Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.09.2006, Blaðsíða 9
hefur slíkur áhugi víða verið fyrir hendi und- anfarið. Undir þeim áhuga hafa kynt ýmsir stjórnmálamenn sem gefist hafa upp á að finna leið út úr þeim vanda sem kvótakerfið hefur sett landsbyggðina í. Það má því segja að nú ríki á öllum þeim svæðum landsins sem búa yfir mikilli vatns- eða gufuorku andrúmsloft Villta Vestursins. Þessu vill Samfylkingin breyta og hefur bent á nauðsyn þess að hér á landi verði skapaður lagarammi utan um auðlindir þjóðarinnar svo þær megi nýta í anda sjálfbærrar þróunar. Nauðsynlegt er að það sé gert án þess að ganga á rétt komandi kynslóða til nýtingar, skapa þarf réttlátar reglur um úthlutun nýtingarrétt- arins og fyrir þann rétt þarf að greiða þjóðinni sanngjarnt gjald. Ein nýting útilokar aðra Enn eru stórar landslagsheildir á hálendi Ís- lands lítt snortnar og líklegt að verðmæti þeirra sem slíkra fari vaxandi. Í því felast mikl- ir hagsmunir fyrir ferðaþjónustu í landinu, ímynd landsins út á við og sjálfsmynd þjóð- arinnar. Lögin bjóða hins vegar ekki upp á að ferðaþjónustuaðilar, ferðafélög eða samtök ófæddra Íslendinga geti sótt um einkarétt á nýtingu þessara svæða með friðun þeirra. Þarna eru brestir í kerfinu og ljóst að í uppsigl- ingu eru miklir hagsmunaárekstrar þeirra sem vilja koma höndum yfir orkusjóði landsins og hinna sem vilja varðveita og nýta náttúru landsins með sjálfbærum hætti. Dæmi um nýtingu náttúruverðmæta á sjálf- bæran hátt gæti verið ferðaþjónusta sem bygg- ir á gönguferðum um tiltekna landslagsheild þar sem aðdráttaraflið er ósnortin náttúra svo langt sem augað sér. Sé sú heild skorin sundur af háspennumöstrum, lagningu uppbyggðra vega, aurugum bökkum hálfþornaðra uppi- stöðulóna eða stíflugörðum er ljóst að sú upp- lifun sem viðskiptavinurinn taldi sig vera að kaupa er svikin vara. Þar með hefur veigamikill möguleiki á sjálfbærri nýtingu verið þurrkaður út um alla framtíð. Nú stendur til að taka til óafturkræfrar nýtingar náttúruperlur í bak- garði höfuðborgarinnar en undanfarin ár hafa ferðaþjónustuaðilar byggt þar upp starfsemi sína á grunni sjálfbærrar nýtingar. Nánasta framtíð sker úr um hvor fær sitt fram, sá sem vill nýta með sjálfbærum hætti eða sá sem vill nýta með óafturkræfum hætti. Það verður ójafn leikur sökum aflsmunar þótt ekki kæmi líka til ójöfn staða gagnvart lögunum. Eins og málum er háttað njóta aðeins þrjú á öllu landinu sérstakrar friðunnar samkvæmt lögum. Friðlýst svæði, sem eru fleiri, njóta hins vegar í raun einungis verndar í reglugerð en henni getur ráðherra auðveldlega breytt eins og dæmin sanna. Enn vantar mikið upp á að grunnrannsóknum á náttúru Íslands hafi verið lokið og því er mikil hætta á að veitt verði rann- sókna- og nýtingarleyfi sem koma í veg fyrir verndun og sjálfbæra nýtingu náttúru- verðmæta sem enn hafa ekki verið uppgötvuð. Samfylkingin kynnti nýverið tillögur sínar að lausn þessa máls, Rammaáætlun um nátt- úruvernd, en hún byggir á því að áður en frek- ari ákvarðanir verða teknar um virkjanir, lagn- ingu hálendisvega, byggingu hálendishótela eða aðrar óafturkræfar framkvæmdir verði öll helstu náttúrusvæði landsins rannsökuð með tilliti til verndargildis og verndun þeirra tryggð. Verndarsvæðum verði svo skipt upp í þrjá flokka eftir verndargildi og nýtingu þeirra hagað í samræmi við það. Þegar ljóst er hvað þarf að vernda kemur jafnframt í ljós hvar unnt er að skipuleggja mannvirkjabelti, hvort sem um er að ræða orkuver, hálendisvegi eða önnur mannanna verk. Það er kominn tími til að rannsaka náttúruna á forsendum hennar sjálfrar en ekki á for- sendum nýtingar orkuiðnaðarins. Þetta telur Samfylkingin vera algert lykilatriði en því mið- ur hafa verðmætustu náttúruperlur landsins lítt verið rannsakaðar nema með augum orku- geirans. Það er álíka skynsamlegt og að hrossa- ræktandi sleppti því að fá ræktunarráðunaut til að segja hvað úr stóðinu eigi að láta lifa en sendi slátrarann í staðinn. Ytri kostnaður og baráttan við lofslagsbreytingar Nú eru sumir ungir Sjálfstæðismenn hættir að vera svo „grænir“ að vitna í niðurstöður vís- indamanna olíufyrirtækjanna hvað varðar hlýn- un andrúmslofts. Það er gleðiefni og nú ætti að geta skapast kærkomið tækifæri til að taka höndum saman um það risavaxna verkefni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er mat jafnaðarmanna sem fordómalaust vilja nýta það besta bæði frá hægri og vinstri að við þetta verkefni séu fáar leiðir jafn líklegar til ár- angurs og að beita hinum sterku öflum mark- aðslögmálanna. Til er hugtak sem notað er innan umhverf- ishagfræðinnar og nefnist ytri kostnaður (e ex- ternalities) en með því er átt við kostnað sem er fellur utan þess kostnaðar sem greiddur er fyrir viðkomandi vöru eða þjónustu og fellur þar af leiðandi á umhverfið eða samfélagið. Dæmi um slíkt gæti til dæmis verði notkun á olíu. Hvort sem nota á olíuna til hitunar eða á farartæki er ljóst að ekki er greitt fyrir þá mengun sem notkun hennar felur í sér. Sá skaði sem samfélagið/umhverfið verður fyrir af þessum völdum er því hinn ytri kostnaður. Sem dæmi um ytri kostnað sem fellur á um- hverfið mætti taka mengun sem hefur eyði- leggjandi áhrif á gróður, dýralíf og lofthjúp jarðar. Sem dæmi um ytri kostnað sem fellur á samfélagið mætti nefna útblástursefni sem geta haft heilsuspillandi áhrif á fólk og t.d. valdið öndunarfærasjúkdómum og krabbameini. Til að koma böndum á þennan ytri kostnað hafa einkum verið reyndar tvær leiðir, annars vegar að beita boðum og bönnum eins og þing- kona VG virtist telja betri leiðina og hins vegar að nýta sér markaðsöflin. Sú aðferð að setja boð og bönn byggir á því að hið opinbera setji lög, reglur og viðmið um leyfilega mengun og nýtingu á umhverfi og náttúrugæðum. Þetta hefur þann ókost í för með sér að hið opinbera þarf að sinna umfangsmiklu eftirlits- og þjónustuhlutverki við að fylgjast með notk- un hvers aðila og að afla sér og uppfæra stöð- ugt upplýsingar um ytri kostnað. Annar stór ókostur er sá að ekki er gerður greinarmunur á því hve mikið hver aðili mengar svo lengi sem það er undir vissum stöðlum. Þetta gerir það að verkum að enginn hefur sérstakan hag af því að menga minna en staðlarnir segja til um. Að- ferðin er m.ö.o. þunglamaleg, ósanngjörn og bregst í því að hvetja framleiðendur til að menga eins lítið og mögulegt er. Hagrænir hvatar Önnur aðferð við að takast á við ytri kostnað er að beita svokallaðri mengunarbótareglu (Pol- luter Pays Prinsiple). Megin inntak meng- unarbótarreglunnar er að verð vöru/þjónustu skuli endurspegla allan kostnað – einnig ytri kostnað. Þær staðreyndir að erfitt er að finna rétt verð á mengun af ýmsu tagi og að aðgang- ur að ýmsum náttúrugæðum er afar opinn býð- ur heim hættunni á að gengið sé of nærri þeim með tilheyrandi skaða. Mengunarbótareglan reynir að bæta úr þessum markaðsbresti með því að færa ytri kostnað inn í verðið. Eftir sem áður lendir það í höndum hins opinbera að ákvarða mengunarkostnaðinn, að sinna eft- irlits- og þjónustuhlutverki og að afla sér og uppfæra stöðugt upplýsingar um ytri kostnað eftir því sem iðnaðurinn þróast. Meginmunurinn á mengunarbótareglunni og boðum og bönnum er fyrst og fremst sá að á meðan boð og bönn setja viðmið um ásætt- anlega mengun og banna umframmengun setur mengunarbótareglan viðmið um ásættanlega mengun og rukkar fyrir umframmengun með ýmsum leiðum. Mengunarbótareglan hefur þann kost framyfir boð og bönn að hvetja þá sem menga til að draga úr mengun, alla vega niður að „ásættanlegum“ mörkum sem sett eru af stjórnvöldum hverju sinni. Mengunarbótareglan gerir miklar kröfur um samstillt átak ríkisstjórna um allan heim sem er erfitt í framkvæmd. Efnahagur ríkja er mis- vel í stakk búinn að takast á við þennan ytri kostnað og til lítils er að setja reglur um lág- marksmengun og gjöld umfram það ef fyr- irtækin fá peningana aftur í formi styrkja eða niðurgreiðslna. Einnig hefur verið viðurkennt að þær þjóðir sem skemmra eru komnar í iðn- væðingu eiga siðferðislega rétt á að nýta sér sömu tækni til að bæta hag sinn og þróaðar þjóðir án þess að greiða fyrir það sérstaklega (skýrsla Brundland nefndarinnar Our Common Future (World Commission on Environment and Development, 1987)). Hinu verður ekki á móti mælt að mest munar um samdrátt í losun hinna þróuðu þjóða sem bæði menga lang mest á hvern íbúa en búa jafnframt yfir bestri tækni- legri getu til að takst á við það verkefni að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú koma sífellt fram fleiri vísbendingar um hraða hlýnun andrúmslofts. Breytingarnar virðast gerast á margföldum hraða á norður- og suðurhveli jarðar og ljóst að þótt allri losun verði hætt nú þegar mun enn halda áfram að hlýna í marga áratugi í viðbót. Það er afar brýnt að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir eru, nái nú saman um aðgerðir til að sporna við þróuninni og axli ábyrgð á versnandi kjörum, landflótta og sjúkdómum sem fjöldi fólks í heiminum stendur frammi fyrir vegna mikillar notkunar jarðefnaeldsneytis. Hér er miklu frekar um að ræða siðferðislegt mál en pólitískt og hreintrú til hægri eða vinstri má ekki koma í veg fyrir að valdar séu áhrifarík- ustu leiðirnar sem í boði eru. Leið jafnaðarmanna Samfylkingin hefur nýverið kynnt tillögur sínar í náttúruverndar- og umhverfismálum. Í þeim er tekist á við mörg stærstu verkefni okkar á þessu sviði og óhikað leitað lausna hvort heldur er til hægri eða vinstri. Við höfum lagt til Rammaáætlun um nátt- úruvernd, tímamótatillögu sem gerir ráð fyrir því að á næstu misserum verði lokið við að rannsaka öll helstu náttúrusvæði landsins með tilliti til verndargildis og verndun þeirra tryggð. Þetta ætti að gleðja hinn unga hægri- mann sem nýverið sagði í grein í Morg- unblaðinu: „Við þurfum að ákveða hvaða hluta náttúrunnar við viljum ekki undir nokkrum kringumstæðum fórna.... Síðan þurfum við að eiga aðferð sem hjálpar okkur að meta hvaða skilyrðum framkvæmdir þurfa að fullnægja til að við heimilum nýtingu þess hluta náttúrunnar sem ekki nýtur sérstakrar verndar. ...ég held að okkur muni auðnast að smíða nothæfan ramma utan um þetta mikilvæga mál.“ Ramm- inn er kominn, hann byggir á því að nátt- úruverðmæti landsins séu sameign þjóðarinnar og í honum felst áætlun um verndun, nokkuð sem ég tel að ætti líka að gleðja vinstri græn þegar þau hafa jafnað sig á að í litrófi stjórn- málanna hafa fleiri áhuga á náttúruvernd en þau ein. Samfylkingin setti einnig fram metn- aðarfullar tillögur í loftslagsmálum og vill gera langtímaáætlun um samdrátt í losun gróð- urhúsalofttegunda. Sem dæmi um aðgerðir má nefna að taka upp framseljanlega meng- unarkvóta stórfyrirtækja innanlands að for- dæmi Evrópusambandsins og að beita hag- rænum hvötum til að minnka losun frá bílum og skipum. Þau verkefni sem bíða okkar í umhverfis- og náttúruverndarmálum eru svo brýn að þau mega ekki stranda á rétttrúnaði til hægri eða vinstri. Það þarf að gera grænu málin að þungamiðju stjórnmálanna, taka á málum af víðsýni og nýta sér það besta úr báðum áttum. Það þarf að velja raunhæfar lausnir og fara meðalveginn – leið jafnaðarmanna. Morgunblaðið/RAX un umhverfisplat,“ segir greinarhöfundur. Hann segir að dæmi Kárahnjúkavirkjunar sanni að ekki að vísvitandi blekkingum og hylmingum hafi verið beitt til að koma í veg fyrir upplýsta umræðu. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.