Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Side 4
4 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók T éður Haukur þurfti að ná í blaðamann á fæti, þar sem hann sat í bíl sínum, villtur. Honum mistókst að rata á stefnumótastaðinn þrátt fyrir fínar og nokkuð ítarlegar leið- beiningar frá Ragnheiði. Þegar fólk segir manni að það sé „auðvelt að finna þetta“ reynist hið gagnstæða iðulega vera raunin. Þannig er mál með vexti að systkinin eru að leggja lokahönd á plötuna nýju í Stúdíó Flís, nýtilkomnu hljóðveri hljómsveitarinnar Flís og Finns Hákonarsonar. Hljóðverið er í leiðinni til Mosfellsbæjar, rétt við Hafra- vatnsafleggjarann. Það var þrautin þyngri að ramba á rétta húsið og eftir að hafa rúntað um stund fram og til baka á sama spottanum var talið ráðlegast að senda mann eftir blaðamanninum sem myndi svo lóðsa hann á réttan stað. Er inn er komið geng ég svo til í flasið á Ragnheiði, Finni og Helga Svavari, áslátt- armeistara Flís. Fólk fellst í faðma en við svo búið skundar Ragnheiður með mér í eldhúsið svo við getum nú náð í hið ómiss- andi kaffi. Helgi og Finnur fara hins vegar að bisa við að koma upp hátalarastæðu á meðan. Við tyllum okkur á gluggakistu við opinn glugga í upptökusalnum og hefjum spjallið. Á leið til New York „Ég flyt út til New York eftir fimm daga,“ segir Ragnheiður brosandi. Maður skynjar að hún er á tánum vegna þessa en um leið finnur maður fyrir heilnæmri eftirvæntingu. „Það er því allt á fullu akkúrat núna og hausinn út um allt. Þú afsakar það,“ segir hún og hlær. Ragnheiður Gröndal er semsagt að fara út til New York í meira nám og hefur skráð sig í New School of Jazz and Contemporary Music sem er á besta stað í Greenwich Vil- lage. Mun hún dvelja þar í eitt ár til að byrja með. Ragnheiður fór í inntökupróf við skólann í mars síðastliðnum og flaug inn. „Það hefur alltaf verið inni í myndinni að ég myndi fara eitthvað út, í eitthvað nám,“ segir Ragnheiður. Hún talar hratt en skýrt, er ekkert að tvínóna við þetta, ekki frekar en við tónlistina. „Svo kláraði ég F.Í.H., söngnámið, vorið 2005 en hafði einnig tekið einhverja píanó- tíma líka. Svo sá ég blaðaviðtal við ein- hverja djasssöngkonu í New York og bingó, fannst það vera málið. Fór bara á Google og sló inn „New York jazz school“ eða eitt- hvað þess háttar og fór að leita. Fann þenn- an skóla svo. Mér leist satt að segja ekki á þessa rosaskóla eins og t.a.m. Juilliard, gæti trúað að þeir væru of íhaldssamir fyrir mig, án þess þó að ég viti neitt um það. Ég er ekkert að dæma þeirra kennslufræði. En ég fór að spyrjast fyrir um skólann minn og hann er í miklum metum og virtur, hefur hefðina í hávegum en leyfir fólki samt að þróa sig eftir eigin höfði. Ég er alltaf að leita að músík, einhverju spennandi og ætla ekki að binda mig neitt sérstaklega við djass. Það verður pottþétt hægt að finna eitthvað skemmtilegt þarna.“ Ragnheiður segir inntökuprófið nokkuð sérstakt. „Ég hafði aldrei komið til New York áður og þetta er í fyrsta skipti sem ég mun búa eitthvað að ráði erlendis. Mér fannst inn- tökuprófið fremur létt en maður býr að mikilli reynslu eftir að hafa starfað hér á landi. Ég mætti bara í rosa fínum kjól, söng fyrir liðið … og bara ekkert mál. Þau urðu Tónlistin ein Ragnheiður Gröndal er nú að leggja loka- hönd á nýja plötu þar sem hún syngur íslensk þjóðlög. Plötuna vinnur hún með bróður sín- um, Hauki, og verður þetta fjórða sólóplatan sem kemur frá þessari mikilvirku og fjölhæfu söngkonu en þó hún sé ekki nema tuttugu og eins árs á hún þegar að baki langan og giftu- ríkan feril. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Ragnheiður Gröndal „Ég ákvað einfaldlega að ég myndi lifa á því að vera tónlistarmaður. En stóra „breikið“ ef svo má kalla varð þegar lagið „Ást“ varð vinsælt haustið 2003. En ég hafði líka sungið í forkeppni Evróvisjon sama ár og einhverjir tóku vísast eftir mér þar.“ Ragnheiður Gröndal er tiltölulega víruð Morgunblaðið/Eyþór

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.