Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
lesbók
Þ
að er einkar vel viðeig-
andi að einn helsti
gestur og handhafi
heiðursverðlauna Al-
þjóðlegu kvikmynda-
hátíðarinnar í Reykja-
vík 2006, Aleksandr Sokurov, kemur
austan frá Rússlandi líkt og margir
af helstu frumkvöðlum og kvik-
myndagerðarmönnum sögunnar.
Hann og myndirnar hans bæta einn-
ig úr þeim nánast algjöra skorti sem
ríkt hefur í reykvískum bíóum á
verkum frá þessu gamla stórveldi
kvikmyndalistarinnar.
Á uppleið eftir fallið
Eftir tómarúmið og ringulreiðina
sem skapaðist í kvikmyndagerð sem
flestu öðru eftir fall Sovétríkjanna
eru Rússar að stíga fram á sviðið á
nýjan leik og þar fer mikinn gamli
andófsmaðurinn Sokurov. Frumlegt
og mikilvægt kvikmyndaskáld á tím-
um formúlukenndrar afþreyingar,
jafnan metnaðarfullur og vits-
munalegur, frjór og fundvís á nýjar
hliðar á aldargömlu listforminu og
ófeiminn við að leita nýrra leiða og
auka fjölbreytni listgreinarinnar.
Höfundareinkenni hans þykja minna
hvað helst á handbragð Tarkovskys
og af mörgum talinn andlegur arf-
taki hans, en leikstjórarnir áttu
skapandi samvinnu á meðan leiðir
þeirra lágu saman. Skyldleikinn
kemur m.a. fram í löngum tökum,
sérstæðri hljóðnotkun og áhuga á líf-
inu og tilverunni. Þá hafa verk Sok-
urovs lítið sem ekkert verið á boð-
stólum hérlendis.
Með kvikmyndabakteríuna
í blóðinu
Aleksandr Nikolayevich Sokurov
fæddist í þorpi í Síberíu fyrir röskum
55 árum, sonur hermanns sem barð-
ist í síðari heimsstyrjöldinni. Fjöl-
skyldan var á faraldsfæti vítt og
breitt um Sovétríkin, að loknu
menntaskólanámi flutti hann til
Gorki, þriðju stærstu borgar lands-
ins, og settist í háskóla. Sokurov
vann meðfram sagnfræðinámi sem
aðstoðarleikstjóri við dagskrárgerð,
aðeins 19 ára að aldri. Hann hélt
áfram að leikstýra við stöðina til árs-
ins 1975, að hann hélt til Moskvu þar
sem hann fékk inngöngu í hinn mik-
ilsmetna kvikmyndaskóla ríkisins,
VGIK.
Sokurov var farsæll í námi, þar
sem hann naut m.a. leiðsagnar Alex-
anders Zguridis, og hlaut eftirsóttan
styrk, kenndan við Eisenstein, fyrir
framúrskarandi námsárangur. Það
var á þessum árum sem hann kynnt-
ist Tarkovsky, sem fékk áhuga á því
sem þessi ungi og efnilegi nemandi
hafði fyrir stafni.
Sokurov útskrifaðist úr VGIK árið
1979, með meðmælum frá Tar-
kovsky, og hóf þegar störf við hið
sögufræga Lenfilm-kvikmyndaver í
Leníngrad. Þar gerði hann nokkrar
heimildamyndir, en hafði þá þegar
lokið við Odinoky Golos Cheloveka
(A Lonely Human Voice), sína fyrstu
kvikmynd í fullri lengd. Hún var hins
vegar ekki frumsýnd fyrr en löngu
síðar, eða árið 1987, þegar áhrifa pe-
restroiku leiðtogans Mikhails Gor-
bachevs fór að gæta.
Dansaði ekki eftir
flokkslínunni
Reyndar vöktu fyrstu myndir Sok-
urovs neikvæð viðbrögð hjá flokks-
leiðtogunum í Leníngrad, með þeim
afleiðingum að verk hans urðu lítt
sýnileg á alþjóðlegum hátíðum fyrr
en undir lok 9. áratugarins. A Lonely
Human Voice, fyrsta verkið sem
fékk dreifingu utan ráðstjórnarríkj-
anna gömlu, naut alþjóðlegrar hylli
og vann til verðlauna á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í Locarno.
Fremur raunaleg ástarsaga, byggð á
verkum eftir Andrei Platonov og var
síðar kvikmynduð undir heitinu
Maria’s Lovers (’83), af Andrei
Konchalovsky – sem hafði ekki fyrir
því að geta Platonovs í titlunum.
Sama árið og A Lonely Human
Voice var sýnd lauk Sokurov við
Skorbnoye Beschuvstviye (Heart-
less Grief), tilraunamynd innblásin
af Heartbreak House eftir George
Bernard Shaw og lífi skáldsins sjálfs.
Myndin, með sitt truflandi sjón-
arhorn á annríki menntamanna-
fjölskyldu, studdi leikstjórann enn
frekar sem eina atkvæðamestu og
frumlegustu rödd í hinum alþjóðlega
kvikmyndaheimi. Sama gilti um
tvær myndir Sokurovs frá árinu
1988, Spasi i Sokhrani og Dni
Zatmeniya (Days of Eclipse). Sú
fyrrgreinda er róttæk túlkun á Ma-
dame Bovary, sú síðarnefnda dap-
urleg sýn á mannlegar þjáningar og
höfðu bæði verkin mikil áhrif á
áhorfendur.
Andleg kúgun kom mikið við sögu
í næstu verkum Sokurovs, þríleik
sem hófst með Krug Vtoroy (The Se-
cond Circle) (1990). Myndinni, sem
fjallar um samkiptaörðugleika
manna á milli í nútímaþjóðfélagi,
fylgdi höfundurinn eftir með Kamen
(The Stone), árið 1992, and Tikhiye
Stranitsy (Whispering Pages), 1994.
Mæðgin og valdamenn
Þremur árum síðar var komið að
Mat i Syn (Mother and Son), einu
rómaðasta verki Sokurovs, portretti
af sambandi roskins manns og móð-
ur hans, fársjúkri á dánardeginum.
Þrungin tilfinningahita og myrkri
fegurð heillaði myndin áhorfendur
hvarvetna. Táknrænni íhugun um
lífið, dauðann og andleg mál var gef-
in aukin dýpt og listræn skynjun
með notkun sérstakra linsa og litsía.
Margir telja Mæðginin eina af feg-
urstu myndum sem gerðar hafa ver-
ið.
Árið 1999 jókst enn hróður leik-
stjórans með Moloch, sem fjallar um
samband Adolfs Hitlers og Evu
Braun í samhengi við margbrotið
eðli valdsins. Myndin hlaut m.a.
verðlaun fyrir besta handritið á kvik-
myndahátíðinni í Cannes.
Síðan hefur hvert stórvirkið rekið
annað, m.a. Elegiya dorogi (Elegy of
a Voyage) (2002); Russkiy kovcheg
(2002), eða Rússneska örkin, og
Solntse – Sólin (2005), sem báðar eru
sýndar á RIFF, ásamt hinni spán-
nýju Lífsins harmljóð – Elegia
Zhizni: Rostropovich Vishnevskaya
(2006), og eru kynntar annars staðar
á síðunni.
Lesendum er bent á að auk mynda
Sokurovs á hátíðinni mun hann flytja
erindi og svara spurningum í hátíð-
arsal Háskóla Íslands laugardaginn
7. október kl. 14:00. Aðgangseyrir er
1.500 kr. og hægt er að nálgast miða
á www.filmfest.is eða við inngang á
meðan húsrúm leyfir.
(Heimildir: AMG, Newsweek, Dagskrá
RIFF, IMDb.)
Aleksandr mikli
Gestkvæmt verður á þriðju Al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðinni í
Reykjavík. Þar fer fremstur í flokki
rússneski leikstjórinn Aleksandr
Sokurov, sem hefur búið til hvert
stórvirkið á fætur öðru á und-
anförnum árum. Hér er rakinn lit-
ríkur ferill Sokurovs, sem margir
telja andlegan arftaka Tarkovskys.
Aleksandr Sokurov Eftir tómarúmið og ringulreiðina sem skapaðist í kvikmyndagerð sem flestu öðru eftir fall
Sovétríkjanna eru Rússar að stíga fram á sviðið á nýjan leik og þar fer mikinn gamli andófsmaðurinn Sokurov.
Eftir Sæbjörn Valdimarsson
saebjorn@heimsnet.is Rússneska örkin
Russkiy kovcheg (2002)
Margverðlaunuð um allan heim
og eins rússnesk og kvikmynda-
gerð getur frekast orðið. Rúss-
neska örkin er unnin í anda gömlu
meistaranna Eisensteins, Púdovk-
íns og fleiri frumkvöðla sem
breyttu listgreininni og byltu.
Ekki síst með skærum og skugg-
um. Það á vel við að Sokurov, enn
einn Rússinn og handhafi heið-
ursverðlauna Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar í Reykjavík ár-
ið 2006, setji mark sitt á
kvikmyndasöguna án einnar ein-
ustu klippingar. Vopnaður staf-
rænni tækni samtímans myndar
Sokurov risavaxna innviði merk-
asta safns Rússlands (þekkt undir
enska heitinu The Hermitage Mu-
seum) í Pétursborg þar sem svið-
sett er 300 ára saga landsins í
einni töku. Hér er þó ekki um að
ræða innantóma tæknibrellu held-
ur samsvarar myndflæðið sögu
Rússlands, sem er sviðsett á eft-
irminnilegan máta í ólíkum sölum
safnsins.
Sólin
Solntse (2005)
Þriðji hluti fjórleiks um nokkrar
lykilpersónur síðustu aldar, sem
hófst með Moloch (’99), þar sem
Sokurov glímir við forsprakka
Möndulveldanna, Adolf Hitler.
Næstur í röðinni er Lenín, leiðtogi
Sovétríkjanna í Nautinu – Taurus.
Í Sólinni (’05) er komið að Hirohito
Japanskeisara – í stúdíu á einræði
og óheftu valdi. Myndin gerist
daginn sem Hirohito játaði sig
ekki aðeins sigraðan fyrir McArt-
hur hershöfðingja og bandamönn-
um í seinni heimsstyrjöldinni held-
ur afsalaði sér guðdóminum og
varð maður. Hvernig eiga slík um-
skipti sér stað? Hvernig tekst
„guð“ á við mannlegt hlutskipti?
Sokurov skoðar þessa umbreyt-
ingu í samhengi við óhugnað
seinni heimsstyrjaldar. Og það er
sjálfur leikstjórinn Sokurov sem
mundar myndavélina og fangar
þennan einstaka dag á filmu.
Lífsins harmljóð
Elegia Zhizni: Rostropovich
Vishnevskaya (2006)
Hátíðargestum býðst einstakt
tækifæri til að sjá nýjustu mynd
leikstjórans sem enn hefur hvergi
verið tekin til almennra sýninga til
þessa.
Lífsins harmljóð segir frá hinum
einstöku hjónum, sópransöngkon-
unni Galinu Vishnevskayu og
sellóleikaranum Mstislav Rost-
ropovich (sem var m.a. gestur
Listahátíðar í Reykjavík í kringum
1990). Hún fæddist í Leníngrad ár-
ið 1926 og söng fyrst á sviði 18 ára
gömul en var á hátindi ferils síns á
sjöunda áratugnum þegar hún
söng í öllum helstu óperuhúsum
heims. Hann fæddist í Azerbijan
(þá hluti Sovétríkjanna) árið 1927
og kom fram á sínum fyrstu tón-
leikum fimmtán ára gamall. Innan
fárra ára var hann kominn í röð
helstu tónlistarmanna Sovétríkj-
anna og þykir í dag meðal merk-
ustu sellóleikara sögunnar. Þau
giftust árið 1955. Í þessari áhrifa-
miklu heimildamynd segir Sok-
urov sögu þeirra: Frami á lista-
brautinni, andófið gegn
Sovétríkjunum, hið daglega líf.
Hátíðar-
myndirnar
þrjár
Til að lesendur geti betur gert sér grein fyrir mik-
ilvægi og áhrifum listamannsins Sokurovs á sam-
tímann, fylgir á eftir listi yfir markverðasta árang-
ur hans á helstu hátíðum kvikmyndaheimsins:
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Berlín
1987; Tilnefndur fyrir Skorbnoye beschuvstviye.
1989: Sigurvegari: OCIC-verðlaunin, fyrir Dni
Zatmeniya.
2005: Tilnefndur til Gullbjarnarins, fyrir Solntse.
Kvikmyndahátíðin í Cannes:
1999: Tilnefndur: Gullpálminn, fyrir Molokh.
1999: Sigurvegari: Besta handrit – Molokh.
2001: Tilnefndur: Gullpálminn, fyrir Telets.
2002: Tilnefndur: Gullpálminn, fyrir Russkiy ko-
vecheg.
2003: Tilnefndur: Gullpálminn, fyrir Otets i syn.
3003: Sigurvegari: FIPRESCI-verðlaunin, fyrir
Otets i syn.
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin
1999: Tilnefndur: Besta mynd, fyrir Molokh.
2001: Tilnefndur: Besta heimildarmynd, fyrir
Elegiya dorogi.
2002: Tilnefndur: Besti leikstjóri, fyrir Russkiy
kovocheg.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Locarno
1987: Sigurvegari: Bronshlébarðinn, fyrir Od-
inokiy golos cheloveka.
2006: Heiðurshlébarðinn.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Moskvu
1987: Sigurvegari: FIPRESCI-verðlaunin.
1997: Tilnefndur: Heilagur Georg, fyrir Mat i syn.
1997: Sigurvegari: Sérstök verðlaun dómnefndar,
fyrir Mat i syn.
1997: Sigurvegari: Verðlaun rússneskra gagnrýn-
enda, fyrir Mat i syn.
1997: Sigurvegar: Andrei Tarkovsky-verðlaunin,
fyrir Mat i syn.
Nika-verðlaunin (Rússneski Óskarinn)
1988: Tilnefndur: Besti leikstjóri, fyrir Odinokiy
golos cheloveka.
2002: Sigurvegari: Besta taka, leikstjórn og mynd,
fyrir Telet.
2004: Tilnefndur: Besta mynd, fyrir Russkiy ko-
vecheg.
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Toronto
2002: Sigurvegari: Visions Award, fyrir Russkiy
kovecheg.
Afrek á kvikmyndahátíðum