Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 13 Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Enn er allt í uppnámi í Þýskalandivegna uppfærslunnar á Idomeno eftir Mozart í Þýsku óp- erunni í Berlín, en hætt var við eftir að því var mótmælt að þar sæist af- höggvið höfuð Múhameðs spámanns. Ráðamenn í Þýskalandi deildu hart á óp- eruhúsið fyrir að láta ótta við frek- ari andmæli og jafnvel hótanir um hryðjuverk stjórna ákvörðun sinni. Á miðviku- daginn hófst ráð- stefna í Berlín, sem markaði upphaf samræðu milli þýskra embættismanna og leið- toga múslima um leiðir til að aðlaga þær þrjár milljónir múslima sem búa í Þýskalandi betur að samfélaginu. Flestir múslimar þar í landi eru Tyrkir. Til að slá á reiði á bága bóga sagði Schäuble eftir fundinn, að hann og þátttakendur á fundinum hefðu viljað fara saman á sýningu verksins, til að lægja öldurnar og senda þeim sem hafa deilt ákveðin skilaboð. Múslimar í Þýskalandi eru um 3 milljónir, og flestir þeirra eru Tyrkir. Það hefur gleymst í allri um- ræðunni um þessar deilur að Mozart var sjálfur einn mesti aðdáandi tyrk- neskrar tónlistar um sína daga, og var brautryðjandi ásamt Haydn í því að lauma áhrifum úr tónlist múslima í klassíkina. Janissarasveitir Ottóm- anveldisins – lífvarðasveitir soldáns- ins báru þessa tónlist til Evrópu. Besta dæmið er auðvitað óperan sem frumsýnd var í Íslensku óperunni í gærkvöldi, Brottnámið úr kvenna- búrinu, en auk hennar nægir að nefna píanógullmolann Rondo alla turca – Rondó í tyrkneskum stíl, úr píanó- sónötu í A-dúr.    Ífyrradag var tilkynnt hverjir hlytuGramophone-verðlaunin bresku, sem tónlistartímaritið virta, Gramop- hone, veitir, í samstarfi við útvarpsstöðina Classic FM. Verðlaunin þykja jafnast á við Ósk- arsverðlaunin í kvikmyndum. Það var hljóm- sveitarstjórinn Claudio Ab- bado sem hreppti verð- laun fyrir bestu plötu ársins, en þar stjórnar hann Berlínarfílharmóníunni í sjöttu sinfóníu Mahlers.    Langlífasta samstarf Norður-landanna er vafalítið í tónlist- inni, en á fimmtudaginn hefjast í Reykjavík Nor- rænir mús- íkdagar, tónlist- arhátíð, sem haldin hefur verið sleitulaust frá 1888 og jafnvel lengur, ef með eru talin norræn söng- og kóramót sem voru forveri hátíðarinnar. Á hátíðinni verða flutt ný og nýleg verk eftir flest fremstu tónskáld Norðurlanda. Það hefur alltaf verið sérstakt við þessa hátíð, hve mörg tónskáld hafa sótt hana, en auðvitað er það ekkert gefið að tónskáld mæti á alla tónleika þar sem verk þeirra eru flutt. Flutningurinn á Eddu eftir Jón Leifs verður viðburður sem ómögu- lega má missa af. Þegar nótur Jóns að verkinu eru skoðaðar undrar eng- an að flutningur þess hafi þótt óárennilegur á sínum tíma, þvílíkan nótnamassa sem þar er að finna, í smágerðri og þéttri rithönd Jóns. En nú er búið að fara í saumana á verk- inu og koma því í tölvutækt form, og ekki eftir neinu að bíða. TÓNLIST Mozart Claudio Abbado Jón Leifs Eftir Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Tónlist fyrri helmings 9. áratugs síðustualdar, hin svokallaða „eighties“ músík,hefur fengið uppreist æru undanfarinmisseri eftir að hafa verið aðhláturs- efni í áravís. Við sem vorum komin til vits og ára í tæka tíð til að missa ekki af þessu sér- stæða tímabili vitum sem er að áratugurinn gaf af sér, eins og önnur sértæk tímabil í tónlistar- sögunni, afbragðsefni í bland við brottkast, eins og gengur. Eins-smells-undur á borð við Blancmange, Naked Eyes og Flock Of Seagulls í bland við gildandi listamenn svo sem Human League, Ultravox og Japan. Síðastnefnda sveit- in hefur reyndar furðu lítið ratað í umræðuna í seinni tíð, líklega vegna þess að metnaðurinn og tilraunastarfsemin var talsvert meiri á þess- um bæ en hjá flestum samtímalistamönnum. Enda er það svo að helsta skífa sveitarinnar, Tin Drum, er langt því frá að vera léttmeti. Öðru nær. Forsprakki Japan var David Sylvian, tví- mælalaust einn áhrifamesti tónlistamaður tíma- bilsins. Hann samdi enda öll lögin á Tin Drum sem kom út 1981 rétt eins og Dare, bauta- steinn Human League, en þessar tvær af- bragðsskífur lögðu að mörgu leyti línurnar fyr- ir vestræna poppmúsík næstu árin á eftir. Tin Drum hefur þó til að bera talsvert meiri dirfsku og engir augljósir útvarpssmellir á borð við Don’t You Want Me og Open Your Heart sem skreyttu áðurnefnda Dare. Þess í stað er þema Austurlanda fjær gegnumgang- andi, kínversk málmgjöll og marimba krydda taktinn auk þess sem helft laganna er krydduð með kínverskum blásturs- og strengja- hljóðfærum. Þá bera tvö af bestu lögum plöt- unnar nöfnin Visions Of China og Cantonese Boy. Engu að síður er tónlistin þvottekta eitís, mátulega kuldaleg, sjálfsörugg og langflest lögin samin í moll. Og áhrifin sem skífan hafði má greina meðfram því sem hlustað er; John Taylor, bassaleikari Duran Duran, hefur vafa- laust tekið niður punkta þegar hann heyrði fyrst fönkaðan bassaleik Mick Karn. Söngstíl Sylvian má líka greina sem bergmál í röddum Robert Smith, Simon Le Bon og fjölmargra minni spámanna sem gerðu það gott fyrir þess- um 20-25 árum síðan, og stíllinn allur í útsetn- ingum og hljóðfæraleik er einfaldlega samnefn- ari yfir fjölmargt sem kom út í kjölfarið; það dylst engum sæmilega sjóuðum eitís-hlust- endum. Tin Drum, þetta langbesta verk sveitarinnar, reyndist vera svanasöngurinn þegar til kom. Eins gott, segja sumir, því sé mið tekið af því sem Japan hafði áður sent frá sér verður að teljast ólíklegt að snilldin hefði verið end- urtekin. Sveitarmeðlimir hófu hver um sig sólóferil í kjölfar þess að sveitin lagði upp laupana, og svo sem við var að búast reyndist höfuðpaurinn Sylvian farsælastur upp á eigin spýtur. Eftir hann liggja nokkrar afbragðs- skífur og vann hann þær á stundum í slagtogi við listamenn á borð við Robert Fripp og Ryu- ichi Sakamoto. En vilji óharðnaðir eitísgrufl- arar komast að því hvernig poppmúsík af ferskustu sort hljómaði á því herrans ári 1981 þá er Tin Drum með Japan kjörgripur til þess arna. Skal í því sambandi sérstaklega bent á viðhafnarútgáfu sem kom út 2003 í laglegu boxi ásamt fjögurra laga aukadiski. Eitís fyrir lengra komna POPPKLASSÍK Eftir Atla Bollason bollason@gmail.com U ndirritaður varð þeirrar gæfu að- njótandi að sjá Jens Lekman á tónleikum í New York um mitt sumar. Jens, sem semur sína músík venjulega einsamall með gítar og hljóðsmala sér til hjálp- ar, kom fram með svölustu hljómsveit sem ég hef augum litið: sex sænskar meyjar – hvítklæddar frá toppi til táar – blésu í lúðra, lömdu húðir og sungu sem mest þær máttu. Með slíkan varn- arskjöld gat ekkert farið úrskeiðis hjá hinum hægláta en heillandi Jens Lekman. Tónleikarnir risu hæst þegar Jens hafði leikið nokkur lög í röð án hljómsveitarinnar og sveitin bættist síðan við með algjörlega óvæntum lúðrablástri utan úr sal. Hann lauk tónleikunum á órafmagnaðri (og þá meina ég án hljóðkerfis og alls) útgáfu af „Maple Leaves“ þar sem tilfinningarnar virtust ætla að bera manninn ofurliði og hann þurfti að grípa til móðurmálsins. Lagið er mikill stuðslagari á upp- töku, drifið áfram af frábærum danstakti og syk- ursætum strengjum. Í lágstemmdari útsetningu eins og þeirri á tónleikunum er sársauki ljóðmæl- andas sem neitar að horfast í augu við sam- bandsslit enn áþreifanlegri, og orðaleikurinn sem lagið snýst kringum („she said it was all make be- lieve, but I thought she said maple leaves …“) kemur jafnframt sterkar í ljós svo brosið er aldrei langt undan. Í myndbandinu við „Rent a wreck“ er ekki ann- að hægt en að kíma þegar annar sveitarmeðlima situr með textablað fyrir framan sig og notar yf- irstrikunarpenna til þess að fylgja laginu eftir sem því vindur fram. En textinn samanstendur að hálfu af „ba ba ba“ og því ekki mikið að muna! Þetta er eitt dæmi um þann gáska og húmor sem einkennir hrátt unglingapopp Suburban Kids with Biblical Names. Nafnið vísar líklegast í drengina sem skipa sveitina, þá Peter og Johan sem taka allt að sögn heima hjá góðviljuðum for- eldrum Peters. Þeir eru sannkallaðir út- hverfadrengir, börn skandinavíska velferðarsam- félagsins, og hafa nýtt góðærið til þess að senda frá sér tvær stuttskífur sem nefnast #1 og #2, sem þeir fylgdu eftir með breiðskífunni (og gleði- gjafanum) #3. Lög gulldrengjanna eru nokkuð misjöfn að gæðum, en ég treysti mér til að mæla einnig sérstaklega með laginu „Guns’n’ammo.“ Söngrödd Söruh (sem skipar sveitina El Perro del Mar alein) hljómar barnaleg og saklaus í fyrstu, en við nánari hlustun má greina mikla sorg og ófullnægju. Þegar þannig er sungið yfir moll- hljóma leysist bókstafleg merking textabrotsins „come on over baby, there’s a party going on / be- ba-be-bop-a-lula“ algjörlega upp og allskyns und- irtónar fara að óma. Það er því kaldhæðnin í við- laginu við „Party“ sem grípur hlustandann ofar öðru, og sama máli gildir um hið frábæra „Candy“. Í báðum lögum minnir frágangurinn á tónlist Julee Cruise sem söng upphafsstefið í Twin Peaks þáttunum um árið: mikill ómur og bergmál, og lagt upp úr því að skapa draum- kenndan hljóm. Kassagítarinn er þó alltaf til stað- ar og Sarah því aldrei svo fjarri hefðbundnum poppslóðum að þeir þröngsýnni fælist. Vísanir í stúlknapopp sjötta áratugarins eru líka áberandi hvað röddun varðar og að því leyti minnir Hundur hafsins á hinar ensku Pipettes. „We’re from Barcelona“ – I’m from Barcelona „Tuttuguogníu!?“ Já, það eru 29 meðlimir í I’m from Barcelona – og við sem höfðum aldrei séð stærri popphljómsveit en Benna Hemm Hemm! Sveitin varð svo heppin að fá jákvæðan dóm hjá einu áhrifaríkasta vefriti heims, Pitchfork Media, svo næstu mánuðir verða eflaust viðburðaríkir hjá krökkunum – þ.e.a.s. ef einhver tónleikahaldari sér hag sinn í því að greiða fyrir flutning á þrjátíu manns auk hljóðfæra. Það sem er nokkuð merki- legt við þessa risavöxnu poppsveit er að útsetn- ingarnar eru ekki mikið flóknari en gengur og gerist hjá fimm manna grúppum. Í „We’re from Barcelona“ er t.a.m. ekki annað að finna en tvær ofureinfaldar laglínur sem eru endurteknar trekk í trekk í sléttar þrjár mínútur. Þessar línur eru síðan leiknar á allskyns blásturshljóðfæri, slag- verk, og sungnar af tug manna. Það er auðvelt að spyrja sig til hvers öll fyrirferðin sé – en það er mikilvægara að spyrja sig hvers vegna ekki. „Young Folks“ – Peter Björn and John Greinarhöfundur virðist sem betur fer ekki vera einn í heiminum þegar kemur að því að telja þetta lag til bestu laga ársins og varð svo heppinn að heyra lagið óma á kvölddagskrá annars hvors X- ins fyrir skemmstu. Þá hafði lagið ómað trekk í trekk í viðtækjum vinnufélaganna um nokkurt skeið, og ekki að ástæðulausu: Fönk-skotnar trommur, óskiljanlega grípandi blístur, og dúett- inn milli aðalsöngvarans kvefaða Peter og gesta- söngkonunnar þokkafullu Victoriu Bergsman (úr hljómsvetinni The Concretes) mynda ótrúlega fal- legt og ofar öðru skemmtilegt popplag – þarfa áminningu um hverju popptónlist getur áorkað sé farið rétt að. Lagið er af nýútkominni skífu Peters Björns og Johns, Writer’s Block, sem er alveg frá- bær í heild þótt langhæst sé risið í „Young Folks.“ Þetta er að sjálfsögðu einungis stutt upptalning á því helsta, hér hefði líka mátt nefna „I’m Really Sorry“ með Loveninjas og mögulega eitthvað með sveitinni Love is All sem mun sækja landið heim á Airwaves. Áhugasömum er bent sérstaklega á út- gáfuna Labrador í Svíþjóð sem virðist vera fremst á sviði sænskrar jaðarpoppmenningar. Sænska poppbyltingin Þegar farið er yfir bestu lög síðustu mánaða í huganum kemur í ljós að það er eitt sem bindur þau öll saman – nefnilega þjóðerni. Staðreyndin er sú að besta popptónlist ársins 2005 – 2006 er meira og minna sænsk. Svíarnir teygja sig í ýms- ar áttir, snertifletirnir eru nokkuð margir, en lögin eiga það öll sameiginlegt að vera einhvers konar jaðarpopp; auðmelt popptónlist sem nær fyrir einhverjar sakir ekki eyrum fjöldans. Hér verður gerð tilraun til að deila þessari tónlist með fleirum og boða þannig sænsku byltinguna. Jens Lekman Greinarhöfundur á vart orð til að lýsa tónleikum Lekmans í New York um mitt sumar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.