Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Qupperneq 5
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006 | 5
óæðri endanum, hún var sett mitt á milli.
Sjálfur segist Barði ekki flokka tónlist á
þennan hátt, sem hámenningu eða lágmenn-
ingu, hann meti tónlist eftir því hvort hún sé
skemmtileg eða leiðinleg. „Eitt af mínum uppá-
halds tónskáldum er Stravinskí og mörg af
hans verkum eru svo stórkostleg að þau eru
nánast ómannleg, sérstaklega það sem hann
gerði á yngri árum, melódísk en samt til-
raunakennd. Það þýðir ekki að allir sem eru að
fást við klassíska tónlist séu á sama stalli, séu
æðri en aðrir sem eru að semja tónlist. Tón-
skáld eins og Stravinskí þurfa enga vernd, þau
koma sér á sinn stall sjálfir og þurfa engan fé-
lagsskap til þess. Mér finnast líka mörg lög
Sonic Youth algjör meistaraverk þó svo að þau
hafi ekki einu sinni fyrir því að stilla hljóðfærin
almennilega.“
Tekið upp í Búlgaríu
Barði segir að það hafi verið mjög ánægjulegt
að heyra Häxan flutt af sinfóníunni „og á meðan
ég dáðist að fallegum útsetningum Þóris velti
ég því fyrir mér hvernig ég gæti gert betur
næst. Það eina sem truflaði mig var að myndin
var þögul og lögin sum svolítið löng, lengri en
þau hefðu átt að vera. Á plötunni eru þau hæfi-
lega löng, enda klippti ég þau niður í þægilega
lengd, svona um og yfir 10 mínútur hvert.“
Á Häxan-disknum, sem kemur út um þessar
mundir, eru sinfóníuútsetningar Þóris og Barða
en upptökurnar gerðar í Búlgaríu, þar sem
Barði dvaldi í nokkra daga. Flestir hefðu
kannski talið skynsamlegt að nota Sinfón-
íuhljómsveit Íslands, sem var búin að æfa verk-
ið og flytja á tónleikum, en Barði segist ekki
hafa haft efni á því. „Þetta er mjög dýrt gaman
og gríðarleg vinna á bak við þetta verkefni.
Sjálfur hef ég ekki fengið krónu fyrir alla vinn-
una, bara reikninga sem ég þarf að borga.“
Hann leitaði því að ódýrari hljómsveit og fann
hana í Búlgaríu, Sinfóníuhljómsveit Búlgaríu,
sem leikið hefur inn á fjölmargar bíómyndir og
því eru gæði hennar mikil að sögn Barða.
Síðastliðið haust hélt Barði svo til Búlgaríu
að taka upp, hljóðritaði verkið í útvarpshúsinu í
Sofía og vann síðan upptökurnar frekar hér
heima, bætti við slagverki og fínpússaði sitt-
hvað. Hann segir að aðstaðan í Búlgaríu hafi
verið til fyrirmyndar, tækjakostur afbragð og
hljóðmaður fyrrverandi samstarfsmaður En-
nios Morricones svo ekki var á betra kosið.
Það tók hann mánuð að hljóðblanda verkið,
en það var líka unnið í tveimur útgáfum, önnur
hálfur annar tími, með lengstu íslensku hljóm-
sveitarverkum, en hin hæfilega löng fyrir plötu.
„Mér fannst ég verða að fullklára lengri gerðina
þó það standi ekki til að gefa hana út, því ég
vissi að ég myndi seint hafa tíma til að klára
hana seinna. Sama hversu ólógískt það er hvað
tíma og fjármuni varðar verð ég að ljúka öllum
verkum sem ég byrja á. Ég sé ekki tilganginn í
að stökkva út í sundlaug og hætta að synda í
miðri laug. Maður verður bara að halda áfram,
hvernig svo sem maður fer að því.“
aralegan hátt. Sjálfur lék hann djöfulinn í
myndinni.
Þótt fáir hafi séð Häxan í gegnum árin hef-
ur myndin haft mikil áhrif á kvikmyndagerð-
armenn og nefna menn Luis Buñuel sem
dæmi um það. Eins má nefna fræga kvik-
mynd um nornir sem gerð var sem væri hún
heimildarmynd – The Blair Witch Project.
Segir sitt að fyrirtækið sem stofnað var til að
framleiða þá mynd heitir Haxan.
Um tíma var Häxan helst fáanleg í sér-
stakri útgáfu þar sem William S. Burroughs
las textaspjöld myndarinnar við djassund-
irleik. Sú útgáfa, sem var stytt og aðeins
breytt, var frumsýnd 1968. Síðar gerði
Sænska kvikmyndastofnunin nýtt sýning-
areintak af myndinni og það eintak var síðan
notað við gerð DVD-útgáfu hennar. Mynd-
irnar sem fylgja þessari samantekt eru úr
þeirri útgáfu.
BENJAMIN Christensen gerði Häxan 1922.
Myndin var umdeild þegar eftir frumsýningu
í Svíþjóð og bönnuð víða um Evrópu fyrir
nekt og guðlast, aðallega í sunnanverðri Evr-
ópu.
Häxan er blanda af heimildarmynd og leik-
inni mynd um nornir og nornaofsóknir í
gegnum tíðina. Christensen byggði myndina
að hluta á Malleus Maleficarum, handbók
nornaveiðimanna, en þangað sótti hann lýs-
ingar á því hvernig finna átti nornir og síðan
pynta þær til játninga. Framan af er myndin
sett upp eins og fræðslumynd en verður æ
ótrúlegri og ævintýralegri (hryllilegri) eftir
því sem líður á hana.
Undirliggjandi í myndinni er óbeit Christ-
ensens á kirkjunni og kirkjunnar mönnum,
sem birtist meðal annars í því að þeir sem
leita norna í nafni kirkjunnar eru allir sið-
spilltar fyllibyttur með kvalalosta.
Undir lok myndarinnar breytist Häxan aft-
ur í einskonar heimildarmynd, en í síðasta
hluta myndarinnar finnur Christensen sam-
svörum með því hvernig menn fóru með
grunaðar nornir á miðöldum og hlutskipti
gerðsjúkra um það leyti sem myndin var
gerð.
Eins og getið er vakti myndin óhug þegar
hún var frumsýnd og ýmislegt í henni þykir
krassandi enn þann dag í dag, aðallega fyrir
það hve Christensen er snjall kvikmynda-
gerðarmaður, beitir ljósi og skugga á meist-
Nekt og
guðlast
Benjamin Christensen lék sjálfur djöfulinn og gerði það vel.
Dæmigerð nornatól að sögn Malleus Maleficarum.
Það tilheyrir nornastússi að kyssa á rassinn á djöfsa.
Auðnin er þögul og þegjandi tekur
þrumunnar gný er loftin skekur
en önnur sprenging sem yfir dynur
opnar sár svo að jörðin stynur.
Ekki er búið ennþá að sökkva
allífisbrekkum í vatnsins dökkva
en dalagróðurinn dapur bíður
dauðastundar er brátt að líður.
Svipmikil fjöll eru sveipuð skýjum
svara þó fáu spurningum nýjum
um framtíðarjörð sem er fórnað til táls
þess fólks sem metur sitt land til áls.
Njörður P. Njarðvík
Morgunblaðið/RAX
Drauma-
land
Höfundur er skáld.