Lesbók Morgunblaðsins - 02.09.2006, Síða 6
6 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
E
n hvað með gæði upplýsing-
anna? Áreiðanleika þeirra?
Hvað með sjálfstæði fjölmiðils-
ins gagnvart eigendum sínum,
auglýsendum og stjórnvöld-
um? Hvað með hið marg-
nefnda hlutverk fjölmiðla sem fjórða valdið í lýð-
ræðisríkinu? Á það undir högg að sækja í
þessum hraðbreytilega heimi fjölmiðlunar nú-
tímans?
Leiðarahöfundur Economist er ómyrkur í
máli þegar hann segir: „Eftir að hafa neitað að
horfast í augu við staðreyndir um árabil hafa
dagblöðin loks tekið við sér. Til að skera niður
kostnað hafa þau kosið að draga úr blaða-
mennsku. Mörg þeirra reyna einnig að höfða til
yngra fólks með því að auka efni um afþreyingu,
lífstíl og annað sem höfðar til hins daglega lífs
fremur en að birta greinar um erlend málefni og
stjórnmál. Um leið fjárfesta þau í fríblöðum, þar
sem gerðar eru mun minni ritstjórnarlegar
kröfur og ekki er ætlast til að fletti ofan af
stjórnmála- eða fjármálaspillingu. Ekki verður
séð að svo krampakennt fálm verði til að bjarga
mörgum þeirra. Og jafnvel þó svo verði þá horfir
illa fyrir opinberu hlutverki fjórða valdsins.“
Leiðarahöfundur Economist spáir því að á
næstu áratugum muni um helmingur allra dag-
blaða hins vestræna heims leggja upp laupana.
Það vekur í rauninni furðu hvað útgefendur
stærstu dagblaðanna hafa verið seinir að átta
sig á þróuninni og farið sér hægt í að endurnýja
sig og aðlagast nýjum tímum með netútgáfum
og fríblaðaútgáfu. „Óskiljanlega kærulausir,“
sagði Rupert Murdoch í ræðu á síðasta ári.
Margir útgefendur hafa þó tekið hressilega við
sér og nú er svo komið að auglýsingatekjur af
netúgáfum dagblaða vega talsvert upp á móti
tapi af pappírsútgáfunum.
Economist segir að kæruleysi vestrænna
blaðaútgefenda stafi fyrst og fremst af forrétt-
indaaðstöðu þeirra áratugum saman. „Stærstu
dagblöðin hafa um áratugaskeið verið nánast í
einokunaraðstöðu, hagnaður þeirra var mikill og
tekjur af höfuðstól hærri en í öðrum greinum.
Til skamms tíma sáu blaðaútgefendur litla
ástæðu til breytinga eða tilrauna og eyddu
litlum ef nokkrum fjármunum í rannsóknir og
þróun.
Mjög er misjafnt hvernig til hefur tekist með
netútgáfur dagblaða og í mörgum tilfellum er
netútgáfan eins konar „litli bróðir“ hins prent-
aða blaðs.“ Economist tiltekur tvenn mistök
sem dagblaðaútgefendur hafi gert í upphafi net-
útgáfu. Í fyrsta lagi hafi útgefendur ekki gert
sér grein fyrir sjálfstæði Netsins sem fjölmiðils
og einfaldlega birt hið prentaða dagblað á net-
síðum sínum og þannig gert þær þunglamalegar
fyrir hraðlæsa netnotendur sem ekki vilja eyða
tíma í óþarfa flettingar og eru oftast í leit að sér-
hæfðara efni. Í öðru lagi hafi virðing útgefenda
fyrir netútgáfum sínum verið svo lítil að þau hafi
sparað sína bestu blaðamenn fyrir pappírsútgáf-
una; blaðamennirnir hafi fundið fyrir þessari
mismunun og slegið skjaldborg um starfsvið
sitt, hið prentaða dagblað.
Margir ritstjórar og fréttastjórar kannast ef-
laust við samkeppnina sem ríkir innan sama
fjölmiðils um hvort birta eigi frétt strax á net-
útgáfunni eða spara hana fyrir prentuðu útgáf-
una. Stjórnendur dagblaða hafa brugðist við
þessu á ýmsan hátt. Í sumum tilfellum vinna
blaðamenn prentuðu útgáfunnar og netútgáf-
unnar náið saman og engin mörk eru dregin á
milli þeirra. Aðrir segja þetta ekki rétta leið og
„Hver drap dag
„Hver drap dagblöðin?“ spurði breska tímarit-
ið Economist á forsíðu sinni fyrir rúmri viku
og varpaði um leið fram athyglisverði umfjöll-
un um stöðu dagblaða í dag, sem þegar hefur
knúið fram svör erlendis. Þar kemur m.a.
fram að seld dagblöð eru að tapa meiru með
hverju árinu. Ungt fólk snýr sér í æ meira
mæli að Netinu í leit að fréttum og frétta-
tengdum upplýsingum og hlutur dagblaða í
auglýsingaveltu fer minnkandi. Samkvæmt
Economist hefur hlutdeild dagblaðanna í aug-
lýsingum á heimsvísu minnkað úr 36% árið
1995 í 30% í ár og sérfræðingar spá að 2015
verði hluturinn orðinn 25%. Jafnframt efast
enginn um að aldrei hefur verið jafn auðvelt
að nálgast upplýsingar um allt milli himins og
jarðar, hvort sem eru fréttir eða ítarefni um
hvaðeina sem fólk vill vita. Lesbók spurði fólk
úr fjölmiðlaheiminum hér á landi álits.
Eftir Hávar Sigurjónsson
havar@simnet.is
Það er ekkert sem úti-lokar að áskriftar-og fríblöð geti dafn-
að hlið við hlið. Ég geri þó
ráð fyrir að efnistök frí-
blaðanna verði almennara
eðlis og höfði í meira mæli
til hins breiða fjölda en
áskriftarblöðin leggi meira
upp úr sérhæfðari og dýpri
umfjöllun.
Ég tel að það sé langt í að prentuð dagblöð
leggist af þó fréttamiðlun sé einnig á netinu.
Það er alþekkt af öðrum sviðum að ný form
miðlunar og samskipta gera ekki útaf við þau
sem fyrir eru. Enn tekur fólk myndbands-
spólur og fer í bíó og póstburðarfólk hefur tölu-
vert fyrir stafni. Netið er engu að síður miðill
framtíðarinnar og fréttamiðlun er þegar farin
að taka miklum breytingum hér á Íslandi. Net-
miðlun frétta losar fólk undan þeirri kvöð að
setja sig í ákveðnar stellingar á ákveðnum tím-
um til að hlýða eða horfa á fréttir. Fólk hefur
aðgang að fréttum þegar það hefur tíma til
þess.
Menn eiga eftir að endurmeta fjölmiðlana
sem handhafa fjórða valdsins í samfélaginu.
Aðgengi að upplýsingum er það gott að fjöl-
miðlar ráða því ekki lengur hvaða upplýsingar
rata til almennings. Ég lít ekki á fjölmiðla sem
valdatæki heldur sem þjónustufyrirtæki.
Mér finnst ekkert hafa komið fram sem stað-
festir að blaðamenn séu í öðrum tengslum við
eigendur fjölmiðlanna í dag en áður hefur ver-
ið. Saga íslenskra dagblaða bendir nú frekar til
þess að staða blaðamanna gagnvart eigendum,
stjórnmálaflokki eða hluthöfum, hafi verið
veikari þá en nú.
Fjölmiðlar þjónusta lesendur/hlustendur/
áhorfendur sína og ef samfélag verður sjálf-
hverfara, alvörulausara og vill meiri afþrey-
ingu, þá svara fjölmiðlarnir þeim óskum frem-
ur en að móta þróunina. Megnið af því efni sem
framleitt er snýst um samskipti auglýsandans
við neytendur. Stöðugt er reynt að finna efni
sem dregur fólk að skjánum og selur þar með
auglýsingar. Þegar upp er staðið þá flýtur mjög
mikið af allri fjölmiðlastarfsemi ofan á auglýs-
ingamarkaðnum. Augu og eyru neytandans eru
sá gjaldmiðill sem fjölmiðlar hafa gagnvart
auglýsendum.
Augu neytandans
eru gjaldmiðill
fjölmiðlanna
Ari Edwald, forstjóri 365 miðla
Það er gríðarleggerjun í allri miðl-un í dag, á prenti,
ljósvaka og Neti, og enn
er ekki ljóst hvaða farveg
þetta finnur sér.
Ákveðnir meginstraumar
eru þó þegar farnir að
koma í ljós. Í prentmiðlun
eru það fríblöðin sem
gera út á mikla dreifingu
sem hafa verið að hasla sér völl og finna sér
form á markaðnum. Áhrifin sem fríblöðin
hafa á áskriftarblöðin er að samkeppni um
auglýsingar verður harðari og áskrift-
arblöðin mæta þessu hvorutveggja með hag-
ræðingu í rekstri sínum og með því að
leggja áherslu á gæði í efnistökum og fram-
leiðslu. Að mörgu leyti tel ég að fríblöðin
hafi með þessu haft góð áhrif á dag-
blaðamarkaðinn.
Áskriftarblöðin þurfa að hlusta sinn
markað enn betur en þau hafa gert. Þess má
t.d. sjá glöggt merki í Morgunblaðinu að
undanförnu, að blaðið er að bera á borð
meira efni af léttara tagi en án þess að fórna
dýptinni í efnistökum sínum um alvarlegri
mál. Morgunblaðið verður með þessu mjög
góður kostur fyrir íslensk heimili þar sem
margar og ólíkar kröfur eru gerðar til þess.
Árvakur hefur í rauninni farið út í frí-
blaðaútgáfu á tvennum vettvangi. Annars
vegar er mbl.is og hins vegar Blaðið sem
Árvakur á hlut í. Mbl.is er í rauninni frímið-
ill þar sem fólk fær styttri útgáfur af frétt-
um dagsins. Mbl.is er langmest notaði net-
Mjög frjó upplýs-
ingastarfsemi
Einar Sigurðsson,
forstjóri Árvakurs
Munurinn á áskrift-arblöðum og frí-blöðum er í
mörgum tilvikum sá að
áskriftarblöðin eru mun
vandaðri. Þau leggja
meiri áherslu á vandaðar
fréttir og vel unnar
fréttaskýringar og tími
þeirra er sannarlega ekki
á enda runninn. Hins-
vegar munu fríblöðin sækja enn meira á en
þau gera í dag.
Áskriftarblöðin munu líklega halda
áfram að tapa áskrifendum um skeið en ég
tel að á ákveðnum tímapunkti þá stöðvist
sú þróun. Þau þurfa vissulega að aðlaga sig
breyttum heimi í fjölmiðlun. Þau þurfa að
draga saman seglin en þeirra framtíð ligg-
ur í góðri fréttamennsku. Ef þau skera of
mikið niður á þeim pósti þá eru þau feig.
Neysla okkar og sókn í upplýsingar er sí-
fellt að færast meira yfir á Netið. Það mun
draga úr lestri dagblaða, ekki bara áskrift-
ardagblaða heldur líka fríblaða. Kannanir
hér á Íslandi sýna samt að lestur á dag-
blöðum er ekki að minnka þrátt fyrir net-
miðlana.
Fjölmiðlar eru eins og hver önnur fyr-
irtæki og þurfa að skila hagnaði til þess að
þeim sé haldið úti og eigendur þeirra gera
að sjálfsögðu arðsemiskröfu til sinnar eign-
ar. Þetta getur orðið á kostnað gæðanna en
höfundur Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins
komst ágætlega að orði sl. sunnudag þegar
hann sagði: „Fríblöð eru eins góð og þau
þurfa að vera.“ Þetta er kjarni málsins
varðandi fríblöð, þau eru ekki betri en þau
þurfa að vera en þau þurfa að ná
ákveðnum gæðum til að lesendur lesi þau.
Hættan er fyrir hendi að fjölmiðlar glati
sjálfstæði sínu gagnvart eigendum og/eða
auglýsendum. Ég er hinsvegar þeirrar
skoðunar að þeir fjölmiðlar sem stunda
góða og vandaða blaðamennsku muni sigra
í samkeppninni. Lesendur munu halda þeim
við efnið því þeir kunna að greina á milli.
Það er ekkert til sem heitir fullkomlega
sjálfstæður fjölmiðill. Að halda því fram er
hrein heimska.
Frétta- og blaðamennska tekur meira
mið í dag af því sem fólk vill horfa á og
lesa um en áður var. Mýkri efnistök eru til
þess fallin að ná athygli lesandans/
áhorfandans um stund. Samkeppni um at-
hygli fólks hefur aldrei verið meiri. Efn-
istök fjölmiðla bera vott um það. Ég fagna
því.
Fullkomlega
sjálfstæður fjöl-
miðill er ekki til
Karl Garðarsson,
framkvæmdastjóri Blaðsins