Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 11 Nýjasta bók nóbelsverðlaunahaf-ans og fyrrum Auschwitz- fangans Imre Kertész, Liquidation, byggist líkt og önnur verk höfund- arins á Auschwitz sem þungamiðju verksins, enda erfitt fyrir þá sem upplifað hafa slík- an hrylling að láta það ekki hafa áhrif. Liquidation er fyrsta bókin sem Kertész sendir frá sér frá því að hann hlaut nóbelsverðlaunin árið 2002 og þykir áhrifamikil lesning sem við fyrstu sýn hljómar líkt og leynilögreglusaga þó undir niðri leynist skáldsagnaleg rök- færsla fyrir því að eftir Auschwitz þá sé skáldsagnaformið í raun óverjandi.    Bók Johns le Carré, The MissionSong, er öllu hefðbundnari spennusaga. Söguhetjunni Bruno Salvador býðst nefnilega tækifæri til að starfa í leyniþjónustu fyrir heima- land sitt Kongó, og gera þar sitt fyrir Afríku. Línurnar í þessari sögu eru skýrar, eins og raunar í mörgum síð- ari verkum le Carrés – og síðari tíma nýlendustefna Vesturlanda fær það óþvegið. Höfundurinn missir hins vegar af tækifærinu til að gæða bók- ina því lífi sem hefði gert hana mun áhugaverðari lesningu, þess í stað eru sögupól- arnir hafðir of ein- feldningslega svart-hvítir. Nýjasta spennusaga Hennings Man- kell til að koma út á íslensku, Skrefi á eftir, á þá vafalítið eftir að kæta marga aðdáendur rannsóknarlög- reglumannsins Kurts Wallander, sem að þessu sinni glímir við morð gamals samstarfsmanns.    Kjarnakonan Bríet Bjarnhéð-insdóttir setti svo sannarlega svip sinn á sögu síðustu aldar, og er kona sem allir sem láta sér annt um jafnréttismál ættu að hafa í minnum. Nú hefur verið endurútgefin bókin Strá í hreiðrið, sem upphaflega kom út árið 1988 og byggist að stofni til á ýmsum bréfum Bríetar til manns hennar Valdimars Ásmundssonar rit- stjóra og barna þeirra Héðins og Laufeyjar. En það var sonardóttir Bríetar og nafna, Bríet Héðinsdóttir, valdi úr bréfunum og bjó þau til prentunar. Bríet er þó ekki eina ís- lenska konan sem setur svip sinn á ís- lenska útgáfu um þessar mundir því Guðrúnarbók, afmælisrit til heiðurs Guðrúnu Erlendsdóttur hæstarétt- ardómara, leit líka nýlega dagsins ljós hjá Íslenzka bókmenntafélaginu.    Hún er dómsdagskennd myndinsem Cormac McCarty dregur fram í nýjustu bók sinni The Road. Tveir feðgar ferðast þar um kalt, rakt og öm- urlegt landslag þar sem lík liggja um allt eins hrá- viður. Sögusviðið er grimmilegt, jafnvel í sam- anburði við önnur verk McCarthy, en engu að síður nær The Road að kalla fram dapurlega og ljóðræna fegurð sem lyftir skrifum hans á ann- að plan. Dauðinn setur líka svið sinn á bók keníska rithöfundarins Ngugi Wa Thiong’o, Wizard of the Crow, sem upphaflega kom út sem sex binda verk í heimalandi höfundar, þó spennan sé hér líklega öllu meiri. Þar segir frá Kamiti, menntuðum Afríku- manni í einræðisríkinu Aburia. Þegar lesandinn hittir Kamiti fyrst fyrir, deyr hann en sál hans snýr síðan aft- ur í líkama hans og líkt og fyrir töfra tekur hann að lækna hina sjúku. Henning Mankell Bríet Bjarnhéðinsdóttir Imre Kertész BÆKUR Anna Sigríður Einarsdóttir annei@mbl.is Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Víðsjá á tíu ára afmæli á morgun, sunnu-dag. Haldið var upp á tímamótin meðtvöföldum þætti í gær þar sem núver-andi umsjónarmenn fóru á kostum, Guðni Tómasson og Haukur Ingvarsson. Þátturinn var stofnaður af Ævari Kjartanssyni, Bergþóru Jónsdóttur, Jórunni Sigurðardóttur, Jóni Karli Helgasyni, Jóni Halli Stefánssyni o.fl. haustið 1996. Sjálfsagt þykir mörgum eins og und- irrituðum að þessi þáttur hafi verið á dagskrá Ríkisútvarpsins mun lengur enda erfitt að ímynda sér dagskrá Gufunnar án hans. En Víðsjá átti sér reyndar forvera, Kviksjána, sem Bergþóra, Jór- unn o.fl. sáu um í nokkur misseri á undan. En líklega er ekki hallað á neinn þó að fyrstu árin hafi það einkum verið Ævar sem léði þætt- inum karakter, sem var bæði djúpur og yfirveg- aður. Nýnæmið sem hann bar með sér var þó fyrst og fremst það að með Víðsjánni komst á dag- skrá þáttur sem fjallaði markvisst og af fyllstu al- vöru um menningarmál líðandi stundar. Rík- isútvarpið hefur vissulega alltaf verið einn af helstu útvörðum íslenskrar menningar en dag- legur þáttur af þessu tagi, þar sem tekið var á helstu viðburðum og viðfangsefnum samtíma- menningarinnar fyllti upp í ákveðið skarð í ís- lensku útvarpi. Ævar rifjaði það upp í afmælisþættinum í gær að stefnt hefði verið að 5% hlustun í upphafi og það hefði náðst og vel það. Jórunn rifjaði það einn- ig upp að sömuleiðis hefði verið stefnt að því að ná jafnvægi á milli annars vegar elsku og ástúðar á listalífinu og hins vegar gagnrýni á það. Þetta er auðvitað dans sem allir menningarblaðamenn þurfa að stíga en í Víðsjá hefur hann kannski tek- ist betur en víða annars staðar. Jórunn benti reyndar á að síðustu ár hefði orðið sú breyting að umsjónarmenn Víðsjár hefðu orðið „meiri persónur“, eins og hún orðaði það, þeir væru ekki lengur fulltrúar Ríkisútvarpsins, töluðu ekki með ríkisröddinni, heldur hefðu þeir í aukn- um mæli mótað sína eigin rödd. Sjálfsagt hafa all- ir umsjónarmenn þáttarins átt þátt í þessari breytingu en kannski er Eiríkur Guðmundsson eitt besta dæmið um þessa yfirstigningu á stofn- uninni. Rödd Eiríks hefur reyndar orðið svo af- gerandi í þættinum að það hefur mátt heyra end- uróm hennar í yngri umsjónarmönnum þáttarins. Á sama tíma hefur rödd Víðsjár orðið gagn- rýnni en áður og ekki síst pólitískari. Og sennilega er mikið til í því, sem Hjálmar H. Ragnarsson sagði í þættinum í gær, að Víðsjá hafi átt tals- verðan þátt í því að efla mjög menningarpólitíska umræðu í landinu. Vonandi heldur hún sínu striki. Stofnunin yfirstigin ERINDI » Sjálfsagt hafa allir umsjón- armenn þáttarins átt þátt í þessari breytingu en kannski er Eiríkur Guðmundsson eitt besta dæmið um þessa yfirstigningu á stofnuninni. Rödd Eiríks hefur reyndar orðið svo afgerandi í þættinum að það hefur mátt heyra enduróm hennar í yngri umsjónarmönnum þáttarins. Eftir Olgu Holownia olga@hi.is Þ að er freistandi að líta á rithöfund- arferil og skáldskap Olgu Tokarczuk sem tilraun til brúarsmíðar. Hún starfar bæði sem sálfræðingur og rithöfundur og lætur því sál- fræðilega og bókmenntalega þekk- ingu sína og reynslu mætast á miðri leið til að skapa athyglisverða og ögrandi heima og fram- úrskarandi persónur. Verk Olgu Tokarczuk brúa sömuleiðis á vel heppnaðan hátt tvö mikilvæg skaut þegar kemur að viðtökum – þau hafa hlotið miklar vinsældir meðal almennings og einnig mikið lof gagnrýnenda. Enn fremur mætast í skáldsögum og smásögum þessarar fjölhæfu skáldkonu alls kyns fjarlægar aldir og tímar; vindubrú er stundum látin falla niður milli raunveruleikans og hins heimsins þannig að furðufuglar, hversdagslegt fólk og kynja- verur eiga samleið, jafnframt því að merkir sögu- legir atburðir síast alltaf í gegnum upplifun ein- staklingsins. Olga Tokarczuk fæddist í Sulechów í Póllandi ár- ið 1962. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Miasta w lustrach (Borgir í speglum), kom út árið 1989 en nokkur ljóð og smásögur höfðu áður birst í bók- menntatímaritum. Podró¿ ludzi Ksiêgi (Ferðalag Bókafólksins), sem kom út árið 1993, var fyrsta skáldsaga Olgu Tokarczuk sem síðan hefur verið þekkt sem einn frumlegasti og vinsælasti rithöf- undur Póllands af yngri kynslóðinni. Hún hefur meðal annars hlotið verðlaunin Paszport Polityki og Bruecke Berlin og oft verið tilnefnd til pólsku bókmenntaverðlaunanna Nike. Verk eftir Olgu Tokarczuk hafa verið þýdd á tólf tungumál, m.a. Norðurlandamál, þýsku, frönsku, ensku og tékk- nesku. Fyrir utan fimm skáldsögur og tvö smá- sagnasöfn hefur hún sent frá sér fjölda greina og ritgerða, m.a. athyglisverða túlkun á 19. aldar skáldsögu eftir Bolesław Prus, Lalka (Brúðan), undir titlinum Lalka i perła (Brúðan og perlan), ár- ið 2000. Sama ár komu út Opowieœci Wigilijne (Jólasögur, samdar ásamt tveimur vinsælum nú- tímahöfundum, Jerzy Pilch og Andrzej Stasiuk). Hún skrifar líka fyrir sálfræðitímaritið Charak- tery. Þátíð, nútíð og skrýtíð Söguþræðirnir í verkum Olgu Tokarczuk eru spunnir úr ýmsum tímum en með hverri nýrri skáldsögu hefur hún nálgast nútímann og veruleika mannlífsins hér og nú. Þrátt fyrir ákveðinn sögu- tíma þeirra gegnsýrir þessar sögur einhver dul- arfull, ævaforn eilífð sem erfitt er að henda reiður á en hún kallar fram ýmsar stórar spurningar um til- gang lífsins. Í skáldsögunni Ferðalag Bókafólksins er sögusviðið Frakkland og Spánn á 17. öld. Örlög þriggja gjörólíkra ferðamanna falla saman í leit þeirra að Hinni helgu bók. Bókin (sú fyrsta sem Guð gaf Adam) stendur fyrir sannleikann, leynd- ardóminn en jafnframt tilgang lífsins fyrir mál- lausan og hrekklausan strák, Gauche, vændiskon- una Weroniku og lærðan markgreifa. Þroskasagan E.E. (1995) tekur lesendur með sér til Wrocław/ Breslau á viðburðaríkum tímum í upphafi 20. aldar og veitir þeim innsýn í líf Ernu Eltzner og upplifun hennar á því að gerast miðill. Sömuleiðis eru per- sónusögur rammaðar inn í örlagaríka tíma í sögu Póllands frá 1914 til fyrri hluta níunda áratugar aldarinnar í meistaraverkinu Prawiek i inne czasy (Ævafornöld og aðrir tímar) er kom út 1996. Í þess- ari skáldsögu virðist líf manna, dýra, plantna og alls kyns hluta einungis vera í lauslegum tengslum við hina sögulegu atburði. Hver kafli er „tími“ ein- hverrar manneskju, Guðs, staðar eða t.d. ald- ingarðs, hunds, engla eða húss – lýsing hvers fyrir sig myndar jafnframt samhangandi alheim í hnot- skurn. Staðarnafnið Prawiek er hægt að þýða bók- staflega sem Ævafornöld og þannig stendur það líka fyrir óskilgreinanlegan, goðsagnakenndan tíma; þetta er bæði lítið þorp (sem er reyndar ekki til á kortinu) og heil veröld sem stjórnað er í sam- ræmi við hringrás náttúrunnar. Nútíð og þátíð flækjast saman að vild í Dom dzi- enny, dom nocny (Dagahús, næturhús), frá árinu 1998, sem gerist í raunverulegu fjalllendi í Póllandi, skammt frá Tékklandi. Hér stendur áreiðanlegur tími náttúrunnar gegn brota- kenndri byggingu skáldsögunnar sem einkennist af stuttum frá- sögnum af ýmsu tagi og spannar tímann frá miðöldum fram á okkar daga. Eins og í fyrri verkum Olgu Tokarczuk býður slík aðferð les- andanum upp á nýtt sjónarhorn á lítilvægi eða mikilvægi núsins mið- að við örlagaríka og flókna sögu landsins og botnlaus, sjálfstæð lög náttúrunnar. Nokkrar sögur úr smásagnasafninu Gra na wielu bê- benkach (Leikur á margar litlar trumbur), 2001, og þrískiptri fjöl- skyldusögu Ostatnie historie (Síð- ustu sögurnar), 2004, eru aftur á móti rótfastar í veruleika nú- tímans. Á þessu ári kom út skáld- sagan Anna In w grobowcach œwiata (Anna In í grafhvelfingu alheimsins), samin fyrir ritröð Ca- nongate þar sem hundrað rithöf- undar, þ.á m. Margaret Atwood, Donna Tartt og Sjón, endursegja goðsögur heimsins. Í þessari bók endurlífgar Olga Tokarczuk í nú- tímanum, og jafnframt í einhverri framtíð, goðsögnina um súmerísku gyðjuna Inannu og för hennar til undirheima. Goðsagnakenndur hversdags-leikur Við umfjöllun um verk Olgu Tok- arczuk verður ekki hjá því komist að nefna goðsagnakennda hugsjón sem bergmálar heimspeki Carls Gustavs Jung. Í greinum sínum og viðtölum hefur hún einmitt nefnt hann sem meistara sinn. Það má t.d. líta á eina af bestu skáldsögum hennar fram að þessu, Ævafornöld og aðrir tímar, sem nýstárlega framsetningu á kenningu Jungs um sameiginlega vitund en einkum þó um erkitýp- ur. Hver persóna Ævafornaldar er bæði átak- anlega venjulegur þorpsbúi og samtímis ílát fyrir hið erkitýpíska sem á rætur sínar í goðafræði; ná- kvæmlega eins og Ævafornöld er bæði þorp og „staður sem er miðpunktur alheimsins“. Athygli okkar er líka sífellt dregin að því að hér sé um sköpunarverk, eða reyndar verulegan sköp- unarleik, að ræða og þessi leikur gerist á mörgum sviðum. Hinn guðlegi leikur sem verður áberandi þema skáldsögunnar er að skapa veröld og láta hana smám saman líða undir lok. Samruni hins hversdagslega og hins ímyndaða eða mýtíska í verkum Olgu Tokarczuk hvetur til þess að þau séu flokkuð sem töfraraunsæi. Enda þótt skáldkonan sjálf sé að sögn ekki sérlega ánægð með þetta merkispjald, virðist það samt vera hentug aðferð til að flokka flest verka hennar. Hún virðist alltaf reyna að meitla sögur sínar úr sem hversdagslegustum atburðum veruleikans en einhvern veginn tekst henni jafnframt að varpa ljósi á ekta galdur sem dylst í þeim. Nánari upplýsingar um pólsku menningarhátíð- ina er að finna á www.polska.is Goðsögnin í hversdagsleikanum Skáldkonan Olga Tokarczuk verður gestur á pólsku menningarhátíðinni í Reykjavík sem hófst sl. fimmtudag. Sjón stýrir kynningu á skáldkonunni og verkum hennar á bókmennta- kvöldi í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu nk. mánudag 2. okt. kl. 19. Hér er fjallað um skáld- skap hennar sem sækir innblástur að nokkru leyti í sálarfræði. Ljósmynd/Pólska bókmenntastofnunin Tokarczuk Sálfræðingur og rithöfundur. Höfundur er nemi við Háskóla Íslands og Háskóla í Varsjá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.