Lesbók Morgunblaðsins - 13.05.2006, Side 16
16 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 13. maí 2006
L
iz Stanley er prófessor í fé-
lagsfræði við háskólann í Ed-
inborg en rannsóknir hennar
eru alla jafna á jaðri fé-
lagsfræðinnar og fræðigreina
á borð við sagnfræði, bók-
menntir og heimspeki. Stanley hefur fengist
við rannsóknir og kenningasmíð á sviði fem-
ínískra fræða og lífsskrifa (e. life writings) og
eftir hana liggur fjöldi greina auk bóka. Í verk-
um sínum leggur hún áherslu á að styðja
kenningar sínar með raun-
verulegum dæmum og hefur
þannig tekist að sameina
kenningarlega umræðu og
rannsóknir á einstaklingum
og atburðum fortíðar. Í því tilliti er hún trú því
sem þær Sue Wise héldu fram í bók sinni
Breaking Out Again, nefnilega „að það væru
ekki aðferðirnar sem slíkar sem væru mik-
ilvægastar heldur hvernig fólk notaði þær.“ Í
greinum sínum hefur Stanley rætt tengsl lífs
sem var lifað og lífs á bók, um eyðileggingu
heimilda, falsanir og ritskoðun lífsskrifa og
hvernig við meðhöndlum fortíðina í samtím-
anum.
Árið 1992 kom út bók Stanley, The Auto/
Biographical I: Theory and Practice of Fem-
inist Auto/Biography. Þar kynnti hún til sög-
unnar greiningarhugtakið sjálfs/ævisaga (e.
Auto/Biography) til þess að vekja athygli á
flóknum tengslum ævisögu og félagslegra
formgerða. Sjálfs/ævisaga er fræðiheiti sem
vísar til þess að meintar tvenndir á borð við
fortíð og nútíð, sjálfið og hinn skarist þvers og
kruss í sögum, frásögnum og lýsingum, einnig
þeim sem verða til við rannsóknir fræðimanna.
Stanley andmælti einnig þeirri tilhneigingu til
að flokka lífsskrif (sendibréf, dagbækur, ævi-
sögur, sjálfsævisögur) í mismunandi texta-
flokka (e. genre) sem hún hélt fram að væru
ekki svo ólíkir innbyrðis. Hún segir: „Í bókinni
legg ég til að á meðan ekkert raunverulegt
samband sé til staðar milli lífsskrifa og raun-
verulegs lífs einstaklings, þá sé heldur ekki til
staðar fullkominn aðskilnaður milli þessara
þátta, en stór hluti póststrúktúralískrar hugs-
unar á þessum tíma fólst í slíkri aðgreiningu.
Ég á þá við að til séu „raunveruleg líf“ sem
fólk lifir, það deyr, finnur til gleði eða þján-
ingar og það ber að taka alvarlega. En um leið
er það viðurkennt að framsetning lífs í textum,
jafnt skrifuðum sem öðrum, er ávallt brellin (e.
artful) og á sér aldrei stað í gagnkvæmu sam-
bandi við það líf sem var lifað.“ Hún segir að
þær leiðir sem við notum til þess að lýsa okkar
eigin lífi og einkennum eigi sér margar upp-
sprettur, svo sem í sjónvarpi, bókum, minning-
argreinum, samtölum og ríkjandi menning-
artextum. „Það er þess vegna sem ég hélt því
fram að kenningasmíð innan hvers textaflokks
fremur en þvert á þá væri of heftandi, of
þröng, og færi á mis við það mikilvægasta og
mest spennandi sem hægt er að segja um
framsetningu lífs.“
Hugtökin minni, minningar, endurminn-
ingar, spurningin um hvers er minnst og hvers
vegna er ofarlega í huga Stanley. „Raunar hef
ég meiri áhuga á hugmyndinni um eftir/minni
(e. post/memory) fremur en minni (e. me-
mory)“ segir hún. „Með eftir/minni á ég við að
nánast um leið og eitthvað gerist fjarlægist
minnið þann atburð og öðlast nokkurs konar
sjálfstætt líf. Þetta á sér stað jafnvel þótt, og
kannski sérstaklega, þegar einstaklingurinn
sem man trúir því staðfastlega að „það sé
þetta sem raunverulega gerðist.“ Minni bygg-
ist á að gleyma – við gleymum næstum öllu og
það sem við munum er aðeins óljós skuggi
þess sem raunverulega gerðist. Eftir/minni og
fullyrðingarnar sem umlykja það, um „hvað
raunverulega gerðist og hvers vegna“, hafa
verið meginefni rannsókna minna í tengslum
við eftirmál suður-afríska stríðsins 1899–1902
(Búastríðsins) og fangabúðir þess. Einkum
hvernig „minni“ um þessa atburði var stjórnað
og því síðar fenginn staður í þjóðern-
ishugmyndafræði Afrikaans.“
Stanley kveðst fyrst og fremst hafa áhuga á
þeim ferlum sem stjórna því að minningar
sumra eru meðhöndlaðar sem staðreyndir
meðan minningar annarra eru dæmdar til
gleymsku og þagnar. Hún segir að í Suður-
Afríku hafi svartir orðið fórnarlömb mark-
vissrar gleymsku og þöggunar en að þessi
þöggun verði að einhverju leyti rofin í bók
hennar Mourning Becomes … Post/Memory,
Commemoration & the Concentration Camps
of the South African War, sem kemur út á
næstu vikum.
Frá minni og minningum víkur tal okkar að
ljósmyndum. Hún kveðst mjög meðvituð um
sjónræna ásýnd samfélagsins og hafi frá út-
gáfu The Auto/Biographical I skoðað hið sjón-
ræna á greinandi hátt. „Vinur minn hefur sagt
að félagsvísindafólk noti hið sjónræna sem
„augnakonfekt“, en ég vona að ég geri það
ekki! Vissulega er erfitt annað en viðurkenna
mikilvægi þess hvernig einhver lítur út þegar
um er að ræða ævisögu eða sjálfsævisögu og
að sú framsetning hefur áhrif á hugmyndir
okkar um persónuna. Í Suður-Afríku hef ég
rannsakað staðfræði (e. topograpy), minn-
isvarða, minnismerki og minningasvæði, þar á
meðal sjónræn áhrif þeirra. Í skrifum mínum
um þessar rannsóknir nota ég fjölmargar ljós-
myndir til þess að miðla upplýsingum, til þess
að draga fram óvissuþætti þess sem kemur
fram á myndunum og einnig til þess að rann-
saka myndræna miðlun og tvíeggjaða fram-
setningareiginleika hennar.“
Stanley segist m.a. munu ræða túlk-
unarþætti ljósmynda í fyrirlestrinum á
fimmtudag og nota ljósmyndir til að styðja mál
sitt. Hún hvetur fræðimenn til þess að nota
ljósmyndir og annað sjónrænt efni við rann-
sóknir sínar og beina sjónum að túlkun þeirra
og óvissuþáttum.
Í tengslum við rannsóknir sínar hefur Stanl-
ey sett fram kenningar um sendibréf og bréfa-
skipti („Epistolarium“) og ég spyr hana hvern-
ig hún skilgreini sendibréf, hvort þau séu
textaflokkur, hvers konar heimild þau séu.
Hún segist ekki sérlega hrifin af slíkum skil-
greiningum og minnir á að í The Auto/
Biographical I hafi kenningar hennar gengið
þvert á reglur um textaflokka. „Í tengslum við
vinnu mína við handrit og bréf suður-afríska
rithöfundarins og femíniska kenningasmiðsins
Olive Schreiner (1855–1920), fór ég að hugsa
um „bréfa-skrif-sem-textaflokk-fyrir-hana“,
þ.e. bréf Schreiner, ritgerðir, allegoríurnar og
skáldsögur, taka á sig mismunandi form og
eru ólík hvert öðru en samrýmast heldur ekki
viðteknum reglum um þessa textaflokka. Ég
rökræddi sumar þessar hugmynda nýlega í
samtalsgrein við kollega úr bókmenntunum,
Margaretta Jolly („Letters as / not a genre“). Í
raun þá lenda bréf einstaklings á borð við
Olive Schreiner, sem var innvikluð í opinber
málefni jafnframt því að vera atvinnurithöf-
undur, milli textaflokka. Í bréfum hennar má
sjá þræði úr pólitískum álitsgreinum, skáld-
uðum textum og heimspekilegum ritgerðum.“
Spurningu minni um það hvort betur eigi við
að meðhöndla bréf og bréfasöfn sem sagn-
fræðilega heimild eða bókmenntalega texta
svarar hún með því til að best sé að skoða þau
sem hvort tveggja en ekki eitthvað þar á milli.
„Fyrir mína parta á fremur að skoða bréf sem
heillandi form lífsskrifa, sem hægt er að
greina á áhugaverðan hátt í tengslum við
„stund skrifanna“, en einnig vegna þess að þau
eru stíluð á annan einstakling, voru skrifuð
„fyrir“ hann og því áhugavert að bera þau
saman við dagbækur og sjálfsævisögur.“
Við ræðum um liðin líf og það að skrifa líf.
Ég segi henni að skrif hennar um líf sem var
lifað og líf á bók (e. lives lived og lives written)
hafi haft mikil áhrif á mig („Mourning beco-
mes … The work of feminism in the space bet-
ween lives lived and lives written“) og kemst
að því að ég er ekki sú eina. „Að hluta til fjallar
greinin um hörmulegt andlát nýfædds barns“,
segir Stanley „en jafnframt því að hafa áhuga
á því hvernig móðir barnsins hugsaði um
dauða þess og brást við honum síðar í lífinu, þá
lagði ég siðferðilega gildru fyrir lesendur mína
með því að stuðla að því að þeir sæju hlið-
stæður milli þessarar konu og Búakvennanna
sem misstu börn meðan á stríðinu stóð en voru
jafnframt forhertir kynþáttahatarar. Mig
langaði að koma því til skila að góður og vond-
ur eru ekki andstæðar tvenndir og að það eru
ekki aðeins fórnarlömbin og hinir kúguðu sem
eiga tilkall til réttlætis.“ Þegar ég spyr hvort
hún telji hægt að skrifa trúverðuga frásögn af
lífi sem var lifað segir hún: „Tengsl lífs sem
var lifað og lífs eins og það er sett fram eru
margslungin og það er þessi margbreytileiki
sem ég hef reynt að koma til skila í verkum
mínum fremur en meintum hugmyndum um
sannleika. Sannleikur er hált orð og auðvitað
geta skoðanir á því í hverju hann felst breyst í
tímans rás og vissulega er oft tekist á um
hann. Það er þessi gerjun sem ég hef áhuga á
enda hef ég ævarandi áhuga á því sem kalla
mætti „þekkingarfræði hversdagsins“ (e.
‘everyday epistemology’). Það sem heillar mig
eru hugmyndir hversdagsins um það hvað sé
sannleikur og staðreynd, hvað sé lygi og að-
eins skoðun, hver sé útgangspunkturinn þess
að sanna að hlutirnir séu á þennan veginn eða
hinn og hvers konar fólk sé talið hafa vald til
að leysa úr ágreiningi.“
En hvað um Olive Schreiner, hvernig hefur
verið að lifa með henni í öll þessi ár? Og hvað
um „samband“ Stanley og Schreiner, skilin
milli þeirra? „Ég var einu sinni spurð hvort
mér félli vel við Olive Schreiner. Þá hafði ég
ekki hugleitt það og jafnvel nú tuttugu árum
síðar þá virðist það ekki mikilvægt. Ég myndi
halda því fram að það væri ekki mögulegt að
vita hvort okkur hefði líkað við fólk í fortíðinni
eða ekki – tíminn hefur liðið og við erum að
fást við leifar af lífum, ekki lifandi fólk. Hins
vegar ber ég virðingu fyrir mörgum hug-
mynda Schreiners og tilraunum hennar til
þess að hrinda í framkvæmd pólitískri sann-
færingu sinni (um femínisma, sósíalisma, kyn-
þætti og kynþáttahyggju). Það að „lifa með“
Olive Schreiner hefur snúist um það að hugsa
og endurhugsa siðareglur hennar, pólitískar
skoðanir og yfirlýsingar meðfram því sem ég
hef kynnst betur bæði birtum og óbirtum
skrifum hennar. Ég hef því ekki orðið of ná-
komin Schreiner í gegnum árin, ég tengi mig
ekki við „hana“ á þann hátt vegna þess að
„hún“ er ekki til.“
Stanley hefur hvatt til þess að fræðimenn
rjúfi þögn skjalasafnanna, einkum í þeirri
merkingu að beina í auknum mæli sjónum að
því hvernig þekking verður til, hvernig skjala-
söfn eru sett saman og varðveitt, bæði hin op-
inberu skjalasöfn og okkar eigin (fræðimann-
anna). Hvers vegna að rjúfa þögnina? „Vegna
þess að þagnir eru vísvitandi en ekki nátt-
úrulegar,“ segir Stanley. „Vegna þess að það
sem er þaggað er mikilvægt og varðar stund-
um líf og reynslu kúgaðra hópa. Vegna þess að
rannsóknarvinna skapar hávaða og þess vegna
er mikilvægt að fella hann inn í umræður um
það sem þessi vinna framleiðir. Ég hef einmitt
nýlokið við grein („Archigraphics“) um þessar
þagnir í því hvernig við fræðimenn skrifum um
rannsóknir okkar.“
Upp á síðkastið hafa fræðimenn á sviði lífs-
skrifa í vaxandi mæli notað fræðiheitið „The
narrative turn“, sem mætti þýða lauslega sem
breytingu til frásagnar. Stanley segir: „Hug-
takið er mikið notað núna og er hluti af miklu
víðtækari breytingum sem eiga sér stað í
fræðaheiminum. Að sumu leyti tel ég að betra
væri að kalla þessar breytingar verufræðileg-
ar (e. ontological turn) vegna þess að þær
varða enduruppgötvun hins félagslega, endur-
uppgötvun sjálfsvera (e. subjects), sjálfs og
þjóðveru (e. peoplehood). Frásagnarhugsun
(e. narrative thinking) hefur áhuga á þeim sög-
um sem fólk segir, hvernig það segir þær, eftir
hverju er sóst og hverjar niðurstöðurnar
verða.“
Að lokum spyr ég Liz Stanley hvað sé efst á
baugi hjá henni þessa dagana:
„Það er einkum tvennt. Annars vegar að rit-
stýra þúsundum bréfa Olive Schreiner til út-
gáfu en þau verða gefin út bæði í Bretlandi og
Suður-Afríku. Þetta er mikið verk sem á eftir
að halda mér við efnið í nokkur ár! Hins vegar
tek ég þátt í stofnun nýs rannsóknaseturs í
frásagnar- og sjálfs/ævisögulegum fræðum við
Edinborgarháskóla (Centre for Narrative and
Auto/Biographical Studies, NABS). Þar koma
saman allir þeir fræðimenn Edinborgarhá-
skóla sem hafa áhuga á frásögnum og sjálfs/
ævisögum. Jafnframt munu fræðimenn frá
fleiri löndum tengjast setrinu, vonandi einnig
frá Íslandi.“
Greinar og bækur sem nefndar eru í viðtalinu:
„Archigraphics“, grein í birtingu 2006.
Mourning Becomes... Post/Memory, Commemoration and
the Concentration Camps of the South African War (Man-
chester University Press, Rutgers University Press, 2006). Í
prentun.
„Letters as / not a genre“, (ásamt Margaretta Jolly) LifeWrit-
ing Vol. 1, No 2 (2005), bls. 1–18.
„The Epistolarium: On Theorizing Letters and Correspond-
ences“, Auto/Biography 12 (2004), bls. 201–35.
„Mourning becomes … The work of feminism in the space
between lives lived and lives written“, Women’s Studies Int-
ernational Forum 25 (2002), 1, bls. 1–17.
Breaking Out Again: Feminist Ontology and Epistemology
(ásamt Sue Wise) (Routledge 1993). Endurskoðuð útgáfa.
Hin fyrri kom út 1983 undir heitinu Breaking Out: Feminist
Ontology and Epistemology.
The Auto/Biographical I: Theory and Practice of Feminist
Auto/Biography (Manchester University Press 1992.)
Lesið í fortíðina
Breski félagsfræðingurinn Liz Stanley flytur
árlegan minningarfyrirlestur Jóns Sigurðs-
sonar við setningu þriðja íslenska Söguþings-
ins næstkomandi fimmtudag, 18. maí. Í tilefni
af því var rætt við Stanley um rannsóknir
hennar og þau fræði sem hún stendur fyrir.
Eftir Erlu Huldu
Halldórsdóttur
erlahulda@
simnet.is
Liz Stanley Í greinum sínum hefur Stanley rætt tengsl lífs sem var lifað og lífs á bók, um eyðileggingu
heimilda, falsanir og ritskoðun lífsskrifa og hvernig við meðhöndlum fortíðina í samtímanum.
Höfundur er doktorsnemi í sagnfræði
við Háskóla Íslands.