Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Page 10
10 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006 V eröld er ný og góð nema þar sem ástandið hefur aldrei verið verra. Þessa athugasemd má svo sem orða á ýmsa vegu en ljóst er að velferðarheims- myndin er ansi svæðisbundin og gjá skilur enn á milli fyrsta og þriðja heimsins. Stundum skella á okkur fréttir, jafnvel mynd- efni, frá fjarlægum slóðum sem grafa undan því algenga og hughreystandi viðhorfi að heim- urinn gæti jú alltaf verið verri. Þetta eru vissu- lega stór orð en reynast þó gagnslaus and- spænis fréttum líkum þeim sem undanfarin ár hafa borist frá borgarastyrjöld- inni í Súdan sem um þessar mundir virðist vera að breiðast út til nágrannalanda í Mið- og Vestur-Afríku. Það er einmitt um samtímalegt ástand stríðshrjáðrar heimsálfu sem Uzodinma Iweala skrifar í bók- inni Beasts of No Nation (Dýr sem engu landi tilheyra, 2005) og vakna þar meðal annars spurningar um möguleika raunsæislegs skáld- skapar til að fanga veruleika sem í eðli sínu er allt annað en raunsæislegur. Týndar sálir Viðfangsefni Iweala eru í víðum skilningi þau stríð sem geisa um þessar mundir víðsvegar í Afríku, og sú eymd sem þeim fylgir, en höf- undur beinir sjónum sérstaklega að hlutverki barna í stríðsrekstrinum, því ókennilega hug- taki sem við getum kallað „barnahermennsku“. Í orðinu sjálfu er að finna djúplæga þversögn, það er eins og um viljandi rökleysu sé að ræða. Hugtakið „barnahermaður“ sendir frá sér skjálfta sem samræmist fáum viðmiðum: hér er um einhvers konar ónáttúrlega blöndun aðskil- inna flokka að ræða. Fátt er reyndar óvenjulegt við að börn séu fórnarlömb stríðsátaka en hér er ekki beinlínis átt við það. Mannréttastofnanir hafa áætlað að fyrir tæpum tveimur árum, eða 2004, hafi að minnsta kosti 100.000 börn verið þátttakendur í stríðsátökum í Afríku. Flest börnin eru á milli 14 og 18 ára gömul, en mörg eru enn yngri. Þau börn sem ganga „sjálfviljug“ í herinn eiga að sögn Caroline Moorehead gjarnan rætur að rekja til munaðarleysingjahæla, flótta- mannabúða, fátækrahverfa í borgum, eða þeirra þjóðfélagshópa sem hvað verst hafa farið út úr alnæmisfaraldrinum og hungursneyðum. Moorehead skrifaði grein um málefni þetta í New York Review of Books í fyrra, en þar fjallaði hún meðal annars um það hvers vegna börn eru að sumu leyti hentugir hermenn: nóg er til af þeim, það er auðvelt að ræna þeim, til- tölulega fljótgert er að þjálfa þau, auðvelt að dópa þau upp og það sem kannski mestu máli skiptir er hversu auðmótanleg þau vilja gjarnan reynast, það er hægt að skilyrða þau til að fram- kvæma næstum hvað sem er. Á aðeins fimmtán árum, segir Moorhead, hafa viðhorf til þátttöku barna í stríðsrekstri tekið umskiptum, frá því að vera óhugsandi eru þau sums staðar orðin ómissandi. Þetta er bakgrunnur bókar Iwealas. Í ónefndu landi Beasts of No Nation á sér stað í ónefndu stríðs- hrjáðu landi í Afríku þar sem óvíst er hvaða hlutverki hinar ólíku stríðandi fylkingar gegna eða fyrir hverju er barist. En það er einmitt þessi þoka skilningsleysis og tilgangsleysis sem í vissum skilningi hvílir yfir frásögninni allri sem gefur henni slagkraft og vekur lesanda til umhugsunar. Ýmsir ummælendur hafa einmitt bent á að eitt af því sem gerir hinn (að því sem virðist) endalausa stríðsrekstur innan og á milli ólíkra þjóða og þjóðarbrota í Afríku jafn- hræðilegan og raun ber vitni séu einmitt hin óskýru markmið sem að baki liggja. Ég held að ljóst sé að í slíkum ummælum sé ekki verið að líta fram hjá ringulreiðinni og fá- tæktinni sem reyndist ein helsta arfleifð evr- ópskrar nýlendustefnu í heimsálfunni. Hér er fremur verið að spyrja spurninga um hvernig valdahlutföll hafi þróast á eftirlendutímanum. Hvernig hinum ólíku þjóðum og þjóðarbrotum gengur að byggja á rústum. Þannig reynist til dæmis erfitt að fá svör við spurningum um póli- tísk markmið hinna ýmsu „byltingarbanda- laga“, ekki síst þar sem fórnarlömb „aðgerð- anna“ sem framkvæmdar eru í nafni illskilgreinanlegra hugsjóna eru jafnan óbreytt- ir borgarar og samlandar, einstaklingar sem tengjast valdabaráttunni næsta lítið. Sennilega er ekki fjarri lagi að ímynda sér að átökin snúist ósjaldan um yfirráð yfir hinum fjölmörgu náttúruauðlindum sem heimsálfan hefur að geyma, að minnsta kosti að grunninum til, frekar en yfirráð yfir þjóðlöndum sem slík- um, en eins og Iweala bendir á eiga markmiðin á hættu að týnast í blóðbaðinu. Barnahermenn Skáldsagan hefst með slagkrafti: „Það er að byrja svona. Ég finn kláða eins og skordýr skríði yfir húðina, svo hríslast eitthvað niður höfuðið á mér mitt á milli augnanna, en svo blæs í eyrað og ég heyri svo marga: klikkhljóð í skor- dýrum, vörubílar rymja eins og dýrategund, og svo hljóðið þegar einhver öskrar ALLIR Í VARNARSTÖÐU! NÚNA! FLJÓTT! FLJÓTT! með rödd sem rétt snertir á mér lík- amann eins og hnífur.“ Nálægð frásagnarinnar og ákveðinn einfeldningslegur bragur skilar sér vonandi að einhverju leyti, en annars er erfitt að þýða þó ekki sé nema smákafla úr bókinni því höfundur beitir afar sérkennilegu talmáli sem frásagnarrödd. Deilt hefur verið um stílbrögð höfundar í bókinni, en nánar verður fjallað um frásagnarröddina hér að neðan. Fyrst skulum við hins vegar staðsetja okkur aðeins nánar í söguveröldinni. Söguhetja og vitundarmiðja bókarinnar er hinn þrettán ára Agu, eitt af óteljandi fórn- arlömbum borgarastríðs sem herjar á þjóðina. Agu var bókhneigður drengur og duglegur nemandi. Þetta kemur fram í röð endurlita sem annað slagið bregður fyrir. Faðir hans var kennari sem var meðvitaður um afrískar hefðir og menningu, móðir hans var kristin: „En þess- ir hlutir eru á undan stríðinu og ég er bara að muna þá eins og draum“. Þegar við kynnumst Agu í fyrsta sinn, í kaflanum sem vitnað var til hér að ofan, hefur hann misst fjölskyldu sína í síhungrað gin blóðbaðsins en sjálfur tórir hann einhvern veginn, fársjúkur hírist hann undir þunnu teppi í einmanalegum bedda í kofa í yf- irgefnu þorpi. Agu bíður með öðrum orðum dauðans. Allt breytist þegar áðurnefnd hersveit kemur í þorpið, sveit sem erfitt er að skilgreina í póli- tískum skilningi en er að nokkru leyti samhæfð hvað dagfarslega hegðun varðar, og í stað þess að myrða drenginn, en það reynist fyrsta hug- mynd þeirra sem að honum koma, er Agu tek- inn í hópinn. Það vantar alltaf hermenn, kemur í ljós, og í því samhengi dugar drengurinn. Hon- um batnar og brátt er hann orðinn fullgildur meðlimur í hersveitinni. Hættan sem hér blasir við, þegar talað er um að gerast meðlimur í her- sveit, er sú að hugrenningatengslin tengist um of vestrænum viðmiðum. Agu átti engra kosta völ og „hersveitin“ uppfyllir ekki alveg þær kröfur sem stundum eru gerðar til slíkra ein- inga. Þeir berjast ekki heldur slátra, skotmörk- in eru ekki aðrar herdeildir heldur óbreyttir borgarar og óvarin þorp. „Byssudjús“ Agu gengur sem sagt í hersveitina. Málið er í sjálfu sér einfalt: „Dag einn eru þeir að loka skólanum vegna þess að það er engin rík- isstjórn til lengur.“ Agu er yfirgefinn og sjúkur, hann er dreginn út úr kofanum sínum og gefinn valkostur milli lífs og dauða. Kaldhæðnin er kannski að sumu leyti sú að með því að velja hið fyrrnefnda fylgir hið síðarnefnda, yfirgnæfir jafnvel það sem kalla má líf. Áður en langt um líður hefur sveitin gert árás á lítið þorp þar sem fjöldamorð á sér stað, en árásinni, líkt og svo mörgu sem er ógeðfellt í bókinni, er lýst með allt að því ókennilegri nálægð: „Maðurinn æpir AYEE … höfuð hans brotnar og blóð hellist út eins og mjólk úr kókoshnetu,“ segir Agu, „Ég læt sveðjuna falla niður en svo dreg ég hana upp, svo niður … það er eins og veröldin hreyf- ist alltof hægt og ég sé hvern einasta blóð- dropa … það er ekkert nema blóð, blóð, blóð.“ Það er á þennan hátt sem Agu kynnist stríði – einsamall og á valdi manna sem virðast vera jafn ómanneskjulegir og framast getur orðið. Leiðtogi sveitarinnar gengur undir nafninu Commandant (hann „hjálpar fólki að deyja“ segir Agu eitt sinn) og er lýst sem hálfgerðu skrímsli: tennurnar eru gular, tannholdið er svart og myglað, augun blóðhlaupin. Command- antinn nýtur þess að auðmýkja fórnarlömb sín áður en hann tekur þau af lífi, hann er mannæta og hann misnotar börnin í hersveitinni sinni, þar á meðal Agu. Þá leyfir hann stundum fróð- leikskornum að falla af vörum sínum, eins og þegar hann segir Agu að það að myrða mann sé eins og að verða ástfanginn. Það er undir hand- leiðslu hans sem sögumaður breytist í sam- viskulausan hryðjuverkamann og fjöldamorð- ingja. Umbreytingin á sér stað með aðstoð eiturlyfjasamsuðu sem er kölluð „byssudjús“, en hermönnunum, einkum börnunum, er gefin þessi undradrykkur áður en haldið er til orr- ustu. Um er að ræða kvalastillandi og orkugef- andi dóp, svo kraftmikið að sögumanni finnst hann allt geta gert í fyrsta sinn sem hann smakkar það. Byssudjúsinn er eins og sam- bland af englaryki, amfetamíni og alsælu, og þar með er slökkt á síðustu mannlegu eigindum hermannanna. Nú er ekkert óhugsandi. Hér er ekkert „hvers vegna“ Iweala tekst afar vel til þegar hann lýsir því yf- irgengilega rökleysi sem einkennir atburða- rásina. Það er eitthvað við grimmdina sem um- lykur framrásina sem kemur lesanda úr jafnvægi og er jafnframt í djúpstæðri andstöðu við veruleikalögmál og það siðferði sem lesandi kennir sig við og kannast við. Að því leytinu til svipar bókinni til lýsingar Primos Levis á Auschwitz, en hér ber þó að ítreka að í tilviki Iweala er ekki um „sannsögulegt“ eða ævi- sögulegt verk að ræða. Verkið er hins vegar að flestu leyti afar raunsæislegt og varpar fram svipuðum spurningum og Levi gerði í bókum sínum, þ.e. hvernig er hægt að bera því ósegj- anlega vitni? Þetta er spurning og vandamál sem hvorki varð til né endaði með helförinni, en eins og ítalski fræðimaðurinn Giorgio Agamben hefur bent á er hægt að umorða vandamálið og staðsetja það frekar í misræminu milli svokall- aðs „veruleika“ hryllingsins og lýsinganna á at- burðunum. Ákveðin virðing er með öðrum orð- um borin fyrir orðræðu þeirra sem upplifðu atburðina. Hér er ekki gengið út frá því að tungumálið geti ekki fangað veruleikann, þvert á móti, ákveðin skil eru hreinlega dregin milli veruleikans og framburðarins, lýsingarinnar. Fyrir Agamben er ekki um þekkingarfræðilegt vandamál að ræða, spurningin er siðferðileg; andspænis því sem við vitum, getum við sagt að hið mannlega sé eitthvað annað en líf- efnafræðilegt slys? Hvernig er hægt að horfa í kringum sig og halda í upphafnar skilgrein- ingar? Spurning þessi er, segja má, útfærð sem söguflétta í bók Iwealas. Höfundur og verk Þetta er fyrsta skáldsaga Iweala en höfundur, sem var nemandi við Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum þegar hann skrifaði bókina, er af níg- erísku bergi brotinn. Ýmislegt má segja, og hef- ur verið sagt, um hlutverk höfundar í samhengi við efnivið bókarinnar en þó sýnist mér enginn hafa verið gagnrýnni en Susie Linfield sem skrifaði um bókina fyrir bókmenntatímaritið Bookforum. Linfield er reyndar í erfiðri að- stöðu, henni líkar bókin greinilega illa, og gerir á köflum hálfgert grín að höfundi (ungur og í Harvard – hvað veit hann?) en kemur sér þó ekki að því að fordæma bókina berum orðum, aðallega sökum þess að umfjöllunarefnið virðist henni hjartfólgið. Það er kannski rétt að taka það fram að ég geri gagnrýni hennar að umfjöll- unarefni, frekar en þann aragrúa af jákvæðum dómum sem bókin hefur fengið beggja vegna Atlantshafsins, vegna þess að grein Linfields er, á heildina litið, alveg mögnuð. Um er að ræða frábær bókmenntaskrif þótt ég sé henni ósammála í meginatriðum. Eitt af því sem Linfield gagnrýnir nokkuð harkalega er stíll bókarinnar, hin sérkennilega málýska sem Iweala beitir fyrir sig í hlutverki söguhöfundar. Hér er um mikilvægt atriði að ræða – ef lesandi sættir sig ekki við sérstakan tón verksins má ætla að heildarmyndin glatist. Höfundur tekur með öðrum orðum nokkra áhættu með því að láta sögumann mæla með orðfæri sem Marianne Faithfull lýsti einu sinni „brotinni ensku“. Ljóst er að tilgangurinn er að einhverju leyti sá að skapa fjarlægð milli sögu- manns og lesanda, á milli ólíkra menningar- heima, tilraun er gerð til að fanga bernsku og sakleysi í tungumálinu, en Linfield bendir rétti- lega á að Agu kemur frá menntaheimili, áhersla er lögð á að hann hafi alist upp við bóklestur og stöðuga skólagöngu. Ólíklegt verður því að telj- ast, að hennar mati, að hugsanagangur sögu- manns sé jafnfrumstæður og málfarið bendir til. Linfield gengur svo langt að segja að stíll bókarinnar afbyggi sjálfa persónuna. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta ágæt spurn- ing en ég kemst samt ekki að sömu niðurstöðu og Linfield gerir. Í fyrsta lagi pirraði stíllinn mig ekki (a.m.k. ekki eftir fyrstu blaðsíðurnar) og í öðru lagi finnst mér fjarlægðarröksemd- arfærslan ansi sterk. Kvikmyndir búa til dæmis yfir ýmsum aðferðum til að gefa í skyn land- fræðilegar og menningarlegar breytingar og fjarlægðir, bókmenntir hafa tungumálið. Þar að auki sýnist mér nokkuð augljóst, enda þótt Lin- field horfi fram hjá því, að Iweala er að vinna á mjög meðvitaðan hátt með þær frásagnarraddir sem enskumælandi lesendur hafa þegar kynnst. Hann er nánar tiltekið að vísa til bókar sem út kom fyrir nokkru sem nefnist They Poured Fire on Us From the Sky (Eldur helltist yfir okkur af himnum) eftir Alephonsion Deng, en bók þessi er samansafn af fyrstupersónufrá- sögnum súdanskra barnahermanna, og þýð- ingin, sem kom út á undan skáldsögu Iweala, einkennist af frásagnarröddum sem fara sínum eigin sérkennilegu höndum um enska tungu. Líkindin á milli þessara tveggja bóka, þegar að stíl kemur, er í öllu falli umstalsverð. En þetta er kannski aukaatriði. Iweala sýnir og sannar enn og aftur að kraftmikill skáldskapur lifir í margflóknu sambandi við heimildir, og heimild- arverk. Eins og Agamben myndi segja, getum við valið milli staðreynda og upplifunar? Á morgun munu allir deyja Skáldsagan Beasts of No Nation fjallar um barnahermenn í ónefndu Afríkuríki. Lýsing- arnar eru hræðilegar. Höfundurinn er frá Nígeríu og var nemandi við Harvard-háskóla þegar hann skrifaði verkið. Flestir hafa tekið bókinni mjög vel en sumir spyrja: Hvað veit Harvard-nemandi um líf barnahermanna? Barnahermenn og byssudjús í nýrri Afríku Höfundur er bókmenntafræðingur. Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Morgunblaðið/Þorkell Börn í stríði Hugtakið „barnahermaður“ sendir frá sér skjálfta sem samræmist fáum viðmiðum: hér er um einhvers konar ónáttúrlega blöndun aðskilinna flokka að ræða. Beasts of No Nation „Byssudjúsinn er eins og sam- blanda af englaryki, amfetamíni og alsælu, og þar með er slökkt á síðustu mannlegu eigindum hermannanna. Nú er ekkert óhugsandi.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.