Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is Japanski leikarinn Tetsuro Tambaer látinn, 84 ára að aldri. Íslendingar þekkja Tamba líklega best fyrir leik hans í Bond-myndinni You Only Live Twice þar sem hann túlkaði njósnarann Tiger Tanaka, en Tamba hafði á löngum ferli komið með einum eða öðrum hætti að gerð yfir 300 kvikmynda. Heima fyrir var Tamba best kunnur fyrir kvikmyndina sem feng- ið hefur enska titilinn The Castle of Sand frá árinu 1974 og The Human Revolution frá 1973. Tamba var sérstaklega laginn við að leika harðskeytta rannsóknarlög- reglumenn og illskeytta glæpajöfra. Á seinni árum helgaði Tamba sig í í auknum mæli andlegum málefnum, og skrifaði bæði bækur og gerði heimildarmyndir um andleg mál, auk þess að kalla sig miðil.    Framleiðendur þáttanna vinsæluLaw & Order hyggjast helga einn þátt drykkjuvandræðunum sem Mel Gibson bak- aði sér ekki fyrir alllöngu. Þátturinn sem um ræðir hefur fengið titilinn „In Vino Veritas“ og mun Chevy Chase túlka sjón- varpsstjörnu sem er stöðvuð af lög- reglu fyrir að aka undir áhrifum og reynist vera í fötum þöktum blóði. Bregst söguhetja þáttarins við handtöku lögreglu með fordómafullu tali um trúarbrögð. Talsmaður þáttanna lagði á það áherslu að allir Law & Order- þættirnir væru skáldskapur og upp- spuni og aðeins um tilviljun að ræða ef efni og persónum þáttanna svipar til alvöru viðburða eða persóna, þó þættirnir sæki „innblástur“ í raun- veruleikann.    Leikstjórinn Peter Jackson hefurundirritað samkomulag við hugbúnaðarrisann Microsoft um að búa til það sem hann kallar „nýtt form gagnvirkrar skemmtunar“. Óskarsverð- launahafinn segir að hann muni búa til seríu sem byggist á Halo- tölvuleikjunum sem Bungie Studios eiga heið- urinn af. „Ég er orðinn nokkuð leiður á kvikmyndum,“ segir Jackson. „Í síauknum mæli hlakka ég meira til útgáfu tölvuleikja en kvik- mynda.“    Spænska myndin Volver verðurframlag Spánar til Óskarsverð- launanna sem veitt verða í Los Ang- eles í febrúar á næsta ári. Myndin er úr smiðju leikstjórans Pedro Almo- dovar og var sýnd hér á landi á nýaf- staðinni kvikmyndahátíð.    Spænska kvikmyndaakademíanvaldi Volver til þátttökunnar en Almodovar sagði sig úr akademíunni í fyrra, meðal annars vegna þess að hann var ósáttur við þær aðferðir sem not- aðar voru við val á framlagi til Óskarsverð- launanna. Almodovar er hreint ekki ókunnugur verð- laununum gulllituðu en árið 2000 var mynd hans, Allt um móður mína, valin besta erlenda myndin. Tveim- ur árum síðar bætti hann svo öðrum Óskari í safnið þegar mynd hans, Talaðu við hana var verðlaunuð fyrir besta frumsamda handritið. KVIKMYNDIR Almodovar Mel Gibson Peter Jackson Sænski kvikmyndatökumaðurinn SvenNykvist lést 20. september síðastliðinnáttatíu og þriggja ára að aldri. Hann vareinn örfárra tökumanna sem almennir kvikmyndaáhugamenn þekktu með nafni en starfsbræður hans hafa alla jafna mátt þola það að falla í skuggann af leikstjórum og leikurum kvikmynda. Farsælt samstarf hans og Ingmars Bergmans var lykillinn að meistaraverkum sem The Virgin Spring (1960), Winter Light (1964), Persona (1966), Cries and Whispers (1972) og Fanny og Alexander (1982) svo nokkur séu nefnd (ég leyfi mér að nota enska titla myndanna þar sem fleiri þekkja þá betur en sænsku frum- heitin). Á áttunda og níunda áratugnum tók Nyk- vist æ fleiri myndir utan Svíþjóðar enda orðinn eftirsóttur mjög af helstu leikstjórum þess tíma, og mætti í því sambandi nefna The Tenant (1976, Roman Polanski), Swann in Love (1984, Volker Schlöndorff), The Unbearable Lightness of Being (1988, Philip Kaufman) og Crimes and Misdemeanors (1989, Woody Allen). Um fráfall Nykvist hefur verið fjallað í íslensk- um fjölmiðlum; samstarf hans við Bergman tí- undað og jafnvel nefndar til sögunnar myndir annarra leikstjóra sem hann hefur kvikmyndað. Það hefur aftur á móti komið mér nokkuð á óvart – í ljósi þeirrar óheftu þjóðernisrembu sem alla jafna ríkir á íslenskum fjölmiðlum – að hvergi hef ég séð stafkrók um myndina Sölku Völku (þótt ég hafi nú ekki gert hávísindalega úttekt á því) sem Nykvist myndaði hérlendis um miðjan 6. áratug- inn. Ástæðan er væntanlega einföld; fjölmiðlum hefur verið lítt kunnugt um þátt Nykvist í ís- lenskri kvikmyndasögu. Erfiðara er að útskýra hvernig á því standi. Svarið kann að vera að finna í þeirri söguskoðun sem haldið hefur verið á lofti af sumum íslenskum kvikmyndagerðarmönnum og -rýnum, að íslensk kvikmyndagerð hefjist ekki fyrr en með hinu títtnefnda kvikmyndavori um 1980. Þótt ekki sé það efni þessa pistils er rétt að vara við þessari söguskoðun enda strokar hún út hátt í áttatíu ára sögu sem rekja má a.m.k. aftur til kvikmyndar Peter Petersen og Alfred Lind Slökkviliðsæfing í Reykjavík sem tekin var 1906. Vissulega er mynd Arne Mattson Salka Valka (1954) að mörgu leyti sænsk kvikmynd: Lyk- ilstöður fyrir framan og aftan vél voru mannaðar af Svíum, innisenur voru myndaðar í Svíþjóð þar sem hún var einnig að mestu fjármögnuð. En þær eru undarlegar og ólíkar skilgreiningarnar er ráða þjóðerni kvikmynda. Leikstjórar þeirra kunna að vera íslenskir, en kvikmyndir sem A Little Trip to Heaven og Niceland gerast í heimi handan íslensks samfélags og vöktu takmark- aðan áhuga íslenskra áhorfenda. Salka Valka fjallaði þó um Íslendinga, var aðlögun á íslenskri skáldsögu, og um sextíu þúsund Íslendinga sáu myndina (þegar þeir voru ekki nema rétt rúm- lega 150.000 talsins). Og fáir tökumenn hafa fangað íslenska náttúru á jafn undursamlegan máta og Nykvist. Stúdíósenur myndarinnar eru þrúgandi og uppfullar af innilokunarkennd, og mynda þannig fullkomna andstæðu við birtuna og víðáttuna í útitökum Svíans. Kallast þetta full- komlega á við efni myndarinnar en það er úti í náttúrunni sem Salka Valka finnur frið og frelsi fjarri eymdinni í þorpinu, og í niðurlagi mynd- arinnar fangar Nykvist Sölku Völku og Arnald sameinuð á ný í stórkostlegri landslagssýn. Segja má að hlutverk nátttúrunnar og Sölku Völku sem barns náttúrunnar í þessari mynd hafi síðar orðið eitt helsta kennileiti íslenskrar kvikmyndagerð- ar. Nykvist og Salka Valka SJÓNARHORN » Segja má að hlutverk nátttúrunnar og Sölku Völku sem barns náttúrunnar í þessari mynd hafi síðar orðið eitt helsta kennileiti íslenskrar kvikmyndagerðar. Eftir Björn Norðfjörð bn@hi.is Eftir Heiðu Jóhannsdóttur heida@mbl.is Í kvikmyndinni Mannsbörn (Children of Men), nýjustu kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alfonso Cuarón (sem gerði m.a. garðinn frægan með kvikmynd sinni Og mamma þín líka), er dregin upp mynd af heimi sem farið hefur á annan endann: Árið er 2027 og ekkert barn hefur fæðst í 18 ár vegna ófrjósemisfaraldurs sem ekki sér fyrir endann á. Enginn veit ástæðuna og er örvænt- ingin slík að ógnar- og upplausnarástand ríkir. Samfélög flestra þjóða hafa hrunið, aðeins í Bret- landi hefur tekist að halda viðhalda röð og reglu í samfélaginu með því að stýra því með harðri hendi og loka á innflytjendur og flóttamenn ann- ars staðar að úr heiminum. Í myndinni, sem byggð er á samnefndri skáld- sögu bresku skáldkonunnar P.D. James, segir frá söguhetjunni Theo, sem er opinber starfsmaður í London, og er smám saman að glata lífsviljanum í þeim myrka heimi sem hann lifir í. Bretland er orðið að áróðursstýrðu lögregluríki þar sem fylgst er grannt með þegnunum til þess að berja niður starfsemi andspyrnuhreyfinga sem mótmæla m.a. hinni ströngu innflytjendastefnu yfirvalda. Sam- félagsmyndin sem dregin er upp endurspeglar þannig í smækkaðri mynd togstreitu velmeg- unarsamfélaga iðnríkjanna og fátækari heims- hluta, þaðan sem íbúar reyna að flýja fátækt og styrjaldarástand í leit að betra lífi. Bretland er orðið síðasta vígi velmegunarríkjanna, víggirt og vandlega varið við landamærin þar sem restin af heiminum ber að dyrum og biðst árangurslaust ásjár. Ljós í myrkrinu Í myndinni leikur Clive Owen aðalsöguhetjuna Theo en þegar sagan hefst ríkir þjóðarsorg og of- urvæmið fjölmiðlafár í Bretlandi og víðar vegna fráfalls yngstu manneskju heims, hins átján ára gamla Diegos, sem var stórstjarna æsku sinnar vegna. Theo er hins vegar vakinn af dvala sínum þegar fyrrum eiginkona hans, sem er virkur með- limur í andspyrnuhreyfingu sem berst fyrir rétt- indum innflytjenda, lætur ræna honum úti á götu. Theo er beðinn um að útvega fölsuð skjöl fyrir unga konu, ólöglegan innflytjanda, sem samtökin vilja smygla úr landi og koma í hendur samtaka vísindamanna sem fara huldu höfði en vinna að rannsóknum á orsökum ófrjósemisfaraldursins. Þegar Theo og andspyrnuhópurinn lenda í fyr- irsát kemur í ljós hvað liggur undir. Kee, konan sem um ræðir, gengur með fyrsta og eina barnið sem getið hefur verið í átján ár. Theo verður vilj- andi og óviljandi að verndara konunnar og tilvon- andi barns hennar og reynir að koma henni á áfangastað. Þannig er brugðið upp mynd af sam- félagi sem hefur glatað allri samkennd og von um betra líf. Ófrjósemisfaraldurinn er táknrænn fyrir þá gröf sem margir telja mannkynið vera grafa sér með umgengni við umhverfið, sérhyggju og gróðahyggju, og skeytingarleysi um þjáningar þeirra sem búa við skort, kúgun og ófrið. Kvikmynd Cuaróns er sannarlega djörf og myrk framtíðarsýn, en tilraunin tekst vel enda nýtur leikstjórinn liðsinnis úrvalsleikara við út- færslu þeirra áhugaverðu og að mörgu leyti óhefðbundnu persóna sem koma við sögu í mynd- inni. Þannig leikur Michael Caine gamlan vin Theos frá róttæklingadögum hans auk þess sem leikarar á borð við Julianne Moore og Chiwetel Ejiofo fara með hlutverk meðlima andspyrnu- hreyfingarinnar. Í útfærslu þessara persóna sem og annarra birtist hin margræða samfélagsgrein- ing sögunnar, þar sem skilin milli hins rétta og ranga og góðs og ills eru ekki dregin skýrum lín- um. Þannig fordæmir myndin ofbeldið sem and- spyrnuhópurinn grípur til „málstaðarins“ vegna og er sú gagnrýni undirstrikuð með því að láta Theo, sem hálf slysast inn í það hlutverk að vernda Kee, aldrei taka upp byssu. Vísindaskáldsaga kvikmynduð Höfundur bókarinnar sem myndin er byggð á gengur undir höfundarnafninu P.D. James en hún þykir meðal fremstu höfunda í glæpasagnageir- ans á Bretlandseyjum. James er þannig þekktust fyrir margræðar glæpasögur sínar, og þótti hún taka nýja stefnu þegar vísindaskáldsagan Child- ren of Men kom út árið 1992. Bókinni svipar að mörgu leyti til vísindaskáldsagna sem koma frá höfundum sem ekki eru þekktir fyrir slík skrif og nýta formið fyrst og fremst til þess að vinna með ákveðna samfélagsgreiningu þar sem fantasía og framtíðarsýn verða farvegur fyrir ádeilu á sam- tímann. Í kvikmyndaaðlögun Cuaróns á sögunni eru möguleikar vísindasagnaformsins nýttir enn- fremur, þar sem unnið er með efni bókarinnar á máta sem skírskotar til pólitísks ástands í heim- inum eins og það blasir við í dag, þó svo að vit- anlega eigi flest þau vanda- og álitamál sem P.D. James fjallar um í skáldsögunni enn við. Í kvik- myndahandritinu, sem Cuarón vinnur í samvinnu við fleiri handritshöfunda, er þó hnykkt á ákveðnum þáttum og túlkun sögunnar er tengd samtímanum á markvissan hátt. Þannig skír- skotar myndin beint til viðbragða margra vest- rænna ríkja, einkum Bandaríkjanna, við hinu svo- kallaða „stríði gegn hryðjuverkum“ í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001, og um- deildra aðgerða stjórnvalda sem miða að auknu öryggi og eftirliti en skerða fyrir vikið borg- aralega réttindi. Það Bretland framtíðarinnar sem birtist í myndinni, er nokkurn veginn eins og það lítur út í dag, nema að fangabúr Guantanamo- fangabúðanna eru komin alla leið að borg- armörkum Lundúna. Ólöglegir flóttamenn og grunaðir hryðjuverkmenn eru geymdir í búrum, og enginn miskunn sýnd í meðferð þeirra. Þá er að finna í myndinni sláandi atriði þar sem Theo og Kee reyna að smygla sér inn í risastórar fanga- og flóttamannabúðir og horfa út um glugga rútunnar á misþyrmingar fanga með hettur á höfði sem vísa beint til ljósmynda sem birst af í fjölmiðlum af meðferð fanga í Guantanamo-búðunum og Abu Ghraib-fangelsinu í Írak. Myndrænt séð er kvik- mynd Cuaróns pökkuð af vísunum í heimspólitík- ina fyrr og nú og verður að teljast einkar áhug- verð umfjöllun um pólitísk álitamál samtímans. Myrk framtíðarsýn Cuaróns Mannsbörn eða Children of Men heitir nýjasta kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alfonso Cuarón. Í Mannsbörnum er að finna myrka fram- tíðarsýn um heim þar sem mannkynið er komið á heljarþröm eftir 18 ára ófrjósemisfaraldur. Children of Men Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu bresku skáldkonunnar P.D. James.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.