listarinnar þrengist, eftir því sem vísindin
færi út landamæri sín.
III Það er eins og þessum orðum sé ekkisíður beint til okkar nú en til samtíma
skáldsins fyrir 210 árum. Til þess að sporna
við ofurveldi hinna efnislegu þarfa í okkur,
til þess einfaldlega að samfélagið gangi upp
segir Schiller að það þurfi að sinna fag-
urfræðilegu uppeldi. Hann telur að hér sé
um að ræða efni „nátengt því sem mestu
varðar fyrir heill og hamingju manna og er
heldur ekki fjarskylt því sem göfugast er í
mannlegu siðferði“. Spurningin er kannski
þessi: Hvernig sinnum við fagurfræðilegu
uppeldi nú um stundir? Hefur til dæmis
gríðarlegur vöxtur í menningarframleiðslu
og -neyslu bætt fagurfræðilegt uppeldi okk-
ar? Hefur menningin gert okkur mennskari?
Erum við andstæð sjálfum okkur? Erum við
villimenn eða barbarar? Eða eru við meiri
manneskjur en fyrir 210 árum? Hvort hefur
okkur miðað áfram eða aftur á bak? Svari
nú hver fyrir sig.
Neðanmáls
Ljóti andarunginn í íslensku fræðasamfélagi, ReykjavíkurAkademían,hefur fátt fram að færa í virðulegum málstofum um menntun og skóla-mál þar sem sviðið er teygt yfir 900 ár með hæfilegum sögufölsunum.
Þess í stað vill hann trufla meltingu hinna vitru og hugleiða hvort fáviskan sé
kannski ekki jafngóður förunautur og viskan eða þekkingin. Ekki síst vegna
þess að hér á að gera sér glaðan dag og Moria Erasmusar benti á að yfirleitt
eyðileggi vitringar öll góð partí, „þeir geta aldrei staðið á eigin fótum og eru
utan gátta í öllum greinum, segir hún og bætir við: „Bjóðirðu vitringi til veislu
hleypir hann illu blóði í samkvæmið með durtslegri þögn eða hvimleiðri
hnýsni. Bjóðirðu honum upp í dans muntu sjá kameldýr skakklappast um gólf-
ið“ (Lof heimskunnar, 80–81). [...]
Þetta vitum við Akademónar og hreykjum okkur ekki af því sem við höfum,
forðumst að loka inni okkar litlu þekkingu heldur fögnum þeim möguleikum
sem í okkur búa – minnug orða kappans Áns bogsveigis, þegar honum var boð-
inn konungdómur í Noregi, að hann vildi frekar „gæta sinnar sæmdar en að
setjast í hærri stað og þaðan minnkast“ (síterað eftir minni). Við höfum til að
mynda aldrei haft orð á því að margt bendi til þess að við séum meðal 100
bestu sambærilegra akademía í heiminum, kannski 10 bestu, eða bara best!
[…]
Bjástur fáviskunnar er grundvöllur íslenskrar menningar, sem er að verða
svo ofurspök og menntuð að henni hefur tekist að útrýma minningunum um
eymd fortíðar, torfbæi, grúskandi bændur og skringileg neftóbaksfræði. Sam-
félagið er að verða svo ráðsett að það þarf að byggja 100, eða 900 ára múra ut-
an um visku þess.
Svona getur fávís akademón leyft sér að skrafa gálauslega við liðnar aldir,
hlera eftir lífi þeirra og röddum, gæða nýju lífi og merkingu. Rétt eins og feg-
urðin leynast þekkingarsprotarnir þar sem þeirra síst er að vænta. Innmúruð
stofnanaspeki er iðulega of háleit til þess að lúta að svo smágerðum kvistum, til
að skilja hinar heimskulegu uppsprettur þekkingarinnar. Ljótu andarungarnir
í ReykjavíkurAkademíunni bægslast kvakandi innan um þennan gróður. Eng-
inn veit hvernig sá gróður mun spretta, hvernig hann mun læðast upp með
múrunum og með þeim orðum þakkar fáviskan fyrir sig.
Viðar Hreinsson
Kistan www.kistan.is
Lof heimskunnar
Morgunblaðið/Ómar
He-hem!
Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar
sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins