Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 1
LEIÐ MIÐJU GRÆNNA Laugardagur 30. 9. 2006 81. árg. lesbók VERKEFNI Í UMHVERFIS- OG NÁTTÚRUVERNDARMÁLUM MEGA EKKI STRANDA Á RÉTTTRÚNAÐI TIL HÆGRI EÐA VINSTRI. Engin innistæða er fyrir sjálfumgleði eða andvaraleysi af Íslendinga hálfu » 7 Eftir Aðalstein Ingólfsson adalart@thjodminjasafn.is Um þessar mundir eru liðinsjötíu ár síðan fjórir hug-umstórir einstaklingar ífinnska hönnunargeir- anum opnuðu verslunina Artek í hjarta Helsinki. Þarna voru á ferð listgagnrýnandinn Nils-Gustav Hahl (1904–1941), sterkefnuð og smekkvís kona að nafni Maire Gullichsen (1907–1990) og arkitektahjónin Aino Marsio-Aalto (1894–1949) og Alvar Aalto (1898–1976). Árið áður, 1935, höfðu þessir fjór- menningar stofnað félag undir sama nafni í því augnamiði að tengja sam- an sjónlistir og tæknihyggju, „art“ plús „tek“. Það markmið var mjög í anda alþjóðlegs módernisma og þess finnsk-sænska líberalisma sem þau voru fulltrúar fyrir, en hvorutveggja gekk út á að laga framsækna list- sköpun að þörfum almennings. Eða eins og segir í metnaðarfullu „maní- festi“ þeirra: „Að hefja til vegs fram- sækna lifnaðarhætti og menningu“. Artek-versluninni var öðru frem- ur ætlað að markaðssetja húsbúnað þeirra Alvars og Aino konu hans og veita brautargengi nýjum hug- myndum í arkitektúr og húsainn- réttingum, auk þess að hafa á boð- stólum húsgögn eftir innlenda og erlenda hönnuði sem aðhylltust ný viðhorf. Velgengni fyrirtækisins fyrsta áratuginn má ekki síst þakka því hve samhentir þessir fjórir ólíku ein- staklingar voru. Alvar Aalto var frjór listamaður og um leið útsjón- arsamur þegar kom að tæknilegri framkvæmd hlutanna. Þótt hann hafi ekki fundið upp formbeygingu á trjáviði einn og óstuddur – stundum gleymist að Otto Korhonen og smíðaverkstæði hans komu þar einnig við sögu – þá var það Aalto sem gerði sér grein fyrir helstu notkunarmöguleikum formbeyg- ingar. Aalto var einnig öflugur tals- maður nýrra viðhorfa í arkitektúr og hönnun við opinber tækifæri og ötull „networker“, fljótur að setja sig í samband við alla þá sem gátu komið fyrirtæki hans og finnskri hönnun að gagni. Við upphaf þriðja áratugarins höfðu Aalto-hjónin komið sér upp tengslaneti þar sem var m.a. að finna arkitektana Walter Gropius og Le Corbusier og fjöllistamanninn Lazló Moholy-Nagy. Á þriðja og fjórða áratugnum var líka til þess tekið hve Aalto hjónin voru dugleg að fljúga vítt og breitt um Evrópu á kaupstefnur og ráð- stefnur, meðan flestir aðrir ferð- uðust með bílum eða lestum. Þau hjón voru einnig fjölmiðlavæn, eins og það heitir í dag; myndir af þeim birtust bæði á samkvæmissíðum og fréttasíðum finnskra blaða, auk þess sem Alvar skrifaði reglulega frá- sagnir af skoðunarferðum þeirra ut- anlands og sendi dagblöðum. Aino Aalto tryggði þeim hjónum síðan jarðsamband á heimaslóðum, ef svo má segja, með hagkvæmri, einfaldri og stílhreinni hönnun sinni á nytja- hlutum. » 3 Artek og Aalto Sjötíu ár liðin síðan Artek-verslunin var opnuð í hjarta Helsinki Alvar Aalto Hér á áttunda áratugnum, orðinn heimsþekktur arkitekt. Reuters Ekki fangi „Mér hefur aldrei liðið eins og fanga,“ segir Aung San Suu Kyi sem hefur verið í stofufangelsi í Burma sl. 16 ár vegna skoðanna sinna. » 4 Hvernig veit maður hvaðer list og hvað er ekkilist? Hér áður fyrrtöldu menn sig geta skilgreint eðli listarinnar, en það virðist ekki lengur hægt. Það er orðið sjálfsagt mál að ekkert sem varðar listina er lengur sjálfsagt eins og þýski heimspekingurinn Theodor Adorno orðaði það. Höf- um við þá engin viðmið lengur til að vita hvað er list og hvað ekki? Er listin kannski bara eitthvað sem stofnanir eins og listheimurinn, söfn, gallerí og listaverkasalar ákveða að sé list og markaðssetja sem slíka? Er listin kannski dauð vegna þess að hún getur verið hvað sem er? Georg W. Bertram er þýskur heimspekingur sem reynir að bregðast við vandanum við að skil- greina list og vakti nýleg bók hans um list athygli í heimalandi hans. Í hádeginu á mánudag heldur Bert- ram fyrirlestur við Háskóla Ís- lands, í Aðalbyggingu, stofu 207, um hvernig hægt sé að skilja list. Hans skoðun er sú að það sé ein- mitt hið listræna við listina að hún sé ill skilgreinanleg. Það er ástæð- an fyrir því að listaverk feli jafnan í sér staðhæfingu um hvað sé list. Hins vegar telur Bertram ekki rétt að spyrja hvað list sé í þeim til- gangi að finna viðmið til að ákvarða hvað geti talist listaverk og hvað ekki. Honum finnst nær- tækar að spyrja hvaða gildi listin hafi fyrir okkur. Út frá þeirri spurningu er hægt að sýna fram á að hægt er að skilja list sem sjálfs- þekkingu, sem tilraun til að skilja okkur sjálf og heiminn betur. Hvað er list? Þýski heimspekingurinn Georg W. Bertram flytur fyrirlestur í HÍ Georg Bertram Spyr hvaða gildi listin hafi fyrir okkur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.