Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Qupperneq 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006 | 15
Leiklist
Við mælum með því að leikhúsáhugafólkfari að sjá uppfærslu Leikfélags Ak-
ureyrar á Litlu hryllingsbúðinni sem gengið
hefur fyrir norðan en verður frumsýnd í Ís-
lensku óperunni í dag. María Kristjánsdóttir,
gagnrýnandi Morgunblaðsins, gaf sýningunni
góða dóma í mars og sagði meðal annars:
„Ég er ekki sérstakur aðdáandi söngleikja og
heldur ekki af kópíum af amerískum menning-
arheimi á íslensku leiksviði sem þessi sýning
auðvitað að hluta til er. En sá kraftur, gleði og
metnaður að vinna verk sitt vel sem nú ljómar
af Leikfélagi Akureyrar undir stjórn Magn-
úsar Geirs er sannarlega aðdáunarverður.“
Kvikmyndir
Að þessu sinni mælum við með spennu-myndinni Mission: Impossible III. Í dómi
Heiðu Jóhannsdóttur segir meðal annars:
„Myndin er vel skipuð leikurum, jafnt í aðal-
sem aukahlutverkum. Philip Seymour Hoff-
mann stelur þar senunni í hlutverki vopnasal-
ans Owen Davian, en fas leikarans eitt og sér
fær mannvonskuna til þess að lýsa af óþokk-
anum. Tom Cruise er góður að vanda og fær
áhorfandann til þess að trúa því að ekkert sé
þessari hetju ómögulegt. Það er vel hægt að
mæla með Aðgerð: Ómöguleg III sem góðri
afþreyingu og frambærilegum sumarsmelli.“
Myndlist
Á Listasafni Íslands hefur á síðustu miss-erum borið töluvert á tilraunum til að
setja safnið – og stundum safneignina – betur í
samhengi við samtímann. Þessar tilraunir
mátti m.a. merkja í tveimur nýlegum yfirlits-
sýningum á myndlist ungra Íslendinga og á
sýningu á bandarískri samtímalist á Listahátíð
í fyrravor. Þessi þróun í safnstarfinu er mik-
ilvæg; söfn samtímans eru ekki lengur
geymslustofnanir þar sem reglulega er dustað
rykið af sýningargripunum og þeir viðraðir –
söfn eru staðir þar sem ný sýn á menninguna
er mótuð og almenningi er gefinn kostur á að
skoða samtíma sinn í afhjúpandi og greinandi
samhengi.
Útspilið þetta vor í upphafi Listahátíðar er
yfirlitssýning á verkum tveggja vel þekktra ís-
lenskra samtímalistamanna; þeirra Birgis
Andréssonar og Steingríms Eyfjörð. Lesbókin
mælir þessa vikuna með þessum viðburði á
sviði myndlistar – ljóst er að allir sem þekkja
til þeirra Birgis og Steingríms munu fá tæki-
færi til að berja lykilverk augum. Og þeir sem
ekki hafa kynnst þeim ættu að geta aflað sér
yfirsýnar yfir hugmyndafræðilegar hræringar
síðustu ára í gegnum framlag áhugavert fram-
lag þeirra beggja.
Tónlist
Motion-tríóið frá Kraká er hingað komið áListahátíð í Reykjavík og heldur tvenna
tónleika í Nasa við Austurvöll, í kvöld og ann-
að kvöld. Samkvæmt skemmtilegu viðtali
Árna Matthíassonar við forsprakka tríósins í
vikunni ætti hér að vera um líflega og fjöl-
breytta tónleika að ræða.
Næstu þrír sunnudagsmorgnar á Listahátíð
verða síðan helgaðir Schumann, en þá munu
fimm píanóleikarar flytja verk hans í tónlistar-
húsinu Ými, auk þess sem Halldór Hauksson
fjallar um samband Roberts við konu sína,
Clöru, með brotum úr dagbókarfærslum og
bréfum. Tónleikarnir hefjast kl. 11 og draga
eflaust upp áhugaverða mynd af tónskáldinu.
Dagbókarbrot
Sylvia Plath: Letters Home 1950–1963. Úr
bréfi til móður hennar, 10. maí 1956.
Hugsaðu þér að vera í þessu andrúmslofti[Smiths-háskólans] 2.000 ungra, aðlað-
andi stúlkna, án þess að taka þátt í samkvæm-
islífinu! Ég myndi reyndar ekki vilja taka þátt
í samkvæmislífinu eins og ég hef kynnst því.
Ég þrái bara heimilið mitt og manninn minn
eina. Mér finnst samt vera mikill heiður að
boði þeirra [að kenna við skólann] og ef okkur
Ted vantar pening þá gæti hann kannski feng-
ið vinnu við Amherst-skólann í ár og við gæt-
um skrifað og kennt og eignast heimili, ein-
hvern tímann. Það er þess vert að leiða
hugann að því.
Lesbók
mælir með…
Í GALLERÍI + á Akureyri má nú
sjá samsýningu þeirra Sólveigar
Aðalsteinsdóttur og Þóru Sigurð-
ardóttur. Verkin eru að hluta til
unnin á staðnum og fela í sér könn-
un á rými í ýmsum skilningi. Þegar
inn er komið, í miðrými gallerísins –
sem er í hráum kjallara – blasa
vinstra megin við smáar teikningar
eftir Sólveigu á mislitum hvítum
eða fölgulum pappír. Þær sýna t.d.
rafmagnsinnstungu og lagnir í lofti í
næsta herbergi. Í horninu skáhallt á
móti eru útlínuteikningar Sólveigar
af fjöllunum við Eyjafjörðinn. Þær
eru varfærnislegar unnar, kannski
um of, og draga fram einstaka þætti
án þess að trufla andrúmsloft stað-
arins. Þar er um nokkurs konar vísi
að myndum eða hugsun að ræða
sem eru við það að leysast upp, líkt
og tímabundin nærvera listamanns-
ins. Á öðrum vegg, í sama herbergi,
sýnir Þóra teikningar sem eru unn-
ar á þann hátt að rúðustikaður
pappír hefur verið lagður ofan á
steypt gólfið og blýanturinn numið
allar sprungur og misfellur þess. Úr
verða verk sem hafa jarðfræðilegar
tilvísanir líkt og loftmyndir af
landslagi. Myndir Sólveigar og Þóru
vitna þannig um innra og ytra rými
staðarins en mætti einnig heimfæra
á huglægt rými.
Í suðurrými gallerísins sýnir Sól-
veig 4 ljósmyndir úr verkinu „Hús“
sem sýna innviði húsa: veggi, loft,
gólf eða glugga. A.m.k. tvær mynd-
anna eru á hvolfi og minna þannig á
afstæði sjónarhornsins. Glugga-
myndirnar tengjast glugga hins nið-
urgrafna gallerísherbergis og þar
sjást því moldarlög, gluggar á ljós-
myndunum vísa hins vegar út í opið
rými. Innrömmuð moldarlögin ýta
undir lífræna þætti á ljósmynd-
unum þar sem við sjáum húsnæði í
hrörnun; ófrágengna steypufleti,
málningu flagna og rykvefi hlaðast
upp. Sólveig hefur næma sýn á
smáatriði og nær að draga fram
sérstæða fegurð umhverfisins auk
þess að miðla sterkri tilfinningu fyr-
ir framrás tímans.
Í norðurrýminu sýnir Þóra 6 ljós-
myndir og texta sem skrifaður hef-
ur verið með blýanti beint á vegg-
inn. Sumar ljósmyndanna sýna
torkennileg, snærisreyrð form. Aðr-
ar fela í sér óhlutbundinn leik línu,
lits og ljóss sem kallast á við mynst-
ur í gólfi herbergisins, og gólfteikn-
ingarnar í miðrýminu. Þessar
myndir gætu verið af hári sem flýt-
ur á vatni og skírskota þannig til
forgengileikans og tímans. Textinn
hefur verið skrifaður ákaflega vand-
lega á vegginn inn í stikaðar línur
líkt og grunnskólanemendur eru
látnir gera í skrift. Þar er um að
ræða byggingarfræðilegar lýsingar
á húsi sem þakið hefur verið skelja-
sandi og minnir á að efnivið húsa
má rekja til náttúrunnar og hins líf-
ræna. Þá tilfinningu áréttar Þóra í
lokaorðum textans og sprengir þar
óvænt af sér öll rúmfræðileg höft.
Segja mætti að Sólveig og Þóra
fjalli þannig hvor með sínum hætti
um samspil og átök geómetrískra
og lífrænna forma, mannvirkja og
náttúru. Sýningin felur í sér höft,
umgjarðir og lokuð rými annars
vegar en hljóðlát nálgun listamann-
anna minnir um margt á innhverfa
og staðbundna íhugun. Hins vegar
má þar greina leit út á við; hugleið-
ingar í stærra samhengi um til-
veruna.
Könnun á/í rými
MYNDLIST
Gallerí +
Sólveig Aðalsteinsdóttir
og Þóra Sigurðardóttir. Til 14. maí 2006.
Samsýning
Mannvirki og náttúra „Segja mætti að Sólveig og Þóra fjalli þannig hvor með sínum hætti um samspil og átök geómetrískra og lífrænna forma, mannvirkja og náttúru.“
Anna Jóa
Lesarinn
Kazuo Ishiguro: Slepptu mér aldrei (Never
let me go), Bjartur 2005.
Þessi nýjasta saga Ishiguros situr í mér,sérkennileg og áleitin. Eins og við var að
búast er hún geysilega vel byggð, upplýs-
ingum er laumað
til lesanda smám
saman og þar
með seytlar inn í
huga manns
sannleikurinn
um hinn raun-
verulega upp-
runa persón-
anna. Þótt sagan
sé á vissan hátt
framtíðarhroll-
vekja um ungt
fólk sem á sér
enga framtíð og
þannig óend-
anlega sorgleg,
þá býr hún yfir
þeim sérstæðu
töfrum sem ein-
kenna bækur Ishiguros. Hann skrifar ein-
staklega áreynslulausan stíl, sem er samt
merkingarþrunginn, í senn einfaldur og
djúpur. Sagan geymir vissulega brýn sið-
ferðileg álitamál um einræktun og vísindi, en
hún felur líka í sér miklu almennari skír-
skotun um líf okkar allra í skugga dauðans,
um gildi tilfinninga og mikilvægi vinátt-
unnar.
Elísa Björg Þorsteinsdóttir hefur þýtt
söguna af mikilli prýði og ég tek ofan fyrir
útgefandanum að færa okkur þessa umtöl-
uðu og spánnýju bók á íslensku svo fljótt.
Páll Valsson
Páll Valsson
Mission Impossible 3 Tom Cruise er kominn aftur í hlutverki sérsveitarmannsins Ethan Hunt sem þarf
að glíma við erfiðasta andstæðing sinn hingað til, vopnasalann Owen Davian (Philip Seymour Hoff-
man) sem virðist vera algjörlega samviskulaus.