Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Styrmi Sigurðsson styrmir@pegasus.is Þ að er varla að maður þori en ég ætla samt að koma út úr skápn- um sem einn af höf- undum og leikstjóri Orkuveituauglýsing- arinnar alræmdu. Ég brosti út í annað þegar ég sá enn og aftur umfjöllun um þessa auglýsingu en eftir að hafa lesið fréttina um bókun Mannréttinda- nefndar Reykjavíkur í Frétta- blaðinu var mér ekki lengur skemmt. Það vill nefnilega þannig til að þessi auglýsing datt ekki af himnum ofan. Hún var búin til af fólki sem þið eruð jú að saka um mannréttindabrot? Einum nefnd- armanni var greinilega nóg boðið og tók síðan dæmi máli sínu til stuðnings. (Fréttablaðið 13. september 2006): „Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í mannréttinda- nefnd segir ýmislegt við auglýs- inguna að athuga. Til dæmis sé sungið „Hundrað prósent hlutir til að horfa á“ þegar konurnar sjást fáklæddar, rétt eins og konur séu hlutir til að horfa á“. Ég trúi því varla að þetta hafi í alvörunni gerst. Kona í opinberri nefnd sem kennir sig við mannréttindi heyrði eitthvað vitlaust og nefndin bókar í kjölfarið auglýsingu brotlega við Mannréttindastefnu Reykjavíkur. Þetta er náttúrlega drepfyndið og grafalvarlegt á sama tíma. Þegar ég var lítill söng ég oft enska texta vitlaust móður minni til skemmt- unar. Það er mjög fyndið þegar fólk heyrir dægurlög vitlaust. En því miður er þetta líka alls ekkert fyndið. Ég skrifa aftur hægt: M a n n r é t t i n d a n e f n d ! Í textanum er sungið: „Ég fæ hundrað þúsund hluti til að horfa á“. … og vísar einungis í gagnaveitu OR og sjón- varpsrásir/myndir sem þar er hægt að nálgast. Það hefur enginn sungið eða sagt „hundrað prósent hlutir til að horfa á“ nema Sóley Tómasdóttir. Var ekki bara hægt að hringja eitt símtal? Þótt það hefði ekki orðið til annars en að forða nefndinni frá þessum mistökum, skítt með ruglið sem hún klínir upp á okkur. Svona eru nú mannréttindin dýr í Reykjavík. Nefndin var nú ekkert að bera sig eftir sjónarmiðum þeirra sem bjuggu til umrædda auglýsingu. Enda hefði það verið kostulegt. Það hefði verið einhver svona McCarthy-stemning yfir því með nokkuð öfugum formerkjum. „Not- ar þú ýktar staðalmyndir kynjanna í verkum þínum? Þekkir þú ein- hvern sem … “. Þá er nú betra að bóka og spyrja svo. Það er hálfkjánalegt að fara að verja sjónvarpsauglýsingu á síðum blaðanna en aðstæður kalla því miður á það. Það var takmark okkar sem bjuggum til þessa auglýsingu að hún væri full af fjöri og skringileg- heitum þar sem sköpunarkraft- urinn og lífsgleðin væri í fyrirrúmi. Ekki kvenhatur og ýktar stað- almyndir kynjanna. Ein helsta fyr- irmynd auglýsinganna var gömlu Hollywood MGM dans- og söngva- myndirnar. Í myndmáli og popp- kúltúr nútímans er iðulega sótt í hughrif héðan og þaðan úr menn- ingarsögunni. Í auglýsingunni ber fyrir augu fullklætt og léttklætt fólk af báðum kynjum að dansa og sprella við m.a. pdf-skjöl og quick- time-skrár. Það er ekkert nýtt að listamenn sæki sér fyrirmyndir í dans- og söngvamyndir. Það hefur bæði verið gert í tónlistar- myndböndum, leiksýningum og kvikmyndum eftir merka leikstjóra og listamenn. Gagnrýni, bæði góð og slæm, á alltaf rétt á sér en hingað til hefur engum dottið í hug að saka aðstandendur þessara verka um mannréttindabrot (svo vitað sé). En liggja þá fyrir einhver gögn fyrir okkur sem vinnum skapandi vinnu um hvað megi og hvað ekki? Hafið þið aðrar hugmyndir um auglýsingar en t.d. leikhús og kvik- myndir? Nú hafa margir af hug- myndaríkustu kvikmyndaleik- stjórum samtímans einnig leikstýrt fjölda auglýsinga. Má þar nefna menn á borð við Michael Gondry, Spike Jonze og Jonathan Glazer. Ég hef ekki orðið var við að þeir hugsi allt öðruvísi þegar þeir gera auglýsingar en þegar þeir gera kvikmyndir. Þegar list þessara manna er skoðuð á opinberum vettvangi er hún yfirleitt öll skoð- uð. Ég hef töluverða reynslu af vinnu við auglýsingar annars vegar og „listir“ hins vegar. Oft í sam- starfi við rithöfunda, tónlistarfólk og myndlistarmenn. Haldið þið virkilega að „hið skapandi ferli“ sé eitthvað allt öðruvísi í auglýs- ingum? Þetta skiptir nefnilega heilmiklu máli. Ég hef aldrei vitað að það giltu einhver önnur lögmál um skapandi starf í auglýsingum en á öðrum sviðum. Stundum gætir nefnilega þessa misskilnings að kalla alla þá „bleeding heart liberals“ (afsakið enskuslettu) sem vinna við auglýs- ingar taglhnýtta ímyndarsmiði, auglýsingaskrumara og holdgerv- inga kapítalismans. Þegar það sem einkennir góða auglýsingamenn í dag er djörf, skapandi vinna í bland við að vera á (góðum) stund- um samviska misþroska fyrirtækja. Það að auglýsing staðhæfi að fyr- irtæki sé bæði „vænt og grænt“ gerir um leið skýlausa kröfu um að fyrirtækið standi við stóru orðin. Fólk sem situr í risíbúðum í Þing- holtunum, drekkur grænt te og hristir höfuðið yfir birting- armyndum kapítalismans í auglýs- ingum áttar sig sjaldnast á því að fólkið sem býr til þessar auglýs- ingar er iðulega fólk sem býr í risí- búðum í Þingholtunum, drekkur grænt te og hristir höfuðið yfir birtingarmyndum kapítalismans – en gerir sitt til að hafa áhrif. En það skiptir máli hver býr til hluti. Hefði nefndin sett fram þessa bókun hefði það verið á allra vitorði að auglýsing þessi kæmi úr smiðju landsþekktra femínista? Ég held ekki. Nú setti t.d. Þórhildur Þorleifs- dóttir upp Chicago í Borgarleik- húsinu nýlega þar sem fáklæddar konur voru í forgrunni bæði leik- sýningarinnar og auglýsinganna. Samræmdist það mannréttinda- stefnu Reykjavíkurborgar? Eða Kolbrún Halldórsdóttir? Hún setti upp Kabarett í Óperunni. Þótti miðstjórn Vinstri grænna ástæða til að bóka einhver mótmæli vegna búninga Þórunnar Lárusdóttur? Auðvitað ekki. Ykkur dettur ekki í hug að saka þessar konur um að hlutgera kynsystur sínar? Þið þekkið þær, landsþekktir femínist- ar og frábærir listamenn. Listafólk verður líka, hvort sem það er í leikhúsi, kvikmyndum, bók- menntum eða jú auglýsingum að hafa leyfi til að þróa persónur sem geta verið heimskingjar, karlhat- arar, kvenhatarar, fáklæddar, per- vertar, siðapostular, fullklæddar, aumingjar eða hetjur án þess að eiga á hættu að Reykjavíkurborg komi og saki það um mannrétt- indabrot. Auglýsingar eru náttúrlega af öllum toga, sumar betri en aðrar og allt mat á þeim huglægt. Ég hef oft pirrast yfir metnaðarleysi og hugmyndafátækt í auglýsingum. Það er t.d. ein gerð af auglýs- ingum sem fer fyrir brjóstið á mér. Það er þegar fólki, oftast sætum stelpum er stillt upp við hliðina á einhverju dóti, kannski skyri eða fartölvu. Í mínum huga er það miklu nær því að hlutgera konur heldur en það sem er til umræðu hér. Erum við aðstandendur þessa verkefnis ekki bara í skotlínunni þegar um ræðir þessar gömlu (ég ætla ekki að segja góðu) flokks- pólitísku erjur. Það sé allt í lagi að draga starfsheiður okkar í efa og beita Mannréttindanefnd fyrir sig þegar pólitísk skot og spælingar eru annars vegar? Mér finnst alltaf áhugavert að velta fyrir mér hvernig fólk dregur stundum ályktanir og telur sig hafa alla þá yfirsýn sem þurfi til að draga „réttar“ ályktanir. Þið tókuð þetta jú skrefi lengra og lögðuð fram op- inbera bókun. En ég get bara brosað og hugsað um fólkið sem vann þetta verkefni. Bæði inni á auglýsingastofunni og fyrir utan. Ég þekki það og ég þekki sjálfan mig, veit hvernig það hugsar og er innréttað og finnst alveg maka- laust að einhverjum skuli detta í hug að bera á okkur þessar sakir. Ég get ímyndað mér aðstæður þar sem fólk með sömu markmið gæti lagt fram bókun um söguna af Emil í Kattholti. Höfundurinn sé fordæmdur fyrir þessar „ýktu staðalmyndir“ kynjanna. Prakk- arinn og göslarinn auðvitað strák- ur meðan litla systir gerir engan þess háttar usla. Það hefði þá verið ágætt að vita eitthvað um höfundinn sjálfan. „Æ æ, bíddu er þetta þessi sem skrif- aði Línu Langsokk“? Það kannski breytir engu? Þau sáu bara fyrir sér einhvern svona „Geira á Max- im’s“ (frekar en Astrid Lindgren) og fyllilega ástæða til að draga „réttar“ ályktanir og leggja fram bókun. Ætlar Mannréttindanefnd Reykjavíkur sér eitthvað svona „hinn réttsýni meirihluti“ (The Moral Majority) hlutverk í framtíð- inni? „Svona viljið þið hafa það“. Ég get líka sett mig í ykkar spor og dregið þá ályktun að til að fagna vel unnu verki hefðum við og einhverjir kallar frá Orkuveitunni farið saman í lax, svo á ærlegt fyll- irí í einhverju veiðihúsi, hringt á nektardansmeyjar og toppað svo kvöldið með að keyra eins og brjál- æðingar utan vega á risastórum jeppum. En síðan kemur í ljós að ég (og hinir sem gerðu þessa auglýsingu) erum bara linmjúkir menn (og konur) sem drekka mikið af grænu te-i og taka alvarlega hugmyndir um mannréttindi og kvenfrelsi. Ég hef nú alveg reynt að leggja mitt af mörkum. Má þar m.a. nefna þátttöku í hugmyndavinnu og leik- stjórn á nær öllum auglýsingum VR sem heimta leiðréttingu á launamun kynjanna. Svona fyrir utan það að ala upp fjórar dætur. En ég spyr líka, hvers mannrétt- indi eruð þið að verja? Neytenda sem þið teljið svo vitlausa og ólæsa á myndmál að þeir haldi að fram- tíðarsýn Reykjavíkur sé að allt kvenfólk eigi að vera fáklæddir dansarar sem kasta sér í sundlaug- ar meðan allir karlmenn ryksuga og syngja í gamaldags jakkafötum? Eða eru það mannréttindi „pró- fessjónal“ dansaranna? Fólks með margra ára nám að baki sem sótt- ist eftir að taka þátt í vinnu með framsæknum danshöfundi. Þetta er blaut tuska í andlitið á þeim döns- urum sem vissu ekki að þeir ættu að skammast sín fyrir það sem þeir gera jafn vel og raun ber vitni. Svona rétt í lokin. Ég heyrði af því að maður hefði hringt í út- varpsstöð og beðið um lagið „Komdu Hilmar“. Útvarpsmað- urinn kannaðist ekki við lagið og bað þennan sem hringdi um að syngja brot úr laginu. Þá áttaði út- varpsmaðurinn sig strax og skellti í kjölfarið á laginu „Konur ilma“ með hljómsveitinni Nýdönsk. Mannréttindi og jafnrétti eru mikilvægari hugtök en svo að þau séu gjaldfelld með svona stór- undarlegum embættisfærslum. Svona viljum við hafa bað Ný auglýsing Orkuveitu Reykjavík- ur vakti mikla athygli en þar var sungið: „Svona viljum við hafa það. Ekkert vesen og allt í góðu lagi.“ Talsvert hefur verið rætt um þau skilaboð sem send eru með auglýs- ingunni, ekki síst um konur. Þetta var rætt í grein eftir Arnar Gísla- son hér í Lesbók í sumar og fyrir stuttu bárust fréttir af bókun Mannréttindanefndar Reykjavíkur um að auglýsingin hefði gerst brot- leg við mannréttindastefnu borg- arinnar. Einn af höfundum og leik- stjórum auglýsingarinnar svarar hér fyrir sig. Sköpunarkraftur, ekki kvenhatur „Það var takmark okkar sem bjuggum til þessa auglýsingu að hún væri full af fjöri og skringilegheitum þar sem sköp- unarkrafturinn og lífsgleðin væru í fyrirrúmi. Ekki kvenhatur og ýktar staðalmyndir kynjanna.“ Höfundur er kvikmyndagerðar- maður. »En síðan kemur í ljós að ég (og hinir sem gerðu þessa auglýsingu) erum bara linmjúkir menn (og konur) sem drekka mikið af grænu te-i og taka alvarlega hugmyndir um mann- réttindi og kvenfrelsi. Ekkert vesen og malt í góðu lagi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.